Bloggfćrslur mánađarins, maí 2004

Ritskođun í höndum tveggja ţingmanna

Ekkert gott er hćgt ađ segja um ţau vinnubrögđ sem hafa veriđ viđhöfđ í fjölmiđlamálinu af hálfu Framsóknarflokksins og Sjálfstćđisflokksins. Máliđ byrjađi á ţví ađ fjölmiđlaskýrslu menntamálaráđherrra var haldiđ leyndri í 3 vikur fyrir ţingi og ţjóđ. Síđan mćtti forsćtisráđherrann međ tilbúiđ frumvarp sama dag og skýrslan var gerđ opinber.
Ofbeldiđ í nefndinni
Ţegar máliđ var komiđ í allsherjarnefndina ákvađ stjórnarmeirihlutinn ţar, Jónína Bjartmarz, Bjarni Benediktsson, Sigurđur Kári Kristjánsson, Birgir Ármannsson og Arnbjörg Sveinsdóttir ađ ţađ vćri nćgilegt fyrir hagsmunaađila ađ fá tvo daga til ađ skila inn umsögnum sem hćglega gátu varđađ gríđarlega hagsmuni fyrir ţá og veriđ mjög flóknar og lögfrćđilegar.
Fjölmargir umsagnarađilar treystu sér ekki til ađ skila inn umsögnum en ađrir gerđu mikla fyrirvara viđ umsagnir sínar vegna hins skamma tíma. Um 95% umsagnarađila voru neikvćđir frumvarpinu og voru fjölmargar athugasemdir gerđar varđandi hvort frumvarpiđ stćđist stjórnarskrá, EES-rétt og Mannréttindasáttmála Evrópu.
Ofbeldiđ í ţingsalnum
Gestum var síđan sópađ inn til allsherjarnefndarinnar síđustu helgi og síđan sópađ út jafnharđan. Tvisvar sinnum felldu fulltrúi Framsóknarflokksins og fulltrúar Sjálfstćđisflokksins tillögu minnihlutans í nefndinni ađ fá lögfrćđiálit um álitaefnin frá óvilhöllum stofnunum.
Máliđ var síđan keyrt í gegnum nefndina sama dag og hún hitti sérfrćđinga í stjórnskipunarrétti. Sama dag og nefndin fékk umsagnir lykilađila var stjórnarmeirihlutinn tilbúin ađ afgreiđa máliđ og var međ tilbúiđ nefndarálit í vasanum á međan ţessi farsi gekk yfir.
Síđan heldur ofbeldiđ áfram í ţingsalnum og nú lítur allt út fyrir ađ máliđ veriđ orđiđ ađ lögum fyrir helgina. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Sjálfstćđisflokkurinn hafa viljađ vinna ţetta mál af einhverju viti og ţeim virđist vera alveg sama um allt annađ en ađ keyra máliđ í gegn á sem skemmstum tíma.
Fjölmargar málpípur Baugs
Hér er ađ ferđinni alvarlegt inngrip í markađinn međ ómálefnalegum tilgangi og óhóflegum leiđum. Verđi frumvarpiđ samţykkt mun Ísland búa viđ ströngustu löggjöf á sviđi fjölmiđlamarkađar á Vesturlöndum. Allt sem kallast međalhóf er ţverbrotiđ og alvarlegar athugasemdir um stjórnarskrárbrot og brot á EES-samningnum eru hundsađar.
Tilgangurinn er einnig annarlegur hjá stjórnarflokkunum og hefur orđiđ enn grímulausari eftir ađ breytingartillögurnar voru kynntar. Eina stundina segja ţeir ađ ţetta frumvarp sé almennt eđlis og tengist ekkert einstökum fyrirtćkjum en hina stundina kalla ţeir (lesist Davíđ Oddsson) ţá sem setja spurningamerki viđ máliđ sem málpípur Baugs.
Ţá eru Björg Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti málpípa Baugs ásamt dr. Ragnhildi Helgadóttur lektor, Sigurđur Líndal lagaprófessor, Jakob Möller hrl, Stefán Geir Ţórisson hrl, Einar Páll Tamini forstöđumađur Evrópuréttarstofnunar HR, Ţorbjörn Broddason, Ólafur Harđarsson prófessor í stjórnmálafrćđi, Samtök atvinnulífsins, Verslunarráđ, ASÍ, BHM, Samtök banka og verđbréfafyrirtćkja, Rafiđnađarsambandiđ, Blađamannafélagiđ, Árvakur o.fl. o.fl. Ţetta er myndarlegur hópur sem Baugur virđist núna hafa eignast.

Pytur ritskođunar
Nú hafa fjölmargir ráđherrar og ţingmenn Sjálfstćđisflokksins og Framsóknarflokksins dottiđ í ţann pyt ađ nefna máli sínu til stuđnings á efni í viđkomandi fjölmiđlum. Ţeir segja í pontu Alţingis ađ ,,ţetta ţurfi ađ stöđva" á sama tíma og ţeir halda á lofti viđkomandi blöđum. Ţeir benda á ,,stríđsfyrirsagnir" og ,,allan fréttaflutning" í umrćddum blöđum máli sínu til stuđnings.
Međ ţessu kemst hinn brenglađi tilgangur stjórnarflokkanna upp á borđiđ. Frumvarpiđ er einfaldlega viđbrögđ viđ fréttaflutningi. Og ţá erum viđ kominn á mjög hálan ís. Ís ritskođunar. Fjölmiđlar hafa heilagan rétt til ađ gagnrýna stjórnvöld og stjórnmálamenn og gera grín af ţeim. Stjórnvöld mega ekki komast upp ađ geta sett lög á ţá sem ţeim er illa viđ. Um ţetta snýst máliđ.
Ólög sett
Er fólk ekki ađ sjá hiđ sanna í ţessu máli? Einn mađur í landinu, međ stuđningi 32 annarra manna á ţingi sem sitja hljóđir og hlýđnir í kringum hann, er ađ koma á ólögum. Allir ţeir eru ábyrgir fyrir ţessum ólögum enda ţarf ekki nema tvo einstaklinga á öllu ţinginu til viđbótar til ađ koma í veg fyrir ađ ţetta verđi ađ lögum. Hvađa tveir einstaklingar í stjórnarflokkunum sem er ráđa örlögum ţessa máls. Hverjir ćttu ţađ ađ vera?

Stóri Björn

Ţađ er furđulegt andrúmsloft á Íslandi ţessar vikurnar. Mikilvćg grunngildi í samfélaginu eru í hćttu. Ţađ er nauđsynlegt ađ ţjóđin vakni og spyrji sig í hvađ átt tilteknir stjórnmálamenn eru ađ draga ţjóđfélag okkar.
Björn Bjarnason, dómsmálaráherra, hefur veriđ iđinn ađ leggja fram lagafrumvörp á Alţingi sem gjörbreyta réttindum einstaklinga og rýra almenn borgararéttindi verulega.
Hleranir auknar
Björn og Sjálfstćđisflokkurinn hafa lagt fram frumvarp sem heimila hleranir án dómsúrskurđar. Fyrir ađeins 5 árum kom frumvarp frá sama ráđuneyti og Björn rćđur núna um breytingar á hlerunarheimildum lögreglu. Ţá var tekiđ fram í greinargerđ frumvarpsins eftirfarandi: ,,Ţar eđ ađgerđir [hleranir] sem ţessar hafa í för sér mjög verulega skerđingu á friđhelgi einkalífs, sem m.a. er lýst friđheilagt í 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, er eđlilegt ađ dómsúrskurđ ţurfi jafnan til ţeirra til ţess ađ koma í veg fyrir ađ ţćr séu misnotađar."
Núna, 5 árum seinna, ţegar nýr ráđherra er kominn í ráđuneytiđ, hefur ţetta viđhorf gjörbreyst. Nú á ađ heimila hleranir án dómsúrskurđar sem er gróft brot á ţeim meginreglum sem flestir vilja starfa eftir.

Björn og Sjálfstćđisflokkurinn hafa jafnframt lagt frumvarp á Alţingi sem heimilar lögreglu ađ halda eftir gögnum frá verjanda ótímabundiđ. Ţađ eru trúverđugar efasemdir um ađ slíkt standist Mannréttindasáttmála Evrópu í ljósi dómaframkvćmdar Mannréttindadómstólsins.

Skerđing á gjafsókn og vont fangelsisfrumvarp
Björn og Sjálfstćđisflokkurinn hafa einnig lagt fram lagafrumvarp sem á ađ skerđa möguleika borgaranna á gjafsókn vegna réttarhalda. Ţađ á ađ afnema rétt einstaklinga á gjafsókn í málum sem hafa verulega almenna ţýđingu eđa varđa verulega miklu fyrir atvinnu, félagslega stöđu eđa ađra einkahagi umsćkjenda.

Ţetta er réttlćtt međ sparnađi en á fundum allsherjarnefndar kom í ljós ađ sparnađur verđur um 10 milljónir á ári. Ţađ er aum fjárhćđ í ljósi ţess réttar sem veriđ er ađ afnema.

Björn og Sjálfstćđisflokkurinn lögđu fram frumvarp um fangelsismál í vetur sem var svo illa unniđ ađ Björn neyddist til ađ draga ţađ tilbaka. Viđ samningu ţessa frumvarps var ekki haft samráđ viđ neina hlutaađeigandi s.s. fanga, ađstandendur fanga eđa fangaverđi. Ekkert markmiđ var í frumvarpinu, engin međferđarúrrćđi og heimildir til ađ leita á gestum án rökstudd gruns voru auknar.
Slćm útlendingalög og sérlög á eitt fyrirtćki
Björn og Sjálfstćđisflokkurinn hafa nýveriđ sett afskaplega slćm lög um málefni útlendinga. Ţar eru réttindi fjölda Íslendinga skert til ađ sameinast erlendum maka sínum á grundvelli hjúskapar vegna skilyrđis laganna um 24 ára aldur. Ţar er komiđ í veg fyrir eđlilega fjölskyldusameiningu međ svokallađri 66 ára reglu ţar sem afar og ömmur undir ţeim aldri hafa ekki rétt á dvalarleyfi vegna fjölskyldutengsla.

Í hinum nýsamţykktu lögum er einnig ađ finna heimild til Útlendingastofnunar til ađ fara fram á lífsýnatöku á útlendingum. Sönnunarbyrđinni er jafnframt snúiđ viđ ţannig ađ viđkomandi Íslendingar og erlendir makar ţeirra ţurfa ađ sanna fyrir yfirvöldum ađ ţau búi ekki í málamyndunarhjónabandi.
Til ađ bćta ofan á alla ţessa upptalningu hafa flokksmenn Sjálfstćđisflokksins nýveriđ variđ á ţingi skilyrđislausan rétt atvinnurekanda til ađ taka lífsýni úr starfsfólki sínu.

Nýjasta dćmiđ er síđan sérstćk lagasetning ţessa stjórnmálaflokks á eitt einstakt fyrirtćki sem ţeim er illa viđ. Ţađ bendir margt til ţess ađ hér sé um ólög ađ rćđa en heiftin rćđur sem fyrr för Sjálfstćđisforystunnar.
Forneskjuleg viđhorf til mannréttindasáttmála
Hinn rauđi ţráđur í störfum Sjálfstćđisflokksins og Björns Bjarnasonar kemur ekki óvart ef rćđa Björns er rifjuđ upp sem hann hélt á málţingi Lögfrćđingafélags Íslands og Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands, ţann 26. september, 2003 ţar sem 50 ára afmćli gildistöku Mannréttindasáttmála Evrópu var fagnađ.

Ţvert á almenna skođun um ađ Mannréttindasáttmáli Evrópu hafi svo kallađ „stjórnarskrárígildi“ ţar sem almenn löggjöf skuli m.a. vera túlkuđ í ljósi samningsins talađi Björn gegn slíku. Björn rćddi í rćđu sinni m.a. um ađ ,,allt tal um, ađ mannréttindasáttmálinn hafi nokkurs konar „stjórnarskrárígildi“ sé einungis lögfrćđileg óskhyggja ţeirra, sem láti berast međ tískustraumum, jafnvel frá Strassborg".

Ţvert á allar meginkenningar í lögfrćđi hafnađi Björn ţar hinu lifandi eđli samningsins og taldi ađ ţađ ćtti ađeins ađ túlka Mannréttindasáttmálann frá orđanna hljóđan. Ţetta er afar forneskjulegt viđhorf sem flestir frćđimenn hafa hafnađ enda ţarf samningur eins og Mannréttindasáttmáli Evrópu og túlkun hans ađ ţróast í takt viđ breytta tíma. Friđhelgi einkalífsins ţýđir t.d. allt annađ í dag en fyrir 50 árum ţegar Mannréttindasáttmáli Evrópu var gerđur.

Í ţessu sambandi er skemmst ađ minnast stórfurđulegrar afstöđu Björns og flokksforystunnar til jafnréttislaga.
Gćtum okkur á leiđ Stóra Björns
Ađ lokum er rétt ađ minna ţjóđina frelsisskerđing er oftast nćr hćgfara en ekki í einu vetfangi. Aukiđ eftirlit og skerđing á persónuréttindum eru ćtíđ réttlćtt međ fögrum orđum og góđum tilgangi. Ţađ er styttra í Stóra bróđir, sem George Orwell lýsti, í okkar tilviki Stóra Björns, en margir halda. Viđ verđum berjast gegn ţeirri leiđ sem Björn Bjarnason og Sjálfstćđisflokkurinn eru ađ teyma okkur á sem skerđir frelsi einstaklingins og ţrengir verulega ađ réttindum hans.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband