Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2009

Róttćkar breytingar í barnarétti og nýtt barnatryggingarkerfi

Nefnd sem ég leiddi um stöđu barna í mismunandi fjölskyldugerđum skilađi af sér skýrslu í dag. Nefndin var skipuđ í nóvember 2007 af félags- og tryggingamálaráđherra í samrćmi viđ ţingsáćtlun til fjögurra ára um ađgerđir til ađ styrkja stöđu barna og ungmenna. Verkefni hennar var ađ fjalla um stöđu einstćđra og forsjárlausra foreldra og réttarstöđu barna ţeirra og um réttarstöđu stjúpforeldra. Hluti verkefnisins fólst í ţví ađ kanna fjárhagslega og félagslega stöđu ţessa hóps.

Í nefndinni áttu sćti fulltrúar ţriggja ráđuneyta ásamt fulltrúum sveitarfélaga, fagađila og hagsmunasamtaka.

Nefndarmennirnir eru í megindráttum sammála um efni tillagnanna en í sumum tilvikum hafa einstakir nefndarmenn fyrirvara eđa ólíkar skođanir. Helstu tillögur eru raktar hér en í skýrslunni er gerđ grein fyrir afstöđu nefndarmanna til einstakra tillagna.

Helstu tillögur sem varđa sifjamál og félagslega stöđu barna
• Dómurum verđi veitt heimild til ađ dćma foreldrum sameiginlega forsjá barns gegn vilja annars foreldris sé ţađ taliđ ţjóna hagsmunum barnsins.
• Mađur sem telji sig vera föđur barns geti höfđađ ógildingar/vefengingarmál ţegar um feđrađ barn er ađ rćđa.
• Afnumiđ verđi gildandi fyrirkomulag sem felur í sér ađ taki fráskiliđ foreldri međ barn upp sambúđ á nýjan leik fćr makinn sjálfkrafa forsjá yfir barninu. Ţess í stađ ţurfi viđkomandi ađ sćkja um forsjá.
• Tekin verđi upp sú meginregla ađ forsjárlausir foreldrar hafi sama rétt til ađgangs ađ skriflegum upplýsingum um barn sitt og ţađ foreldri sem fer međ forsjána.
• Sýslumenn fái rýmri heimild til ađ úrskurđa um umgengni barna viđ afa sína og ömmur til ađ börn njóti aukinna möguleika til umgengni viđ ţau. Einnig ađ barn eigi rétt á umgengni viđ stjúpforeldri og sýslumenn fái heimild til ađ úrskurđa um umgengni viđ stjúpforeldri eftir skilnađ eđa sambúđarslit viđ foreldri.
• Sýslumenn og dómarar fái heimild til ađ ákveđa umgengni 7 af 14 dögum.
• Bćta ţurfi málsmeđferđ umgengnismála hjá sýslumönnum og opna fyrir heimild foreldra til ađ reka mál sem eingöngu snýst um umgengni fyrir dómstólum.
• Báđir foreldrar beri almennt kostnađ af umgengni.
• Endurskođun barnalaga og tryggja ađ unnt verđi ađ grípa til skilvirkari úrrćđa vegna tilefnislausra umgengnistálmana.

Nýtt kerfi barnatrygginga til ađ útrýma barnafátćkt
Nefndarmenn mćla til ađ tekiđ verđi upp nýtt kerfi barnatrygginga sem komi í stađ barnabóta, mćđra- og feđralauna, barnalífeyris og viđbótar viđ atvinnuleysisbćtur vegna barna. Samkvćmt útreikningum myndi nýja kerfiđ ekki auka útgjöld ríkisins en árlegur kostnađur ţess nemur um 14 milljörđum króna.

Markmiđiđ er ađ útrýma fátćkt barnafjölskyldna. Miđađ er viđ ađ öllum barnafjölskyldum verđi tryggđ ákveđin upphćđ til lágmarksframfćrslu óháđ ţví hvađan tekjur fjölskyldunnar koma. Barnatryggingar yrđu allar tekjutengdar og myndu skerđast hjá fólki međ tekjur umfram međalráđstöfunartekjur. Hagur tekjulágra hópa, sérstaklega atvinnulausra og láglaunafólks myndi batna og kerfiđ myndi nýtast vel barnmörgum fjölskyldum.

Barnatryggingar myndu tryggja öllum foreldrum upp ađ lágtekjumörkum 40 ţús. kr. greiđslu fyrir hvert barn. Međ ţví móti er grunnframfćrsla allra barna tryggđ. Skerđingarmörkin yrđu 146 ţús. kr. hjá einstćđum foreldrum og 252 ţús. kr. hjá hjónum sé miđađ viđ tekjur fyrir skatt.

• Í núgildandi kerfi fćr einstćtt foreldri undir skerđingarmörkum og međ eitt barn 21.143 kr. í tekjutengdar barnabćtur en í hinu nýja barnatryggingarkerfi fengi foreldri undir skerđingarmörkum 40.000 kr.
• Dćmi um einstćtt foreldri međ tvö börn sem er međ 251.266 kr. tekjur fyrir skatt fćr í núverandi kerfi 42.051 kr. en fengi í hinu nýja barnatryggingakerfi 63.730 kr. á mánuđi eđa um 22.000 kr. hćrri upphćđ á mánuđi.
• Hjón međ tvö börn og 422.914 kr. í tekjur fyrir skatt fá núna 22.505. kr. en fengju 42.955 kr. eđa 20.450 kr. meira í hverjum mánuđi.
• Í núgildandi kerfi fćr einstćtt foreldri sem er međ 728.973 kr. í tekjur fyrir skatt og eitt barn 10.147 kr. í barnabćtur á mánuđi en í nýja barnatryggingakerfinu fengi viđkomandi engar barnatryggingar enda er veriđ ađ fćra fjárhćđir barnabóta til ţeirra hópa sem ţurfa hvađ mest á ţeim ađ halda.

Tillögur um frćđslu og ráđgjöf til barnafjölskyldna
• Tryggt verđi gott ađgengi ađ fjölskylduráđgjöf. Allir foreldrar fái upplýsingar um réttindi og skyldur sem fylgja ţví ađ fara međ forsjá barns.
• Ţeir ađilar sem hyggjast slíta sambúđ eđa hjúskap međ börn verđi skyldađir ađ fara í viđtöl til ađ fá frćđslu og ráđgjöf hjá fagađila um samskipti eftir skilnađ óháđ ţví hvort ţeir eru sammála eđa ekki.
• Stjúpfjölskyldum verđi veittur frćđsla og stuđningur.
• Komiđ verđi á netsíđu í samstarfi viđ viđeigandi félagsamtök međ upplýsingum um mismunandi fjölskyldugerđir.

Nýjar upplýsingar í skýrslunni
Nefndin fékk Hagstofu Íslands til ađ gera rannsókn á tekjum og efnahag barnfjölskyldna s.s. eftir eignum og skuldum eftir sambúđarstöđu foreldra og eftir ţví hvar börn ţeirra búa. Samkvćmt ţeirri ađferđ (I) sem Hagstofan mćlir međ ađ stuđst sé viđ kemur fram ađ miđgildi ráđstöfunartekna er hćst hjá foreldrum sem búa saman. Nćstir í röđinni koma einstćđir feđur án barna, einstćđir feđur međ börn, einstćđar mćđur međ börn og lćgstar ráđstöfunartekjur hafa einstćđar mćđur án barna. Sé stuđst viđ ađra ađferđ (II) sem Hagstofan mćlir einnig međ breytist röđin lítilega en ţá er miđgildi ráđstöfunartekna hćst hjá foreldrum sem búa saman. Nćstir í röđinni koma einstćđir feđur međ börn, ţá einstćđar mćđur međ börn, einstćđir feđur án barna og lestina reka einstćđar mćđur án barna.

Í skýrslunni eru einnig birtar nýjar niđurstöđur rannsóknar Sigrúnar Júlíusdóttur á reynslu foreldra af sameiginlegri forsjá foreldra međ börnum sínum eftir skilnađ tímabiliđ júlí 2006 – júlí 2008. Ţar kemur m.a. fram ađ 92% barna eiga lögheimili hjá móđur en 8% hjá föđur. 24% umrćddra barna dvelja jafnt hjá báđum foreldrum og var hiđ svokallađa viku og viku fyrirkomulag algengast ţar. Um 77% foreldra eru mjög eđa frekar hlynnt ţví ađ dómari geti dćmt sameiginlega forsjá og 96% ţeirra eru mjög eđa frekar hlynntir ţví ađ foreldri grípi til formlegra ađgerđa međ ţví ađ leita til yfirvalda ef annađ foreldri tálmar samvistum viđ barn.

Nefndin ákvađ einnig ađ kalla eftir svörum frá sveitarfélagum um ţjónustu ţeirra gagnvart mismunandi fjölskyldugerđum og liggja ţau svör fyrir í skýrslunni.


Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband