Bloggfćrslur mánađarins, júní 2006

Samkynhneigđ í skólum

Nú hafa tekiđ í gildi afar merkileg lög sem tryggja samkynhneigđum einstaklingum mikilvćg réttindi í okkar samfélagi. Ein af mikilvćgustu réttindunum sem ţar er ađ finna er rétturinn til ađ skrá sig í sambúđ og rétturinn til tćknifrjóvgana og ćttleiđinga.
Ég er einn af ţeim sem vill ganga enn lengra og m.a. veita vígslumönnum trúfélaga heimild til ađ vígja samkynhneigđa einstaklinga. Ég er á móti ţessari skömmtunarfrćđi sem gildir um mannréttindi samkynhneigđra. Viđ ćttum sömuleiđis ađ bćta viđ orđinu ,,kynhneigđ” í jafnrćđisreglu stjórnarskrárinnar en ţađ gćfi samkynhneigđum aukin réttindi samkvćmt ćđstu réttarheimildinni.
Ađ mínu mati er nćsta stóra máliđ í réttindabaráttu samkynhneigđra á sviđi menntamála. Viđ ţurfum ađ tryggja öfluga frćđslu um samkynhneigđ í skólum landsins. Einmitt núna er veriđ ađ endurskođa námskrá og ţví kjöriđ tćkifćri til ađ mćta ţessu sjónarmiđi. Sömuleiđis ţarf stöđug barátta ađ vera í gangi gegn fordómum í garđ samkynhneiđra. Viđ eigum ađ vera í fremstu röđ hvort sem um er ađ rćđa mannréttindi samkynhneigđra, jafnrétti kynjanna eđa ađbúnađ nýbúa.

Bleiki flokkurinn sýnir réttan lit

Nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavík fer ekki glćsilega af stađ. Ţrátt fyrir bleikar auglýsingar í ađdraganda kosninga er Sjálfstćđisflokkurinn auđvitađ samur viđ sig ađ loknum kosningum. Ţá er gamli góđi íhaldsflokkurinn kominn í rétt klćđi. Tal um jafnrétti kynjanna sýnir sig vera tal og ekkert annađ. Ég get ekki sagt ađ ţetta komi sérstaklega á óvart.
Ég held ţađ hafi ekki fariđ framhjá mönnum ađ nokkur óánćgja er međal kvenna í Sjálfstćđisflokknum međ rýran hlut ţeirra viđ skipanir í ráđ og nefndir á vegum borgarinnar. Stjórn Hvatar sendi frá sér ályktun ţar sem hlutur kvenna viđ úthlutun í nefndarsetu og formennsku nefnda í borgarstjórn er harmađur. Konurnar vildu eđlilega sjá jafnari hlut og veikari stađa kvenna birtist skýrt ţegar litiđ er á formennsku og sćti í ađalstjórnum. Sjálfstćđismenn bera nú deilumál sín yfirleitt ekki á torg ađ óţörfu og ályktun Hvatar má ţví túlka sem megna óánćgju međ niđurstöđuna.
Ađalmenn meirihlutans í borgarráđi, fagráđunum sjö, stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og Faxaflóahafna eru 38. Ţar af 10 konur eđa 26% og hlutur karla ţví 74%. Formenn í ţessum nefndum og ráđum eru 10 talsins. Ţar af eru 2 konur eđa 20% og karlarnir međ 80%.
Borgarstjórinn virđist hins vegar telja ađ niđurstađan sé mjög ásćttanleg, eins og hann orđađi ţađ. Ásćttanleg fyrir hvern?

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband