Sammála hinum varaformanninum

Hver stjórnmálamaðurinn á fætur öðrum hefur að undanförnu komið fram í Evrópu og sagt að ástandið á fjármálamörkuðum hefði verið enn verra ef ríki þeirra hefðu ekki haft evruna. Og núna koma þeir einnig fram sem segja að það hefði verið betra að vera með evruna í stað innlends gjaldmiðils í svona ástandi eins og danski forsætisráðherrann gerir nú.

Eins og staðan er núna eru mörg brýn úrlausnarefni á borði íslenskra stjórnvalda og ekki má útiloka neitt í þeim efnum. Má þar nefna aðild Íslands að Evrópusambandinu og myntbandalaginu. Í mínum huga er augljóst að íslenskan krónan mun ekki duga okkur til framtíðar. Og við höfum einfaldlega ekki efni á að geyma spurninguna um framtíðarmynt þjóðarinnar.

Það er ekki nóg með að Íslendingar þurfi að glíma við lánsfjárkreppu eins og aðrar þjóðir því í ofanálag þurfum við að kljást við íslensku krónuna og hennar dynti. Hagsmunir Íslendinga kalla því á breytt fyrirkomulag.

Ég vil því fagna orðum varaformanns hins stjórnarflokksins í nýlegri grein þar sem hún skrifar um Evrópumálin : „Hitt er ljóst að við Sjálfstæðismenn höfum ávallt sagt að stefna okkar eigi að ráðast af köldu mati á því hvar og hvernig hagsmunum Íslands er best borgið til lengri tíma. Umhverfið er nú breytt, forsendur hafa breyst. Breyttar forsendur kalla á endurnýjað hagsmunamat.“

Auðvitað á spurningin um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu að snúast um hagsmunamat. Er íslenskum heimilum og fyrirtækjum betur borgið með krónuna en þau væru ef við værum hluti af stærri heild og gjaldmiðli? Þetta er spurningin sem sérhver Íslendingur þarf að spyrja sig þessa dagana.

Þess vegna er það rétt sem Þorgerður Katrín segir þegar hún skrifar að umhverfið sé breytt og að breyttar forsendur kalli á endurnýjað hagsmunamat. Ef forsendurnar hafa ekki breyst undanfarna daga þá veit ég ekki hvað.


mbl.is Fogh Rasmussen: Ókostur að vera ekki í myntbandalaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Vandinn er bara að það tekur engin mark á þér Ágúst.    Þú varst starfandi formaður Samfylkingarinnar í fjarveru Ingibjargar þegar þú vildir reka Davíð.  Ekkert gerðist, það varð ekki einu sinni umræða um málið annarstaðar en á blogginu.

G. Valdimar Valdemarsson, 14.10.2008 kl. 14:57

2 Smámynd: Snorri Hansson

Það er alveg með ólíkindum að Samfylkingin kunni aðeins tvö lög. Sönginn um inngöngu í Evrópusambandið og Myntbandalagið

Snorri Hansson, 14.10.2008 kl. 15:42

3 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Þessi söngur er hin besti söngur!  Ættum að ganga inn sem fyrst og evran svo á eftir.

Ekki spurning.

 kv Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 14.10.2008 kl. 16:43

4 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Sæll Ágúst.

Það er alveg ljóst að hagsmunum heimila á Íslandi væri betur borgið í myntbandalagi Evrópu.

Áður en við göngum í ESB þurfum við breyta veiðiréttarákvæðum fiskveiðistjórnarlaganna, setja lög um landnotkun og að allar auðlindir séu þjóðareign og óseljanlegar.

Kjartan Eggertsson, 14.10.2008 kl. 17:07

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það eru fjörráð við komandi kynslóðir.

1.  Hvar eru ,,þrautarvara sjóðir" ESB fyrir bankana sem nú eru hverjir á fætur öðrum að fara lóðbeint á hausinn í Evrópu?

2. Er það satt, sem stendur um samkeppnismál í frjálsum flutningi fjármagns, að ekki megi hækka bindiskyldu í einu ríki um fram önnur.

3. Hömluleysi í fjármagnsflutningum eru EKKI bannaðar í ESB, heldur sértækar reglur hvers ríkis fyrir sig.

4. Trúir þú því virkilega, að Bretar,  Þjóðverjar og Frakkar taki OKKAR HAGSMUNI og setji JAFNT sínum eftir því sem Bretar hafa nú sýnt samherjum í NATO?

5. Heldur þú virkilega, ert þú svo bernskur, að halda að Bretar og aðrir nýti sér ekki aflsmun og knýi okkur til að selja orkuver og virkjanamöguleika, líkt og flokksbróðir þinn sem fór í bak Rvíkinga í OR á sínum tíma vildi nú afhenda Kárahnjúka í hendurnar á útlendingum.

Meira síðar.

Miðbæjaríhaldið

andvígur uppgjöf og þýlindi Krata.

Bjarni Kjartansson, 14.10.2008 kl. 17:45

6 Smámynd: Halla Rut

Algjörlega ósammála þér en kann þó að meta stjórnmálamenn sem leyfa athugasemdir á sínu bloggi.

Halla Rut , 14.10.2008 kl. 17:46

7 Smámynd: Hjalti Elíasson

Sæll Ágúst.

Það er nú þannig með ykkur hjá Samfylkingunni að þið hafið ekki tekið þátt í stjórn þessa þjóðfélags frá því að þið komust í ráðherrastólana. Eina sem þið hafið haft til málanna að leggja er Evra og innganga í Evrópubandalagið. Þið getið ekki stjórnað þessu landi hér og tekið ábyrgð sem því fylgir. Viljið bara gangast undir Evrópubandalagið með öllum þeim valdaafsölum sem því fylgja. Ábyrgð afsöluð þurfa ekki að taka neinar ákvarðanir, ekki neinar hugsanir , ekki neinar ábyrgðir ekkert, ég segi ekkert. Vegna þess að þið getið ekki stjórnað eða valdið því hlutverki sem ykkur er ætlað.

Hjalti Elíasson, 14.10.2008 kl. 17:51

8 Smámynd: Dunni

Heyrðu Hjalti!

Heldurðu að við værum ekki betur sett í dag hefðum við notið ESB aðildar og "afsalað" okkur einhverjum völdum fyrir það í stað þess að vera algerlega ósjálfstæð þjóð í dag. Okkar hlutskipti nú er að ganga með betlistaf á milli Moskvu og IMF og biðja um hjálp á þeirra forsendum.

Eg við hefðum verið í ESB hefðum við afsalað okkur frjálsræði Seðlabankans og fjármálaeftirlitsins og þurft að hlýta reglum Seðlabanka ESB.  Þá hfði verið kippt í spotta fyrir alla vega 1og 1/2 ári síðan og efnahgshruninu forðað. Nú bíða okkar 10 - 20 ár í ánauð skulda sem Seðlabankinn og handónýt ríkistjórn kallaði yfir okkur vegna mistaka sinna.

Dunni, 14.10.2008 kl. 18:28

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það var þjóðfélagið sem kom hoppinu og skoppinu á krónunni af stað og einnig með hjálp hins hnattvædda fjármálakerfi heimsins. Það var ekki krónan sem fór að hoppa og skoppa af sjálfsdáðum, var það? Hefur krónan sitt eigið líf eða er það þjóðin sem hefur sitt eigið líf? Það líf sem hefur skapað verðmætin sem bera krónuna og sem hefur gert Ísland að þriðja ríkasta landi Evrópu, beint fyrir framan nefið á Brussel og gjaldmiðli þess, henni evru og ecu, og það mörgum til mikillar gremju hérna í útlöndum því þeir vilja láta líta svo út fyrir að enginn geti þrifist án Brussel. En Ísland er ekki undantekning. Norðmenn eru þarna einnig ásamt Sviss. Þrjár af ríkustu þjóðum Evrópu, svo er einnig allur heimurinn í víðbót.

Hérna erlendis hefur engum dottið í hug sú abstrakt hugmynd að efnahagsmálin á Íslandi séu undir því komin hvað gjaldmiðillinn heitir. Hér horfa menn á hagstærðir Íslands, og á sjálft efnahagslíf þjóðarinnar.

Það er því óeðlilegt að tala ekki um hamar sem hamar og um skóflu sem skóflu. Þetta er alveg eins og Davíð Oddsson sagði: "hér heima segja snillingarnir að þetta sé gjaldmiðlinum að kenna". Þjóðhagfræði er ekki sálfræði. Það vinna því engir sálfræðingar í Seðlabankanum. Það væri nefnilega óeðlilegt.

Allir Íslendingar hafa alltaf vitað að úti í Evrópu væri til eitthvað sem héti Kola & stálsambandið, EB, EF, EU og allt þar á milli. Þjóðin hefur samt aldrei haft áhuga á að ganga í eitt eða neitt af þessum E-merkjum því hún er ekki landfræðilega bundin meginlandi Evrópu og þarf því ekki að búa við 80 milljón Þjóðverja og 60 miljón Frakka í túnfæti Íslands. Það er þarna hálft Atlantshaf og heill Norðursjór á milli. Þetta kom sér því vel í heilum tveim heimsstyrjöldum háðum á meginlandi Evrópu á síðustu 100 árum. Þetta veit þjóðin vel þó svo að Samfylkingin sé búnir að gleyma því. Þjóðin hefur alltaf samið sig til þeirra hluta sem henni vantaði. Samið við aðrar þjóðir um nauðsynleg mál. Þetta er því ömurleg umræða og líkist helst herför gegn því sjálfstæða Íslandi sem ákvað að byggja framtíð sina á eigin forsendum sem byggja á eigin sjálfstæði. Það er til líf fyrir utan ESB, og það gengur bara ansi vel fyrir sig

Gunnar Rögnvaldsson, 14.10.2008 kl. 19:25

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ímyndun númer tvö - að vextir og kjör á húsnæðislánum batni við að ganga í lag númer 1-12 á ESB plötu Samfylkingarinnar

Þetta eru barnaleg ummæli jafnaðar-manna og lýsa algerri vanþekkingu. ESB og evruaðild er ekki hlaðborð. Þess fyrir utan þá mun verða húnæðiskreppa á evrusvæði næstu mörg árin. Fármögnun verður mjög erfið því skuldabréfamarkaðir verða í miklu ólagi eftir að ríkissjóðir flestra ESB landa er gengir í ábyrgð fyrir skuldbindingum bankageirans. Fjármagn mun því ekki leita á þessa skuldabréfamarkaði einfaldlega vegna þess að þeir geta ekki keppt við ríkisábyrgðir bankakerfisins. Því mun þurfa að hækka vexti á húsnæðisskuldabréfamarkaði upp út öllu valdi til þess að laða að fjármagn til handa fjármögnunar á húsnæðismarkaði. Þetta mun einnig pressa verð á húnsæði niður og valda miklu öngþveiti á húsnæðismörkuðum ESB. Ég gæti trúað að það yrði mun betra að fá fjármögnun á Íslandi á næstu mörgum árum. 

 

Vextir og afföll á evrusvæði  

Húseigendur sumra landa skuldbreyta húsnæðislánum sínum að meðaltali þriðja hvert ár. Í hvert skipti kemur nýr höfuðstóll og ný vaxtaprósenta og ný afföll. Því er lítið að marka vaxtatölur nema þú takir fasta vexti og skuldbreytir aldrei. En þessi húsnæðislánafyrirtæki lifa að stórum hluta til á gjaldtökum við þessar skuldbreytingar.

Vextir eru alls ekki eins á evrusvæðinu. Þeir eru háðir aðstæðum. 

Það er svo innilega sprenghlægilegt að halda að Íslendingar myndu fá húsnæðislán á þessum vöxtum, með enga verðtryggingu! Það er alltaf horft til verðbólguáhættusögu landins (og jafnvel héraðsins) og áhættuþóknunin (risk pemium) er sett eftir því. Þetta eru dagdraumar óskhyggjumanna. Eru þeir búnir að gleyma fortíðinni.

Sjá nokkur dæmi úr rannsóknum Deutsche Bank

-------------------------------------------

 

European mortgage rates converging 

PROD0000000000228683

Between the mid-1990s and 2006, nominal mortgage rates were significantly higher in Germany than in the other countries of the euro area. Since mid/end-2006, however, the mortgage rate level in Germany has converged with the European average. In fact, it slipped below the average in 2007.

There has been protracted debate on the reasons for the interest rate divergences within Europe in the past 15 years. Three possible causes have been identified: first, the differences in the efficiency of the national banking systems; second, varying degrees of competition in the respective national banking markets; and third, country-specific differences in risk pricing.

The fact that German mortgage rates have converged with the EMU average during the subprime crisis provides empirical evidence for the third explanation in particular. In many EMU countries, nominal interest rates fell in the course of the euro’s introduction, triggering an upswing in the real estate sector among others. Because of the longlasting upswing, the banks in these countries may have been overly optimistic when calculating risk premia. With the subprime crisis reaching Europe, however, banks in many countries face higher default rates. This is forcing them to assess risk as realistically as German banks have already been doing for years. The bottom line is that German mortgage rates have lost their “lead” relative to the European average: Slóð: European mortgage rates converging

 

Hverju fleiru ætlar Samfylkingin að reyna að troða af ímynduðum sannleik upp á þjóðina sem núna er að glíma við erfiðustu vandamál Íslands í manns minnum?  

 

Gunnar Rögnvaldsson, 14.10.2008 kl. 19:30

11 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Auðvitað hefur Þorgerður Katrín og þú á réttu að standa!

Fyrir nokkrum vikum síðan var gerð skoðanakönnun og þá voru um 60% sjálfstæðismanna þessarar skoðunar. Nú eru eflaust 70-80% sjálfstæðismanna þeirrar skoðunar að fara eigi í aðildarviðræður.

Það sem þarf að gera ef Sjálfstæðisflokkurinn áttar sig ekki á þessu og flýtir ekki landsfundi sínum og heldur hann í janúar eða febrúar á næsta ári og breytir stefnu sinni í kjölfarið, er að rjúfa þing og halda kosningar í febrúar eða mars. Þá verður þingmönnum flokksins hreinlega stillt upp við vegg í prófkjörum af kjósendum flokksins og verða að svara því hvort þeir eru hlynntir eða andsnúnir aðild.

Annaðhvort fara skipta núverandi þingmenn um skoðun eða þeir fara ekki á þing - mjög einfalt. Náist samt sem áður með bellibrögðum að stilla upp listum með eða án prófkjörs, þá mun kjósandi bregðast við því í kjörklefanum með því að kjósa annan flokk, jafnvel annan nýjan hægri flokk - klofningur.

Ef flokkurinn býður fram undir sömu stefnu varðandi ESB mun hann varla ná 15% og Samfylkingin mun hljóta kosningu upp á 40-50%. Það vilja flokksbundnir sjálfstæðimenn á borð við mig alls ekki sjá og ekki heldur þau samtök, sem stutt hafa Sjálfstæðisflokkinn til þessa, en þar á ég auðvitað við Samtök atvinnulífsins.

Það er alvega sama, hvað hver segir, þjóðin vill ganga í ESB og því mun Ísland verða hluti af ESB á næsta ári. Að þessu verða allir sannir Íslendingar að stefna sem og upptöku evru eins fljótt og auðið er.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.10.2008 kl. 19:45

12 identicon

Ef ég væri hægri maður og hefði kosið Sjálfstæðisflokkinn þá myndi ég í dag, læðast með veggjum og skammast mín. Ég myndi skammast mín fyrir að hafa eytt atkvæði mínu í flokk sem er fullur upp í haus af spillingu. Erlendir háskólaprófessorar í hagfræði hafa nefnt þrjá sökudólga í sambandi við þessar aðstæður sem við stöndum frammi fyrir í dag. nr. 1 Fjármálaráðuneytið, nr. 2 Seðlabankann og nr. 3 Fjármálaeftirlitið. Eru það ekki Sjálfstæðismenn sem hafa farið með völd undanfarin ár í þessum stofnunum ríkisins? Þetta er ástæðan fyrir því að réttast væri að senda ykkur reikninginn fyrir öllu ruglinu, ykkur sem hafið með atkvæðum ykkar haldið þessum spillta flokki við völd. Þeir taka það svo til sín sem eiga. Þessi flokkur hefur vegna eins manns hangið á handónýtri krónu eins og hundur á roði. Ef Sjálfstæðismenn hefðu haft vit á því að ganga í ESB og taka upp evru fyrir löngu síðan þá hefði þessi staða ekki komið upp. Þess vegna er það ekkert annað en hjákátlegt að sjá athugasemdir um söng og fleira. Það er líka hjákátlegt að tala um að Ágúst hafi engin áhrif þegar Sjálfstæðisflokknum er stjórnað úr Seðlabankanum en ekki frá forsætisráðuneytinu. Hver er þá áhrifalaus?

Valsól (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 21:37

13 Smámynd: Halla Rut

Mig langar að forvitni að spyrja þig: Ágúst...

Ert þú fylgjandi framboði okkar í Öryggisráði?

Finnst þér að við eigum nú að draga okkur til baka í ljósi breyttra aðstæðna?

Finnst þér eðlilegt að Ísland kosti nú til gjaldeyrir til að halda uppi okkar fólki þarna úti núna og svo kannski, ef við sigrum, eyða á komandi árum milljónum Evra til að sitja í stólnum?

Halla Rut , 14.10.2008 kl. 22:39

14 Smámynd: Baldvin Jónsson

Mikið afskaplega var ég ánægður með framsögu pabba þíns á málstofu á Bifröst í dag. Vantar þessa beinskeyttu framsögu frá Samfylkingunni til að koma málum á framfæri.

Verður gott að fá ISG aftur heim.

Baldvin Jónsson, 14.10.2008 kl. 23:07

15 Smámynd: haraldurhar

   Það hefur verið dapurlegt að fylgast með þingmönnum og ráðherrum Samfylkingarinna, er hafa látið íhaldið leika ykkur eins og lömb í sláturtíðinni.

   Ótrúlegt er að upplifa það að flokkur er hefur áform að verða stærsti sjórnmálaflokkur þjóðarinnar, skuli hafa reynst jafn ónýtur eins og raun ber vitni, og hafi ekki tekið hlutverk sitt alvarlega að hreinsa til í stjórnsýslunni, og láta af þeim stórhættulega ósið að skipa í embætti og ráð eftir pólitískum flokkskýrteinum, og jafnvel ennþá eftir ætterni.

  Það að þið séuð búnir að koma þjóðinni í gjalþrot, eg segi vitandi vits, með því að hafa ekki byggt upp varasjóði eða séð til þess að skuldbindingar okkar séu að þeirri stærð að þær séu okkur viðráðanlegar, bara vegna þess að þið höfðuð ekki dug til að skipa stjórn Seðalabankans með kunnáttufólki, og setja af óhæfa bankasjóra.  Bara það eitt að veita Glitnir ekki nauðavarnalán, er búið að kosta okkur hundurð milljarða, og ruglið er komið hefur uppúr Davíð Oddsyni, búið að kosta okkur ekki minna.  Forstætisráðherra og Viðskiptmálaráðherra hafa nú ekki bætt ástandið, með ótímabærum yfirlysingum og jafnvel vera staðnir af segja ekki satt.  Þið þurfið ekki seta á rannsóknarnefndir og fara í leit að sökudólgum þeir eru nær allir innan stjórnsýslunar.

   Eg legg til að þið segið upp þessu stjórnarsamstarfi ekki síðar en á morgunn, og leyfið Geir að mynnda stjórn með Davíð, sem eins og alþjóð veit virðist deila og drotta, með sínum gjörðum og allir virðast bugta sig fyrir.  Hefur gert margann manninn á sl. dögum eins og Ragnar Reykás.

   Tek heilshugar undir hugleiðingar um sterkan gjaldmiðill, en það er því miður ekki málið í dag, nú fer bara orkan í að tala við bústjórann í búinu, og vita hvað honum þóknast að gera.

   Karl faðir talaði eins og út úr mínum munni í kvöld, og gleymdu ekki afhverju hann sagði sig úr stjórn Seðalabankans.

haraldurhar, 14.10.2008 kl. 23:37

16 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hérna hlekkur á framsögu Ágústs í dag: http://audio.bifrost.is//Fundur_141008/fundur_141008.html

Baldvin Jónsson, 14.10.2008 kl. 23:43

17 Smámynd: Halla Rut

Gott tal hjá Ágústi eldir enda virðast skoðanir manna vera að renna í eitt fyrir utan þessa ESB umræðu.

Ekki gleyma því að Ágúst "senior" vill flytja inn 700.000 eða fleiri útlendinga svo við getur skriðið yfir milljón.

Og svo bíð ég bara spennt eftir svörum við spurningum mínum hér að ofar frá "junior" en hann er örugglega farinn að lúlla.

Halla Rut , 15.10.2008 kl. 00:07

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er listi þeirra, sem sækja NWO samkundur Bildenberg og hvenær. Takið eftir hverjir eru þar af Íslendingum. Það ætti að vekja mönnum hroll vegna IMF, sem er af sama meiði. Bendi líka á athugasemdir mínar varðandi IMF og Lipsky hjá Ívari Pálssyni.

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_Bilderberg_attendees#Icelandonum

Jón Steinar Ragnarsson, 15.10.2008 kl. 03:49

19 Smámynd: Sævar Einarsson

Ef ég má þá ætla ég að benda á 2 færslur eftir mig, önnur snýst um það að fólki finnst það bara eðlilegt að ríkið borgi ekki Glitnislánið sjá hérna og hin færslan snýst um það hverjum er það að kenna að svona fór fyrir okkur, hún er hérna

Ég vona að þetta sé í lagi, mér finnst að fólk eigi að tjá sig um þetta.

Sævar Einarsson, 15.10.2008 kl. 13:47

20 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Spurning hvort aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu og þar með evru sem gjaldmiðil hefði nokkru breytt? Ef rekstur Glitnis og Landsbanka hafi verið stýrt á eins glannalegan hátt og í ljós hefur komið, þá er spurning hvort það hefði nokkru breytt? Banki sem er illa rekinn og af mikilli bjartsýni hefði hvort sem er farið fyrr eða síðar á hausinn.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.10.2008 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband