Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
20.3.2007 | 16:54
Merkisdagur á Framnesveginum
Í dag er merkisdagur á Framnesveginum. Af því tilefni var hann tekinn snemma. Undirbúningur dagsins hafði átt sér talsverðan aðdraganda og lauk honum í raun ekki fyrr en seint í nótt. Foreldrarnir höfðu kviðið þessum degi í langan tíma enda vissu þeir að kröfurnar voru miklar og síðustu daga höfðu þær ekki gert annað en aukist.
Það var því mikil spenna í lofti á Framnesveginum þegar fjölskyldumeðlimir fóru á stjá um kl. 6:50 í morgun. Þessi dagur er nefnilega afmælisdagur. Og ekki hvaða afmælisdagur sem er heldur er um að ræða stórafmæli. Yngri dóttirin varð tveggja ára í dag. Og spennan var því mikill hjá þeirri stuttu enda spáði hún ekki mikið í síðasta afmæli sitt. En ekki var spennan minni hjá eldri dótturinni sem veit upp á hár hvernig á að halda upp afmæli. Það eiga að vera kökur, blöðrur, gjafir og eitt stykki kóróna.
Foreldrarnir voru annars langt fram á nótt við bakstur enda þarf að baka ofan í heila leikskóladeild enda er venjan að koma með eitthvað í skólann á svona stórum dögum. Afraksturinn var síðan tvær myndarlegar kökur sem hvor um sig hafði um það bil kíló af smartísi og gúmmíböngsum. Það vakti síðan mikla lukku og aðdáun samfélagsins á Dvergasteini þegar faðirinn gekk inn í leikskólann í morgun með risastórar og skærbleikar súkkulaðikökur ásamt tveim rígmontnum systrum.
18.3.2007 | 12:32
Ástæða til að gleðjast
Í gær var stór dagur. Það náðist samkomulag á þinginu um að afnema fyrningarfrest í kynferðisafbrotum gegn börnum.
Ég hef leyft mér fullyrða að þetta eru ein þýðingarmestu lög sem þetta þing samþykkir því þau taka til grundvallarhagsmuna fólks.
Mitt fyrsta þingmál laut að því að afnema þessa fyrningarfresti. Á hverju ári þessa kjörtímabils hef ég svo lagt frumvarpið fram og það var þess vegna sérstaklega ánægjulegt að kjörtímabilið skyldi enda á því að þessi mikilvæga réttarbót næðist fram.
Mjög margir hafa tekið þátt í baráttunni fyrir afnámi fyrningarfrest í kynferðisafbrotum gegn börnum. Samtökin Blátt áfram söfnuðu 23.000 undirskriftum til stuðnings frumvarpi mínu um afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum. Fjöldinn allur af hagsmunaðilum lýsti yfir stuðningi við þetta baráttumál og nánast öll kvennahreyfingin og barnarverndargeirinn. Og síðan má ekki gleyma þeim einstaklingum sem hafa komið fram í umræðunni og sagt sína sögu. Þeirra framlag er ómetanlegt. Ég er sannfærður um að það hvað almenningur sýndi vilja sinn sterkt í þessu máli hefur haft allt um það að segja að þessi breyting varð að veruleika.
Með þessu skrefi sem nú hefur verið tekið á Alþingi mun réttarvernd barna í samfélaginu aukast til muna. Það er mikilvægt að tekið sé tillit til sérstöðu þessara brota og að komið sé í veg fyrir að kynferðisbrotamenn njóti þess aðstöðumunar sem þeir hafa gagnvart börnunum. Það er einnig afar mikilvægt að þolendur kynferðisbrota fái ekki þau skilaboð frá kerfinu að ekki sé hægt að leita réttar síns vegna tímafresta.
Ég var mjög ánægður með þá þverpólitísku samstöðu sem myndaðist á þinginu um þetta mikla þjóðþrifamál í gær. Við getum öll fagnað þessari niðurstöðu. Þetta mál hlaut enda að vera hafið yfir flokkadrætti.
16.3.2007 | 16:28
Þinglok og þrír kvenkyns forsætisráðherrar
Í dag verður færslan hér á blogginu bara stutt enda mikið að gera niðri á þingi þennan daginn. Hefðbundin óvissa og kaos eru ríkjandi um þinglokin enda ætlast ráðherrarnir til að við afgreiðum marga tugi lagafrumvarpa á síðustu klukkutímum þingsins. Er ekki kominn tími til að breyta þessu vinnulagi?
Annars er ástæða til að vekja athygli á að formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, verður einn af heiðursgestum á landsfundi sænsku kratanna þegar Mona Sahlin tekur við formennsku í flokknum á morgun. Þarna verður einnig formaður dönsku jafnaðarmannanna, Helle Thorning Schmidt.
Þetta er stórglæsilegt þríeyki og það er vonandi að við sjáum þessar þrjár konur innan tíðar sem forsætisráðherrar sinna landa. Það væru heilmikil tímamót.
15.3.2007 | 16:16
Hræðsluáróður íhaldsins heldur ekki vatni
Það vakti eftirtekt mína hvað forsætisráðherra okkar, Geir Haarde, var úrillur og pirraður í eldhúsdagsumræðunni sem var í gærkvöldi. Hann var í eilífri vörn og engin framtíðarsýn birtist í máli hans. Reyndar hef ég ekki orðið var við vott af framtíðarsýn eða ferskar hugmyndir hjá þessari ríkisstjórn mjög lengi en þetta er að verða ein þreyttasta ríkisstjórn Íslandssögunnar.
Í málflutningi Geirs bar auðvitað hvað hæst hefðbundinn hræðsluáróður um að enginn annar en Sjálfstæðismenn geti stjórnað landinu. Auðvitað nær þessi málflutningur ekki nokkurri átt. Ég veit ekki betur en þar sem jafnaðarmenn hafa stjórnað hafi það gengið bara nokkuð vel.
Mýmörg dæmi þess eru erlendis frá en erlendir jafnaðarmenn lenda einnig í þessari taktík íhaldsmanna. En við þurfum ekki að fara út fyrir landsteinana til að sjá að jafnaðarmenn eru mjög færir við stjórnun.
Jafnaðarmenn stjórnuðu höfuðborginni í 12 ár við góðan orðstír. Fjármál borgarinnar voru tekin föstum tökum, leikskólinn var byggður upp nánast frá grunni, kynbundinn launamunur minnkaði um helming og öll þjónusta og umhverfi borgarinnar tók stakkaskiptum. Í öðrum sveitarfélögum þar sem jafnaðarmenn hafa ráðið ríkjum s.s. í Hafnarfirði, Árborg og Akranesi er svipaða sögu að segja frá.
En ef við lítum á afrekaskrá þessarar ríkisstjórnar blasir önnur mynd við. Almenningur þarf að súpa seyðið af nýjum verðbólguskatti sem rýrir lífskjör fólks um tugmilljarða króna, menntakerfið býr enn við fjársvelti, þriðji hver eldri borgara þarf að lifa undir fátæktarmörkum, 4.300 börn eru fátæk í samfélaginu, kynbundinn launamunur hjá ríkinu hefur ekkert breyst á valdatímanum og nú síðast í dag var matsfyrirtækið Fitch Ratings að lækka lánshæfismat ríkissjóðs.
Ég held að Geir og félagar ættu aðeins að líta í eigin barm þegar kemur að stjórnun.
Fitch lækkar lánshæfismat ríkissjóðs Íslands í A+/AA+ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2007 | 11:40
Atvinnuskapandi fyrir lögfræðinga?
Í gærkvöldi funduðum við lengi og vel um auðlindarákvæðið í stjórnarskrárnefndinni. Í nokkur skipti þurfti að fresta fundum á Alþingi þar sem fundurinn dróst á langinn. Það var mjög fróðlegt að sitja þennan fund og ljóst er að ýmsir efnislegir gallar eru málinu fyrir utan auðvitað þau sérkennilegu vinnubrögð sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa sýnt í þessu máli. Málsmetandi lögfræðingur sem kom fyrir nefndina í gærkvöldi sagði að það eina sem væri hugsanlega jákvætt við þetta frumvarp væri að það skapaði lögfræðingum atvinnu.
Þessi ummæli undirstrika vel þá óvissu sem ríkir um þetta frumvarp þeirra Geirs og Jóns. Auðvitað er það skelfilegt að eiga að fara að samþykkja stjórnarskrárfrumvarp sem sérfræðingar botna ekkert í. En vonandi er möguleiki á að bæta frumvarpið með einhverjum hætti því mér sýnist að allir stjórnmálaflokkarnir séu sammála um að tryggja beri eignarhald þjóðarinnar á náttúruauðlindum.
En það er að sjálfsögðu ekki sama hvernig það er gert.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.3.2007 | 18:21
Enn og aftur hrekjast andstæðingar aðildar út í horn
Hin þverpólitíska Evrópunefnd forsætisráðherra skilaði af sér í dag myndarlegri skýrslu um Evrópumálin. Össur Skarphéðinsson og ég á lokasprettinum, sátum í nefndinni fyrir Samfylkinguna. Það er alltaf gaman að sitja í svona þverpólitískum nefndum en það er ekki langt síðan ég sat í svokallaðri vændisnefnd dómsmálaráðherra. Þótt þessar nefndir klofni að lokum í afstöðu sinni þá er vinnan í þeim hins vegar gefandi og iðulega skemmtileg.
Ég vona að þessi Evrópuskýrsla hleypi einhverjum krafti í Evrópuumræðan og leiðrétti eitthvað af síendurteknum rangfærslum sem iðulega heyrast í þessari umræðu.
En það er frekar leiðinlegt, að þrátt fyrir að skýrslan sé vönduð og upplýsandi, eru sumir, og meira að segja sumir þeirra sem sátu í þessari nefnd s.s. Ragnar Arnalds, enn í
skotgröfunum þar sem keyrt er á sömu klisjunum sem æ ofan í æ hafa verið hraktar.
Síbreytilegur málflutningur andstæðinga
Mér finnst annars andstæðingar aðildar hrekjast æ meira út í horn í sínum málflutningi. Fyrst héldu menn því fram að hér myndi allt fyllast af spænskum togurum við aðild Íslands að ESB. En þeim var þá bent á þá staðreynd að kvótaúthlutun ESB byggist á grundvallareglunni um veiðireynslu og þar sem útlendingar hafa enga veiðireynslu í íslenskri lögsögu myndu Íslendingar fá allan kvóta í íslenskri lögsögu.
Þá breyttist málflutningurinn í þá veru að erlend stórfyrirtæki myndu kaupa upp öll íslensku sjávarútvegsfyrirtækin við aðild og flytja arðinn af Íslandsmiðum milliliðalaust úr landi. En þá fengu þeir vitneskju um að samkvæmt mörgum dómum Evrópudómstólsins (s.s. Kerrmálið nr. 287/81 og Jaderowmálið nr. C-216/87) er hægt að gera kröfu um að sjávarútvegsfyrirtæki sem fá kvóta í íslenskri lögssögu hafi raunveruleg efnahagsleg tengsl við það svæði sem reiðir sig á veiðarnar.
En þá breytist málflutningur andstæðinga aðildar aftur. Nú hét það að hinar hagstæðu reglur ESB hljóti einfaldlega að breytast í framtíðinni! En við endurskoðun á sjávarútvegsstefnu ESB var hins vegar ákveðið að það skyldi ekki vera hróflað reglunni um veiðireynsluna og hafa fjölmargir evrópskir stjórnmálamenn og embættismenn staðfest að hún er hornsteinn sjávarútvegsstefnu ESB.
Að lokum vil ég draga fram þrjú atriði sem lúta að sjávarútvegsstefnu ESB og skýrslan staðfestir:
1. Sjávarútvegsstefna ESB byggist á nýlegri veiðireynslu. Og þar sem það eru einungis Íslendingar sem hafa veiðireynslu í íslenskri lögsögu munu einungis Íslendingar fá kvóta í íslenskri lögsögu.
2. Eftir að aðild hefur orðið að veruleika er hægt að gera kröfu um að útgerðarfyrirtæki hafi raunveruleg efnahagsleg tengsl við það landsvæði sem reiðir sig á veiðarnar. Þessi regla er því íslensku landsbyggðinni mjög hagstætt.
3. Aðildarríki ESB sjá sjálf um eftirlitið í sinni lögsögu. Verði Ísland aðili munu því Íslendingar sjá um og framkvæma eftirlitið í íslenskri lögsögu.
Ragnar Arnalds: Hugmyndir um yfirráð Íslendinga ótryggar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.3.2007 | 09:25
Viltu vera líffæragjafi? Notum ökuskírteinin.
Vissir þú að á Íslandi eru líffæragjafir fátíðari en annars staðar á Norðurlöndunum? Vissir þú að hér á landi fara helmingi fleiri einstaklingar árlega á biðlista eftir líffærum en þeir sem fá líffæri? Og vissir þú að á Vesturlöndum deyja nú fleiri sjúklingar sem bíða líffæragjafar en þeir sem fá líffæri? Vegna þessara staðreynda hef ég nú lagt fram þingmál sem lýtur að því að gera upp upplýsingar um vilja til líffæragjafa sem aðgengilegastar. Og sú leið sem ég hef valið er að sá vilji komi fram í ökuskírteinum einstaklinga.
Það er vandfundin betri leið en að notast við upplýsingar á ökuskírteini viðkomandi og er það t.d. gert í Bandaríkjunum. Skráning þessara upplýsinga á ökuskírteinum er einnig heppileg þar sem það eru oft látnir ökumenn sem koma til greina sem líffæragjafar.
Með því að áskilja slíka skráningu á ökuskírteini þarf fólk að ákveða hvort það kærir sig um að gefa líffæri. Hér á landi hafna ættingjar líffæragjöf ættmenna sinna í um 40% tilvika en á Spáni er þetta hlutfall helmingi lægra. Það er því ástæða að auðvelda upplýsingargjöf viðkomandi einstaklings hvort hann kæri sig um að gefa líffæri sín eða ekki.
Það er mjög mikilvægt að fjölga íslenskum líffæragjöfum en hver líffæragjöf getur bjargað allt að sex mannslífum. Fram til ársins 1991 gátu Íslendingar einungis þegið líffæri frá öðrum þjóðum en ekki lagt þau til sjálfir skv. lögum.
Nú er bara vonandi að þetta mál fljúgi í gegnum þingið og af hverju ekki? Það er ætlast til að þingið afgreiði eitt stykki stjórnarskrárfrumvarp á 4 dögum.
12.3.2007 | 10:24
Star Trek og Samfylkingin
Um helgina fór ég á sýninguna Tækni og vit 2007. Þetta var afar fróðleg sýning tækni- og þekkingariðnaðarins og það var ekki laust við að maður hafi farið í svona nettan framtíðarfíling í anda Star Trek. En burtséð frá því fengu sýningargestir að líta augum á atvinnulíf framtíðarinnar. Ég er sannfærður um að vaxtasprotar þjóðarinnar liggi í þessum geira og þess vegna er nauðsynlegt að það séu til staðar stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn sem átti sig á því.
Við í Samfylkingunni þreytumst seint á að benda á að tillögur Samfylkingarinnar röðuðu sér í efstu þrjú sætin á Sprotaþingi sem var haldið fyrir nokkrum vikum. En á þessu Sprotaþingi áttu allir stjórnmálaflokkarnir að leggja fram þrjár tillögur og síðan kusu ráðstefnugestir, sem voru starfsfólk og frumkvöðlar hjá hátæknifyrirtækjum, um tillögurnar.
Þarna fékkst staðfesting á því að það er fullkominn samhljómur milli Samfylkingarinnar og atvinnulífsins hvað þetta varðar. Samfylkingin hefur sýnt með þessari áherslu sinni að hún sé tilbúin að veðja á þekkingariðnaðinn. Ég er mjög stoltur af flokknum mínum að hafa gert það.
10.3.2007 | 09:39
Dottinn í fertugsaldurinn
Jæja, nú er það byrjað. Hnignunin er hafin. Fertugsaldurinn er orðinn að veruleika. Um daginn þóttist konan sjá grátt hár í vöngum mínum. Auðvitað var það helbert kjaftæði. En annars er mér nokkuð sama um gráu hárin svo fremur sem ég haldi einhverjum hárum. Dagurinn í dag er óneitanlega tímamót fyrir mig þótt þetta hafi verið óumflýjanlegt og í raun fyrirsjáanlegt, svona síðustu dagana allavega.
Ég er annars ekki sérstaklega upptekinn af aldri mínum eða í raun aldri nokkurs annars. Ég hef þó verið nokkuð hugsi yfir þessu undanfarna daga.
Þegar ég hef talað við eldri og reyndari menn þá eru þeir yfirleitt á einu máli um að í eina skiptið sem þeir upplifðu sig sem gamla hafi verið þegar þeir urðu þrítugir. Ætli það sé ekki einhver sannleikur í því? Það kemur vonandi í ljós.
9.3.2007 | 11:49
Vantar einhvern stimpil frá Alþingi?
Óttalega verð ég stundum hissa á þessu vinnulagi á þinginu. Nú er minna en vika eftir af því og fjöldinn allur af þingmálum er óafgreiddur. Og það sem meira er að ráðherrarnir eru víst ennþá að koma að málum sem ekki enn hefur verið mælt fyrir í 1. umræðu og öll vinnan í nefndinni með hagsmunaaðilum er eftir. Á þessum árstíma fá hagsmunaaðilar iðulega 1-3 daga til að bregðast við frumvörpum sem munu e.t.v. hafa mikil áhrif á viðkomandi stétt eða svið.
Þetta er auðvitað ekki boðlegt. Og þetta er 100% sök ráðherranna. Þeir sitja svo lengi með frumvörpin sín upp í ráðuneyti og svo ætlast þeir til að þjóðþingið stimpli herlegheitin á nokkrum dögum.
Ég nefni tvö dæmi. Í gær var í fyrsta sinn mælt fyrir 20 milljarða kr. sauðfjársamningi sem síðan á eftir að fara í vinnu í viðkomandi þingnefnd o.s.frv. Ætlast er til að þetta verði orðið að lögum innan viku. Sama gerði sami ráðherra fyrir 3 árum þegar 30 milljarða kr. mjólkursamningur fékk nákvæmlega viku afgreiðslutíma í þinginu rétt fyrir þinglok vorið 2004.
En ráðherrarnir vita að þeir komast upp með þessi vinnubrögð því þeirra eigið lið, stjórnarþingmennirnir sem ekki eru ráðherrar, láta þá komst upp með það ár eftir ár.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa