Star Trek og Samfylkingin

star trekUm helgina fór ég á sýninguna Tækni og vit 2007. Þetta var afar fróðleg sýning tækni- og þekkingariðnaðarins og það var ekki laust við að maður hafi farið í svona nettan framtíðarfíling í anda Star Trek. En burtséð frá því fengu sýningargestir að líta augum á atvinnulíf framtíðarinnar. Ég er sannfærður um að vaxtasprotar þjóðarinnar liggi í þessum geira og þess vegna er nauðsynlegt að það séu til staðar stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn sem átti sig á því.

Við í Samfylkingunni þreytumst seint á að benda á að tillögur Samfylkingarinnar röðuðu sér í efstu þrjú sætin á Sprotaþingi sem var haldið fyrir nokkrum vikum. En á þessu Sprotaþingi áttu allir stjórnmálaflokkarnir að leggja fram þrjár tillögur og síðan kusu ráðstefnugestir, sem voru starfsfólk og frumkvöðlar hjá hátæknifyrirtækjum, um tillögurnar.

Þarna fékkst staðfesting á því að það er fullkominn samhljómur milli Samfylkingarinnar og atvinnulífsins hvað þetta varðar. Samfylkingin hefur sýnt með þessari áherslu sinni að hún sé tilbúin að veðja á þekkingariðnaðinn. Ég er mjög stoltur af flokknum mínum að hafa gert það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þið stjórnmálamenn eigið ekki að veðja á eitt eða neitt. Ykkar hlutverk er að tryggja gott umhverfi fyrir fjölbreytt atvinnulíf.

Ertu þú að segja að einhver sérstök fyrirtæki muni njóta velvildar Samfylkingarinnar...eða bara þessi geiri atvinnulífsins?

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.3.2007 kl. 10:53

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

á þessu sprotaþingi komu vinstri græn með tillögu um að efla sjófluttninga. Þeir sjá örugglega lengra en við hin, því ekki náði þessi hugmynd þeirra athyggli ráðstefnugesta.

Tómas Þóroddsson, 12.3.2007 kl. 11:18

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þegar ég flutti á Reyðarfjörð 1989, borinn og barnfæddur Reykvíkingurinn, hafði ég um það að velja ef ég vildi fá einhverja vöru frá Rvk., sjóflutning eða landflutning. Sjóflutningur var heldur ódýrari en magnið varð þó að vera töluvert til að fá hagstæða niðurstöðu sjóflutningum í vil. Auk þess gat maður þurft að bíða í viku eftir pakka  sjóleiðina en yfirleitt ekki meira en sólahring eftir landflutningaleiðinni.

Yfirleitt nenti maður ekkert að bíða í viku eftir einhverju sem manni datt í hug að kaupa sér. Þó maður þyrfti að borga aðeins meira.

Ástæðan fyrir því að sjóflutningar voru ekki að gera sig var að neytandinn var ekki að nota þjónustuna. Eiga skattborgarar að niðurgreiða flutningskostnað sjóflutninga niður í núll? Ef niðurstöður arðsemisútreikninga segja okkur að það sé hagkvæmt þá auðvitað skoðum við það, en þá þarf líka að sýna fram á það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.3.2007 kl. 12:05

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

"Við í Samfylkingunni þreytumst seint á að benda á að tillögur Samfylkingarinnar röðuðu sér í efstu þrjú sætin á Sprotaþingi sem var haldið fyrir nokkrum vikum."

Þetta er ósköp skiljanlegt. Hvað annað eigið þið að benda á? ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 12.3.2007 kl. 13:48

5 Smámynd: Róbert Björnsson

Live long and prosper!

Róbert Björnsson, 12.3.2007 kl. 15:21

6 Smámynd: Helga Sigrún Harðardóttir

Ágúst Ólafur. Tillögur ykkar á Sprotaþingi voru "copy-paste" af hugmyndum sem Sprotafyrirtækin sjálf höfðu unnið að í langan tíma. Ekkert nýtt þar. Það er ekkert mál að finna samhljóm ef hann er bara bergmál af annarra hljóm.

Á hinn bóginn var sérstakt að heyra af því að Samfylkingin hefði mætt í bás Samtaka iðnaðarins á sýningunni Tækni og vit um miðjan dag s.l. laugardag og pantað pólitíska uppákomu daginn eftir. Hófust þá skipuleggjendur handa við að hringja í hina stjórnmálaflokkana og bjóða þeim að mæta líka með innan við sólarhrings fyrirvara.

Ekki síst er þetta sérstök uppákoma vegna þess að Frjálslyndum var meinaður aðgangur að Iðnþingi á þeim forsendum að Margréti Sverrisdóttur hefði verið boðið en þegar henni var sagt upp störfum í nóvember, hafi ekki unnist tími til að bjóða öðrum fulltrúa frá Frjálslyndum. Iðnþingið verður haldið 16. mars. Eftir 3 daga. 

Ekki svo að skilja að mér sé eitthvað annt um Frjálslynda. Ég hef meiri áhuga á sambandi ykkar við SI.

Helga Sigrún Harðardóttir, 13.3.2007 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 144260

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband