Bloggfćrslur mánađarins, september 2004

Galin skipun í Hćstarétt

Skipun Jóns Steinars Gunnlaugssonar í Hćstarétt er hreint út sagt međ ólíkindum. Ég held ađ ţetta sé dropinn sem fyllir mćlirinn. Nú er búiđ ađ koma yfirlýstum baráttumanni Sjálfstćđisflokksins og Davíđs Oddssonar í Hćstarétt, viđ hliđina á frćndanum.
Ţetta er mađur sem er sífellt ađ taka flokkspólitíska afstöđu sem virkur ţátttakandi í pólitísku ati. Ţetta er mađur sem notar lögfrćđi sína óspart til ađ réttlćta gjörđir sinna flokksfélaga. Ţetta er mađur sem treysti sér ekki til ađ vera í kjörstjórn vegna haturs síns á Ólafi Ragnari Grímssyni. Ţetta er mađur sem hefur líst efasemdum yfir félagslegum mannréttindum og taliđ ađ sönnunarbyrđi í kynferđisafbrotum ţurfi ađ herđa.
Skikkja hlutleysis
Ađ sjálfsögđu hefur Jón Steinar rétt á ţví ađ hafa skođanir og hann hefur valiđ sér ţetta lífstarf sem hann gegnir. En ţađ er hins vegar alveg ljóst ađ ţessi mađur hefur ekki tiltrú ţjóđarinnar sem Hćstaréttardómari nema ţröngrar flokkselítu Sjálfstćđisflokkins.

Jón Steinar getur ekki allt í einu kastađ yfir sig skikkju hlutleysis eins og fortíđin sé gleymt. Hćstiréttur ţarf einfaldlega ađ vera hafinn yfir allan vafa og tortryggni. Ţađ er hins vegar fullt ađ fólki sem myndi ekki treysta Jóni Steinari í ađ dćma í sínum málum.
Undanfariđ hefur boriđ á ţví ađ einstaklingar, ađallega fyrirverandi skjólstćđingar Jóns Steinars, rugli saman góđum verjanda annars vegar og hins vegar góđum Hćstaréttardómara. Jón Steinar getur vel veriđ hiđ fyrrnefnda en hann verđur aldrei hiđ síđarnefnda.

Ţađ er ţví algjörlega galiđ ađ skipa Jón Steinar í Hćstarétt og í raun sýnir ţađ vel hvernig ţessir herramenn, Geir Haarde og Björn Bjarnsson, fara međ sitt vald.
Rađa sínum mönnum í kerfiđ
Skipanir Sjálfstćđismanna í Hćstarétt sýna einnig vel hvernig Sjálfstćđismenn eru duglegir ađ koma sínum mönnum ađ í kerfinu. Ţeir eru búnir ađ rađa sínu liđi í Ríkisútvarpiđ ţar sem virkir Sjálfstćđismenn eru í stól útvarpstjóra, framkvćmastjóra og formanns útvarpsráđ, sem m.a. sér um mannaráđingar fréttamanna.

Ţeir eru búnir ađ rađa sínum mönnum í Landssímann sem núna er allt í einu kominn í undarlegan leiđangur til ađ bjarga öđrum yfirlýstum Sjálfstćđismönum í Skjá einum. Á sama tíma sjáum viđ ađ ríkisstjórnvarpiđ er fariđ ađ auglýsa grimmt á Skjá einum.
Ţađ er búiđ ađ verđlauna nokkra ađstođarmenn stjórnarherranna međ sendiherrastörfum en allt í í einu eru sendirherrarnir orđnir helmingi fleiri en eru sendiráđ.

Og nú er komiđ ađ Hćstarétti. Sjálfstćđismnenn voru búnir ađ fullkomna samruna framkvćmdarvalds og löggjafaravalds. Nú er ţađ dómsvaldiđ sem ţeir leggja í.

Öryrkjar sviknir tvisvar

Ţađ er međ ólíkindum hvernig ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstćđisflokks kemur fram viđ öryrkja ţessa lands. Ţjóđin verđur reglulega ađ vera vitni ađ opinberum átökum milli öryrkja og ríkisstjórnarflokkanna.

Í síđastliđinni kosningabaráttu hreyktu Framsóknarflokkur og Sjálfstćđisflokkur sér af samkomulagi sem var gert viđ Öryrkjabandalagiđ um ađ rétta hlut yngstu öryrkja. Ađ kosningum loknum kom svo í ljós ađ samkomulagiđ var svikiđ, ekki bara einu sinni heldur tvisvar.
Skilningur allra nema ríkisstjórnarflokkanna
Ţann 25. mars 2003 kynnti heilbrigđisráđherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar samkomulag viđ Öryrkjabandalagiđ um hćkkun grunnlífeyris öryrkja. Frásagnir allra fjölmiđla af samkomulaginu sem var kynnt á sameiginlegum blađamannafundi heilbrigđisráđherrans og Öryrkjabandalagsins voru allar á einn veg. Sama dag og blađamannafundurinn var haldinn lýstu fjölmiđlar nákvćmlega útfćrslu samkomulagsins sem miđađi viđ ađ grunnlífeyrinn myndi hćkka um rúmar 400 krónur fyrir hvert aldursár.
En ef litiđ er til ţess hvers konar hćkkun ríkisstjórnin svo samţykkti fyrir síđastliđin jól kemur í ljós ađ aldurstengda örorkuuppbót hćkkar talsvert minna en um rúmar 400 kr. fyrir hvert aldursár.

Samkvćmt samkomulaginu og ţeirri útfćrslu sem fjölmiđlarnir lýstu hefđi 44 ára gamall öryrki átt ađ fá aldurstengda örorkuuppbót ađ upphćđ 9.684 kr í hverjum mánuđi. Samkvćmt lögunum sem ríkisstjórnarflokkarnir samţykktu um jólin fékk viđkomandi hins vegar 1.032 kr. Öryrki sem er 56 ára gamall átti ađ fá rúmar 4.000 kr. ef samkomulaginu hefđi veriđ fylgt eftir en fékk ađeins 516 kr. samkvćmt lögunum. Ljóst er ađ hćkkunin er mun lćgri en samkomulagiđ gerđi ráđ fyrir og á einstaklingsgrunni munar vitaskuld töluverđu. Í heild vantađi heilar 500 milljónir til ađ stađiđ yrđi viđ samkomulagiđ.
Heilbrigđisráđherra stađfestir svikin
Skilningi Morgunblađsins, Ríkisútvarpsins og Stöđvar 2 á samkomulaginu sem heilbrigđisráđherra og formađur Öryrkjabandalagsins kynntu sameiginlega var ekki mótmćlt af hálfu ráđherra eđa ríkisstjórnarflokkanna. Enda var samkomulagiđ um tiltekna hćkkun á hvert aldursár en ekki um niđurneglda heildarupphćđ. Stađreyndin er ţví sú ađ ríkisstjórnarflokkarnir stóđu ekki viđ umsamda hćkkun.

Heilbrigđisráđherra hefur meira ađ segja stađfest í fjölmiđlum ađ loforđiđ viđ öryrkja hafi ekki veriđ efnt ađ fullu. Síđastliđiđ haust talađi ráđherrann um ađ ,,greiđa ţyrfti hćkkanirnar sem um var samiđ í áföngum, 66% koma til greiđslu um nćstu áramót [2003-2004] og afgangurinn ári síđar.“ Sömuleiđis sagđi heilbrigđisráđherrann ađ ,,miđađ viđ ţćr heimildir sem ég [ráđherrann] hef ţarf hins vegar ađ áfangaskipta ţessu samkomulagi. En ţađ stendur ekki til annađ en ađ standa viđ ţađ eins og ţađ stendur."
Ríkisstjórninni ekki viđbjargandi
Í samkomulaginu var hins vegar hvergi gert ráđ fyrir áfangaskiptingu. Í fréttatilkynningu frá heilbrigđisráđuneytinu kom fram um ađ samkomulagiđ ćtti ađ koma allt til framkvćmda síđastliđinn janúar. Međ ţessu var ţví búiđ ađ svíkja öryrkja einu sinni.
En lengi getur vont versnađ.

Nú á ađ svíkja öryrkja aftur og nú um seinni áfangann sem heilbrigđisráđherra hafđi lofađ ađ kćmi í ár. Forystumenn Framsóknarflokks og Sjálfstćđisflokks hafa nýlega útilokađ frekari greiđslur til öryrkja ţrátt fyrir orđ heilbrigđisráđherra og fyrirliggjandi samkomulag. Ríkisstjórninni ber hins vegar ađ standa viđ sín orđ en ţessari ríkisstjórn er einfaldlega ekki viđbjargandi. Svo einfalt er ţađ.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband