Bloggfćrslur mánađarins, desember 2005

Ósanngjörn skattastefna ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórnin hefur í valdatíđ sinni veriđ iđin viđ ađ halda ţví fram ađ skattastefna ţeirra feli í sér skattalćkkanir. Stjórnarliđar vilja minna rćđa um ţađ hvernig lćgri skattar skila sér til almennings og hvađ mismunandi hópar samfélagsins bera úr býtum. Ţetta er hins vegar lykilatriđi í skattapólitík, ţ.e. hvernig lćgri skattar koma til framkvćmda og hver markmiđin ađ baki ţeim eru.
Stađreyndin er sú ađ millitekjufólk, oft á tíđum ungt fjölskyldufólk, og láglaunafólk finnur ekki mikiđ fyrir lćgri skattheimtu ríkisins. Skattalćkkunum ríkisstjórnarinnar er einfaldlega ekki beint ađ ţessu fólki.

Lćgri skattar skila sér hins vegar duglega til hinna efnameiri. Ţessar lćkkanir eru svo kostađar međ skerđingu á ýmsum greiđslum sem millitekju – og láglaunafólki munar um. Ţađ gleymist stundum í umrćđu um skattamál ađ lćgri skattar ţýđa minni tekjur ríkissins. Umfangsmiklar skattalćkkanir hljóta ţví ađ einhverju marki ađ bitna á ţjónustu ríkisins.
Barnabćtur hafa lćkkađ
Ríkisstjórnin hefur t.d. skert barnabćtur um rúma 10 milljarđa króna ţar sem ađ viđmiđunarfjárhćđir hafa ekki fylgt verđlagsţróun og einnig vegna tekjutengingar á barnabótum. Fjölskuldufólk fékk hćrri barnabćtur áriđ 1995 en ţađ fćr nú, auk ţess sem ađ fleiri einstaklingar fengu ţessar bćtur greiddar ţá en nú. Nú fá ađeins um 11,3% foreldra óskertar barnabćtur. Sé litiđ til hjóna er ţessi tala jafnvel enn lćgri. Ađeins 3% hjóna fá óskertar barnabćtur.

Hćkkun barnabóta á undanfariđ, sem kemur reyndar ekki ađ fullu til framkvćmda fyrr en 2007, nćr ţví ekki ađ hćkka ţćr til jafns viđ ţađ sem ţćr voru fyrir ađgerđir ţessarar ríkisstjórnar. Reyndar nemur hćkkunin ađeins um fjórđungi af ţeirri upphćđ sem barnafólk hefur misst undanfarinn áratug. Ţetta sést á ţví ađ ef raungildi barnabóta hefđi haldist óbreytt frá ţví sem ţađ var ţegar ríkisstjórnin tók viđ völdum 1995 hefđi fjölskyldufólk fengiđ um 10 milljörđum meira í sinn hlut en ţađ hefur fengiđ.
Markmiđ barnabóta hlýtur ađ vera ađ létta undir međ fólki sem er ađ stofna fjölskyldur og međ tímabundiđ ţungar fjárhagsskuldbindingar. Nú er hins vegar svo komiđ ađ mikill minnihluti fjölskyldufólks fćr óskertar barnabćtur, en ţađ er varla í samrćmi viđ markmiđiđ um ađ fjölskyldur landsins fái fjárhagslega ađstođ á ţeim tíma ţegar ađ útgjöld heimila eru hćrri en á öđrum tímabilum ćvinnar.
Hjón greiđa hćrra hlutfall tekna í tekjuskatt
Hin rétta mynd í skattamálum er önnur en ríkisstjórnin vill sýna. Skattbyrđi einstaklinga hefur aukist á Íslandi. Skattbyrđin hefur aukist mest hérlendis af öllum ríkjum OECD frá 1990 fyrir utan eitt land, Grikkland. Yfirgnćfandi meirihluti hjóna og sambúđarfólks (95%) og 75% einstaklinga greiđir hćrra hlutfall tekna sinna í tekjuskatt en ţađ gerđi 1995. Ástćđan er sú ađ jafnvel ţó ađ skattprósentan sé lćgri ţá dugar ţađ ekki til, ţar sem skattfrelsismörkin hafa ekki fylgt ţróun launa eđa verđlaugs. Niđurstađan er ađ fólk borgar skatt af stćrri hluta launa sinna en ţađ gerđi áđur.

Ţađ er einfaldlega rangt ađ aukin skattbyrđi sé tilkomin vegna aukins kaupmáttar og launahćkkana eins og oft heyrist úr herbúđum stjórnarinnar. Enda hefur aukning kaupmáttar ekki alltaf haft í för međ sér sjálfkrafa ţyngingu á skattbyrđi. Ţađ gerđist fyrst eftir ađ rofin voru tengsl persónuafsláttar og vísitölu áriđ 1995. Ţá fór skattbyrđin ađ haldast í hendur viđ launahćkkanir, vegna ađgerđa ríkisstjórnarinnar.
Slćmar afleiđingar skattastefnu ríkisstjórnarinnar
Ţćr skattalćkkanir sem ríkisstjórnin hefur bođađ munu kosta ríkissjóđ 39 milljarđa á ţremur árum. Lítill hluti ţessara lćkkana fer til millitekju – og láglaunafólks. Eftir ţrjú ár ţá hafa skattalćkkanirnar í för međ sér 22 milljarđa króna kostnađ á ríkissjóđ á ári.

Fyrirhugađar tekjuskattslćkkanir ríkisstjórnarinnar í ár fćra grunnskólakennara međ međallaun u.ţ.b 1.900 kr. í skattalćkkun á ţessu ári sem nćgir rúmlega fyrir einum bleyjupakka á mánuđi. Einstaklingur međ milljón á mánuđi fá hins vegar um 23.000 kr. í skattalćkkun mánađarlega eđa eina utanlandsferđ í hverjum mánuđi. Ţađ vćri miklu réttlátara ađ lćkka matarskattinn fyrir sömu fjárhćđ en ţađ myndi koma öllum til góđa, ekki síst millistéttinni.

Ţađ er hins vegar óumdeilt ađ ákveđnir hópar í samfélaginu hafa boriđ lćgri skatta úr býtum, ţađ er segja ţeir sem mestar hafa tekjur. Millitekju – og láglaunafólk hefur ekki notiđ góđs af ţessum skattalćkkunum. Ţetta fólk fćr hins vegar ađ súpa seyđiđ af afleiđingum skattalćkkana í formi skertra barnabóta, hćkkandi komugjalda í heilbrigđiskerfinu, auk ţess sem ađ tryggingargjöld eru hćrri en áđur, vaxtabćtur hafa skerst, lyfjakostnađur aukist og ýmis ţjónustugjöld hafa hćkkađ.

Hin rétta mynd af skattalćkkunum ríkisstjórnarinnar er sú ađ skattbyrđi einstaklinga hefur aukist og áđur óţekkt skattheimta á láglaunafólk, og meira ađ segja bótaţega, er orđin ađ veruleika.

Rafrćn sjúkraskrá verđi ađ veruleika

Ţađ er hćgt ađ rćđa, og deila, endalaust um heilbrigđismál á Íslands enda mjög víđtćkur málaflokkur sem tekur til sín stćrstan hluta ríkisútgjalda. Hins vegar er eitt mál sem nánast allir í heilbrigđiskerfinu eru sammála um. Ţađ er um nauđsyn ţess á ađ koma á rafrćnni sjúkraskrá. Rafrćn sjúkraskrá hefur veriđ nefnd stćrsta hagsmunamál íslensks heilbrigđiskerfis.

Kostir rafrćnnar sjúkraskrár eru ótvírćđir. Slík skrá eykur öryggi sjúklinga til muna, dregur úr tvíverknađi, tryggir upplýsingaflćđi og stuđlar ađ skilvirkni og sparnađi.

Sjúklingar fengju međ henni betri ţjónustu og lćknar hefđu ađgang ađ betri upplýsingum á einum stađ. Rafrćn og samrćmd sjúkraskrá er mikilvćgt öryggisatriđi ásamt ţví ađ auđvelda alla vinnslu og varđveislu upplýsinga. Rafrćn sjúkraskrá myndi ţví borga sig upp á skömmum tíma, m.a. vegna fćkkun mistaka og aukinnar hagkvćmni.
Ljúkum viđ verkiđ
Tryggja verđur nćgjanlegt fjármagn í gerđ slíkrar rafrćnnar sjúkraskrár í ţágu alls heilbrigđiskerfisins, jafnt á sjúkrastofnunum sem og á heilsugćslustöđvum og hjá sjálfstćtt starfandi heilbrigđisstarfsmönnum. Sömuleiđis ţarf ađ tryggja samtengingu rafrćnna kerfa í heilbrigđiskerfinu í heild sinni.

Ákveđin skref hafa veriđ tekin í ţessa átt en nú er tími til kominn til ađ spýta í lófana hvađ ţetta varđar. Fjölmargir ţingmenn og fagađilar hafa ítrekađ kallađ eftir gerđ rafrćnnar sjúkraskrár. Nágrannaţjóđir okkar eru komnar talsvert á undan okkur ađ ţessu leyti.

Rafrćn sjúkraskrá er vitaskuld stórt og dýrt verkefni upp á 1-2 milljarđa króna sem myndi hins vegar margborga sig á mjög skömmum tíma. Leggjumst öll á eitt og fjárfestum í okkar eigin öryggi međ rafrćnni sjúkraskrá og rafrćnu upplýsingaflćđi.

Raunveruleg forgangsröđun ríkisstjórnarinnar

Nú í dag voru fjárlögin samţykkt á Alţingi. Samkvćmt lögunum verđur 19,6 milljarđa króna tekjuafgangur á rekstri ríkissjóđs á nćsta ári. Ţađ hefur ađ vísu ekki vantađ ađ fjárlög ríkisstjórnarinnar bođi ríflegan tekjuafgang. Reyndin hefur hins vegar veriđ sú ađ afgangurinn er ekki fyrir hendi ţegar reikningurinn er gerđur endanlega upp. Ţá er myndin önnur og ekki jafn glćsileg. Ef skođuđ eru árin 2000-2004 ţá var ţar gert ráđ fyrir um 82 milljarđa króna afgangi í fjárlögum, en niđurstađan varđ aftur á móti 8 milljarđa króna halli.

Ţađ er sömuleiđis venjan ađ allar breytingartillögur stjórnarandstöđunnar, hver og ein einasta, séu felldar. Gildir ţá einu hvers efnis tillögurnar eru. Ríkisstjórnin sá ekki ástćđu til ađ bćta ráđ sitt í ár og öđru sinni gerđist ţađ ađ Mannréttindaskrifstofa Íslands fékk ekki neina eyrnamerkta upphćđ til ţess ađ halda rekstri skrifstofunnar áfram. Felld var tillaga stjórnarandstöđunnar um ađ leggja Mannréttindaskrifstofu Íslands sambćrilegt fé og hún hafđi áđur en hún fór ađ gagnrýna ríkisstjórnina fyrir vafasöm frumvörp s.s útlendingafrumvarpiđ og hlerunarfrumvarpiđ.

Skref tilbaka í fjárframlögum til Háskóla Íslands
Sömuleiđis felldu stjórnarliđar viđbótarfjárframlag til háskólanna en skólunum hefur sárlega vantađ aukiđ fjármagn. Samkvćmt blađagrein menntamálaráđherra hefur ţađ viđbótarfjármagn sem hefur runniđ til Háskóla Íslands ekki einu sinni dugađ fyrir ţeirri fjölgun sem hefur orđiđ á nemendum á sama tíma. Samkvćmt nýjustu skýrslu OECD er Ísland í 17.-21. sćti af 30 ríkjum OECD ţegar útgjöld til háskólana er skođađ. Engu ađ síđur var samstađa um ţađ međal ríkisstjórnarflokkanna ađ fella tillögu stjórnarandstöđunnar um nauđsynlegt viđbótarframlag til háskóla landsins.

Háskólinn á Akureyri hefur neyđst til ađ loka deildum hjá sér í vetur vegna fjárskorts. Bjargvćttur Háskólans á Akureyri, Birkir Jón Jónsson, fór mikinn í fjölmiđlum í síđustu viku ţegar hann sagđist ćtla ađ redda Háskólanum á Akureyri fjármagni. Í dag greiddi hann svo atkvćđi gegn auknum fjárframlögum til Háskólans á Akureyri.

Ekki vilji til ađ setja fjármagn í fleiri hjúkrunarrými
Ţađ hefur varla fariđ framhjá mönnum ađ málefni aldrađa eru ţví miđur í miklum ólestri. Ţriđji hver eldri borgari í landinu lifir á 110.000 krónum á mánuđi eđa minna. Ađbúnađur eldri borgara er víđa óásćttanlegur. Á fjórđa hundrađ einstaklinga eru í brýnni ţörf eftir hjúkrunarrýmum. Ţrátt fyrir ţessa stöđu greiddu Sjálfstćđismenn og Framsóknarmenn atkvćđi gegn tillögu stjórnarandstöđunnar um aukiđ fjármagn til ađ fjölga hjúkrunarrýmum. Ţessi afstađa kristillar ađ mínu mati afstöđu ríkisstjórnarinnar til ţessa málaflokks. Velferđarmálin eru svo sannarlega ekki ofarlega á lista, eins og dćmin sanna ţví miđur aftur og aftur.

Ábyrgar og ígrundađar tillögur Samfylkingar
Samfylkingin hefur fariđ ţá leiđ ađ setja fram tekju – eđa niđurskurđartillögur fram međ öllum tillögum sem hafa í för međ sér útgjaldaaukningu. Tillögur Samfylkingarinnar eru í senn ábyrgar og raunsćjar, ţar sem fariđ er ígrundađ yfir málin. Tillögur okkar gera jafnvel ráđ fyrir meiri afgangi af fjárlögum en samkvćmt fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Ţađ sýnir ađ vel er hćgt ađ sinna t.d. mennta- og velferđarmálum á sómasamlegan hátt án ţess ađ ţađ ţurfi ađ hafa í för međ sér versnandi stöđu ríkissjóđs. Ţađ er forgangsröđun ríkisstjórnarinnar sem er röng. Ţađ sést glögglega á ţví ađ meirihlutinn fellir ábyrgar tillögur Samfylkingarinnar í velferđar – og menntamálum kinnrođalaust.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband