Sækist ekki eftir endurkjöri til Alþingis

Nýliðna helgi ræddi ég við formann Samfylkingarinnar og skýrði henni frá því að ég hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri til Alþingis í kosningunum í vor. Af þeirri ástæðu greindi ég henni jafnframt frá því að ég myndi ekki sækjast eftir ráðherraembætti vegna þeirra breytinga sem fyrir lágu. Við áttum gott samtal og vorum sammála um að rétt væri að bíða með að tilkynna um ákvörðun mína, þar til niðurstaða væri fengin um það hvort ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks yrði framhaldið. Á þeim tímapunkti var enn ekki ljóst hver niðurstaðan yrði í þeim efnum. Nú liggur það fyrir og tel ég því rétt að greina frá þessari ákvörðun minni.

Ákvörðun af þessum toga á sér auðvitað nokkurn aðdraganda. En þegar sú staða kom upp að þingkosningum yrði flýtt og að framundan væri nýtt fjögurra ára kjörtímabil, var ekki hjá því komist að við hjónin gerðum upp hug okkar til framtíðarinnar. Við höfum um nokkra hríð haft hug á því að halda utan í framhaldsnám og höfðum við upphaflega ráðgert að söðla um í lok þessa kjörtímabils. Sá tímapunktur ber nú að nokkru fyrr en við hugðum, en við erum ákaflega sátt við þessa ákvörðun.

Ólíkt þeim sem hætta á þingi á efri árum, þá lít ég ekki á þessar málalyktir sem svo, að ég sé alfarið hættur að taka þátt í stjórnmálum. Ég hyggst beita mér af fullum þunga á Alþingi fram til kosninga og vitaskuld starfa áfram í Samfylkingunni. Ákvörðun mín felur það þó í sér að ég mun láta af embætti varaformanns Samfylkingarinnar á næsta landsfundi flokksins.

Ég vil þakka öllum þeim sem ég hef átt í samskiptum við í störfum mínum undanfarin ár, samstarfsfélögum og stuðningsfólki. Að lokum óska ég nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í þeim erfiðu verkefnum sem bíða hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sæll Ágúst,

mér þykir missir af þér. En þar sem þú vilt hætta í bili er ekkert við því að gera. Vil samt þakka þér vel unnin störf, sérstaklega í þágu kvenna.

Rut Sumarliðadóttir, 27.1.2009 kl. 12:10

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Gangi þér allt í haginn. Hlakka til að sjá þig aftur í pólitíkinni.

Að mínu mati hefur þú staðið þig frábærlega.

kv.

hilmar jónsson, 27.1.2009 kl. 12:12

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sorglegt að sjá á bak þér við þessar aðstæður.

Gangi þér allt í haginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 12:36

4 identicon

Jæja kallinn minn - bara farinn - en ég trúi að þú komir fílelfdur til baka og þá rúllirðu þessu upp!

Ása (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 12:57

5 identicon

Kveðjur að norðan - góðar óskir gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 13:03

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég hef verið mjög ánægð með störf þín á þingi Ágúst Ólafur og tel þig hafa verið einn af fáum sem hafa verið þar á réttum forsendum. 

Ég óska fjölskyldu þinni velfarnaðar í ykkar verkefnum framundan og vona að þið hjónin komið bæði til með að taka þátt í uppbyggingu hins nýja Íslands, þegar þar að kemur.

Sigrún Jónsdóttir, 27.1.2009 kl. 15:04

7 Smámynd: Gísli Hjálmar

Þinn tími mun koma

Gangi þér, og þá frú einnig, í námi og hvað það verður sem þú tekur þér fyrir hendur.

Þakka þér samstarfið á undanförnum árum.

 kv, GHs

Gísli Hjálmar , 27.1.2009 kl. 16:53

8 Smámynd: Ólafur Fr Mixa

Það er virkilega sorglegt að þurfa að sjá á eftir þér, þótt það sé vonandi aðeins um stundarsakir. Mér hefur alltaf fundizt þú heyra til hóps alvöru hugsjónamanna. Sá hópur er annars ekki mjög stór.

Óska þér alls hins bezta og að þú "komir sterkur inn" á nyjan leik. 

Ólafur Fr Mixa, 27.1.2009 kl. 17:43

9 Smámynd: Ásgeir Jóhann Bragason

Það kemur aðeins á óvart að lesa þessa frétt vínur,en það hefur verið gaman að fylgjast með þér en gangi ykkur vel á nýjum vetfangi

Ásgeir Jóhann Bragason, 27.1.2009 kl. 23:36

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

GANGI ÞÉR ALLT Í HAGINN

Hólmdís Hjartardóttir, 28.1.2009 kl. 00:18

11 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæll Ágúst Ólafur
 
Harma það að þú hverfir nú frá en skil það vel og hlakka til þegar þú kemur aftur.
 
Mér finnst þú hafa staðið þig í alla staði frábærlega vel og enginn þeirra sem þurftu að verja fráfarandi ríkisstjórn náð að vera jafn heill og sjálfum sér samkvæmur og vel grundaður á meginprinsippum, haft kjark og þor til að mæta fólki við erfiðustu aðstæður og bera fram sín sjónarmið og verja Samfylkinguna án þess að missa áttir einmitt á grundvelli prinsippa sem eru þau sömu hvoru megin við borðið sem menn væru.

- Þú stóðst þig t.d. frábærlega á borgarfundunum og við að bera vilja almennings inn í umræðuna.
 
Bestu kveðjur
 
Helgi Jóhann Hauksson

Helgi Jóhann Hauksson, 28.1.2009 kl. 02:40

12 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Ágúst Ólafur

Skynsamleg ákvörðun hjá þér.  Þessi reynsla mun reynast þér dýrmæt síðar meir, komir þú aftur inn í pólitíkina síðar.  Ég er ákaflega ánægður með störf þín og manneskjulega framkomu í hvívetna.  Þú hefur haldið verulega góð tengsl við hinn almenna flokksfélaga og haldið úti góðu bloggi og veitt upplýsingar.  Þetta er til fyrirmyndar.  Landið þarf vandað fólk eins og þig og ég vona að þú getir helgað stjórnmálunum krafta þína að nýju eftir framhaldsnám.  Gangi þér og fjölskyldu þinni sem best í starfi og leik.  - Kær kveðja, SS

Svanur Sigurbjörnsson, 28.1.2009 kl. 18:08

13 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Sæll Ágúst. Það er synd að missa þig en ég skil þín sjónarmið ,og að fara í áframhaldandi nám núna , á besta aldri, er mjög skynsamlegt. Þú kemur tvíefldur til baka.

Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 29.1.2009 kl. 20:08

14 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Blessaður Ágúst. Ég þakka þér fyrir góð störf fyrir málstað okkar Samfylkingarfólks og annars félagshyggjufólks á Íslandi.

Vegni þér og fjölskyldu þinni vel á nýjum vettvangi.

Jón Halldór Guðmundsson, 2.2.2009 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband