Bloggfćrslur mánađarins, október 2005

Baráttan heldur áfram

Ég hef nú lagt fram ađ nýju frumvarp um ađ afnema fyrningarfresti í kynferđisafbrotum gegn börnum. Ţetta er í ţriđja sinn sem ég legg ţetta frumvarp fram og satt best ađ segja finnst mér međ ólíkindum ađ ţađ ţurfi ađ berjast af alefli fyrir ţví ađ fá ţetta mál rćtt í ţingsal.
Fyrst var máliđ látiđ sofna í nefnd. Í fyrra tókst svo ađ koma málinu út úr allsherjarnefndinni eftir mikla baráttu og gríđarlegan ţrýsting í samfélaginu. En allt kom fyrir ekki ţar sem meirihluti ţingsins međ Halldór Blöndal, ţáverandi forseta Alţingis, í fararbroddi beitti ţeim bolabrögđum ađ setja máliđ einfaldlega ekki á dagskrá ţingsins. Ţingheimur hefur ţví ekki enn fengiđ tćkifćri ađ rćđa ţetta mál í ţingsal, eđa kjósa um ţađ.
16. 000 undirskriftir
Nú hefur um 16.000 undirskriftum veriđ safnađ til stuđnings frumvarpinu á www.blattafram.is. Í gćr söfnuđust tćplega 1.000 undirskriftir ţannig ađ máliđ brennur á mörgum í ţessu samfélagi. Langflestir fagađilar eru sömuleiđis sammála um ađ samţykkja beri ţetta frumvarp. Umrćđan undanfarna daga hefur svo kristallađ ţann vanda sem ţolendur kynferđisbrota standa oft frammi fyrir. Ţetta á auđvitađ sérstaklega viđ ţegar brotiđ er gegn börnum sem hafa ekki raunverulega ţann kost ađ kćra gerendur fyrr en ađ löngum tíma liđnum.
Máliđ er ţví núna á byrjunarreit í ţinginu. Nú líđur án efa talsverđur tími ţar til ég get mćlt fyrir málinu ţar sem meirihlutinn á ţinginu lćtur stjórnarfrumvörpin ganga fyrir. Síđan ţarf ađ berjast fyrir ţví ađ koma málinu úr allsherjarnefndinni á ný og loks ţarf ađ tryggja ţađ ađ máliđ verđi sett á dagskrá ţingsins.
Ţá loksins getur ţingheimur rćtt ţetta mál og vonandi samţykkt ţađ.

Áhugaverđ ráđstefna um karla, konur og ofbeldi

Í dag var haldiđ málţing í tilefni af norrćnu rannsóknarverkefni sem bar heitiđ Karlar, konur og ofbeldi. Ţar voru flutt nokkur áhugaverđ erindi sem vörpuđu ljósi á ţá ţekkingu sem nú ţegar er til stađar um ofbeldi gegn börnum og heimilisofbeldi. Mér fannst t.d. merkilegt ađ hlusta á Jónínu Einarsdóttur, lektor í mannfrćđi, rekja viđhorf Íslendingar til ofbeldis gegn börnum í gegnum tíđina. Tilskipun um húsaga frá 18. öld ţar sem lögđ var skylda á forleldra ađ refsa börnum sínum líkamlega kom mér afar spánskt fyrir sjónir.
Börn sem verđa vitni ađ heimilisofbeldi
Erindi Freydísar Jónu Freysteinsdóttur, lektors í félagsráđgjöf viđ Háskóla Íslands, var ekki síđur merkilegt en hún fjallađi um áhrif ţess ţegar börn verđa vitni ađ ofbeldi milli foreldra. Ţađ vill gleymast í umrćđu um heimilisofbeldi ađ ţađ er auđvitađ ein tegund ofbeldis ţegar börn búa ţađ ađ annađ foreldri beitir hitt ofbeldi, jafnvel ţó ađ börnin séu sjálf ekki beint ţolendur ţess. Niđurstöđurnar sem Freydís Jóna fjallađi um voru ţess efnis ađ ţađ hefur mikil áhrif á börn ađ verđa vitni ađ ofbeldi, beint eđa óbeint, og ađ ţessi áhrif geti birst á marga mismunandi vegu.

Á síđasta ţingvetri lagđi ég fram ţingsályktun á Alţingi um ađ setja bćri lagaákvćđi um heimilisofbeldi. En ţrátt fyrir ađ heimilisofbeldi sé eitt algengasta mannréttindabrot á Íslandi er hvergi minnst á heimilisofbeldi í íslenskri löggjöf og ţađ er hvergi skilgreint. Ţađ má ţví segja ađ heimilisofbeldi séu týndur brotaflokkur í kerfinu. Nú er dćmt eftir mjög mörgum ólíkum lagaákvćđum í málum um heimlisofbeldi, sem ţó eru ekki fullnćgjandi ađ ţví er varđar heimilisofbeldi. Hćgt er nálgast máliđ í heild sinni á http://www.althingi.is/thingskjal.php4?nlthing=131&nthingskjlnr=0336. Ţađ var mikiđ gleđiefni ađ í kjölfariđ ákvađ dómsmálaráđuneytiđ ađ skođa hugsanlegar lagabreytingar til ađ geta tekiđ á heimilisofbeldi međ einhverju hćtti. Fróđlegt verđur ađ sjá hvađ kemur úr ţeirri vinnu.
Gildi neyđarmóttökunnar
Á málţinginu fjallađi síđan Guđrún Agnarsdóttir, lćknir um nauđganir og talađi m.a. um gildi neyđarmóttöku fyrir ţolendur kynferđisofbeldis. Ég get fyllilega tekiđ undir ţađ hjá henni, ađ ţađ var til marks um furđulega forgangsröđun ađ hafa ćtlađ ađ skerđa ţjónustu neyđarmóttökunnar á sínum tíma. Mikil mótmćli og ţrýstingur varđ hins vegar til ţess ađ sú varđ ekki raunin, sem betur fer. Hún benti einnig á aldurskiptingu ţeirra sem leita til neyđarmóttöku og ţar kom fram ađ mikill meirihluti ţolendanna eđa tćp 70% er ungur ađ árum, undir 25 ára aldri. Á síđasta vetri tók ég upp á Alţingi nauđsyn ţess ađ hafa sérstaka neyđarmóttöku fyrir ţolendur heimilisofbeldis en ţví miđur var ráđherra ekki tilbúinn ađ beita sér fyrir slíkri ţjónustu sem er miđur.
Mikiđ verk eftir óunniđ
Í spurningum og umrćđum ađ loknum erindum birtist međ greinilegum hćtti ađ enn er mikiđ verk eftir óunniđ. Ţađ virđist sem ţađ ţurfi enn frekar ađ efla samstarf ólíkra ađila sem koma ađ ofbeldi gegn börnum, ađ stéttir tali saman og miđli ţekkingu og reynslu til annarra ađila sem vinna ađ ţessum málum. Međ ţverfaglegri umrćđu aukast líkurnar á ţví ađ hćgt sé ađ ţekkja einkennin og vita hvernig á ađ bregđast viđ ţeim. Og ađ menn séu óragir viđ ađ grípa inn í ţegar ţess er ţörf. Börnin verđa ađ njóta vafans. Sú tíđ á ađ vera liđin ađ menn telji friđhelgi heimilisins svo ríka ađ ekki sé hćgt ađ hjálpa börnum sem búa viđ óviđunandi ađstćđur-eins og mál hafnfirsku systranna birtir međ átakanlegum hćtti.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband