Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2006

Leyniţjónusta í stađinn fyrir herinn?

Björn Bjarnason dómsmálaráđherra má eiga ţađ ađ hugmyndir hans vekja athygli. En ţađ ţýđir ekki ađ hugmyndir hans séu endilega góđar. Nú vill hann sannfćra ţjóđina um nauđsyn ţess ađ stofna leyniţjónustu. Síđastliđiđ var samţykkt frumvarp dómsmálaráđherra um sérstaka greiningardeild Ríkislögreglustjóra sem rannsaka á landráđ og skipulagđa glćpastarfsemi, hryđjuverk og óvini ríkisins. Slík deild er algjört nýmćli hér á landi og á hún m.a. ađ sinna rannsóknum áđur en nokkur glćpur er framinn. Í umrćđunni um greiningardeildina bođađi ráđherann ađ valdheimildir til ţessarar greiningardeildar verđi auknar í framtíđinni.

Engin ţörf fyrir leyniţjónustu, en ástćđa til ađ óttast hana
Og nú ćtlar Björn Bjarnason ađ ganga enn lengra og er farinn ađ tala fyrir íslenskri leyniţjónustu. Ađ mínu mati er engin ţörf á leyniţjónustu á Íslandi. Ţađ er hins vegar full ástćđa til ađ óttast slíka starfsemi. Vonandi man almenningur eftir ađgerđum ríkisvaldsins gegn Falun Gong en ţá komu íslensk stjórnvöld á fót fangabúđum í Njarđvík og stöđvuđu ferđamenn á grundvelli litarhafts og studdust viđ svarta lista um meinta iđkendur Falun Gong. Ţađ er áhugavert ađ velta ţví fyrir sér hvađa hlutverki leyniţjónustan hefđi getađ gegnt viđ ţessar ađstćđur.

Hćttan á misnotkun á starfsemi á borđ viđ leyniţjónustu er svo sannarlega fyrir hendi. Og ţađ ađ tengja brotthvarf hersins viđ hugsanlega ţörf á slíku apparati tekur engu tali. Bandaríski herinn var aldrei međ leyniţjónustu fyrir Ísland og ţví ţarf ekki ađ setja á fót slíka starfsemi vegna brotthvarfs hans.

Ađ auki má benda á ađ íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt af sér ţann sóma eđa ţroska ađ afhenda gögn sem varđa hleranir og stendur nú virtur lögmađur í stappi viđ yfirvöld um afhendingu ţessara sjálfsögđu gagna.
Verkin tala
Séu ţessar áherslur dómsmálaráđherrans settar í samhengi viđ fyrri verk hans aukast áhyggjurnar enn frekar. Nýlega lagđi dómsmálaráđherra fram lagafrumvarp sem átti ađ heimila símhleranir án dómsúrskurđar. Hann lagđi einnig til frumvarp sem heimilar lögreglu ađ halda eftir gögnum frá verjanda ótímabundiđ. Ráđherrann hefur ţrefaldađ fjölda sérsveitarmanna á skömmum tíma og aukiđ fjárframlög til Ríkislögreglustjóra um 30%. Ţá var samţykkt frumvarp Björns Bjarnasonar sem skerđa möguleika fólks á gjafsókn vegna réttarhalda, sérstaklega í málum sem geta varđađ málsóknir gegn ríkisvaldinu.

Útlendingalög Björns Bjarnasonar eru sömuleiđis ţekkt, ţar sem réttindi fjölda Íslendinga til ađ sameinast erlendum maka sínum á grundvelli hjúskapar voru skert vegna 24 ára reglunnar svokölluđu. Í lögunum er einnig ađ finna heimild til Útlendingastofnunar til ađ fara fram á lífsýnatöku úr útlendingum. Eitt ósanngjarnasta atriđiđ í ţessari lagasetningu er ţó sennilega ţađ ađ sönnunarbyrđi var snúiđ viđ ţannig ađ Íslendingar og erlendir makar ţeirra ţurfa nú ađ sanna fyrir yfirvöldum ađ ţeir búa ekki í málamyndahjónabandi.

Til ađ bćta ofan á alla ţessa upptalningu hafa ţingmenn Sjálfstćđisflokksins variđ skilyrđislausan rétt atvinnurekenda til ađ taka lífsýni úr starfsfólki sínu og lögfest ađ afhending IP-talana í tölvum skuli vera án dómsúrskurđar.

Mér finnast ţessi verk ríma afskaplega illa viđ hugmyndir um einstaklingsfrelsi eđa ţá hugmyndafrćđi ađ verja einstaklinginn fyrir ágangi ríkisvaldsins.
Frelsiđ fer hćgt
Frelsisskerđing er oftast nćr hćgfara ţróun en verđur ekki í einu vetfangi. Aukiđ eftirlit og skerđing á persónuréttindum eru ćtíđ réttlćtt međ góđum tilgangi. Ţađ er styttra í stóra bróđur George Orwell en margur heldur.

Almenningur geldur fyrir efnahagsmistök ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórnin hefur gert mörg viđurkennd efnahagsmistök á undanförnum misserum og ţví miđur virđist sem ríkisstjórnin lćri ekki af mistökum sínum. Fyrstu mistökin voru tímasetning breytinganna á húsnćđislánamarkađinum og sú stađreynd ađ ţćr voru gerđar í einu skrefi. Ţessi ákvörđun jók ţenslu og verđbólgu til muna. Húsnćđisverđ snarhćkkađi í kjölfariđ og hefur aldrei veriđ eins dýrt ađ eignast fyrstu íbúđ. Núverandi ástand getur leitt til fasteignakreppu sem hefur í för međ sér ađ fólk mun skulda meira í fasteignum sínum en sem nemur virđi ţeirra.
Óstjórn og ađhaldsleysi í ríkisfjármálum
Önnur mistök ríkisstjórnarinnar eru ríkisfjármálin. Ţar hefur ríkt stjórnleysi og ađhaldsleysi, sérstaklega í fjármálaráđherratíđ Geirs H. Haarde.

Hiđ opinbera hefur tvenns konar úrrćđi í efnahagsstjórnun. Annars vegar peningamálastefnan sem er á könnu Seđlabankans og hins vegar ríkisfjármálin sem eru verkefni ríkisstjórnar. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa sagst vantrúuđ á beitingu ríkisfjármála sem hluta af efnahagsstjórnun. Slík ummćli bera vott um fullkomna vanţekkingu á hagkerfinu. Mat ríkisstjórnarinnar og mat Seđlabankans á efnahagsástandinu er gjörólíkt og ţessir ađilar vinna í sitt hvora áttina.

Ríkisstjórnin setur árlega marklaus fjárlög en fjárlögin 2000-2004 gerđu ráđ fyrir 82 milljarđa króna afgangi af ríkissjóđi en ţegar reikningurinn var gerđur upp kom í ljós 8 milljarđa króna halli. Skekkjan ţessi ár var ţví upp á 90 milljarđa króna. Á ţetta hefur Ríkisendurskođun bent á og gagnrýnt harđlega.
Ríkissjóđur 41% dýrari en 1998
Ríkisútgjöldin hafa aukist um tćpa 100 milljarđa króna frá árinu 1998. Ríkisútgjöldin fóru úr 230 milljörđum 1998 í 324 milljarđa í fyrra, báđar tölur á verđlagi ársins 2005. Ríkiđ er ţví 41% dýrari í rekstri nú en áriđ 1998. Ekki hefur ţjónusta ríkisvaldsins batnađ um 41% á sama tíma.

Seđlabankinn er ţví miđur einn í baráttunni gegn verđbólgunni, enda neitar ríkisstjórnin ađ horfast í augun viđ raunveruleikann. Einu mótvćgisađgerđir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum eru árásir á vegaumbćtur á landsbyggđinni.
Vaxtahćkkanir Seđlabankans eru hins vegar mjög kostnađarsöm leiđ til ađ ná tökum á verđbólgunni en hins vegar eru ţćr rétt leiđ til ađ ná niđur verđbólgunni. Hin löngu verđtryggđu lán draga ţó úr mćtti vaxtahćkkana Seđlabankans og gera hćkkanir Seđlabankans á vöxtum bitlausari en ella.
Skattalćkkanir fyrir ţá ríkustu
Ţriđju mistökin voru skattalćkkanir ríkisstjórnarinnar á kolröngum tíma, en ţćr renna fyrst og fremst renna til hinna ríku en ekki til venjulegs fólks í landinu. Öll hagfrćđi segir okkur ađ ţensla eykst međ skattalćkkunum.

Ríkisstjórnin hefur heldur ekki greint frá ţví hvernig hún muni borga fyrir skattalćkkanir fyrir hina ofurríku.
Helmingi meiri stóriđja framundan
Í fjórđa lagi er ţađ stóriđjustefna ríkisstjórnarinnar sem hefur orđiđ ađ efnahags- og umhverfisvanda. Stóriđjuframkvćmdirnar höfđu ţó talvert minni bein áhrif á hagkerfiđ en búist var viđ en ţćr höfđu áhrif og ţá ekki hvađ síst á vćntingarnar sem skipta miklu máli í efnahagskerfinu. Fyrirhugađar mótvćgisađgerđir ríkisstjórnarinnar vegna Kárahnjúka urđu aldrei ađ veruleika. Nú hvetur ríkisstjórnin hins vegar til frekari stóriđjuframkvćmda.

Áćtlađar framkvćmdir eru helmingi meiri ađ umfangi en ţćr sem nú eru í gangi, en ţćr eru aftur miklu stćrri en framkvćmdir síđasta áratugar. Tímasetning slíkra framkvćmda hefur afgerandi ţýđingu varđandi stöđugleikann.

Mistök ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálunum er ţví ástćđan fyrir hinum nýja verđbólguskatti ríkisstjórnarinnar sem er ein mesta skerđing á kjörum almennings í langan tíma. Reynslan sýnir ađ ţađ er ekki hćgt ađ treysta Sjálfstćđisflokknum fyrir hagstjórninni og ţađ er kominn tími á nýja forystu í íslenskum stjórnmálum.

Sjálfstćđ hentistefna

Óttalega geta Sjálfstćđismenn stundum veriđ miklir hentustefnumenn. Ţađ er ekki langt síđan ađ Sjálfstćđismenn svöruđu gagnrýni á skattlćkkanir ţeirra til hinna ofurríku á ţenslutímum ţannig ađ ţćr myndu ekki valda neinni ţenslu, enda fćri fólk betur međ fjármuni sína en ríkiđ. Núna hentar sú röksemdarfćrsla Sjálfstćđismönnum hins vegar ekki, enda sagđi Árni Mathiesen fjármálaráđherra í dag ađ ástćđan fyrir ţví ađ ţeir vildu ekki lćkka stimpilgjöldin vćri sú ađ ţađ vćri ţensluástand. Til eru mýmörg önnur dćmi um ţennan tvískinnung Sjálfstćđismanna. Má ţar nefna afstöđu ţeirra til lćkkunar matarskattsins sem ţeir segjast í eina röndina styđja en kjósa síđan gegn slíkri lćkkun ítrekađ í ţinginu.
Tvískinnungur í landbúnađarmálum
Annađ dćmi eru landbúnađarmálin en fulltrúar Sjálfstćđisflokksins hafa iđulega variđ ţađ dýra og óskilvirka kerfi ţegar viđ höfum gagnrýnt kerfiđ í ţinginu (hćgt ađ sjá afstöđu Sjálfstćđismanna til landbúnađarkerfisins og 30 milljarđa króna mjólkursamningsins ţeirra á http://www.althingi.is/altext/130/05/r17130447.sgml).
Tvískinnungur í ríkisútgjöldum
Í ţriđja lagi mćtti benda á ađ Sjálfstćđismenn eru í ađra röndina duglegir ađ gagnrýna ríkisútgjöld en á móti kemur ađ enginn stjórnmálaflokkur hefur aukiđ umsvif ríkisvaldsins eins mikiđ og ţeir. Frá árinu 1998 hafa ríkisútgjöldin aukist um tćpa 100 milljarđa króna á verđlagi ársins 2005. Ríkiđ er ţví 41% dýrari í rekstri nú en áriđ 1998.
Tvískinnungur gagnvart friđhelgi einkalífs
Og afstađa Sjálfstćđisflokksins til friđhelgi einkalífs og persónuréttinda er sömuleiđis nokkuđ sérkennileg. Í orđi er flokknum mjög umhugađ um ţessi réttindi, en verkin tala tala og ţau eru ekki glćsileg. Stofnun sérstakrar greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, afturhaldssöm útlendingalög, frumvarp um símhleranir án dómúrskurđar, afhending IP-talna í tölvum án dómsúrskurđar, skertar gjafsóknarheimildar, ađgerđirnar gegn Falun Gong og síđan réttlćting ţingmanna Sjálfstćđismanna á skilyrđislausri lífsýnatöku úr starfsfólki.

Flokksţing hafnar breiddinni

Úrslit á flokksţingi Framsóknarflokksins voru fyrirsjáanleg. Jón Sigurđsson er nýr formađur Framsóknarflokksins og Guđni Ágústsson er varaformađur. Síđustu daga sást hins vegar vel hve sterk stađa Sivjar Friđleifsdóttur er. Hún kom fram á allra síđustu dögum, augsýnilega vel undirbúin og fékk mjög góđa kosningu. Hún fékk 44% greiddra atkvćđa ţrátt fyrir ţá stađreynd ađ Halldór Ásgrímsson studdi Jón Sigurđsson og sömuleiđis mikill meirihluti ţingflokks. Hins vegar mćtti jafnvel halda ţví fram ađ sterk stađa Sivjar vćri ađ hluta til einmitt vegna stuđnings Halldórs Ásgrímssonar og stuđnings ţingflokksins.
Tveir miđaldra íhaldskarlar
Vandi Framsóknarflokksins hefur ađ mörgu leyti stafađ af ţví hve flokksforystan og jafnvel ţingflokkurinn ađ einhverju leyti hefur fjarlćgst grasrótina í flokknum. Ţađ verđur einnig ađ viđurkennast ađ nýr forystudúett Framsóknar er ekki mjög spennandi, tveir miđaldra íhaldskarlar. Auđvitađ ţarf ađ vera til stađar ákveđin breidd í forystusveitinni, bćđi hvađ varđar kynferđi og kynslóđabil. Flokksţing Framsóknar kaus ađ hafna slíkri breidd. Framsóknarflokkurinn stóđ frammi fyrir einstöku tćkifćri. Tvćr konur buđu sig fram, til formanns og varaformanns, en hvorug náđi kjöri. Í ţví ljósi verđa úrslitin ađ teljast áfall fyrir kvennahreyfingu flokksins.

Siv nćsti formađur Framsóknarflokksins
Siv og Guđni sem hvorugt naut stuđnings Halldórsarmsins komast sterk frá flokksţinginu - og ég spái ţví ađ Siv verđi formađur Framsóknarflokksins hvenćr sem ţađ verđur. Siv hefur sýnt ţađ og sannađ hvers hún er megnug. Hún missti ráđherrastólinn ţegar Framsóknarflokkurinn lét umhverfisráđuneytiđ til Sjálfstćđisflokksins. Sú ákvörđun reyndist afdrifarík, ekki síst fyrir Halldór Ásgrímsson. Siv hefur nú fengiđ ráđherraembćtti á ný og er enn sterkari fyrir vikiđ.

Guđni og Halldór
Ţađ vakti athygli mína ađ Guđni minntist ekki einu orđi á á Halldór Ásgrímsson í rćđu sinni eftir ađ úrslit lágu fyrir í varaformannskjöri. Ţađ gerđi hins vegar Jón Sigurđsson sem ţakkađi Halldóri kćrlega fyrir störf hans í ţágu flokksins og ţjóđarinnar. Rćđurnar tvćr birtu ţann ágreining sem hefur veriđ í forystunni og ţađ verđur fróđlegt ađ sjá hvernig ný forysta mun ná saman.

Hamingjuóskir til hinna fjölmörgu sigurvegara
Sćunn Stefánsdóttir er verđug ţess ađ hljóta ritaraembćttiđ. Viđ kynntumst í MR og störfuđum saman í nemendafélaginu Framtíđinni og ég veit ađ ţar fer hörkukona, dugleg og skynsöm. Ađ lokum er ástćđa til ađ óska sigurvegurum ţessa flokksţings innilega til hamingju međ árangurinn.

Ríkisstjórnin hótar eldri borgurum

Ólafur Ólafsson, formađur Landssambands eldri borgara greindi frá ţví í dag, ađ ríkisstjórnin hafi hótađ forsvarsmönnum Landssambands eldri borgara ţví, ađ ef ţeir skrifuđu ekki undir viljayfirlýsingu um málefni eldri borgara, yrđi fjármagn í hjúkrunarheimilin og heimaţjónustu ekki tryggt. Á mannamáli: ef menn skrifuđu ekki undir viljayfirlýsinguna fengju ţeir sennilega ekki neitt. Vinnubrögđ ríkisstjórnarinnar eru mjög upplýsandi um ţankagang ríkisstjórnarinnar. Ţarna sýnir ríkisstjórnin sitt rétta andlit gagnvart eldri borgurum og um leiđ er hagsmunasamtökum eldri borgara sýnd alveg ótrúleg vanvirđing.

Forkastanleg vinnubrögđ
Međ slíkum hótunum er ríkisstjórnin ađ neyđa eldri borgara til undirskriftar ađ viljayfirlýsingu sem ríkisstjórnin mun síđan flagga í ađdraganda kosninga. Ađ neyđa Landsambandiđ til undirskriftar ađ yfirlýsingu sem ţađ er ekki fyllilega ánćgt međ.
Útspil ríkisstjórnarinnar í málefnum eldri borgara hefur ekkert međ skilning ríkisstjórnarinnar á högum eldri borgara ađ gera en hins vegar allt međ kosningaáróđur ađ gera. Svo hart ganga menn fram til ţess ađ tryggja heppilegan áróđur ađ Landsambandinu var hótađ ađ tćkju ţeir ekki ţátt myndu ţađ finna fyrir ţví.
Sami leikur fyrir síđustu kosningar
Ríkisstjórnin lék einmitt ţennan leik rétt fyrir síđustu alţingiskosningar en ţá var einnig gert samkomulag viđ eldri borgara. Ađ loknum kosningum var samkomulagiđ svo svikiđ eins og menn muna. Auđvitađ ćtti ţađ ađ vera metnađur ríkisstjórnarinnar ađ bćta stöđu eldri borgara í samfélaginu en svo er sannarlega ekki hjá ţessari ríkisstjórn. Ţađ vita eldri borgarar og finna. Málefni eldri borgara eru síđur en svo forgangsmál ríkisstjórnarinnar.
Sviđin jörđ í málefnum eldri borgara
Ef litiđ er á heildarmyndina kemur sviđin jörđ í málefnum eldri borgara í ljós. Ţriđji hver eldri borgari ţarf ađ lifa á 100 ţúsund krónum eđa minna á mánuđi. Mikill skortur er á búsetuúrrćđum fyrir eldri borgara og heimahjúkrun hér á landi er talsvert minni en tíđkast á öllum hinum Norđurlöndunum.

Um 400 eldri borgarar eru í brýnni ţörf eftir hjúkrunarrýmum. Á annađ hundrađ eldri borgara liggja á Landspítalanum eftir ađ međferđ ţeirra ţar lýkur. Setuverkföll hafa viđgengst á öldrunarheimilum vegna lágra daggjalda frá ríkinu. Og lágar tekjur eldri borgara eru nú skattlagđar í fyrsta skipti og eldri borgarar búa viđ harkalegar skerđingarreglur hins opinbera. Ţetta er veruleikinn sem eldri borgarar búa viđ og ţví ţarf ađ fá viljayfirlýsingu fyrir kosningar svo hćgt sé ađ beina sjónum manna annađ.
Verđbólguskattur ríkisstjórnarinnar étur hćkkanirnar
Vert er ađ hafa í huga ađ í nýrri viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og eldri borgara er einungis veriđ ađ skila tilbaka hluta af ţeim umfangsmiklu skerđingum sem aldrađir hafa orđiđ fyrir í valdatíđ ţessarar ríkisstjórnar. Og í ofanálag mun einungis ţriđjungur ţeirrar hćkkunar sem nú mun eiga sér stađ skila sér í vasa fólk vegna hins nýja verđbólguskatts sem ríkisstjórnin stendur fyrir.

Ríkisstjórn hinna útvöldu

Ákvarđanir ríkisstjórnarinnar í ríkis- og skattamálum undanfarin ár endurspegla grundvallarmun á ríkisstjórnarflokkunum og Samfylkingunni. Ef ađgerđir ríkisstjórnarinnar í skatta- og velferđarmálum eru teknar saman kemur í ljós rauđur ţráđur ţar sem ţrengt er ađ venjulegu fólki og eldri borgurum. Fjármálaráđherra stađfesti nýlega í svari á Alţingi, ađ skattbyrđi hefur aukist hjá öllum landsmönnum nema hjá ţeim langtekjuhćstu. Skerđing skattleysismarka, sem ađ mestu kemur fram eftir ađ ţessi ríkisstjórn tók viđ, er svo harkaleg ađ ríkissjóđur hefur tekiđ tugi milljarđa króna meira til sín en ef skattleysismörk hefđu haldiđ raungildi sínu.

Fyrirhuguđ hćkkun á skattleysismörkum, sem náđist í gegn af hálfu verkalýđshreyfingarinnar ţrátt fyrir mótţróa ríkisstjórnarflokkanna, er nánast helmingi lćgri en ţađ sem hefđi ţurft til ţess ađ skattleysismörkin ćttu ađ vera jafnhá og ţau voru ţegar ţessi ríkisstjórn tók viđ völdum.
Ný skattheimta á eldri borgara
Hafin er áđur óţekkt skattheimta á eldri borgurum og öryrkjum. Landssamband eldri borgara hefur bent á ađ eldri borgari međ 110.000 kr. í tekjur hefur nú ţurft ađ greiđa um 14% af tekjum sínum í skatt. En sami eldri borgari greiddi einungis 1,5% á árinu 1988. Öryrkjabandalagiđ bendir sömuleiđis á ađ lífeyrisţegi sem fćr einungis greiddar bćtur almannatrygginga greiđi jafngildi tveggja mánađa útborgunar á ári hverju í beina skatta.
Um 30.000 manns eru međ tekjur undir 100.000 kr. í landinu og ţeir greiđa nú tvo milljarđa í skatta sem ţeir gerđu ekki áđur en ţessi ríkisstjórn tók viđ völdum.
Almenningur borgar brúsann
Nú hefur svo ţessi kjaraskerđing ríkisstjórnarinnar til margra ára veriđ notuđ sem skiptimynt í kjaraviđrćđum sem sýnir skipsbrot hennar í efnahagsmálum. Eftir stendur ađ ţađ er fólkiđ í landinu sem borgar brúsann og ríkisstjórnin mun hreykja sér af samningum sem almenningur greiđir sjálfur fyrir. Vinnuveitendur eru vitaskuld himinlifandi ađ ríkiđ borgi kjarasamningana fyrir ţá.

En međ ţessari ákvörđun hefur ríkisstjórnin hins vegar ekki ađeins svikiđ sitt helsta kosningarloforđ um flata lćkkun á tekjuskattsprósentunni heldur einnig viđurkennt ađ sú skattastefna ţjónađi ekki hagsmunum venjulegs fólks í landinu heldur fyrst og fremst hinum útvöldu og efnamestu.
Ríkisstjórnin hyglar hinum efnamestu
Hugmyndafrćđi ríkisstjórnarflokkanna sést einnig vel í ţeim skattaađgerđum sem ţeir lögfestu. Um 60% af lćkkuninni átti ađ renna til 25% tekjuhćstu einstaklinganna en ađeins um 2% fara til lćgstu 25%. Ţađ ţýđir í reynd ađ ţeir allra tekjuhćstu fá mest og ţeir allra tekjulćgstu fá nćr ekkert. Nćrri 25% af heildarlćkkuninni átti ađ fara til ţeirra 5% tekjuhćstu. En einungis 0,1% af heildarlćkkuninni átti ađ fara til 5% tekjulćgstu.

Sömu sögu er ađ segja frá eignarskattslćkkuninni. Um 24% af eignarskattslćkkuninni rennur til 5% tekjuhćstu einstaklinganna. En einungis 1,2% af eignarskattslćkkuninni rennur til 15% tekjulćgstu einstaklinganna.

Um 1% ríkustu Íslendinganna eru međ 88% af tekjum sínum sem fjármagnstekjur sem er í 10% skattţrepi. Ţessir einstaklingar greiđa ađ međaltali um 12% af tekjum sínum í skatta á međan fólk međ međaltekjur greiđir um 26%. Hinir efnamestu leggja ţví ekki fram sama hlutfall í ţágu almannahags vegna skattakerfis ríkisstjórnarinnar.

Ţegar allar breytingar ríkisstjórnarinnar á skattkerfinu frá 1995 eru lagđar saman kemur í ljós ađ mađur međ milljón króna mánađarlaun ţarf ađ greiđa einum mánađarlaunum sínum minna í skatt á ári en á međan ţarf ellilífeyrisţeginn ađ borga ein mánađarlaun sín meira í skatt á ári.
Víđtćkar kjaraskerđingar ríkisstjórnarinnar
Á fjölmörgum öđrum sviđum hefur ríkisstjórnin stađiđ fyrir víđtćkum kjaraskerđingum. Má ţar nefna skerđingu á vaxtabótum og barnabótum en frá árinu 1995 eru útgjöld vegna barnabóta um 10 milljörđum krónum lćgri en ţau hefđu veriđ ef barnabćtur hefđu fengiđ ađ halda raungildi sínu eins og ţađ var á árinu 1995.

Ţá býr íslenskur almenningur viđ eitt hćsta matvćlaverđ í heimi vegna stefnu ríkisstjórnarinnar í skatta- og tollamálum. Sömuleiđis er lyfjaverđ hér eitt ţađ hćsta í Evrópu og Íslendingar greiđa nánast dýrasta bensínverđ sem ţekkist.
Ţjónustugjöld í heilbrigđiskerfinu og skólagjöld í ríkisreknum háskólum hafa hćkkađ umtalsvert undanfarin ár. Og vegna slćmrar hagstjórnar ríkisstjórnarflokkana eru vextir hvergi jafn háir og á Íslandi og verđbólgan hefur veriđ yfir verđbólgumarkmiđi Seđlabankans í tvö ár. Ţetta er nú allur árangur ríkisstjórnarinnar.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband