Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2003

Verđsamráđ í pólitísku ljósi

Verđsamráđ er einn alvarlegasti glćpur viđskiptalífsins gegn neytendum og hinum frjálsa markađi. Sumir hafa sagt ađ ekki eigi ađ rćđa meint samráđ olíufélaganna og stjórnenda ţeirra fyrr en lokaskýrsla Samkeppnisstofnunar liggur fyrir. Ţetta er röng nálgun á máli sem sannarlega er ţörf á ađ rćđa. Hins vegar á ekki ađ fella dóma yfir einum eđa neinum fyrr en ađ niđurstađa málsins liggur fyrir.
Umrćđan borgar sig

Sakir mikillar umrćđu og ţrýstings, m.a. frá stjórnmálamönnum, hefur ríkislögreglustjóraembćttiđ komiđ ađ málinu međ formlegum hćtti eins og embćttiđ vildi ţótt lög krefjist ţess ekki. Í raun kveđa lög um međferđ opinbera mála á um ađ lögreglan skuli hafa afskipti af málum ef grunur er um refsivert brot hvort sem henni hefur borist kćra eđa ekki. Í ţessu máli lá ekki einungis fyrir grunur um refsivert brot heldur játningar forstjóra eins olíufélaganna í blöđunum.
Ţađ er ţví óskiljanlegt af hverju ríkislögreglustjóri hefur ekki ţegar hafiđ rannsókn. Áđur en umrćđan hófst hafđi ríkislögreglustjóri ákveđiđ ađ gera ekkert ţrátt fyrir ađ hafa fengiđ upplýsingar um máliđ frá Samkeppnisstofnun fyrir meira en mánuđi. Ţađ er lykilatriđi ađ rannsókn lögregluyfirvalda hefjist sem fyrst ţar sem hún ein rýfur fyrningarfrestinn.
Grćnmetismáliđ er víti til varnađar en ţar reyndust alvarleg afbrot fyrnd. Ţađ eru mýmörg dćmi ţess ađ lögreglan rannsaki mál samhliđa eftirlitsstofnun og má ţar nefna skattamál. Umrćđan mun einnig skila neytendum ávinningi ţví nú ţegar hafa tvö ný fyrirtćki lýst áhuga ađ koma á bensínmarkađinn og hefur annađ ţeirra flýtt sínum áformum.
Pólitísk ábyrgđ ríkisstjórnarflokkanna

Mál olíufyrirtćkjanna snerta hins vegar ekki einungis slćmt viđskiptasiđferđi, meint lögbrot og siđblindu heldur eru ýmsir pólitískir fletir á málinu. Samkeppnisstofnun hefur búiđ viđ fjársvelti af hálfu ríkisstjórnarinnar. Hér er ţví um ađ rćđa pólitíska ábyrgđ á seinagangi málsins og ţar af leiđandi pólitíska ábyrgđ á hugsanlegri fyrningu ţessara brota.
Forsćtisráđherra sagđi á blađamannafundi ađ hann hafi skynjađ ađ eitthvađ óeđlilegt hafi veriđ í gangi. Í ljósi ţeirra ummćla er fróđlegt ađ velta ţví fyrir sér hvers vegna hann gerđi ekkert til ađ efla Samkeppnisstofnun eins og sárlega ţurfti. Rannsókn samkeppnisyfirvalda á tryggingarfélögunum hefur nú stađiđ í 6 ár og hugsanlega hafa sakir fyrnst ţar vegna ţessa fjársveltis.
Mikilvćgt er ađ hafa í huga ađ forstjórar og stjórnarmenn olíufélaganna eru ekki einhverjir menn úti í bć. Allir ţessir menn hafa haft mikla pólitíska vigt og hafa tekiđ virkan ţátt í landsfundum Sjálfstćđisflokksins og Framsóknarflokksins, sumir í áratugi, og mótađ stefnu ţessara flokka međ beinum hćtti. Svo ţegar máliđ er hvađ mest í fjölmiđlum og svara er ţörf láta ţessir einstaklingar ekki ná í sig, m.a. vegna ţess ađ ţeir eru á laxveiđum á kostnađ almenningshlutfélaga.
Stjórnarmenn olíufélaganna bera mikla ábyrgđ á ţessum meinta ţjófnađi frá almenningi og fyrirtćkjum í landinu. Hlutafélagalögin eru mjög skýr varđandi ábyrgđ stjórnarmanna og starfa forstjórar í ţeirra umbođi. Oft eru ţetta sömu mennirnir sem sitja í stjórnum olíufyrirtćkjanna og í ţeim fyrirtćkjum sem á ađ hafa veriđ svindlađ á. Hluthafar ţessara fyrirtćkja verđa ađ spyrja sig hvort ţessum mönnum sé stćtt ađ sitja lengur í stjórnum ţeirra. Flestir ţessara stjórnarmanna hafa lengi veriđ forystumenn í Sjálfstćđisflokknum.
Ţađ er einnig međ ólíkindum ađ ţáttur fyrrum millistjórnanda sé orđiđ ađ ađalatriđi í málinu. Forstjórarnir og stjórnarmennirnir sem bera bćđi siđferđilega og lagalega ábyrgđ í málinu virđast sleppa frá umrćđunni. Ađ sjálfsögđu ber Ţórólfur Árnason ábyrgđ á sínum gjörđum sem millistjórnandi og hann hefur nú gert hreint fyrir sínum dyrum ađ hans mati. Ţađ er meira en hinir raunverulegu ábyrgđarmenn málsins hafa gert.
Sjálfstćđisflokkur gegn Samkeppnisstofnun

Ţađ er ein stjórnmálahreyfing í landinu sem hefur ályktađ um ađ leggi skuli niđur Samkeppnisstofnun og ţađ er ungliđahreyfing Sjálfstćđisflokksins. Ţessi hreyfing á nú málsvara á Alţingi. Forystumenn Sjálfstćđisflokksins hafa lengi fundiđ starfi samkeppnisyfirvalda allt til foráttu. Verslunarráđ, sem hefur lengi átt fulltrúa í ţingflokki Sjálfstćđisflokksins, hefur margoft amast viđ Samkeppnisstofnun og sama hafa Samtök atvinnulífsins gert en báđum ţessum samtökum er stjórnađ ađ mestu leyti af forystumönnum Sjálfstćđisflokksins.
Sinnuleysi og fjársvelti ríkisstjórnarinnar í málefnum samkeppnismála í landinu sýnir vel hugmyndafrćđilegan ágreining milli Sjálfstćđisflokks og Samfylkingarinnar. Ţađ skulu kjósendur muna.
Ţetta mál er alvarlegt fyrir viđskiptalífiđ og er atlaga ađ frjálsum markađi. Nánast allir ábyrgđarmenn ţessa máls tengjast einum stjórnmálaflokki, Sjálfstćđisflokknum. Ađeins einn flokkur telur ađ ekki eigi ađ beita háum sektum í samráđsmálinu og ţađ er Sjálfstćđisflokkurinn. Ađeins einn flokkur hefur amast yfir umrćđunni og telur ađ leki upplýsinga til fjölmiđla sé alvarlegri en sjálfur glćpurinn og ţađ er Sjálfstćđisflokkurinn. Ađeins einn flokkur hefur barist hatramlega gegn ţví ađ sett séu lög um fjármál stjórnmálaflokkana og ţađ er Sjálfstćđisflokkurinn.
Ţegar á hólminn er komiđ er Sjálfstćđisflokkurinn ekki málsvari frjálsar samkeppni og frjáls framtaks heldur varđhundur sérhagsmuna hinna fáu.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband