Bloggfćrslur mánađarins, október 2008

IMF er máliđ

Ć fleiri ađilar telja ađ ađkoma Alţjóđagjaldeyrissjóđsins (IMF) hljóti ađ koma sterklega til greina á ţessari stundu. Ţótt Alţjóđagjaldeyrissjóđurinn hafi ekki ađstođađ iđnríki međ slíkum hćtti áđur, er margt sem mćlir međ slíkri ađstođ. Međ ţví fengist aukinn trúverđugleiki á alţjóđavettvangi sem er gríđarlega mikilvćgt á ţessari stundu.

Ađstođ frá Alţjóđagjaldeyrissjóđnum myndi tryggja fólki og fyrirtćkjum eđlilegan ađgang ađ lánsfé og gjaldeyri og jafnframt auka líkurnar á ađstođ annarra ríkja. Ađkoma Alţjóđagjaldeyrissjóđsins myndi jafnframt tryggja greiđslumiđlunarkerfiđ sem er forsenda allra viđskipta. Í mínum huga er ekki ástćđa til ađ ćtla ađ skilyrđi sjóđsins verđi okkur of íţyngjandi, en auđvitađ má ekki kaupa ađstođ Alţjóđagjaldeyrissjóđsins of dýru verđi. Núverandi ástand er hins vegar orđiđ ansi dýrkeypt.


mbl.is Rússar vilja meiri upplýsingar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

GB á ađ skammast sín

Skađinn af milliríkjadeilunni viđ Bretland er skelfilegur, en framkoma Breta er međ ólíkindum í ţessu máli. Og óneitanlega vekur ţađ athygli ef lögmenn í Bretlandi velta ţví fyrir sér, hvernig ţađ fái stađist ađ beita lögum sem miđast gegn hryđjuverkastarfsemi gegn Íslandi.

Viđbrögđ breskra yfirvalda eru gróf móđgun, sem hafa og eru til ţess fallin ađ valda gríđarlegu tjóni. Mér er til efs ađ Bretar myndu leyfa sér ađ koma fram međ ţessum hćtti gagnvart stćrri Evrópuríkjum. Ţađ er umhugsunarefni ađ hér er á ferđinni ein Natóţjóđ ađ beita hryđjuverkalögum gegn annarri Natóţjóđ.

Ţví miđur virđist sem Gordon Brown forsćtisráđherra Breta hafi leyft sér ađ ráđast ađ íslensku ţjóđinni til ţess ađ beina athyglinni frá stöđunni í Bretlandi og gagnrýni á hans störf ţar í landi. Megi hann hafa skömm fyrir.


mbl.is Hryđjuverkalögin skemma fyrir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sammála hinum varaformanninum

Hver stjórnmálamađurinn á fćtur öđrum hefur ađ undanförnu komiđ fram í Evrópu og sagt ađ ástandiđ á fjármálamörkuđum hefđi veriđ enn verra ef ríki ţeirra hefđu ekki haft evruna. Og núna koma ţeir einnig fram sem segja ađ ţađ hefđi veriđ betra ađ vera međ evruna í stađ innlends gjaldmiđils í svona ástandi eins og danski forsćtisráđherrann gerir nú.

Eins og stađan er núna eru mörg brýn úrlausnarefni á borđi íslenskra stjórnvalda og ekki má útiloka neitt í ţeim efnum. Má ţar nefna ađild Íslands ađ Evrópusambandinu og myntbandalaginu. Í mínum huga er augljóst ađ íslenskan krónan mun ekki duga okkur til framtíđar. Og viđ höfum einfaldlega ekki efni á ađ geyma spurninguna um framtíđarmynt ţjóđarinnar.

Ţađ er ekki nóg međ ađ Íslendingar ţurfi ađ glíma viđ lánsfjárkreppu eins og ađrar ţjóđir ţví í ofanálag ţurfum viđ ađ kljást viđ íslensku krónuna og hennar dynti. Hagsmunir Íslendinga kalla ţví á breytt fyrirkomulag.

Ég vil ţví fagna orđum varaformanns hins stjórnarflokksins í nýlegri grein ţar sem hún skrifar um Evrópumálin : „Hitt er ljóst ađ viđ Sjálfstćđismenn höfum ávallt sagt ađ stefna okkar eigi ađ ráđast af köldu mati á ţví hvar og hvernig hagsmunum Íslands er best borgiđ til lengri tíma. Umhverfiđ er nú breytt, forsendur hafa breyst. Breyttar forsendur kalla á endurnýjađ hagsmunamat.“

Auđvitađ á spurningin um hugsanlega ađild Íslands ađ Evrópusambandinu ađ snúast um hagsmunamat. Er íslenskum heimilum og fyrirtćkjum betur borgiđ međ krónuna en ţau vćru ef viđ vćrum hluti af stćrri heild og gjaldmiđli? Ţetta er spurningin sem sérhver Íslendingur ţarf ađ spyrja sig ţessa dagana.

Ţess vegna er ţađ rétt sem Ţorgerđur Katrín segir ţegar hún skrifar ađ umhverfiđ sé breytt og ađ breyttar forsendur kalli á endurnýjađ hagsmunamat. Ef forsendurnar hafa ekki breyst undanfarna daga ţá veit ég ekki hvađ.


mbl.is Fogh Rasmussen: Ókostur ađ vera ekki í myntbandalaginu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Förum í fótspor Finna

Íslendingar ganga nú í gegnum alvarlegustu kreppu í meira en öld. Kerfisbankarnir ţrír hafa allir falliđ á einni viku. Mörg fyrirtćki og heimili eru í hćttu. Á ţessari stundu er ekki víst hvernig viđ munum komast út úr ţessari kreppu, en ég er hins vegar sannfćrđur um ađ ţađ tekst. Innviđir íslensk samfélags eru traustir og mannauđurinn mikill. Engu ađ síđur er ég hrćddur um ástandiđ muni enn versna, áđur en ţađ batnar. Ţađ mun reyna á ţjóđina sem aldrei fyrr.

Stjórnvöld ţurfa ađ mćta ţeim áföllum sem venjuleg heimili og fyrirtćki eru ađ verđa fyrir. Aukin greiđslubyrđi, aukiđ atvinnuleysi og vaxandi verđbólga eru stađreyndir sem ţarf ađ bregđast viđ og vinna gegn af fullum ţunga.

Margt ţarf ađ gera viđ svona ađstćđur. Lćkka vexti strax, fá Alţjóđagjaldeyrissjóđinn sem fyrst inn í dćmiđ, skipa nýja Seđlabankastjóra til ađ auka trúverđugleika bankans og margt fleira.

Og viđ ţessar  ađstćđur ćttum viđ ađ taka frćndur okkar í Finnlandi til fyrirmyndar. Ţegar Finnar  gengu í gegnum alvarlega kreppu á 10. áratug síđustu aldar varđ niđurstađan sú ađ leggja ofuráherslu á menntakerfiđ. Nú ţegar hafa nokkrir háskólar brugđist viđ međ ţví ađ auka frambođ af menntun, en ţví miđur lítur út fyrir ađ margt ungt fólk missi atvinnu sína á nćstu dögum og vikum.

Bćtt laun kennara og áhersla á skóla og rannsóknir áttu stćrstan ţátt í ţví ađ Finnar komust tiltölulega hratt upp úr ţeim mikla vanda sem ţeir lentu í. Ađild ţeirra ađ ESB hjálpađi einnig mikiđ. Nú er rćtt um finnsku leiđina og finnska undriđ og stađa landsins er sterk. Viđ verđum ađ muna ađ jafnvel í erfiđum ađstćđum eru tćkifćri.


Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband