Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2003

Stöndum langt ađ baki öđrum ţjóđum í menntamálum

Opinber framlög til menntamála hérlendis í samanburđi viđ önnur OECD ríki hafa veriđ nokkuđ á reiki. Rangar tölur birtust hjá OECD en nú hefur Hagstofan leiđrétt ţćr. Ef réttu tölurnar um opinber framlög til menntamála eru skođađar, sem eru nýjustu tölur OECD gefnar út áriđ 2002 og eru fyrir áriđ 1999, kemur í ljós ađ opinber framlög Íslands til menntamála námu 5,7% af landsframleiđslu. Ţá var Ísland í 7. sćti af 29 OECD ríkjum.
Ţessi samanburđur er ţó alls ekki einshlítur ţví ţađ ţarf ađ skođa hversu stór hluti ţjóđarinnar er á skólaaldri. Íslendingar eru ung ţjóđ í samanburđi viđ margar ađrar ţjóđir og viđ verđum ţví ađ verja mun meira til menntamála vegna ţess hve hlutfallslega margir eru á skólaaldri.
Mun minna í menntamál en Norđurlönd
Ef opinber útgjöld eru skođuđ međ tilliti til hlutdeildar ţjóđarinnar á aldrinum 5 ára til 29 ára kemur í ljós ađ Ísland er einungis í 14. sćti af 29 OECD ţjóđum í framlögum til menntamála. Viđ erum langt ađ baki öđrum Norđurlandaţjóđum. Danmörk, Svíţjóđ, Noregur og Finnland eru um 30% fyrir ofan okkur í framlögum til menntamála ţegar tekiđ hefur veriđ tillit til aldurssamsetningar ţjóđanna. Austurríki, Belgía, Kanada, Frakkland, Ţýskaland, Ítalía, Nýja Sjáland, Portúgal og Sviss eru einnig fyrir ofan okkur auk hinna fjögurra Norđurlanda.
Í málflutningi Sjálfstćđismanna í kosningabaráttunni hefur mátt skilja ađ framlög Íslendinga til menntamála standist samanburđ viđ nágrannaţjóđir okkar. Ţegar litiđ er á fjárframlög hins opinbera ţá er hins vegar ljóst ađ Ísland gerir ţađ engan veginn. Í tölum Sjálfstćđismanna eru útgjöld einstaklinga til menntamála bćtt viđ en ekki litiđ til framlaga hins opinbera eingöngu eins og ber ađ gera ţegar litiđ er á árangur stjórnvalda í menntamálum. Sömuleiđis taka Sjálfstćđismenn ekki tillit til aldursskiptingar ţjóđarinnar eins og rétt er ađ gera.
Ţađ viđbótarfjármagn sem ríkisstjórnin telur sig hafa sett í menntamál undanfarin ár dugar ekki til ađ setja Ísland á stall međ öđrum samanburđarţjóđum okkar. Fjármagniđ, sem hefur ađ stórum hluta komiđ frá sveitarfélögunum, hefur fyrst og fremst fariđ í launahćkkanir og ađ mćta ađ hluta fjölgun nemenda. Ţetta aukafjármagn er ţví ekki hluti af međvitađri stefnumörkun stjórnvalda til ađ auka vćgi menntunar. Eftir stendur sú stađreynd ađ ţađ vantar talsvert marga milljarđa króna í menntakerfiđ til ađ viđ getum stađiđ jafnfćtis nágrannaţjóđum okkar.
Ógnvekjandi stađreyndir um menntamál
Á Íslandi stunda nú 81% af hverjum árgangi nám í framhaldsskólum en á öđrum Norđurlöndum er ţetta hlutfall 89%. Ţriđjungur nemenda hrökklast hins vegar frá námi í framhaldsskólum hérlendis. Á Íslandi hefir um 40% fólks á aldrinum 25 til 64 ára eingöngu lokiđ grunnskólaprófi og ţar erum viđ í 22. sćti af 29 OECD ríkjum. Íslendingar ljúka framhaldsskólaprófi langelstir allra OECD ţjóđa. Um 40% íslenskra nemenda falla í samrćmdum prófum í 10. bekk grunnskólans.
Mun fćrri stunda háskólanám hér en í nágrannalöndunum og fćrri hafa útskrifast úr háskóla hér hvort sem boriđ er saman viđ önnur Norđurlönd eđa önnur lönd í Vestur-Evrópu. Innan viđ 16% aldurshópsins 25-64 ára hefur lokiđ háskólaprófi sem er of lágt hlutfall ţjóđarinnar og er talsvert lćgra en hjá ţjóđum Evrópu.
Ţetta er ekki glćsilega frammistađa hjá ţjóđ sem telur sig vel menntađa. Viđ rétt náum međaltali í lćsi á alţjóđavettvangi og viđ höfum stađiđ okkur illa í alţjóđlegu TIMSS könnunum.
Forgangsröđun ríkisstjórnarinnar sést vel í ţeirri stađreynd ađ landbúnađarkerfiđ fćr meira fjármagn, beint og óbeint, frá hinu opinbera en ţađ sem allir framhaldsskólar landsins og Háskóli Íslands fá samanlagt. Háskóli Íslands býr viđ mjög ţröngan húsakost og um 600 námsmenn eru á biđlista eftir námsmannaíbúđum. Eftir nám lendir ungt menntađ fólk í afar ósanngjörnu jađarskattakerfi ríkisstjórnarinnar. Atvinnuleysi međal ungs háskólamenntađs fólks hefur sömuleiđis sjaldan veriđ eins mikiđ og nú enda leggur ríkisstjórnin alltof litla áherslu á verkefni sem henta slíku fólki.
Ţađ er mikiđ ađ í íslenskum menntamálum og kominn tími til ađ setja ţau mál í raunverulegan forgang eins og Samfylkingin ćtlar ađ gera. Sjálfstćđisflokkurinn hefur fariđ međ stjórn menntamála stöđugt í nánast tvo áratugi. Árangurinn er ađ viđ stöndum nágrannaţjóđunum langt ađ baki.

Röng forgangsröđun ríkisstjórnarinnar

Viđ teljum okkur lifa í góđu og ríku samfélagi. Ţađ er ljóst ađ viđ lifum í ríku samfélagi en lifum viđ í góđu samfélagi? Eftir ađ hafa fylgst međ störfum Mćđrastyrksnefndar eitt síđdegi ţegar úthlutun matar og nauđsynjavara átti sér stađ er ég tekinn ađ efast um ţađ. Ţar varđ ég vitni ađ hörmulegu ástandi samborgara minna. Á annađ hundrađ manns mćttu ţennan miđvikudag, fólk á öllum aldri og ţađ kom mér á óvart hversu margir voru jafnaldrar mínir, á aldrinum 18-26 ára. Eins var ţađ sláandi ađ sjá ţrjár kynslóđir saman, ömmu, móđur og barn vera í ţeirri stöđu ađ ţurfa hjálp.
Ţjáningarsysturnar örorka og fátćkt
Ţađ er ótrúleg upplifun ađ fylgjast međ störfum Mćđrastyrksnefndar í návígi. Ţarna opnađist sú hliđ mannlífsins á Íslandi sem allir ţurfa ađ vita af. Átakanlegt var ađ heyra sögur ţessa fólks, sem bókstaflega átti ekki í sig eđa á. Upplifunin var enn sorglegri ţví á bak viđ hvern einstakling eru saklaus börn. Ţađ má aldrei gleyma ţví ađ bak viđ allar tölur á hinum pólitíska vettvangi eru einstaklingar og raunverulegar ţjáningar.
Ţetta fólk átti ţađ sameiginlegt ađ kerfiđ hafđi brugđist ţeim. Hiđ svokallađa velferđarkerfi dugđi ţví og börnum ţeirra alls ekki. Margir voru öryrkjar og ţarna sást vel sú lína sem er á milli ţjáningarsystranna örorku og fátćktar sem íslensk stjórnvöld hafa skapađ.
Forgangsröđun í verki
Forsvarsmenn Mćđrastyrksnefndar eru sammála um ađ neyđin og ţörfin hafi aukist mikiđ undanfarin misseri. Flestir hafa ţá sögu ađ segja ađ erfiđleikarnir hafa í raun ekki byrjađ fyrr en fyrir 1-3 árum síđan. Ţađ hefur ţví eitthvađ gerst í okkar velmegunarsamfélagi sem hefur breytt högum ţessa fólks til hins verra.
Ísland er sjötta ríkasta landi í heimi. Ţađ er ţví ekki ţannig ađ íslensk stjórnvöld geti ekki ađstođađ ţetta fólk. Oft ţarf mjög lítiđ til. Stjórnmál eru ćtíđ spurning um forgangsröđun. Á sama tíma og viđ heyrum af ţessu nöturlega ástandi, ađ fólk og barnafjölskyldur ţurfi ađ betla mat frá hjálparsamtökum, telja íslensk stjórnvöld nauđsynlegt ađ eyđa 900 milljónum í sendiráđ í Berlín eftir ađ hafa eytt um 800 milljónum í sendiráđ í Tokýó. Mćđrastyrksnefnd fćr hins vegar hálfa milljón króna frá ríkinu. Hvers konar forgangsröđun er ţađ og hvers konar hugsun er hjá valdhöfum ţessa lands?
Hugarfar forsćtisráđherrans gagnvart ţessum málaflokki varđ ţjóđinni kunnugt ţegar hann afgreiddi hiđ óeingjarna starf Mćđrastyrksnefndar í fréttum Ríkissjónvarpsins síđastliđiđ haust međ ţeim orđum ađ ţar sem frambođ vćri af ókeypis mat vćri alltaf eftirspurn og segđi ţađ ţví ekki mikla sögu! Ţađ blasir hins vegar viđ annar raunveruleiki. Ţađ var hins vegar ljóst ađ enginn var ađ leika sér ađ ţví ađ bíđa í röđ Mćđrastyrksnefndar í snjókomu og kulda klukkutímum saman eftir nauđsynjavörum. Neyđin og örvćntingin er augljós.
Engar afsakanir lengur
Sem ungur einstaklingur er ţetta ekki mín framtíđarsýn. Ég vil ekki ađ börn séu dćmd til fátćktar vegna umkomuleysis foreldra og úrrćđaleysis kerfisins. Ég vil samfélag ţar sem allir ţegnar landsins geta séđ sér farborđa og lifađ mannsćmandi lífi. Viđ höfum efni á ţví ađ breyta ţessu til batnađar. Forgangsröđun ríkisstjórnarinnar snýst hins vegar um ađra hluti. Eftir 12 ára setu á valdastóli hafa menn engar afsakanir.

Röng stefna ríkisstjórnarinnar í Íraksmálinu

Vegna ákvörđunar ríkisstjórnarinnar er Ísland eitt af 30 ríkjum sem styđja stríđiđ gegn Írak međ ótvírćđum hćtti í upphafi átakanna. Ţađ er sorglegt ađ íslenska ríkisstjórnin skuli međ ţessum hćtti gera okkur ađ ţátttakendum í stríđi sem flestir ţjóđréttarfrćđingar telja vera ólögmćtt.
Ţađ var hugsanlega hćgt ađ leysa deiluna á vettvangi Sameinuđu ţjóđanna og ýmislegt benti til ţess ađ skriđur vćri kominn á máliđ. Ţađ er hins vegar ljóst ađ ekki var áhugi fyrir friđsamlegri lausn hjá stríđandi öflum. Markmiđ Sameinuđu ţjóđanna og ályktun ţeirra var um afvopnun Íraks en stríđiđ er hins vegar háđ til ađ koma Saddam frá völdum ţótt engin ályktun hafi veriđ gerđ um slíkt. Bandaríkjaforseti setti ađeins eitt skilyrđi sem hann taldi duga til ađ koma í veg fyrir stríđ. Ţađ var ađ Saddam Hussein fćri frá völdum.
Mikil afturför í alţjóđasamskiptum
Ţróun Íraksmálsins er mikil afturför og minnir á ástand heimsmála í upphafi 20. aldar ţegar ekkert alţjóđlegt samkomulag var til og hinn sterki fékk sínu fram. Eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar hófst lengsta friđartímabil í sögu Evrópu sem byggđist fyrst og fremst á samvinnu ţjóđanna innan Evrópusambandsins, á félagslegum umbótum og alţjóđaviđskiptum. Í Íraksmálinu var hins vegar ákveđiđ ađ fara ađra leiđ, leiđ vopnavaldsins.
Átökin í Írak hafa rofiđ einstaka samstöđu ţjóđa heims gegn hinni raunverulegri ógn sem eru hryđjuverk. Eftir 11. september stóđu nćr allar ţjóđir saman í baráttunni gegn hryđjuverkum. Nú er sú barátta í uppnámi og bandalög hafa klofnađ vegna Íraksmálsins.
Eđlismunur á Írak og Kosovo
Stjórnmálamenn verđa ađ reyna til hins ítrasta ađ komast ađ friđsamlegri lausn í alţjóđadeilum. Í Íraksmálinu var ţađ ekki gert. Stríđ er alltaf neyđarúrrćđi en ţađ er úrrćđi engu ađ síđur. Í Kosovo var alţjóđasamfélagiđ búiđ ađ reyna ađ komast ađ friđsamlegri lausn en niđurstađan varđ ţví miđur ađ friđsamleg lausn var ekki fćr. Ţví var skylda alţjóđasamfélagsins ađ grípa ţar inn í međ vopnavaldi.
Sumir Sjálfstćđismenn telja sig sjá einhverja samsvörun í stríđinu í Írak og í átökunum í Kosovo. Ţessar ađgerđir eru hins vegar engan veginn sambćrilegar. Í Kosovo var um ađ rćđa fjöldamorđ í beinni útsendingu, skipulagđar hópnauđganir og flóttamenn streymdu yfir landamćrin. Alţjóđlegar stofnanir eins og NATO og ESB stóđu heil ađ ađgerđunum í Kosovo. Öll nágrannaríki Serbíu studdu ţćr inngrip ásamt á annađ hundrađ ţjóđríkja. Stríđiđ í Kosovo var háđ á grundvelli alţjóđlegs bandalags af mannúđarástćđum ţegar öll önnur sund voru lokuđ.
Í Írak er allt annađ uppi á teningnum. Minnihluti ţjóđa heims styđur stríđiđ gegn Írak sem er háđ í mikill óţökk flestra nágrannaríkja Íraks. Almenningur í langflestum ríkjum er algjörlega andvígur stríđinu. Afvopnunareftirlit Sameinuđu ţjóđanna var í fullum gangi ţegar Bandaríkjamenn ákváđu ađ fara í stríđiđ. Engar alţjóđlegar stofnanir standa ađ baki stríđinu. Um er ađ rćđa einhliđa hernađarađgerđir nokkurra ţjóđa. Ef Ísland vill taka ţátt í slíkum ađgerđum eigum viđ ađ gera ţađ á vegum NATO og Sameinuđu ţjóđanna en ekki fara út fyrir alţjóđastofnanir eins og íslensk stjórnvöld hafa nú gert. Vegna smćđar Íslands og herleysis eiga fáar ţjóđir jafnmikiđ undir ţví ađ ţjóđarréttur og alţjóđastofnanir séu virt.
Ţennan mun á átökunum í Kosovo og í Írak hafa langflestar ţjóđir Evrópu skiliđ s.s. Ţjóđverjar, Frakkar, Belgar, Norđmenn, Grikkir o.s.frv. sem studdu ađgerđirnar í Kosovo en eru andvíg stríđinu í Írak. Ţennan mun skilur Samfylkingin einnig. Viđ styđjum ekki Bandaríkin skilyrđislaust í hernađi ţótt Bandaríkin séu ein helsta samstarfsţjóđ Íslendinga í marga áratugi. Samfylkingin er vinveitt Bandaríkjunum og hún harmar ţessa óskynsamlega stefnu vinaţjóđar.
Drögum ríkisstjórnina til ábyrgđar
Ţađ er ađ sjálfsögđu enginn ađ tala máli Saddam Husseins enda er hann hinn mesti harđstjóri sem ber ađ koma frá völdum. Ţađ var hins vegar ekki fullreynt ađ leysa máliđ á friđsamlegan hátt. Íslendingar eiga a.m.k. ekki ađ stuđla ađ hinu gagnstćđa eins og íslenska ríkisstjórnin gerđi međ stuđningsyfirlýsingu sinni viđ stríđiđ.
Ísland er fyrsta ríkiđ af ţessu 30 ríkjum á sérstökum stuđningslista stríđsins sem heldur ţingkosningar. Hvort sem stríđiđ verđur stutt eđa langt skulum viđ sýna ţađ í verki, ekki bara fyrir okkur sjálf heldur fyrir umheiminn, ađ íslenskur almenningur gleymir ţeim ekki sem gerđu ţjóđina ađ ţátttakanda í ţessu ólögmćta stríđi.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband