Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2007

10 atriđi sem skrifast á Geir Haarde

Ţađ eru tíu atriđi í efnahagsmálum sem eru á ábyrgđ ríkistjórnar Geirs H. Haarde. Ţau eru eftirfarandi:
1. Misskipting tekna og eigna hefur orđiđ ein sú mesta sem ţekkist međal nágrannaţjóđanna.

2. Íslenskar fjölskyldur neyđast nú til ađ borga himinháan verđbólguskatt ríkisstjórnarinnar sem er ein mesta kjaraskerđing sem heimilin í landinu hafa orđiđ fyrir í langan tíma.

3. Skattbyrđi allra Íslendinga hefur aukist í tíđ ţessarar ríkisstjórnar nema ţeirra sem eru 10% tekjuhćstu.

4. Tćplega 5.000 íslensk börn eru skilin eftir í fátćkt og ţriđji hver eldri borgari er látinn lifa viđ fátćkt vegna skatta og skerđinga ţessarar ríkisstjórnar.

5.Ríkisstjórnin heldur dauđahaldi í ónýtan gjaldmiđil og neitar ađ horfast í augu viđ, ađ ađild ađ ESB ţjónar hagsmunum Íslendinga best til lengri tíma.

6. Íslenskur almenningur borgar eitt hćsta matvćlaverđ í heimi, eitt hćsta lyfjaverđ í heimi, eitt hćsta bensínverđ í heim, eitt hćsta áfengisverđ í heimi og eina hćstu vexti í heimi. Og aldrei hefur aldrei veriđ eins dýrt ađ eignast húsnćđi og núna.

7. Ríkiskassinn hefur 160 milljarđa króna meira úr ađ spila á ári en ţađ sem hann hafđi áriđ 1995 ţegar ţessi ríkisstjórn tók viđ. Ríkissjóđur er ţví 73% dýrari í rekstri nú en hann var áriđ 1995. Og almenningur veit ađ ekki hefur ţjónusta ríkisins batnađ um 73% á sama tíma.

8. Skuldir Íslendinga hafa aldrei veriđ hćrri.

9. Hagvöxtur á heilu landssvćđunum út á landi hefur veriđ neikvćđur og mikill fólksflótti

10. Fullkomin óstjórn hefur veriđ á ríkisfjármálum, fjárlögin standast aldrei og hagstjórnarmistökin eru síendurtekin.
Samfylkingin er hins vegar međ stefnu til ađ bćta úr öllum ţessum atriđum. Samfylkingin mun bćđi gera Ísland betra og ódýrara. En ţessi ríkisstjórn, ríkisstjórn okurs og ójafnađar ţarf ađ fara frá. Ţađ er kominn til ađ hófsemd komi í stađ grćđgi og samhjálp í stađ sérhyggju. Viđ eigum góđ gildi um frelsi, jafnrétti og brćđralag. Setjum ţau aftur í öndvegi.

Nebraska og New York

Ţađ er alltaf tvennt sem vekur mig strax til umhugsunar ţegar kemur ađ umrćđunni um evruna. Hiđ fyrra er ađ andstćđingar evrunnar benda iđulega á ađ milli Íslands og ESB séu mismunandi hagsveiflur og ţví geti evran ekki virkađ hér á landi. En heldur ţetta fólk ađ ţađ sé sama hagsveiflan í Finnlandi og Frakklandi eđa í London og Glasgow eđa í Nebraska og New York? Auđvitađ ekki en hins vegar geta ţessi svćđi vel notađ sama gjaldmiđlinn, ekki satt?

Síđara atriđiđ lýtur ađ umrćđunni ađ Ísland verđi ađ vera ađili ađ Evrópusambandinu til ađ geta tekiđ upp evruna ţví annars getum viđ ekki haft nein áhrif á peningamálastefnu sambandsins ţar sem viđ vćrum fyrir utan allt batteríiđ. Varđandi ţessa röksemd ţá má benda fólki á ađ Seđlabanki Evrópu er algjörlega sjálfstćđ stofnun sem tekur ekki fyrirmćli frá einstökum ađildarríkjum, hvorki smáum né stórum. Hvort sem evruvćdd Ísland er í ESB eđa ekki skipti engu varđandi möguleg áhrif okkar á ákvarđanir Seđlabanka Evrópu.


Mennt er máttur, korteri fyrir kosningar

Jćja, nú er menntamálaráđherra farinn ađ lofa langt fram á nćsta kjörtímabil eins og heilbrigđisráđherrann var búinn ađ gera varđandi aldrađa og samgönguráđherra varđandi vegamálin. Enda fer kannski hver ađ verđa síđastur. Ađeins 4 mánuđir til kosninga. Nýjasta útspil menntamálaráđherra ţarf ađ vera skođađ í ţessu samhengi. En ţađ er nauđsynlegt ađ hafa í huga ađ ţessi ríkisstjórn hefur haft völdin í 12 ár og ćtti ţví hafa haft nćg tćkifćri til ađ gera hiđ rétta í málunum. En ef viđ lítum ađeins á menntamálin ţá blasa viđ mjög óhagstćđar stađreyndir fyrir Sjálfstćđisflokkinn.

Ísland í 21. sćti af 30
Eftir áratugarekstur Sjálfstćđisflokksins á menntakerfinu sést ađ útgjöld á hvern nemenda í skólakerfinu setur Ísland í 15. sćti af 29 OECD ríkjum. Sem sagt langt fyrir neđan okkar samanburđarţjóđir. Og ef viđ brjótum ţetta eilítiđ niđur sést ađ ţau skólastig sem ríkisvaldiđ rekur, ţ.e. framhaldsskólarnir og háskólarnir, kemur í ljós enn verri stađa.

Ísland er í 19. sćti ţegar kemur ađ opinberum útgjöldum í framhaldsskólana og í 21. sćti sé litiđ til opinberra útgjalda til háskólanna.

Ríkisrekna skólakerfiđ vs. skólakerfi sveitarfélaganna
Myndin snýst hins vegar viđ ţegar litiđ er til skólastiganna sem sveitarfélögin reka, ţ.e. leikskólana og grunnskólana, en ţar erum viđ nánast á toppnum. Ţessi stađa breyttist ţegar grunnskólinn var fćrđur frá ríkinu og Sjálfstćđisflokknum og til sveitarfélagana.

Munum ţađ ađ ţađ hafa jafnađarmenn sem hafa rekiđ flesta grunnskóla landsins undanfarinn áratug ţar sem ţeir hafa stjórnađ Reykjavíkurborg á ţessum tíma en ţađ er borgin sem rekur flesta grunnskóla landsins.

4 milljarđa vantar en ekki 700 milljónir
Ţegar nýjasta skýrsla OECD er skođuđ kemur í ljós ađ íslenskum háskólum vantar um 4 milljarđa kr. meira á ári til ađ ná ţeirri stöđu sem norrćnir háskólar eru í. Ţá hrökkva ţessar árlegu 700 milljónir Ţorgerđar, sem núna eru bođađar korteri fyrir kosningar, heldur skammt. Ţeir fjármunir sem ríkisstjórnin stćrir sig ađ hafa sett í Háskóla Íslands undanfarin ár duga ekki einu sinni fyrir ţeirri nemendafjölgun sem átt hefur sér stađ á sama tíma.

Hér get ég vitnađ í Morgunblađsgrein Ţorgerđar Katrínar frá 7. febrúar 2004 ţannig ađ ţetta ćtti ađ vera tiltölulega óumdeilt. Einn skýrasti vitnisburđur um fjárskort Háskóla Íslands er ađ í fyrsta skipti í sögunni hefur ekki veriđ hćgt ađ taka inn í skólann, vegna fjárskorts, fólk sem hefur ekki lokiđ stúdentsprófi en hefur viđamikla reynslu úr atvinnulífinu. Fyrir daga ţessarar ríkisstjórnar gat ţetta fólk sótt sér nám í HÍ.

Útskrifum fćrri en norrćnu ţjóđirnar gera
Ađ lokum, og ţađ sem hvađ skuggalegast í ţessu öllu saman, er ađ viđ erum ađ útskrifa talsvert fćrri nemendur međ framhaldsskólapróf og háskólapróf en hinar Norđurlandaţjóđirnar.

Niđurstađan er ţví sú ađ viđ erum ađ verja minni fjármunum í háskólana okkar og framhaldsskólana en ađrar norrćnar ţjóđir. Viđ erum ađ útskrifa fćrri nemendur međ ţessi próf en ţessar helstu samanburđarţjóđir okkar. Og viđ erum međ einn stjórnmálaflokk sem hefur stjórnađ menntamálaráđuneytinu í meira en 20 ár af síđustu 24 árum.


40% lćkkun á ofurtollum ţýđir áframhaldandi ofurtolla

Ţađ er ástćđa til ađ taka undir ţau ummćli sem Finnur Árnason, forstjóri Haga, lét falla í fjölmiđlum í gćr um ađ betur megi ef duga skal ef takast á ađ lćkka matarverđ á Íslandi. Forsvarsmenn Haga hafa sagt ađ áhrifin af fyrirhuguđum ađgerđum ríkisstjórnarinnar séu ofmetin og ađ matarverđ muni lćkka minna en hún hefur lofađ.

Ţađ er náttúrulega ótrúlegt ađ ćtlast til lćkkunar á innlendum landbúnađarvörum á međan ađ svimandi háir verndartollar verđa enn á ţessum sömu vörum. Ţađ verđur ađ hafa í huga ađ 40% lćkkun á ofurtollum ţýđir ađ enn verđa ofurtollar til stađar.

Enn óbreyttir tollar á fjölmörgum fćđuflokkum
Ţá er vert ađ minnast ţess ađ ekki stendur til ađ hrófla viđ tollaumhverfi mikilvćgra fćđuflokka og má ţar nefna mjólkurafurđir, smjör, kaffi, krydd, drykkjarvörur, sósur, súpur, ís og sćlgćti, feiti, olíur o.s.frv. Krafan hlýtur ađ vera ađ fella niđur alla tolla niđur í áföngum eins og Samfylkingin hefur lagt til.

Meira en helmingur vörugjaldanna skilinn eftir
Sömuleiđis ber ađ hafa í huga ađ ríksstjórnarflokkarnir hafa skiliđ eftir meira en helming af vörugjöldunum sem nú eru á matvćlum. Fyrir jól felldu ríkisstjórnarflokkarnir tillögu Samfylkingarinnar á ţingi um ađ fella niđur öll vörugjöld á matvćlum eins og flest hagsmunasamtök töldu skynsamlegt ađ gera.

Reikningurinn sendur til íslenskra fjölskyldna
Ríkisstjórnin hefur öll ţau tćki sem ţarf til ađ lćkka matarverđ á Íslandi. Matvćlaverđ er nú um 30% hćrra en međaltaliđ á Norđurlöndunum. Hins vegar skortir pólitískan vilja til ţess. Á međan ţurfa íslenskar fjölskyldur ađ greiđa meira en 200.000 kr. hćrri matarreikning á ári en ađrar norrćnar fjölskyldur.


Upprifjun á efnahagsmistökum ríkisstjórnarinnar

Svona í upphafi árs er ríkt tilefni til ađ rifja upp nokkur efnahagsmistök ríkisstjórnarinnar. En ţessi blessađa ríkisstjórn hefur gert mörg viđurkennd mistök í hagstjórninni á undanförnum misserum.

Fyrstu mistökin voru tímasetning breytinganna á húsnćđislánamarkađinum og sú stađreynd ađ ţćr voru gerđar í einu skrefi. Ţessi ákvörđun jók ţenslu og verđbólgu til muna. Húsnćđisverđ snarhćkkađi í kjölfariđ og hefur aldrei veriđ eins dýrt ađ eignast fyrstu íbúđ. Núverandi ástand getur leitt til fasteignakreppu sem hefur í för međ sér ađ fólk mun skulda meira í fasteignum sínum en sem nemur virđi ţeirra.

Önnur mistökin
Önnur mistök ríkisstjórnarinnar eru ríkisfjármálin. Ţar hefur ríkt stjórnleysi og ađhaldsleysi, sérstaklega í fjármálaráđherratíđ Geirs H. Haarde. Hiđ opinbera hefur tvenns konar úrrćđi í efnahagsstjórnun. Annars vegar peningamálastefnan sem er á könnu Seđlabankans og hins vegar ríkisfjármálin sem eru verkefni ríkisstjórnar.

Fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa sagst vantrúuđ á beitingu ríkisfjármála sem hluta af efnahagsstjórnun. Slík ummćli bera vott um fullkomna vanţekkingu á hagkerfinu. Mat ríkisstjórnarinnar og mat Seđlabankans á efnahagsástandinu er gjörólíkt og ţessir ađilar vinna í sitt hvora áttina.

Seđlabankinn er ţví miđur einn í baráttunni gegn verđbólgunni, enda neitar ríkisstjórnin ađ horfast í augun viđ raunveruleikann. Einu mótvćgisađgerđir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum eru árásir á vegaumbćtur á landsbyggđinni. Vaxtahćkkanir Seđlabankans eru hins vegar mjög kostnađarsöm leiđ til ađ ná tökum á verđbólgunni en hins vegar eru ţćr rétt leiđ til ađ ná niđur verđbólgunni. Hin löngu verđtryggđu lán draga ţó úr mćtti vaxtahćkkana Seđlabankans og gera hćkkanir Seđlabankans á vöxtum bitlausari en ella.

Ríkisstjórnin setur árlega marklaus fjárlög en fjárlögin 2000-2004 gerđu ráđ fyrir 82 milljarđa króna afgangi af ríkissjóđi en ţegar reikningurinn var gerđur upp kom í ljós 8 milljarđa króna halli. Skekkjan ţessi ár var ţví upp á 90 milljarđa króna. Á ţetta hefur Ríkisendurskođun bent á og gagnrýnt harđlega.

Fullkominn skortur á hagstjórn
Ríkisútgjöldin eru 160 milljörđum hćrri núna en ţađ sem ţau voru áriđ 1995. Ríkissjóđur hefur ţví 160 milljarđa fleiri krónur á milli handanna á ţessu ári en hann hafđi ţegar ţessi ríkisstjórn tók viđ völdum. Ađ sjálfsögđu eru ţessar tölur á föstu verđlagi. Ríkissjóđur er ţví 73% dýrari í rekstri nú en áriđ 1995. Almenningur veit ađ ţjónusta ríkisvaldsins hefur ekki batnađ um 73% á sama tíma. Ţađ er eins og aukning ríkisútgjalda sé á sjálfstýringu.

Og ţađ er ekki ađ ástćđulausu sem fjölmargir hagfrćđingar hafa bent á ađ hugsanlega verđum viđ ađ taka upp evruna vegna skorts á hagstjórn í ţessu landi. Sjálfstćđisflokkurinn segist nánast neyđast til ađ taka ć stćrri hlutdeild af ţjóđarkökunni og ţađ meira ađ segja án ţess ađ fćra ţjóđinni afrakstur sinnar vinnu aftur tilbaka međ einhverjum hćtti eins og bćttri velferđarţjónustu, öflugra menntakerfi eđa já, hćrri skattleysismörkum sem kćmu venjulega fólkiđ afar vel.

Ţriđju mistökin
Ţriđju mistökin voru skattalćkkanir ríkisstjórnarinnar á kolröngum tíma, en ţćr renna fyrst og fremst renna til hinna ríku en ekki til venjulegs fólks í landinu. Öll hagfrćđi segir okkur ađ ţensla eykst međ tekjuskattslćkkunum. Ríkisstjórnin hefur heldur ekki greint frá ţví hvernig hún muni borga fyrir skattalćkkanir fyrir hina ofurríku.

Fjórđu mistökin
Í fjórđa lagi er ţađ stóriđjustefna ríkisstjórnarinnar sem hefur orđiđ ađ efnahags- og umhverfisvanda. Stóriđjuframkvćmdirnar höfđu ţó talvert minni bein áhrif á hagkerfiđ en búist var viđ en ţćr höfđu áhrif og ţá ekki hvađ síst á vćntingarnar sem skipta miklu máli í efnahagskerfinu.

Fyrirhugađar mótvćgisađgerđir ríkisstjórnarinnar vegna Kárahnjúka urđu aldrei ađ veruleika. Nú hvetur ríkisstjórnin hins vegar til frekari stóriđjuframkvćmda. Áćtlađar framkvćmdir eru helmingi meiri ađ umfangi en ţćr sem nú eru í gangi, en ţćr eru aftur miklu stćrri en framkvćmdir síđasta áratugar. Tímasetning slíkra framkvćmda hefur afgerandi ţýđingu varđandi stöđugleikann.

Fimmtu og stćrstu mistökin
En ein stćrstu efnahagsmistök ríkistjórnarinnar eru hins vegar fjársvelti ríkisrekna menntakerfisins og lítill stuđningur viđ hátćkniiđnađinn. Auka ţarf fjárfestingu í rannsóknum og koma á skattaívilnunum fyrir hátćknifyrirtćki. Mannauđurinn er okkar stćrsta auđlind og viđ verđum ađ hlúa vel ađ honum.

Óstjórn ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og hinn nýi verđbólguskattur ríkisstjórnarinnar bitnar á venjulegu fólki sem borgar reikninginn. Ţessari ţróun ţarf ađ snúa viđ og ţađ mun Samfylkingin gera fái hún til ţess umbođ.


Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband