Atvinnuskapandi fyrir lögfræðinga?

stjornarskraÍ gærkvöldi funduðum við lengi og vel um auðlindarákvæðið í stjórnarskrárnefndinni. Í nokkur skipti þurfti að fresta fundum á Alþingi þar sem fundurinn dróst á langinn. Það var mjög fróðlegt að sitja þennan fund og ljóst er að ýmsir efnislegir gallar eru málinu fyrir utan auðvitað þau sérkennilegu vinnubrögð sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa sýnt í þessu máli. Málsmetandi lögfræðingur sem kom fyrir nefndina í gærkvöldi sagði að það eina sem væri hugsanlega jákvætt við þetta frumvarp væri að það skapaði lögfræðingum atvinnu.

Þessi ummæli undirstrika vel þá óvissu sem ríkir um þetta frumvarp þeirra Geirs og Jóns. Auðvitað er það skelfilegt að eiga að fara að samþykkja stjórnarskrárfrumvarp sem sérfræðingar botna ekkert í. En vonandi er möguleiki á að bæta frumvarpið með einhverjum hætti því mér sýnist að allir stjórnmálaflokkarnir séu sammála um að tryggja beri eignarhald þjóðarinnar á náttúruauðlindum.
En það er að sjálfsögðu ekki sama hvernig það er gert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Stjórnarskrá Íslands er sameign þjóðarinnar en ekki séreign lögfræðingastéttarinnar eins sjálfhverfir júristar vilja vera láta. Hún er pólitísk stefnuyfirlýsing sem leggur grunn að fullveldi Íslands og því stjórnarfari og lagasetningu sem Íslendingur er ætlað að búa við.

Það kann að vera lögfræðilegt álitamál hvort hugtakið sameign þjóðarinnar eitt og sér hafi beint lögfræðilegt gildi. Það skiptir bara engu máli. Hugtakið sameign þjóðarinnar hefur ótvírætt gildi sem pólitísk yfirlýsing sem alþjóð skilur og sem slíkt mun ákvæði um sameign íslensku þjóðarinnar á auðlindum Íslands hafa bein áhrif á lagasetningu eftir að það tekur gildi í stjórnarskrá.

Sjá nánar í pistlinum "Sjálfhverfir júristar og sægreifar"

Hallur Magnússon, 14.3.2007 kl. 12:26

2 identicon

Koma ekki lögfræðingar alltaf að smíðum laga?  Altént held ég það og fæ það staðfest þegar maður þarf á því að halda að fara í gegnum lagatexta.   Það má a.m.k. vel álykta sem svo að það felist ákveðið job security fyrir lögfræðinga í flestum lagabálkum.

Sigurður J. (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 16:19

3 Smámynd: Björn Heiðdal

X-S

Björn Heiðdal, 14.3.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 144260

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband