Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2008

Of vćgir dómar en ţó jákvćđ ţróun

Nýfallinn hérađsdómur fyrir nauđgun á barnapíu er merki um ađ nauđungardómar séu ađ ţyngjast eilítiđ. Slíkt er fagnađarefni í sjálfu sér ţótt flestum finnist dómar fyrir kynferđisbrot enn vera allt of lágir. Dómar fyrir kynferđisbrot hafa í gegnum tíđina veriđ of vćgir á Íslandi en ţađ ađ nauđgunardómar séu ađ ţyngjast hćgt og bítandi er jákvćđ ţróun.

Löggjafinn hefur sent ţau skilabođ til dómstólana ađ nauđgun er mjög alvarlegur glćpur, svo alvarlegur ađ hann getur varđađ allt ađ 16 ára fangelsi. Dómstólum ber ađ virđa ţann vilja löggjafarvaldsins. Auđvitađ veit ég ađ ţungir dómar eru ekki einhver allsherjarlausn en dómarnir ţurfa ađ vera sanngjarnir og réttlátir.

Ađ mínu mati ţarf ekki einungis ađ vera samrćmi á milli dóma fyrir sömu brot heldur ţarf einnig ađ vera eitthvert samrćmi á ţyngd dóma milli brotaflokka. Slíkt samrćmi er ekki fyrir hendi. Nćgir ađ líta til hinna ţungu fíkniefnadóma annars vegar og hins vegar á dómana fyrir kynferđisbrot. Ţessi dómaframkvćmd er ekki í samrćmi viđ réttlćtiskennd almennings.

Undanfarin ár höfum viđ tekiđ mörg jákvćđ skref í ţessum málaflokki. Skilgreiningin á nauđgun hefur m.a. veriđ víkkuđ út ţannig ađ nú er ofbeldi eđa hótun ekki lengur skilyrđi fyrir ţví ađ hćgt sé ađ telja verknađinn vera nauđgun. Ţá telst ţađ nú vera nauđgun ađ ţröngva vilja sínum gagnvart rćnulausum einstaklingi.

Í umrćddum hérađsdómi er sérstaklega talađ um ađ brotiđ hafi veriđ gegn sjálfsákvörđunarrétti, athafnafrelsi og friđhelgi stúlkunnar sem verđur ađ teljast vera frekar ný og jákvćđ nálgun hjá íslenskum dómstóli. Viđ eigum ađ líta á nauđganir sem mjög alvarleg brot á kynfrelsi og sjálfsákvörđunarrétti einstaklingsins.

Ţessi mál snúast hins vegar ekki einungis um lög og dóma. Ţađ ţarf einnig ađ fjölga ţeim málum sem fara í gegnum kerfiđ og tryggja frćđslu og skilvirkan stuđning viđ ţolendur kynferđislegs ofbeldis. Ađ mínu mati er ţessi málaflokkur miklu mikilvćgari en margt annađ.


Listi yfir nokkur verk ríkisstjórnarinnar

Ţađ er fróđlegt ađ velta ţví fyrir sér hverju ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstćđisflokks á tćpu ári hefur áorkađ eđa ákveđiđ ađ gera. Neđangreindur listi ćtti ađ gefa einhverja hugmynd um ţađ en auđvitađ er svona listi ekki tćmandi og enn er margt ógert.  

1.    Skattleysismörkin hćkkuđ um 20.000 krónur fyrir utan verđlagshćkkanir

2.    Skerđing tryggingabóta vegna tekna maka afnumin

3.    Afnám 24 ára reglunnar í útlendingalögunum

4.    Afnám komugjalda á heilsugćslu fyrir börn

5.    Skerđingarmörk barnabóta hćkkuđ um 50%

6.    Hámark húsaleigubóta hćkkađ um 50%

7.    Eignaskerđingarmörk vaxtabóta hćkkuđ um 35%

8.    Stimpilgjöld afnumin fyrir fyrstu kaupendur

9.    Stórbćtt kerfi fyrir langveik börn og fjölskyldur ţeirra

10.  Breytt tekjuviđmiđ í fćđingarorlofslögunum

11.  Ný jafnréttislög sett

12.  Fyrsta ađgerđaráćtlun fyrir börn samţykkt - Unga Ísland samţykkt

13.  Húsnćđissparnađarkerfi međ skattafrádrćtti fyrir 35 ára og yngri

14.  Tekjutenging launatekna 70 ára og eldri viđ lífeyri almannatrygginga ađ fullu afnumin.

15.  Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisţega á aldrinum 67-70 ára hćkkađ í 100 ţúsund krónur á mánuđi

16.  Dregiđ verđur úr of- og vangreiđslum tryggingabóta

17.  Vasapeningar vistmanna á stofnunum hćkkađir um 30%

18.   Ellilífeyrisţegar verđi tryggt ađ lágmarki 25 ţúsund krónur á mánuđi frá lífeyrissjóđi

19.  Ađgerđir sem skila öryrkjum sambćrilegum ávinningi verđa undirbúnar í tengslum viđ starf framkvćmdanefndar um örorkumat og starfsendurhćfingu.

20.  Skerđing lífeyrisgreiđslna vegna innlausnar séreignasparnađar afnumin

21.   Námslánakerfiđ verđur yfirfariđ međ aukiđ jafnrćđi ađ markmiđi

22.  Skattar á fyrirtćki lćkkađir

23.  Atvinnuleysisbćtur verđa tryggđar hćkkun

24.  Framlög til símenntunar og fullorđinsfrćđslu aukin

25.  Ţreföldun á fjármagni í heimahjúkrun á ţremur árum

26.  Skođađ hvort lágmarksframfćrsluviđmiđ verđi sett í almannatryggingarkerfiđ

27.  50% aukning á fjármagni í Fjármálaeftirlitiđ á milli ára

28.  60% aukning á fjármagni í Samkeppniseftirlitiđ á 2 árum

29.  25% aukning á fjármagni í Umbođsmann Alţingis á milli ára

30.  Fjárframlög til Mannréttindaskrifstofu Íslands tryggđ á fjárlögum

31.  Ađgerđir gegn kynbundnum launamun bođađar

32.  Ýtt undir nýja atvinnulífiđ m.a. međ umhverfisvćnum en orkufrekum iđnađi

33.  Hafin vinna viđ rammaćtlun um umhverfisvernd

34.  Tćplega helmingsaukning á fjármagni til samgöngumála milli ára

35.  40 milljarđa króna afgangur af ríkissjóđi af fyrstu fjárlögunum sem Samfylkingin á ađild ađ.


Góđar undirstöđur í fjármálalífinu

Ţađ skiptir íslenskt hagkerfi miklu máli ađ íslensku bönkunum farnist vel. En nú er ljóst ađ blikur eru á lofti í fjármálalífi ţjóđarinnar. Ég hef áđur ritađ á ţessum vettvangi ađ ég telji ađ Íslendingar hafi eignast nýjan undirstöđuatvinnugrein sem er fjármálageirinn. Framlag fjármálageirans til verđmćtasköpunarinnar í samfélaginu er núna meira en samanlagt framlag sjávarútvegs, landbúnađar og álframleiđslu.

Ţess vegna er hiđ síhćkkandi skuldatryggingarálag á íslensku bankana áhyggjuefni en ţađ svarar til ţess ađ vextir hafi veriđ hćkkađir allverulega á íslenska atvinnustarfsemi.

Fimm Landspítalar fyrir hagnađinn
En í ţessu umróti alţjóđlegs samdráttar megum viđ ekki gleyma ţví ađ undirstöđurnar eru tryggar. Íslensku bankarnir eru vel reknir en hagnađur ţeirra fjögurra stćrstu var í fyrra um 155 milljarđar króna. Ţessi fjárhćđ er fimmfaldur árlegur rekstrarkostnađur Landspítalans.

Heildareignir bankanna voru í árslok um 12.000 milljarđar króna sem er um tíföld landsframleiđslan. Eignir bankanna eru meira en 20 sinnum hćrri en ţađ sem íslenska ríkiđ veltir. Ţessar tölur sýnar vel styrkleika íslenska bankakerfisins.

Íslenskt hagkerfi er einnig á traustum grunni. Ísland er sjötta ríkasta ţjóđ í heimi. Viđ erum međ eitt besta lífeyrissjóđskerfi í heimi. Ríkissjóđur er gott sem skuldlaus og afgangur á ríkissjóđi í fyrra var um 80 milljarđar. Samkvćmt fjárlögum ársins í ár á afgangurinn ađ vera 40 milljarđar. Viđ höfum aldrei áđur séđ slíkar tölur í ríkisfjármálum ţjóđarinnar.

Lćkkun skatta
Samfylkingin og Sjálfstćđisflokkurinn eru hins vegar mjög međvituđ um ađ stađan getur veriđ viđkvćm. Nýlegir kjarasamningar voru ţó afar jákvćđ skref í átt ađ meiri stöđugleika og jöfnuđi í samfélaginu. Ađgerđir stjórnarflokkanna í tengslum viđ kjarasamningana eru mikilvćg ađgerđ í efnahagsmálum og á ađ stuđla ađ meiri bjartsýni á fjármálamarkađinum.

Ţessar ađgerđir ríkisstjórnarinnar felast m.a. í ţví ađ lćkka skatta á fyrirtćki, afnema stimpilgjöld fyrir fyrstu kaupendur og koma á fót sérstöku húsnćđissparnađarkerfi fyrir ungt fólk. Endurskođun á vörugjöldum og tollum er einnig mikilvćgt skref til ađ auka verslunarfrelsi. Viđskiptanefnd ţingsins er sömuleiđis nýbúin ađ afgreiđa frá sér frumvarp um sérvarin skuldabréf sem mćta vel ţörfum viđskiptalífsins.

Gerum Ísland ađ alţjóđlegri fjármálamiđstöđ
Ţá hefur ríkisstjórnin gefiđ út ađ hún muni stuđla ađ bćttri upplýsingagjöf og betri ímynd íslenska hagkerfisins á erlendri grund. Slík vinna skilađi talsverđum árangri síđast ţegar ţađ var gert. 

Ég tel rétt ađ ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstćđisflokks einhendi sér í gerđ tillagna ađ Ísland verđi ađ alţjóđlegri fjármálamiđstöđ. Markmiđiđ á ađ vera ađ gera Ísland samkeppnishćfasta samfélagi í heimi en á ţví hagnast bćđi fólk og fyrirtćki.


Hvađ fela ađgerđir ríkisstjórnarinnar í sér?

Ţađ er ástćđa til ađ fagna undirritun á kjarasamningum á hinum almenna vinnumarkađi. Ţađ er ekkert eins mikilvćgt fyrir almenning í landinu og einmitt stöđugleiki og lág verđbólga. Ţessir kjarasamningar munu vonandi eiga sinn ţátt í endurheimta jafnvćgi og jöfnuđ hér á landi. Einn af forsvarsmönnum verkalýđshreyfingarinnar sagđi nýlega: „Aldrei hafa lćgstu laun veriđ hćkkuđ jafnmikiđ“.

Ađgerđir ríkisstjórnarinnar í tengslum viđ kjarasamninga eru sömuleiđis afar mikilvćgar ţótt ţćr standi í mínum huga sem sjálfstćđar pólitískar ađgerđir sem auka lífskjör í landinu til muna. Ţessar ađgerđir gagnast öllum landsmönnum en ţó miđast ţćr fyrst og fremst ađ fólki međ međaltekjur í landinu, barnafólki og ungum einstaklingum.

Hćkkun skattleysismarka og stimpilgjöld afnumin fyrir fyrstu kaupendur
Ríkisstjórnin mun verja um 20.000 milljónum kr. í ţessar ađgerđir og ţví sambandi hafa nokkur atriđi meginţýđingu.

Fyrst ber ađ nefna ađ skattleysismörkin verđa hćkkuđ um 20.000 krónur fyrir utan verđlagshćkkanir. Ţetta er eitt ţýđingarmesta atriđiđ. Skerđingarmörk barnabóta verđa hćkkuđ um 50% sem mun hafa mikil áhrif til góđs fyrir fjölskyldufólk í landinu. Hámark húsaleigubóta verđur hćkkađ um 50%.

Stimpilgjöld verđa afnumin fyrir fyrstu kaupendur sem mun hafa mikiđ ađ segja, enda eru ţessi gjöld fyrstu kaupendum oft ţungur baggi. Eignaskerđingarmörk vaxtabóta verđa hćkkuđ um 35% og námslánakerfiđ verđur yfirfariđ međ aukiđ jafnrćđi ađ markmiđi.
 
Lágmarksframfćrsluviđmiđ sett
Lengi hefur veriđ kallađ ef ţví ađ sett verđi  lágmarksviđmiđ í framfćrslu í almannatryggingarkerfinu og nú verđur hafist handa viđ ţá vinnu. Ţá verđur komiđ á húsnćđissparnađarkerfi međ skattafrádrćtti fyrir 35 ára og yngri til ađ hvetja til sparnađar hjá fyrstu kaupendum.

Ţá verđa skattar á fyrirtćki lćkkađir, atvinnuleysisbćtur verđa tryggđar hćkkun og framlög til símenntunar og fullorđinsfrćđslu aukin.

Lćkkađ verđlag
Ađ mínu viti snýst kjarabarátta ekki einungis um ađ hćkka laun. Ekki er síđur mikilvćgt ađ bćta kjör almennings međ ţví ađ hafa jákvćđ áhrif á verđlag og ţađ er mínu viti afar mikilvćgt ađ stjórnvöld hafi ţessa hliđ kjarabaráttunnar einnig ađ markmiđi.

Nú er kastljósinu beint ađ vöruverđi í landinu og verđa vörugjöld og tollar sérstaklega skođuđ í ţví sambandi. 

Einnig eldri borgarar og öryrkjar
Fyrir jól kynnti ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstćđisflokks umfangsmiklar kjarabćtur fyrir eldri borgara og öryrkja. Ţá var m.a. ákveđiđ ađ afnema skerđingu bóta vegna tekna maka, hćkka frítekjumark og draga úr of- og vangreiđslum bóta.

Almannahagsmunir eru í öndvegi hjá ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstćđisflokks. Sú stađreynd ađ tveir sterkir flokkar hafi tekiđ saman höndum hefur leitt af sér möguleika til ţess ađ taka stóra málaflokka, sem oft á tíđum eru taldir ţungir, til endurskođunar. 


Okurbúllan Ísland

Enn á ný fáum viđ fréttir ađ Ísland er okurbúlla. Nýjar upplýsingar frá Hagstofu Íslands sýna samanburđ á landsframleiđslu og verđlagi í ríkjum Evrópu. Ísland er í sjötta sćti hvađ varđar landsframleiđslu en er međ hćsta verđlagiđ.

Svona samanburđur á verđlagi annars vegar og landsframleiđslu hins vegar er talinn geta gefiđ ágćtar vísbendingar um lífskjörin. Í ţessum samanburđi kemur Ísland ekki sérlega vel út, miđađ viđ nágrannalöndin, og ţetta stađfestir ađ verđlagiđ hér á landi er óţarflega hátt.

Ég hef ítrekađ talađ fyrir ţví ađ eitt stćrsta baráttumál almennings í ţessu landi er lćgra verđlag. Neytendamálin eru fyrst núna, hjá ţessari ríkisstjórn, ađ nálgast ţann sess sem ţau eiga skiliđ. Hér ţurfa almannahagsmunir ađ ríkja og sérhagsmunir ađ víkja.


mbl.is Matur og drykkur 64% dýrari en í ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hversu mörg börn fara ekki til tannlćknis?

Auđvitađ er ţađ alvarlegt ef börn fara ekki til tannlćknis. Og auđvitađ er ţađ svolítiđ sérkennilegt ađ munnurinn sé undanskilinn hinu opinbera heilbrigđiskerfi ţegar kemur ađ fullorđnu fólki. Fyrir nokkru lagđi ég fram fyrirspurn á Alţingi um hversu mörg börn fara ekki til tannlćknis. Ţetta var mjög áhugaverđ spurning ađ mínu mati og á vel viđ núna ţegar heilmikil umrćđa er í gangi um tannheilsu íslenskra barna.

Svörin voru mjög áhugaverđ.

Ţar kom m.a. í ljós ađ 8.500 börn á aldrinum 3-17 ára höfđu ekki fariđ til tannlćknis í 3 ár.

Einnig kom í ljós ađ um 2.000 börn á aldrinum 6-17 höfđu ekki fariđ til tannlćknis í 5 ár.

Ţá höfđu um 800 börn á aldrinum 9-17 ekki fariđ til tannlćknis í 7 ár. Ţetta er langur tími án ţess ađ hafa fariđ til tannlćknis.

Sjálfsagt eru margar ástćđur fyrir ţessum tölum en ein af ţeim hlýtur ađ vera efnahagur fjölskyldunnar. Ljóst er ađ hiđ opinbera greiđir ađeins hluta af ţeim kostnađi sem fjölskyldur verđa fyrir ţegar barn fer til tannlćknis.

Viđ verđum ţví ađ gera ţađ ódýrara fyrir fjölskyldur ađ fara međ börn sín til tannlćknis. Ţađ er ţví sérstakt fagnađarefni ađ kosningaloforđ Samfylkingarinnar um auknar niđurgreiđslur í tannvernd barna hafi bćđi ratađ í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og í samţykkta ađgerđaráćtlun fyrir börn og ungmenni.


mbl.is Fleiri ţriggja ára börn til tannlćknis
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband