Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2008

Vestrćnar beljur

Ţađ vćri óskandi ađ Doha-viđrćđurnar gćtu leitt til afnám hafta og tolla í heiminum. Ein skilvirkasta leiđ ţróunarlanda úr ţeirri fátćkt sem ţau búa viđ er ađ ţessu ríki fái ađgang ađ mörkuđum hinna ríku. Ţađ ađ hver vestrćn kú fái hćrri fjárhagslega styrki en sem nemur međallaunum bóndans sunnan Sahara segir allt sem segja ţarf. Hér ţurfa almannahagsmunir ađ ríkja og sérhagsmunir ađ víkja.

Afnám hafta og tolla er líka stórt neytendamál hér á landi. Kerfi sem býđur upp á eitt hćsta matvćlaverđ í heimi á sama tíma og hér er viđ lýđi eitt mesta styrkjakerfi sem til ţekkist og bćndastétt sem býr viđ bág kjör er kerfi sem ber ađ varpa fyrir róđa.

Hér á landi er til fjöldinn allur af fólki sem nćr ekki endum saman. Hagsmunir einstćđu móđurinnar í Breiđholti sem hefur ekki efni á ađ kaupa í matinn trompar ađra hagsmuni. Ţeir hagsmunir eru ekki í forgrunni í málflutningi Vinstri grćnna eđa Framsóknarmanna eins má vel heyra.

Auđvitađ veit ég ađ fólk hefur atvinnu af íslenskum landbúnađi og ţví er ég ekki ađ tala um kollsteypu gagnvart bćndum. Viđ ţurfum hins vegar ađ hafa stuđninginn óframleiđslutengdan og í formi svokallađra grćnna styrkja. Íslenskir bćndur eiga ekki ađ óttast erlenda samkeppni. Ţeir eiga ađ fagna henni og ţeir eiga ađ fagna auknu frelsi á sínu sviđi. Ţađ á almenningur einnig ađ gera.


mbl.is Tvöfalt meiri innflutningur?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Of rík, of sterk og síđan er ţađ frjálslyndiđ

Ţađ er fróđlegt ađ vera í Bandaríkjunum og fylgjast međ umfjöllun ţarlendra fjölmiđla af  forsetakosningunum. Ţrátt fyrir nánast stöđuga umrćđu á fréttastöđvunum um Obama og McCain er mađur litlu nćr um málefnin sem liggja ađ baki frambođunum. Ég veit hins vegar ţeim mun meira um eiginkonur ţeirra og allt um ţađ hvađ Jesse Jackson sagđi um tiltekna ađgerđ sem hann vildi framkvćma á Obama. Ţetta sagđi hann ađ vísu í ţeirri trú ađ hann vćri ekki í upptöku.

Kjarni umrćđunnar, eđa gagnrýninnar á eiginkonunum, lýtur ađ ţví ađ Michelle Obama ţykir vera of sterkur karakter og Cindy McCain of rík. Michelle hefur veriđ gagnrýnd fyrir ákveđin ummćli en um Cindy hefur gagnrýnin fyrst og fremst lotiđ ađ ţví ađ eiginmađur hennar kunni ađ vera háđur auđćfum og rekstri um of, verđi hann forseti.

Um málefnin er hins vegar ekki fjallađ nema í miklum upphrópunarstíl og virđist sem tvö lykilmálefni séu í raun ţađ sem allt snýst um. Hátt bensínsverđ, sem á íslenskan mćlikvarđa myndi teljast vera algjört útsöluverđ, og svo Írak. Annađ kemst ekki ađ, enda ţurfa stjörnunar og ástarmál Lindsey Lohan ađ fá sinn stađ í kvöldfréttunum, sem og umrćđuţáttunum sem á eftir fylgja.               

Helv. frjálslyndiđ
Úvarp Saga Bandaríkjannna, Fox News, er í essinu sínu ţessa mánuđina međ Bill O´Reilly í fararbroddi. Ţar er skotiđ hart á alla demókrata/umhverfisverndarsinna/femínista/Clinton. Ekkert er ţó verra en ađ vera liberal á Fox. Ţađ er versta skammayrđiđ í orđabókinni. Ćra óvinarins er markvisst vegin og ţví lengra sem menn ganga í ţví hefur bein áhrif á ţađ hversu oft álitsgjafinn birtist á skjánum.

Bush forseti sést ekkert í fjölmiđlum og virđist Bush vera hćttur, áđur en hann hćttir. Hann sést ekkert og Repúblikanar nefna síđustu 8 árin lítiđ sem ekkert í umrćđunni um kosningarnar. Ţađ kristallar kannski hvernig hvađa augum menn líta árangurinn í forsetatíđ Bush.

Rósastríđiđ 2007
Ţrátt fyrir takmarkađa umfjöllun um raunveruleg stefnumál er fróđlegt og skemmtilegt ađ fylgjast međ ţví hvernig Bandaríkjamenn haga sér í kosningabaráttu. Ég var í Boston fyrir fjórum árum ţegar síđasta kosningabarátta stóđ sem hćst. Ţá var lögđ mikil áhersla á persónulega nálgun gagnvart kjósendum. Frambjóđandinn sjálfur reyndi ađ hitta sem flesta sjálfur og persónulegar hringingar og rölt sjálfbođaliđa heim til fólks var áberandi hluti af kosningabaráttunni. Ţetta er ađ mínu viti skynsamleg og góđ leiđ - og í raun ótrúlegt ađ hún skuli skipa stóran sess í Bandaríkjunum. Auglýsingaflóđiđ er ţó ólýsanlegt og ţćr auglýsingar sem hér sjást eru mjög ólíkar ţví sem viđ ţekkjum heima.

Ţessari ađferđafrćđi um ađ komast sem nćst kjósendum er engu ađ síđur beitt í stórum ríkjum og ţá hlutum viđ ađ geta gert ţađ á Íslandi. Og ţetta gerđum viđ í Samfylkingunni í síđustu Alţingiskosningum og vildum einmitt nálgast kjósendur sem mest og heyra ţeirra sjónarmiđ. Viđ vildum ekki bara tala, heldur hlusta á ţađ sem fólk hafđi ađ segja okkur um ţau mál sem helst brunnu á ţeim. Viđ ákváđum ţví ađ ganga hús úr húsi međ bćklinga og rós og ég fann ţađ, og hef heyrt ţađ bćđi hjá frambjóđendum flokksins sem og kjósendum, ađ ţessi leiđ hafi veriđ mjög góđ fyrir alla. Viđ fengum tćkifćri til ţess ađ hlusta á kjósendur, mađur á mann og kjósendur tćkifćri á ţví ađ rćđa málin viđ frambjóđendur flokksins.

Vinna kannski repúblikanar? 
Ég held ađ ţađ sé beinlínis nauđsynlegt fyrir Bandaríkin ađ demókratar vinni forsetaembćttiđ. Ég er hins vegar ekki jafnviss um ađ sú verđi raunin og margir. Enn er langt í kosningar og ţađ hefur sýnst sig ađ repúblikanar kunna ađ setja fram sín sjónarmiđ međ sannfćrandi hćtti. Ţeir beita jafnframt óspart ţví ráđi ađ rćgja andstćđinginn eins og varđ raunin međ John Kerry. Stríđshetja varđ ađ föđurlandssvikara. Enn hefur Obama nokkra yfirburđi en mér hefur sýnst sem ađ forskotiđ sé ţannig ađ ţađ sé ekki óyfirstíganlegt og ađ McCain sé heldur ađ sćkja í sig veđriđ.


Forleikur ađ Evrópusambandsađild

Hugmynd Björns Bjarnasonar dómsmálaráđherra um samningsbundna upptöku evrunnar er góđra gjalda verđ. Björn sýnir međ ţessu frumkvćđi í Evrópuumrćđu innan Sjálfstćđisflokksins. Öllu máli skiptir ađ horfa til framtíđar ţegar kemur ađ tengslum Íslands viđ Evrópusambandiđ.

Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar mun rćđa hugmynd Björns Bjarnasonar. Forsćtisráđherra hefur m.a. vísađ ţessari hugmynd til nefndarinnar. Eitt af meginhlutverkum Evrópuvaktarinnar er ađ kanna gaumgćfilega hvernig hagsmunum Íslendinga verđur best borgiđ í framtíđinni gagnvart Evrópusambandinu. Og hugmynd Björns fellur vitaskuld undir ţađ hlutverk vaktarinnar.

Verđur rćtt í Brussel
Evrópuvaktin mun einnig rćđa leiđ Björns Bjarnasonar viđ forsvarsmenn Evrópusambandsins ţegar viđ höldum til Brussel í september. Sjálfur hef ég hins vegar verulegar efasemdir um ađ ţessi kostur teljist tćkur, en hins vegar verđur ađ fá endanlegt svar um ţetta atriđi eins og önnur.

Ég er hins vegar sammála orđum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, hingađ til hefur afstađa Evrópusambandsins veriđ nokkuđ afdráttarlaus og í sjálfu sér ţarf ekki ađ koma á óvart ađ sambandinu hugnist lítt ađ ţjóđir taki evruna upp bakdyramegin - hvort sem ţađ er gert einhliđa eđa tvíhliđa.

Ţrýstingurinn stöđugt ađ aukast
Á endanum veltur ţetta einfaldlega á ţví hvort ađ pólitískur vilji standi til ţess ađ fara ţessa leiđ hjá ESB. Er pólitískur vilji hjá Evrópusambandinu fyrir ţví ađ semja á ţessum nótum viđ Íslendinga? Hvađa hag hefur ESB af ţví ađ semja međ ţeim hćtti? Og er pólitískur vilji hjá Íslendingum ađ fara ţennan millileik?

Í mínum huga er ţessi hugmynd Björns Bjarnasonar millileikur. Ég spái ţví ađ ţrýstingur frá samtökum atvinnurekenda sem og verkalýđshreyfingunni verđi enn ţyngri á nćstu mánuđum og misserum og í sjálfu sér er ţađ athyglisvert ađ ţrýstingurinn á ESB ađild er stöđugt ađ aukast. Núverandi ástand er ekki bođlegt fyrir íslensk fyrirtćki og heimili.

Hagsmunamatiđ býđur upp á opnun
Ţađ er ekkert launungarmál ađ stjórnarflokkarnir vilja fara mismunandi leiđir í Evrópumálunum. En ţó ţarf ađ minnast ţess ađ í Sjálfstćđisflokknum hefur spurningin um hugsanlega ađild ađ Evrópusambandinu veriđ sögđ snúast hagsmunamat. Nú kann ađ vera ađ ţetta mat á hagsmunum sé ađ breytast.

Ţessi nálgun felur jafnframt í sér leiđ til ađ nálgast Evrópusambandsspurninguna á nýjan hátt, kalli hagsmunir Íslands á ţađ. Hugmynd Björns Bjarnasonar birtist ţví mér sem forleikur ađ fullri ađild ađ Evrópusambandinu.

Náttröllin láta í sér heyra
Ţađ vakti athygli mína ađ spurningin í íslenskum stjórnmálum lýtur ekki ađeins ađ ţví hvort hagsmunum Íslendinga sé best borgiđ međ ţví ađ ganga í ESB eđa standa utan ţess. Vinstri grćn kynna til leiks ţriđju leiđina og af henni má ráđa ađ flokkurinn er ađ festast í hlutverki nátttröllsins í íslenskri pólitík. Ögmundur Jónasson benti nýveriđ á ţá leiđ ađ Ísland fćri einfaldlega úr EES-samstarfinu. Međ ţessu útspili sínu sagđi Ögmundur í Kastljósinu í gćrkvöldi ađ hann ,,vildi dýpka umrćđuna” og ,,fara nćr skynseminni”. 

Ţessi hugmynd Ögmundar getur ţó hvorki talist skynsöm né djúp. Ţađ vita allir sem eitthvađ ţekkja til ţeirra kosta sem EES-samningurinn hafđi í för međ sér, međ innri markađinum og fjórfrelsinu, sem hefur haft grundvallarţýđingu fyrir atvinnulíf sem og íslensk heimili.

Vandséđ er ađ greina kosti samfara ţessari leiđ og lćt ég Vinstri Grćnum eftir ađ reifa ţau sjónarmiđ. 


Hvađ höfum viđ gert?

Samfylkingin hefur nú veriđ í ríkisstjórn í liđlega eitt ár. Áriđ hefur veriđ viđburđaríkt og ţrátt fyrir ađ efnahagsástand sé nokkuđ erfitt hefur mörg jákvćđ mál náđ fram ađ ganga ţetta fyrsta starfsár ríkisstjórnarinnar. Eftir stendur vitaskuld ađ margt er eftir og auđvitađ verđa efnahagsmálin í forgrunni á komandi mánuđum.

Ég ćtla ađ leyfa mér ađ birta hér stutta samantekt  (sem einnig birtist í 24 stundum) á ţeim fjölmörgu verkefnum sem nú ţegar hafa komiđ til framkvćmda eđa ákveđiđ hefur veriđ ađ ráđast í. Ađ sama skapi er ástćđa til ađ geta ţess ađ neđangreindur listi er engan veginn tćmandi, eđli málsins samkvćmt.

• Bćtt stuđningskerfi fyrir langveik börn og fjölskyldur ţeirra

• 17% hćkkun á fjárframlögum til menntunar og rannsókna milli ára

• Ţreföldun á fjármagni í heimahjúkrun á ţremur árum

• Stimpilgjöld afnumin fyrir fyrstu kaupendur íbúđahúsnćđis

• Fyrsta ađgerđaráćtlunin fyrir börn samţykkt - Unga Ísland samţykkt

• Skattleysismörk verđa hćkkuđ um 20.000 kr á kjörtímabilinu ofan á verđlagshćkkanir

• Skerđing bóta vegna tekna maka afnumin

• Skerđing lífeyrisgreiđslna vegna séreignasparnađar afnumin

• Lífeyrisgreiđslur hćkkađar um 9 milljarđa króna á heilu ári og jafngildir ţađ u.ţ.b. 17% hćkkun lífeyris, miđađ viđ síđasta ár

• Hćkkun greiđslna til lífeyrisţega sem hafa hvađ verst kjör um 24.000 kr. á mánuđi

•  Afnám tekjutengingar vegna launatekna ţeirra sem eru 70 ára og eldri og frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisţega hćkkađ í 100.000 kr.

• 300.000 króna frítekjumark á lífeyrisgreiđslur örorkulífeyrisţega

• Aldurstengd örorkuuppbót hćkkuđ

• 60% aukning á fjármagni til Samkeppniseftirlitsins á 2 árum

• 50% aukning á fjármagni til Fjármálaeftirlitsins milli ára

• 25% aukning á fjármagni til Umbođsmanns Alţingis milli ára

• Fjárframlög til Mannréttindaskrifstofu Íslands tryggđ á fjárlögum

• Tćplega helmings aukning á fjármagni til samgöngumála milli ára

• Ný jafnréttislög sett og ađgerđir gegn kynbundnum launamun hafnar

• Ný orkulög sett ţar sem opinbert eignahald er tryggt á auđlindunum

• Vinna hafin viđ rammáćtlun um umhverfisvernd og öllum umsóknum um ný rannsóknarleyfi vísađ frá á međan

• Skerđingarmörk barnabóta hćkkuđ um 50%

• Hámark húsaleigubóta hćkkađ um 50%

• Eignaskerđingarmörk vaxtabóta hćkkuđ um 35%

• 24 ára reglan ţurrkuđ út úr útlendingalögunum

• Íbúđalán Íbúđalánasjóđs miđast nú viđ markađsvirđi en ekki brunabótamat

• Stóraukiđ frumkvćđi á alţjóđavettvangi og aukiđ fjármagn í ţróunarmál

• Trúfélögum heimilađ ađ stađfesta samvist samkynhneigđra

• Einhleypum konum heimilađ ađ fara í tćknifrjóvgun

• Fyrstu innheimtulögin sett

• Stjórnarráđinu og ţingskaparlögunum breytt međ róttćkum hćtti

Eins og má sjá á ţessari upptalningu hefur ríkisstjórnin nú ţegar komiđ fjölmörgum málum til leiđa. Ţađ er hins vegar augljóst ađ málefni eldri borgara, öryrkja og barnafjölskyldna eru í forgangi hjá ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstćđisflokks. Fjárfestingar í innviđum samfélagsins s.s. í samgöngu- og menntamálum hafa veriđ tryggđar ásamt í nauđsynlegum eftirlitsstofnunum. Ţá hafa jafnréttismál veriđ sett á oddinn ásamt hagsmunamálum neytenda en ţađ var löngu tímabćrt.

Verk hinnar frjálslyndu umbótastjórnar tala sínu máli.


Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband