Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2003

Nýjar leiđir í heilbrigđismálum

Samfylkingin hefur ákveđiđ ađ heilbrigđismál verđi nćsta pólitíska stórverkefni flokksins ţar sem ný og framsćkin hugsun verđur innleidd međ faglegri vinnu. Núverandi ríkisstjórn hefur forđast allar nauđsynlegar breytingar á heilbrigđiskerfinu eins og heitan eldinn og skortir allt frumkvćđi og hugrekki á ţví sviđi.
Ísland eyđir mest allra ţjóđa af opinberu fé í heilbrigđismál
Ísland ver nćstmest allra OECD ţjóđa af opinberu fé til heilbrigđismála á eftir Ţýskalandi. Ísland er hins vegar ein yngsta ţjóđ Evrópu og sé tekiđ tilliti til aldursdreifingar ver Ísland mest allra OECD ţjóđa af opinberu fé til heilbrigđismála. Ísland er ţví á toppnum í útgjöldum.

Heildarútgjöld einstaklinga og hins opinbera til heilbrigđismála sem hlutfall af landsframleiđslu eru hćst á Íslandi af öllum Evrópuţjóđunum ađ teknu tilliti til aldursdreifingar ţjóđanna. Opinber heilbrigđisútgjöld á hvern einstakling hćkkuđu ađ raungildi um 61% frá árinu 1980 til 1998.
Kerfiđ er á rangri braut
Í ljósi ţessara stađreynda hefur Samfylkingin tekiđ ţá tímamótaákvörđun ađ viđurkenna ađ fjárskortur sé ekki endilega ađalvandamáliđ í heilbrigđiskerfinu. Ţađ vantar ekki aukiđ fé í heilbrigđismálin heldur breytta stefnu. Íslendingar ţurfa framtíđarlausn í heilbrigđismálum ţjóđarinnar. Ţađ blasir viđ ađ núgildandi kerfi međ tímabundnum plástrum gengur engan veginn upp.

Stađan í heilbrigđismálunum er ţví mjög sérstök og ólík menntamálunum ţar sem vantar beinlínis meira fé. Ţađ má líkja heilbrigđiskerfinu viđ landbúnađarkerfiđ ţar sem fátćkt ríkir hjá bćndum ţrátt fyrir ađ viđ búum viđ eitt mesta styrkjakerfi í heimi. Kerfiđ er einfaldlega á rangri braut.

Ţrátt fyrir mikiđ fé í heilbrigđiskerfinu eru ţar ţó alvarlegar brotalamir. Málefni geđsjúkra, meira segja geđsjúkra barna og afbrotamanna, eru í uppnámi ár eftir ár vegna fjárskorts, allt ađ 10 mánađa biđtími er eftir heyrnartćkjum í kerfinu og allt ađ eins árs biđtími er eftir hjúkrunarrými. Ţrátt fyrir mikiđ fjármagn er ljóst ađ fjárskortur er sums stađar vandamál. Meginvandi heilbrigđiskerfisins er ţó ađ kerfiđ virkar ekki og dreifingu fjármagnsins er ábótavant.
Fjölbreyttari rekstrarform
Ţađ eru fjölmargir hlutir sem ţarf ađ skođa ţegar kemur ađ endurbótum. Ţađ ţarf ađ skilgreina ítarlega hvert hlutverk og ţjónustustig einstakra heilbrigđisstofnana eigi á ađ vera. Samfylkingin vill beita sér fyrir nýjum leiđum og fjölbreyttari rekstrarformum, eins og einkaframkvćmd og ţjónustusamningum. Ţađ er ekki einkavćđing. Samfylkingin er ekki ađ tala fyrir einkavćđingu í heilbrigđiskerfinu ţar sem forgangur hinna efnuđu er tryggđur. Ţađ er hins vegar stefna margra sjálfstćđismanna, m.a. ungra sjálfstćđismanna. Ţessari stefnu hafnar Samfylkingin hafnar alfariđ.

Ríkiđ á ađ vera kaupandi heilbrigđisţjónustunnar en ţarf ekki í öllum tilvikum ađ vera seljandi eđa framleiđandi hennar. Í Svíţjóđ hefur veriđ farin leiđ einkareksturs í mun meiri mćli en hérlendis. Ţar er hins vegar tryggt ađ á bćđi ríkisreknum og einkareknum sjúkrastofnunum geta sjúklingar ekki keypt sér betri ađgang ađ ţjónustu en ađrir hafa. Ţar er markmiđiđ um jafnan ađgang enn tryggt.

Kerfi fastra fjárlaga fyrir heilbrigđisstofnanir ţarf endurskođunar viđ ţar sem ţađ tekur m.a. ekki nćgjanlega tillit til breyttra kostnađarhlutfalla og breyttrar eftirspurnar. Fjármagniđ ţarf ađ fylgja sjúklingum í meiri mćli í samrćmi viđ kostnađargreiningu ţarfa og ţjónustu. DRG-kostnađargreining (Diagnosis Related Groups), sem er notuđ í heilbrigđisţjónustu í mörgum löndum, styttir biđlista og hvetur til sparnađar, hagkvćmni og skilvirkni án ţess ađ bitna á ađgangi sjúklinga ađ ţjónustunni. Landsspítalinn stefnir ađ ljúka DRG-kostnađargreiningu á nćsta ári en ţá er eftir ađ breyta skipulagi fjármagnsins en ţađ er hlutverk stjórnmálamanna.

Einnig ţarf ađ skođa síhćkkandi lyfjaverđ til heilbrigđisstofnanna m.a. međ hliđsjón af reglum um merkingar og skráningu. Ţađ ađ hafa ,,útskrifađa" sjúklinga eins og eldri borgara á hátćknisjúkrahúsum er fráleitt. Ţađ mćtti hugsa sér ađ viđkomandi bćjarfélag ţyrfti ađ standa straum af kostnađi viđ legu sjúklinga á sjúkrahúsum eftir ađ međferđ ţeirra lýkur ţar. Viđ ţađ myndast hvati hjá bćjarfélögum til ađ byggja hjúkrunarheimili ţar sem hvert rúm er margfalt ódýrara en rúm á sjúkrahúsum.
Forsendurnar fjórar
Samfylkingin hefur lýst sig reiđubúna ađ taka ţátt í ţví ađ endurbćta heilbrigđiskerfiđ međ opnum huga. En ţađ er mikilvćgt, og má alls ekki taka úr samhengi viđ ţessa nýju hugsun Samfylkingarinnar, ađ markmiđ jafnađarstefnunnar standa óhögguđ. Samfylkingin hefur sett sér eftirfarandi fjórar forsendur fyrir breytingum í heilbrigđiskerfinu:

Ađgengi allra landsmanna ađ heilbrigđisţjónustunni verđur ađ vera algerlega óháđ efnahag. Ţjónusta viđ sjúklinga verđur ađ batna. Kostnađur sjúklinga má ekki aukast og kostnađur hins opinbera ekki heldur. Til ađ hćgt sé ađ reyna nýjar leiđir í rekstri heilbrigđiskerfisins ţurfa ţessar fjórar forsendur ađ vera uppfylltar ađ mati Samfylkingarinnar.
Ţađ hefur átakanlega skort pólitíska forystu í heilbrigđismálum hérlendis, sérstaklega hjá núverandi ríkisstjórn. Samfylkingin er reiđubúin ađ taka ţá forystu.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband