Bloggfćrslur mánađarins, maí 2006

Samfylkingin sigrar víđa

Samfylkingin vann góđa kosningasigra um allt land. Sé litiđ til fjögurra fjölmennustu sveitarfélaganna ţá var Samfylkingin sá flokkur sem fjölgađi sveitastjórnarfulltrúm sínum mest. Flokkurinn eykur fylgi sitt um tćpan fimmtung í ţeim sveitarfélögum ţar sem flokkurinn bauđ fram í eigin nafni nú og fyrir fjórum árum.
Flokkurinn vann stórsigur í Hafnarfirđi og styrkti hreinan meirihluta sinn ţar til muna. Samfylkingin vann einnig góđa sigra í Kópavogi, Akureyri, Ölfusi, Skagafirđi og víđar. Samfylkingin er jafnvel stćrsti stjórnmálaflokkurinn sums stađar og má ţar nefna Sandgerđi, Grindavík og Hafnarfjörđ.
Í ţessum kosningum bauđ Samfylkingin fram í eigin nafni á mun fleiri stöđum en síđast eđa í 17 sveitarfélögum. Ţar sem Samfylkingin bauđ fram í eigin nafni gekk flokknum almennt séđ vel.
Stađan í Reykjavík
Samfylkingin fćr 4 borgarfulltrúa í Reykjavík, sem er ţađ sama og hann hefur núna. Samkvćmt kosningaúrslitunum hefđi nćsti borgarfulltrúi sem hefđi komist inn í borgarstjórn veriđ fulltrúi Samfylkingarinnar og hann hefđi fellt sjöunda mann Sjálfstćđimanna en ekki fyrsta mann Framsóknar. Ţađ vantađi ţví ekki mikiđ upp á ađ Samfylkingin fengi 5 borgarfulltrúa og Sjálfstćđisflokkurinn 6 fulltrúa.
Vinstri grćnir fá tvo borgarfulltrúa sem verđur ađ teljast vera í samrćmi viđ vćntingar og alls ekki meira umfram ţađ. Ef VG hefđi fengiđ einn borgarfulltrúa hefđi ţađ veriđ tap fyrir VG ţannig ađ 2 borgarfulltrúar getur varla talist vera stórsigur fyrir flokkinn.
Frjálslyndir eru međ einn borgarfulltrúa núna og fengu einn fulltrúa í kosningum helgarinnar. Engin breyting ţar. Framsóknarflokkurinn geldur hins vegar afhrođ í borginni eins og víđast annars stađar. Fyrsti mađur Framsóknar rétt sleppur inn í borgarstjórn og er Framsókn ţví eini flokkurinn sem tapar manni í borginni frá ţví sem nú er.
Nćstversta útkoma Sjálfstćđisflokksins í Reykjavík
Sjálfstćđismenn í Reykjavík fengu sína nćstverstu útkomu í sögu Reykjavíkur. Ađeins munađi 300 atkvćđum frá hinu sögulega afhrođi flokksins ţegar Björn Bjarnason skipađi efsta sćti frambođslista flokksins.
Sjálfstćđisflokkurinn fékk nú talsvert minna fylgi en ţađ sem fyrrum Reykjavíkurlistaflokkarnir fengu. Og gamla kenning Sjálfstćđismanna um ađ ástćđan fyrir minnihluta ţeirra í borginni vćri samstarf Reykjavíkurlistaflokkana í einu frambođi féll svo sannarlega um helgina. Sjálfstćđisflokkurinn hefur einfaldlega tapađ meira en ţriđja hverjum kjósanda sínum í borginni á síđustu 12 árum.
Sömuleiđis voru ţađ mikil tíđindi ađ meirihluti Sjálfstćđismanna á Akureyri skuli vera fallinn ásamt meirihluta Sjálfstćđisflokksins í Mosfellsbć, Bolungarvík, Garđi, Vesturbyggđ og á Álftanesi.
Sjálfstćđisflokkurinn tapar einnig fylgi í Hafnarfirđi, á Akureyri, á Dalvík, í Skagafirđi, á Blönduósi, í Snćfellsbć, á Fljótsdalshérađi, í Grindavík og á Hornafirđi. Sjálfstćđisflokkurinn fékk einnig lakari útkomu en ţví sem hafđi verđi spáđ í Kópavogi og Árborg.

Ćsispennandi kosninganótt í vćndum

Frá ţví Alţingi var sent heim fyrir ţremur vikum hef ég nýtt tímann nokkuđ vel og heimsótt fjölmörg frambođ Samfylkingarinnar um allt land. Ţađ er augljóst ađ kosningarnar á laugardaginn verđa víđast hvar mjög spennandi, ekki síst hér í Reykjavík.
Ţađ hefur veriđ mjög gaman ađ taka ţátt í kosningabaráttunni í Reykjavík, hvort sem litiđ er á vinnstađaheimsóknir, hringingar, fundi eđa ađ fylgjast međ uppátćkjum Ungra jafnađarmanna sem hafa svo sannarlega stađiđ viđ sitt í ţessum slag.
Baráttan í Reykjavík
Í Reykjavík er tekist á um grundvallaratriđi, eins og alls stađar annars stađar á landinu. Ţađ skiptir miklu máli ađ Samfylkingin í Reykjavík fái góđa kosningu á laugardaginn og má nefna nokkur málefni ţví til stuđnings.

Samfylkingin vill gjaldfrjálsan leikskóla en Sjálfstćđisflokkurinn hefur ítrekađ hafnađ gjaldfrjálsum leikskóla. Sjálfur spurđi ég Ţorgerđi Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálráđherra, á Alţingi um afstöđu hennar til gjaldfrjáls leikskóla og hún svarđi ţví mjög skýrt ađ ţađ vćru ađ hennar mati engar forsendur til ţess ađ hafa hann gjaldfrjálsan. Samfylkingin vill stórauka ţjónustu viđ eldri borgara en eftir áratugastjórn Sjálfstćđisflokksins á málefnum eldri borgara má finna sviđna jörđ í málaflokkunum.
Samfylkingin í Reykjavík hefur sömuleiđis lagt áherslu á stuđning viđ öflugt menningarstarf sem Ungir sjálfstćđismenn hafa algjörlega hafnađ í sínum ályktunum. Ţá hefur Samfylkingin í Reykjavík lofađ mikilli fjölgun á stúdentaíbúđum og ţví ađ setja Miklabraut í stokk. Ţetta eru allt málefni sem skipta Reykvíkinga miklu máli.
Á fundum um landiđ
Annars er tekist mikiđ á um allt land og ţađ er gaman ađ geta fengiđ baráttuna beint í ćđ međ ţví ađ heimsćkja frambođin víđa um land.

Ég átti góđan fund međ félögum mínum á Akureyri í blíđskaparveđri. Samfylkingin á Akureyri er á mikilli uppleiđ og er hópurinn ţar ţéttur og hefur unniđ sína vinnu gríđarlega vel. Ţá heimsótti ég Húsavík og ríkir bjartsýni hjá Samfylkingarfólki. Samfylkingin í Eyjafjarđarsveit býđur fram í fyrsta skipti og var áhugavert ađ hitta hana á heimavelli.
Ţađ var sömuleiđis gaman ađ taka ţátt í fjölskylduhátíđ Samfylkingarinnar í Árborg um daginn en ţar mćtti fjölmenni ásamt Bangsímon sem var kannski nokkuđ óhefđbundinn í útliti, svo mjög ađ Elísabet 4 ára dóttir mín sá ástćđu til ađ gera athugasemd viđ útlit bangsa, en tók hann svo í sátt ţegar hann hóf ađ spila á gítar fyrir börnin. Samfylkingin í Sandgerđi tók einnig vel á móti okkur fjölskyldunni og er mikill hugur í okkar fólki ţar.
Samfylkingin á Akranesi hélt fjölmennan fund sem ég heimsótti ásamt Ingibjörgu Sólrúnu og Jóni Baldvini ţar sem ţau héldu dúndurrćđur yfir fólkinu. Ég hef einnig kíkt á flokksfélaga í Hafnarfirđi, í Kópavogi, í Reykjanesbć, á Seltjarnarnesi, og í Garđabć og Grindavík. Alls stađar má finna sameiginlegan samhljóm međal Samfylkingarfólks og mikinn sigurvilja. Samfylkingin býđur fram međ ákveđin grunngildi ađ leiđarljósi, ađ allir geti veriđ međ í samfélaginu og ađ öllum gefist tćkifćri á ađ njóta sín.
Viđ Ţorbjörg kona mín höfđum svo stefnt á ađ fara til Ísafjarđar á ţriđjudaginn og mćttum á flugvöllinn ţegar tilkynnt var ađ flugiđ félli niđur vegna snjókomu! Viđ ţví hefđi mađur ekki búist 23. maí. Ţađ hefur annars ekki margt minnt á ađ maímánuđur er ađ renna sitt síđasta skeiđ ef ţađ vćri ekki fyrir kosningarnar.
Ţađ skiptir máli hverjir stjórna
Alls stađar ţar sem ég kem, eđa hjá ţeim oddvitum flokksins sem ég heyri í, má skynja mikla bjartsýni og sjálfstraust. Samfylkingin kemur hreint til dyra međ skýr stefnumál og ţarf hvorki ađ fela fyrri stefnu né verk.
Samfylkingin hefur sýnt ađ henni er treystandi til góđra verka. Ţađ var Samfylkingarfólk í Reykjavík sem hćkkađi laun lćgstu stétta og minnkađi kynbundinn launamun um helming. Ţađ var Samfylkingarfólk í Hafnarfirđi sem hóf niđurgreiđslu á íţrótta- og tómstundastarfi barna. Ţađ var Samfylkingarfólk í Árborg sem setti lýđrćđismálin og íbúaţing á oddinn. Og ţađ var Samfylkingin á Akranesi sem lyfti grettistaki í grunnskólamálum bćjarfélagsins. Ţađ skiptir ţví máli hverjir stjórna.
En nú er ţetta í höndunum á fólkinu. Ţađ er vonandi ađ ţjóđin kjósi rétt á laugardaginn svo Íslendingar búi viđ samfélög frelsis, jafnréttis og brćđralags um allt land.

Frumvarp um rannsóknarnefndir liggur nú fyrir

Ţađ er hreint međ ólíkindum ađ stjórnvöld hafi huganlega stundađ pólitískar símhleranir hjá ţingmönnum og fjölmiđlum. Auđvitađ ţarf ađ rannsaka slíkar fullyrđingar í kjölinn.

Í ţessu sambandi er vert ađ rifja upp ađ fyrir hálfu ári lagđi ég fram á Alţingi sérstakt lagafrumvarp sem gerir ráđ fyrir óháđum rannsóknanefndum. Í ţessu frumvarpi eru lagđar til sérstakar málsmeđferđareglur og vćri ţví svona rannsóknarnefnd, eins og frumvarpiđ gerir ráđ fyrir, tilvalin í ađ skođa hvort pólitískar símhleranir hafi átt sér stađ á tíma kalda stríđsins.
Alţingi međ frumvarpiđ í hálft ár
Í íslenskum rétti er ekki gert ráđ fyrir skipun almennra rannsóknarnefnda sem rannsakađ geta mál sem varđa mikilvćg mál eđa stjórnvaldsathafnir er varđa almannahag. Ţetta frumvarp bćtir úr ţví úr ţví og vćri ţví nýtt úrrćđi í samfélagi. Víđa í nágrannaríkjum okkar er ađ finna lög um óháđar rannsóknarnefndir.

Hlutverk slíkra nefnda er ekki ađ rannsaka og dćma í málum enda er slíkt hlutverk framkvćmdarvalds og dómsvalds. Ţeim er ćtlađ ađ skođa tiltekna atburđarás eđa athöfn, leita skýringa og jafnvel ađ koma međ tillögur til úrbóta ţar sem eitthvađ hefur fariđ úrskeiđis. Í kjölfariđ geta vaknađ spurningar um ábyrgđ einstaklinga eđa eftir atvikum embćttismanna. Sömuleiđis getur slík rannsókn eytt tortryggni og endurreist trúverđugleika viđkomandi ađila eđa ađgerđa.

Nýtt úrrćđi.
Samkvćmt frumvarpinu vćri rannsóknarnefndinni heimilt ađ kalla til sín einstaklinga til upplýsingagjafar og vćri skylt ađ verđa viđ ţví kalli. Sömuleiđis vćri skylt ađ afhenda rannsóknarnefnd öll gögn og upplýsingar sem hún telur nauđsynleg viđ rannsókn máls.
Frumkvćđi ađ skipun rannsóknarnefndar kćmi frá Alţingi en Hćstiréttur velur og tilnefnir nefndarmennina. Gert er ráđ fyrir ađ ýmsir sérfrćđingar geti sitiđ í slíkri nefnd en rannsóknarnefnd samkvćmt 39. gr. stjórnarskrárinnar gerir einungis ráđ fyrir ađ ţingmenn siti í slíkri nefnd.

Međ ţessu frumvarpi var ţví lagt til nýtt úrrćđi sem ćtti ađ leiđa til opnara samfélags og felur í sér ađ umdeild mál verđi rannsökuđ af óháđri rannsóknarnefnd. Hćgt er ađ nálgast frumvarpiđ í heild sinni á http://www.althingi.is/altext/132/s/0428.html.
Greiningardeild Björns Bjarna
Nú liggur fyrir Alţingi frumvarp dómsmálaráđherra sem gerir ráđ fyrir stofnun sérstakrar greiningardeildar hjá Ríkislögreglustjóra. Slík greiningardeild mun m.a. hafa ţađ hlutverk ađ stunda fyrirbyggjandi eftirlit međ meintu landráđi og óvinum ríkisins. Viđ umrćđu ţessa máls hafa komiđ fram ýmsar efasemdir um slíka starfsemi. Ţessar nýju upplýsingar um hugsanlega símhleranir hjá pólitískum andstćđingum ríkisstjórnarinnar sýna ađ ţessar efasemdir eiga rétt á sér.

Kosningar í ađsigi

Nú er kosningabaráttan til sveitastjórna ađ ná hámarki. Undanfariđ hef ég veriđ ađ tala viđ oddvita og kosningastjóra Samfylkingarinnar um landiđ allt um. Mikil bjartsýni og leikgleđi rćđur ríkjum hjá Samfylkingarfólki og flokkurinn er svo sannarlega reiđubúinn.
Hafnfirđingar kunna ţetta
Á mánudaginn fór ég á fjölmennan fund Samfylkingarinnar í Hafnarfirđi ţar sem frambjóđendur og stefnumál voru kynnt. Ţetta var mjög góđur fundur og ţađ er ljóst ađ Hafnfirđingarnir kunna ţetta. Stefnupakkinn er flottur og raunsćr. Samfylkingin hefur haldiđ vel um stjórnartaumana í Hafnarfirđi undanfarin fjögur ár enda veriđ međ hreinan meirihluta ţar.
Samfylkingin í Hafnarfirđi hefur t.d. veriđ brautryđjandi í niđurgreiđslu tómstundastarfs fyrir börn. Slík ađgerđ gefur öllum börnum jöfn tćkifćri til sömu félagslegra ţátttöku í samfélaginu og dregur án efa úr einangrun og jafnvel einelti.
Nýtt blóđ í Kópavog
Síđustu helgi fór ég til félaganna í Kópavogi en ţar eru virkilega spennandi hlutir ađ gerast. Ég er sannfćrđur um ađ Samfylkingin í Kópavogi mun uppskera ríkulega ţegar taliđ verđur upp úr kjörkössunum eftir rúmar tvćr vikur. Samfylkingin teflir fram mjög sterkum lista í Kópavogi ţar sem fersleiki og reynsla fara saman.
Ţađ er löngu tímabćrt ađ Kópavogur fái nýtt blóđ á bćjarstjórnarskrifstofuna. Og ţađ verđur bara ađ viđurkennast ađ nýr oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, Guđríđur Arnardóttir, er talsvert meira spennandi en oddvitar Sjálfstćđis- og Framsóknarflokksins eru.
Sjálfstćđismenn í deilum viđ íbúa Seltjarnarness
Ég var viđ opnun kosningaskrifstofu Neslistans á Seltjarnarnesi sem hefur unniđ ötullega undanfarin ár. Á Seltjarnarnesi eru miklir möguleikar á ađ ná fram löngu tímabćrum breytingum. Ég ber sérstakar taugar til Neslistans. Ég starfađi sjálfur fyrir frambođiđ fyrir nokkrum árum síđan. Ég ólst upp á Nesinu og veit hvađa möguleikar eru ţar fyrir hendi. Möguleikar sem ekki hafa veriđ nýttir af meirihluta Sjálfstćđismanna. Guđrún Helga Brynleifsdóttir lögmađur og hagfrćđingur – og tengdamóđir mín – er oddviti listans.
Bćjarstjórinn á Seltjarnarnesinu, Jónmundur Guđmarsson, hefur klúđrađ hverju stórmálinu á fćtur öđru á sínu fyrsta kjörtímabili. Á kjörtímabilinu lentu hann m.a. í miklum deilum viđ kennara og foreldra vegna valdhroka og frekju. Bćjarstjórinn lenti einnig upp á kant viđ íbúa bćjarins í skipulagsmálum ţar sem tekist var á um grundvallaatriđi. Í ţví máli hrökklađist bćjarstjórinn út í horn.
Ţá er skemmst ađ minnast ţess ađ sá fáheyrđi atburđur átti sér stađ í síđasta prófkjöri Sjálfstćđismanna á Seltjarnarnesinu ađ sitjandi bćjarstjóri fékk mótframbođ frá sínum eigin bćjarfulltrúa. Ţađ er ţví ljóst ađ óánćgjan međ bćjarstjórann á Seltjarnarnesinu liggur ekki einungis hjá bćjarbúum heldur einnig innan hans eigin flokks. Nesbúar skynja ađ Jónmundur er enginn Sigurgeir. Ţegar litiđ er á kjörtímabiliđ sést ađ ţađ hefur einkennst ađ deildum viđ bćjarbúa, í veigamiklum málum svo sem í skólamálum og skipulagsmálum. Ég hef ţá trú ađ kjósendur vilji önnur vinnubrögđ en ţau sem bćjarstjórinn hefur sýnt.
Haldiđ norđur á land um helgina
Á nćstu dögum mun ég reyna ađ heimsćkja sem flesta af okkar félögum um allt land. Á morgun mun ég fara til Akureyrar en ţá verđa stefnumál frambođsins m.a. kynnt. Fundurinn er haldinn kl. 11 í Skipagötu 2 og eru allir velkomnir. Ţá mun ég halda til Húsavíkur og rćđa um sveitastjórnarmál hefst sá fundur kl. 14 í Garđarstrćti 15.

Sjálfstćđisflokkurinn hafnar gjaldfrjálsum leikskóla

Eitt mikilvćgasta málefni ţessara borgarstjórnarkosninga er loforđ Samfylkingarinnar um gjaldfrjálsan leikskóla. Í leikskólamálum endurspeglast sá grundvallarmunur sem er á hugmyndafrćđi Samfylkingarinnar annars vegar og Sjálfstćđisflokksins hins vegar.

Samfylkingin vill gjaldfrjálsan leikskóla líkt og grunnskólinn er, enda er leikskólinn fyrsta skólastigiđ og eđlilegt ađ hann sé börnum gjaldfrjáls eins og grunnskólinn.
Gjaldfrelsi eđa afsláttur?
Sjálfstćđisflokkurinn vill hins vegar áframhaldandi skólagjöld á ţessu fyrsta skólastigi og vill eingöngu lćkkun á ţessum skólagjöldum leikskólabarna. Sú leiđ fćrir foreldrum hins vegar talsvert minni kjarabót. Ţví fer fjarri ađ tillögur flokkanna tveggja séu jafn verđmćtar fyrir almenning. Leiđ Sjálfstćđisflokksins skilar barnafólki mun minni kjarabót, enda er ađeins um ađ rćđa afslátt en ekki gjaldfrelsi líkt og Samfylkingin bođar.

Í umrćđu um stefnu flokkanna í leikskólamálum er eins og ţessar tvćr tillögur fćri almenningi jafnmikla kjarabót. Raunveruleikinn er hins vegar sá ađ ţađ er himinn og haf á milli ţessarar kosningaloforđa.
Forysta Sjálfstćđisflokks andvíg gjaldfrjálsum leikskóla
Vert er ađ rifja upp afstöđu menntamálaráđherra og varaformanns Sjálfstćđisflokksins, Ţorgerđar Katrínar Gunnarsdóttur, til gjaldfrjáls leiksskóla. Ég rćddi gjaldfrjálsan leikskóla á Alţingi fyrir tveimur árum síđan og spurđi menntamálaráđherra ađ ţví hvort hún teldi ţá leiđ koma til greina. Ráđherrann hafnađi ráđherrann gjaldfrjálum leiksskóla međ ţeim orđum ađ ţađ vćru “engar efnahagslegar forsendur fyrir ţví ađ gera leikskólann gjaldfrjálsan.”

Stefna Sjálfstćđisflokks er sú ađ hafna gjaldfrjálsum leikskóla í ţessum kosningum og ekkert útlit er fyrir ađ breyting verđi á ţeirri stefnu í bráđ.

Hvađ kosta skattabreytingar fyrir eldri borgara?

Ţessa dagana er mikil umrćđa um kjör eldri borgara og hafa veriđ hávćrar kröfur frá hagsmunaađilum ađ breyta skattlagningu á tekjum eldri borgara. Ţađ er ţví heppilegt ađ fjármálaráđherra hefur nú svarađ fyrirspurn minni á Alţingi um skattlagningu lífeyrisgreiđslna og skattleysismörk 70 ára og eldri.
Tekjur frá lífeyrissjóđum
Sé rýnt í svariđ kemur í ljós ađ yrđu lífeyrisgreiđslur úr lífeyrissjóđum til 70 ára og eldri skattlagđar međ fjármagnstekjuskatti í 10% ţrepi, í stađ tekjuskatti, yrđi tekjutap ríkissjóđs um 900 milljón kr. og tekjutap sveitarfélaga um 2,4 milljarđ kr. Svona skattalagabreytingu hefur Félag eldri borgara m.a. lagt áherslu á ađ verđi gerđ.

Vćru greiđslur úr lífeyrissjóđum hins vegar skattfrjálsar fyrir 70 ára og eldri myndi ţađ kosta ríkissjóđ um 2,3 milljarđ kr. og sveitarfélögin um 2,4 milljarđ kr.
Tekjur frá Tryggingarstofnun ríkissins
Vćri vilji til ađ breyta skattlagningu lífeyristekjum frá Tryggingarstofnun ríkisins til 70 ára og eldri kemur í ljós skattlagning ţeirra sem fjármagnstekjur í 10% ţrepi, í stađ tekjuskatt, myndu tekjur ríkissjóđs lćkka um 200 milljón kr. og tekjur sveitarfélagana 2,1 milljarđ kr.

En ef ţessar tekjur yrđu skattfrjálsar fyrir 70 ára og eldri myndi ţađ kosta ríkissjóđ 1,1 milljarđ kr. og sveitarfélögin 2,1 milljarđ kr. Öryrki sem einungis lifir af lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins var skattfrjáls frá 1988 til 1996, en hefur síđan ţá greitt sívaxandi skatta af hámarkslífeyrinum, líkt og eldri borgarar.

Í svarinu kemur fram ađ ekki var hćgt ađ greina skattskyldar lífeyrisgreiđslur Tryggingarstofnunar eftir tegundum. Ţess vegna yrđi ţađ ódýrara fyrir hiđ opinbera ef skattlagningu hluta ţeirra s.s. grunnlífeyrisins, yrđi eingöngu breytt.
Skattleysismörk 70 ára eđa eldri breytt
Ég kallađi einnig eftir áhrifum á tekjur hins opinbera ef skattleysismörk 70 ára og eldri yrđu breytt enda er ljóst ađ skattleysismörk hafa setiđ eftir í tíđ ţessarar ríkisstjórnar.

Ef skattleysismörk 70 ára og eldri yrđu 100.000 kr., ţá lćkka tekjur hins opinbera um 3 milljarđa kr. En ef skattleysismörkin yrđu 120.000 kr. ţá kostar ţađ hiđ opinbera rúma 4 milljarđa kr. og 150.000 kr. skattleysismörk fyrir eldri borgara kosta um 5 milljarđa kr. Vćru skattleysismörkin hins vegar 180.000 kr. ţá kostar ţađ hiđ opinbera 5,5, milljarđa kr.

Álagning almenns tekjuskatts og útsvars á 70 ára og eldri nam alls 6.616 millj. kr. áriđ 2005.
Bćta ţyrfti tekjutap sveitarfélaga
Ţađ er mikilvćgt í umrćđunni um ţessi mál ađ hafa á hreinu hvađ hugsanlegar skattabreytingar kosta fyrir hiđ opinbera. Sömuleiđis er ljóst ađ ef ráđist yrđi í svona skattabreytingar breytingar ţá er ljóst ađ tekjutap sveitarfélaganna ţyrfti ađ bćta međ einhverjum hćtti.

Hćgt er ađ nálgast svariđ í heild sinni á http://www.althingi.is/altext/132/s/1245.html

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband