Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2002

Innilegar ţakkir

Nú er flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík lokiđ. Ég fékk 2010 atkvćđi og lenti í 8. sćti. Ađ mínu mati er ţetta frábćr árangur enda ţýđir ţetta 4. sćti í öđru hvoru Reykjavíkurkjördćminu sem er ţingsćti á góđum degi og öruggt 1. varaţingmannssćti. Ég vil ţakka öllum ţeim sem gerđu ţennan árangur ađ veruleika og tóku ţátt í ţessari baráttu. Ég vil einnig ţakka ţví Samfylkingarfólki sem treysti mér fyrir sćti á listanum og tel ţetta sýna ađ ungt fólk á sér athvarf í Samfylkingunni.

Rödd nýrrar kynslóđar heyrist á Alţingi

Í dag, laugardaginn 9. nóvember fer fram flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík ţar sem 13 frambjóđendur takast á um 8 sćti.

Ég hef lagt áherslu ađ nauđsyn ţess ađ endurnýjun eigi sér stađ á Alţingi. Nú er 80% ţingheims á afar ţröngu aldursbili og er enginn ţingmađur undir 36 ára aldri. Ţetta er einsdćmi í allri Evrópu. Notum tćkifćriđ sem felst í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík og yngjum upp og endurnýjum í ţingliđi flokksins. Samfylkingin á ađ vera flokkur breiddarinnar. Samfylkingin á ađ vera flokkur ungs fólks, flokkur framtíđarinnar.

Óćskileg aldursskipting Alţingis
Óćskileg aldursskipting Alţingis hefur haft áhrif og hefur m.a. birst í sinnuleysi ţingmanna gagnvart ýmsum málaflokkum sem einkum og sér í lagi snerta ungt fólk, s.s. mennta-, húsnćđis-, skatta- og alţjóđamál. Ţađ er mikil ţörf á málsvara menntunar á Alţingi enda er víđa pottur brotinn ţar. Hugfarsbreyting gagnvart menntun ţarf ađ eiga sér stađ og stórauka ţarf forgang menntunar í íslenskum stjórnmálum.
Frjálslynd jafnađarstefna
Hugsanleg ađild Íslands ađ Evrópusambandinu er tvímćlalaust ein stćrsta pólitíska spurning samtímans. Ég hef veriđ jákvćđur gagnvart ađild Íslands ađ ESB enda er ég sannfćrđur um ađ lífskjör Íslendinga batni viđ inngöngu, međ lćgra matvćlaverđi, lćgri vöxtum, minni viđskiptakostnađi, ađhaldi í ríkisfjármálum og auknum áhrifum á löggjöf landsins.

Frjálslynd jafnađarstefna hefur veriđ rauđur ţráđur í minni hugmyndafrćđi. Viđ eigum ađ leyfa einstaklingum og fyrirtćkjum ađ njóta sín til fulls á sama tíma og viđ hlúum ađ öflugu velferđarkerfi. Árangursrík efnahagsstefna tekur miđ af ađ efla menntun mest allra ţátta, auka sveigjanleika, efla lítil og međalstór fyrirtćki, ryđja burtu viđskiptahindrunum og stuđla ađ réttlátu skattkerfi.
Stjórnmál snúast um forgangsröđun
Stjórnmál eru ćtíđ spurning um forgangsröđun. Ísland er fimmta ríkasta land í heimi. Viđ eigum ekki ađ líđa fátćkt hér á landi, hvađ ţá fátćkt vegna örorku. Ég vil sjá öflugt velferđarkerfi ţar sem engin réttindi eru án ábyrgđar. Viđ eigum ekki ađ hrćđast nýjar leiđir í velferđarkerfinu svo fremi sem markmiđ jafnađarstefnunarinnar um jafnan ađgang ađ velferđarkerfinu óháđ efnahag er algjörlega tryggt. Ţađ er markmiđiđ sem skiptir máli en ekki leiđirnar ađ ţví.
Á sama tíma og ég vil ţakka öllum sem hafa lagt hönd á plóg í prófkjörsbaráttu minni vona ég ađ ţú stuđlir ađ aukinni breidd og nauđsynlegri endurnýjun í ţingflokki Samfylkingarinnar međ ţví ađ treysta mér fyrir 4. sćti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Kjósum rödd nýrrar kynslóđar á ţing.
Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík er kl. 11-22 laugardaginn 9. nóvember í Ţróttarheimilinu viđ gervigrasvöllinn í Laugardal, á móti Laugardalshöllinni. Allir sem eru í Samfylkingunni eđa skrá sig í hana hafa atkvćđisrétt. Munum eftir skilríkjunum.

Samfélag frjálslyndrar jafnađarstefnu

Ţađ hefur stundum veriđ sagt ađ hćgt sé ađ segja margt um samfélagiđ af ţví hvernig komiđ er fram viđ aldrađa og öryrkja. Stađa öryrkja á Íslandi er slćm, sérstaklega ungra öryrkja sem hafa aldrei haft nein tćkifćri til ađ safna í lífeyri. Hópur aldrađa hefur einnig veriđ dćmdur úr leik í samfélaginu sökum fátćktar og nú kemur í ljós, samkvćmt blađagreinum lćkna, ađ sjúklingar búi viđ ,,stríđsástand" á sjúkrahúsum.
Breytt forgangsröđun
Stjórnmál snúast ćtíđ um forgangsröđun. Forgangsröđun ríkisstjórnarinnar sést vel gagnvart öldruđum sem ţurfa ađ búa viđ afar ósanngjarna skattlagningu á lífeyri. Viđ sjáum forgangsröđunina gagnvart öryrkjum og bótaţegum og landbúnađarkerfiđ fćr meira fjármagn frá ríkinu, beint og óbeint, en allir framhaldsskólar landsins og Háskóli Íslands samanlagt.

Kjósendur eiga ađ meta stjórnmálaflokka eftir ţeirri forgangsröđun sem ţeir sýna í reynd. Heilsugćsla á ađ vera fremst í forgangsröđuninni ásamt menntamálum, langt á undan Ţjóđmenningarhúsum, starfslokasamningum, jarđgöngum, búvörusamningum, japönskum sendiráđum og fleira í ţeim dúr sem viđ höfum ţurft ađ horfa upp á í tíđ núverandi ríkisstjórnar.
Veljum velferđ fólksins
Sóknarfćri Samfylkingarinnar eru gríđarleg međ réttri forgangsröđun. Viđ eigum ađ vera stjórnmálaflokkur einstaklinga, einyrkja og smćrri fyrirtćkja sem byggja á mannauđi. Ţessir ađilar eiga ekkert skjól í öđrum stjórnmálaflokkum enda heldur tekjuskattur einstaklinga ríkinu uppi mun meira en áđur á sama tíma og skattar stórfyrirtćkja lćkka.

Viđ eigum ađ fylkja okkur ađ baki neytendum og vera í fararbroddi í neytendavernd og ná matvćlaverđinu niđur. Viđ eigum ađ efla menningu međ hugfarsbreytingu og skattaívilnunum. Menning er mannbćtandi og arđbćr og skilar t.d. meira til landsframleiđslunnar en landbúnađurinn.

Viđ eigum ađ búa til samfélag, ţar sem einstaklingurinn og viđskiptalífiđ njóta sín á sama tíma og öflugt velferđar- og menntakerfi blómstrar, samfélag frjálslyndrar jafnađarstefnu.

Menntamál gleymd á Alţingi

Menntamál á Íslandi hafa lengi setiđ á hakanum. Skýringuna á ţví má ađ einhverju leyti rekja til aldursskiptingar Alţingis. Enginn ţingmađur er undir 36 ára aldri og 80% ţingmanna eru á aldrinum 45-59 ára. Ađrir hlutir brenna eđlilega á ungu fólki en ţeim sem eru miđaldra og ţví er menntamálum og námslánakerfinu, leikskólamálum og húsnćđismálum ekki nćgilega vel sinnt.

Menntamál ţarf ađ setja í algjöran forgang og stórauka fjármagn til menntakerfisins til samrćmis viđ nágrannalöndin. Íslendingar verja enn töluvert minna fé í menntamál en nágrannaţjóđir okkar. Ţađ er kominn tími til ađ menntamál verđi alvöru kosningamál. Stjórnmál snúast ađ miklu leyti um ađ forgangsađa málum eftir mikilvćgi og núverandi forgangsröđun íslenskra stjórnvalda ţarf ađ breyta. Ţađ er óásćttanlegt ađ landbúnađur fái meira fjármagn beint og óbeint frá ríkinu en allir framhaldsskólar landsins og Háskóli Íslands samanlagt. Núverandi ríkisstjórn metur sauđfé meira en stúdenta.
Menntun er hagkvćm
Útgjöld til menntunar er hagkvćm fjárfesting ţjóđarinnar. Eftir nánast stöđuga stjórn Sjálfstćđisflokksins á menntamálaráđuneytinu í tvo áratugi hefur menntakerfiđ hnignađ. Háskólastigiđ býr viđ fjársvelti og gríđarlegan húsnćđisskort. Íslendingar hafa sakir ţessa dregist verulega aftur úr öđrum vestrćnum ţjóđum í menntamálum. Íslendingar ljúka framhaldsskólaprófi langelstir allra OECD ţjóđa, ađ međaltali tveimur árum á eftir öđrum ţjóđum. Íslendingar hafa hćrra hlutfall einstaklinga sem einungis hafa grunnskólapróf miđađ viđ ađrar OECD ţjóđir áriđ 1998.
Málefni ungs fólks gleymast

Menntamál eiga ađ vera eitt af ađalkosningamálunum í vor. Umrćđu um menntun, skóla og leiđir til ađ bćta íslenskt menntakerfi vantar. Íslenskt samfélag fćrist stöđugt nćr umhverfi skólagjalda. Skólagjöld mega ekki verđa ađ íslenskum veruleika. Ađgangur ađ menntakerfinu sem og velferđarkerfinu á ađ vera fyrir alla og undir engum kringumstćđum takmarkađur af efnahag.

Ég ţekki ţađ sem nemandi í lagadeild og hagfrćđideild Háskóla Íslands ađ ýmislegt má betur fara í menntakerfinu. Nauđsynlegt er ađ stórbćta námslánakerfiđ og minnka fórnarkostnađinn viđ ađ vera í námi. Til ađ menntakerfiđ verđi öflugt ţurfum viđ öfluga málsvara menntunar á Alţingi.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband