Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Allt að gerast í Evrópumálum flokkanna

Þessi formlega opnun formanns Framsóknarflokksins á ESB aðild er mjög ánægjuleg. Í raun er hann að fylgja í fótspor þingflokksins en þetta verður þó teljast vera stefnubreyting hjá formanninum.

Það var einnig ánæjulegt að heyra í gær að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að setja Evrópumálin á dagskrá og ljúka þeirri athugun fyrir febrúarbyrjun. Þetta er mikilvægt skref.

Ég spái því að eftir þessar 10 vikur sem eru til stefnu verði Sjálfstæðisflokkurinn kominn með aðildarumsókn að Evrópusambandinu á stefnuskrá. Sú afstaða mun valda straumhvörfum í íslenskri pólitík. Afstaða Samfylkingarinna er skýr og með því að Sjálfstæðisflokkurinn opni á aðild er landslagið í íslenskum stjórnmálum gjörbreytt.

Ég hef sagt að það sé raunhæfur möguleiki á að komast í ESB innan árs en mjög skömmu eftir aðild gætum við farið í ERM II sem er í reynd nokkurs konar biðstofa fyrir evru. Innan þess samstarfs myndi Seðlabanki Evrópu hjálpa okkur að halda gengi krónunnar stöðugu þar til evran tæki við. Ég trúi því að þetta væri er hluti af lausn vandans og myndi stytta kreppuna til muna.


mbl.is Guðni vill skoða ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband