Dottinn í fertugsaldurinn

afmæliJæja, nú er það byrjað. Hnignunin er hafin. Fertugsaldurinn er orðinn að veruleika. Um daginn þóttist konan sjá grátt hár í vöngum mínum. Auðvitað var það helbert kjaftæði. En annars er mér nokkuð sama um gráu hárin svo fremur sem ég haldi einhverjum hárum. Dagurinn í dag er óneitanlega tímamót fyrir mig þótt þetta hafi verið óumflýjanlegt og í raun fyrirsjáanlegt, svona síðustu dagana allavega.

Ég er annars ekki sérstaklega upptekinn af aldri mínum eða í raun aldri nokkurs annars. Ég hef þó verið nokkuð hugsi yfir þessu undanfarna daga.

Þegar ég hef talað við eldri og reyndari menn þá eru þeir yfirleitt á einu máli um að í eina skiptið sem þeir upplifðu sig sem gamla hafi verið þegar þeir urðu þrítugir. Ætli það sé ekki einhver sannleikur í því? Það kemur vonandi í ljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já þetta er bara erfit í eitt ár, svo verður maður ungur aftur.

Tómas Þóroddsson, 10.3.2007 kl. 09:57

2 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Ég held reyndar að þú komist ekki á fertugsaldurinn fyrr en eftir ár. Nú stendurðu á þrítugu og njóttu þess. Það er gaman að vera þrítugur, það er líka gaman að verða fertugur og ég er viss um að það er ferlega gaman að verða fimmtugur.

 

Þess vegna óska ég þér innilega til hamingju með daginn og ef það væru fleiri eins og þú í Samfylkingunni væri staða hennar betri.

Víðir Ragnarsson, 10.3.2007 kl. 10:14

3 identicon

Kæri Ágúst, við Nonni óskum þér innilega til hamingju með daginn.  Vonandi áttu eftir að eiga yndislegan dag í faðmi fjölskyldunnar.

Með afmæliskveðju,

Hjördís Eva (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 10:17

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Gústi minn!  Aldur er afstætt hugtak!  Enginn er eldri en hann vill vera hverju sinni.  Lykillinn af velgengni er góð heilsa, jákvætt viðhorf til lífsins.  En ég varð hugsi um daginn þegar barnabarnið mitt sagði: "Afi, Þú ert gamall!".  Samt finnst mér ég vera ennþá barnungur þrátt fyrir að vera "rúmlega" fertugur.

Páll Jóhannesson, 10.3.2007 kl. 13:11

5 identicon

Til hamingju með daginn Ágúst. Vonandi nýturðu hans vel.

Afmæliskveðjur frá Kolbrúnu og Hauki

Kolbrún Ben (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 14:39

6 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Til hamingju félagi.  Ég minnist þess sjálfur að það var fremur erfitt að verða tuttuguogníuoghálfs en ekkert mál að verða þrítugur.  Það er oft þannig að aðdragandi er oft erfiðari en málið sjálft.  Ég hef þrátt fyrir nokkurt æðruleysi ekki náð sama sessi og konan mín.  En í fertugsafmælinu sínu sagði hún: Loksins, þá get ég farið að hlakka til þess að verða fimmtug!

Njóttu lífsins

Sigurður Ásbjörnsson, 10.3.2007 kl. 15:25

7 Smámynd: Sölmundur Karl Pálsson

Til hamingju með daginn, og vonandi hefur þú það sem best á afmælisdaginn.

Sölmundur Karl Pálsson, 10.3.2007 kl. 16:13

8 Smámynd: Dagbjört Hákonardóttir

Hjartanlegar hamingjuóskir!

Dagbjört Hákonardóttir, 10.3.2007 kl. 18:54

9 Smámynd: Egill Óskarsson

Maður er ekki orðin gamall fyrr en maður er kominn af ungliðaaldri í pólítík. Þannig að þú getur verið rólegur í nokkur ár í viðbót

Egill Óskarsson, 11.3.2007 kl. 04:33

10 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Til hamingju með daginn, þó svo að ég sé aðeins of seinn á ferð.

Eggert Hjelm Herbertsson, 12.3.2007 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 144258

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband