Bloggfćrslur mánađarins, mars 2003

Auknar álögur ríkisstjórnarinnar á einstaklinga

Frambjóđandi Sjálfstćđisflokksins, Birgir Ármannsson, svarar 3. mars grein minni í Morgunblađinu frá 27. febrúar um stöđu skattamála eftir 12 ára stjórnartíđ forsćtisráđherra. Grein Birgis er um margt einkennileg.
Í tíđ Davíđs Oddssonar hefur tekjuskattbyrđi einstaklinga aukist og ekki eru efasemdir hjá neinum um ţađ. Birgir telur hins vegar ađ ţađ sé fullnćgjandi skýring ađ tekjur hafa aukist og ţví sé aukin skattbyrđi í góđu lagi. Ţví er ég ósammála. Hina auknu skattbyrđi má fyrst og fremst rekja til ţeirrar ađgerđar ríkisstjórnarinnar ađ rjúfa vísitölubindingu persónuafsláttar sem var áđur en Davíđ Oddsson komst til valda.
Ríkiđ fćr stćrri sneiđ af kökunni en áđur
Ţađ sem er ţó mikilvćgast í ţessu sambandi er ađ ríkisvaldiđ tekur nú stćrri sneiđ af kökunni en áđur. Ţetta ţýđir ađ ríkiđ tekur meira af hverjum 100.000 krónum sem verđa til í ţjóđfélaginu áriđ 2001 en ţađ gerđi áriđ 1995. Sú stađreynd stendur óhögguđ.
Skattbyrđi er lykilhugtak en ţađ er sá hluti tekna sem er greiddur í skatt. Skattbyrđi einstaklinga hefur aukist hvernig sem litiđ er á ţađ ţrátt fyrir lćkkun á prósentuhlutfalli tekjuskattsins.
Ţví til sönnunar ađ prósentubreytingar á skatthlutfalli segi alls ekki alla söguna stađfestu kollegar Birgis hjá Samtökum atvinnulífsins í 4. tbl. fréttablađs síns áriđ 2001 ađ ţrátt fyrir talsverđa lćkkun á tekjuskattshlutfalli hjá fyrirtćkjum á síđasta áratugi hafi raunvirđi tekjuskatt lögađila fariđ hćkkandi á ţeim áratug vegna ađgerđa ríksstjórnarinnar.
Önnur sláandi stađreynd stendur óhögguđ. Samneyslan, sem er neysla hins opinberra sem hlutfall af landsframleiđslu, hefur aukist um rúm 13% frá 1995 til 2001. Međ öđrum orđum hefur bákniđ aukist um rúm 13% í tíđ núverandi ríkisstjórnar og ţví mótmćlir Birgir ekki.
Afrekin eru ekki glćsileg gagnvart barnafólki
Birgi Ármannssyni finnst ţađ vera í góđu lagi ađ láglaunafólk og lífeyrisţegar međ laun og bćtur undir 90.000 krónum á mánuđi greiđi um 1 milljarđ króna í tekjuskatt og útsvar sem ţađ gerđi ekki fyrir tíma Davíđs Oddssonar. En ţađ er ekki í góđu lagi og sýnir vel mismunandi hugmyndafrćđi frambjóđenda Sjálfstćđisflokksins og Samfylkingarinnar. Viđ mćlum ekki bót skattlagningu á ţá sem minnst mega sín í samfélaginu eins og Sjálfstćđismenn gera.
Birgir er sannfćrđur um ađ barnabćtur hafi ekki veriđ skertar vegna aukinna útgjalda ríkisins til ţeirra frá árinu 1999. Barnabćtur eru nú um 36.000 kr. á ári en á sambćrilegu verđlagi í janúar 2003 voru ţćr hins vegar um 40.000 krónur ţegar núverandi ríkisstjórn tók viđ áriđ 1995. Áriđ 1988 voru barnabćtur 46.000 kr. á sama verđlagi. Á ţessu sést ađ barnabćtur voru skertar frá ţví sem var og hér tala tölurnar sínu rétta máli.
Barnabćtur hafa veriđ skertar um rúma 10 milljarđa króna í tíđ núverandi ríkisstjórnar međ ţví ađ láta viđmiđunarfjárhćđir ekki fylgja verđlagsţróun og vegna tekjutengingar á barnabótum. Fólk fékk hćrri barnabćtur áriđ 1995 en ţađ fćr áriđ 2002 og fleiri fengu ţćr. Nú fá ađeins 11,3% foreldra óskertar barnabćtur og liđlega 3% hjóna.
Eftir standa afrek ríkisstjórnar forsćtisráđherrans eftir 12 ára setu ađ meiri skattbyrđi er á einstaklingum, engar tekjuskattslćkkanir urđu ađ raunvirđi á fyrirtćki allan 10. áratuginn, bákniđ er stćrra en nokkurn tíma áđur, áđur óţekkt skattheimta er lögđ á láglaunafólk og bótaţega, barnabćtur eru lćgri, tryggingargjöld eru hćrri, stórauknir skattar voru lagđir á áfengi og tóbak, loforđ um 900 milljóna króna lćkkun stimipilgjalda var svikiđ, ţjónustugjöld stórjukust, síaukinn lyfjakostnađur heimilanna liggur fyrir og eitt hćsta matvćlaverđ heims. Ţetta er reynslan af meira en áratugavaldatíđ forsćtisráđherrans.

Sjávarútvegi er betur borgiđ innan ESB

Friđrik J. Arngrímsson, framkvćmdastjóri LÍÚ, skrifar grein um ástćđur ţess af hverju Ísland ćtti ekki ađ sćkja um ađild ađ Evrópusambandinu í DV fyrir stuttu. Ţađ hefur veriđ afar forvitnilegt ađ fylgjast međ málflutningi andstćđinga ađildar ađ ESB undanfarin misseri.
Síbreytilegur málflutningur andstćđinga ađildar
Fyrst héldu menn ţví fram ađ hér myndi allt fyllast af spćnskum togurum viđ ađild Íslands ađ ESB. En ţeim var ţá bent á ţá stađreynd ađ kvótaúthlutun ESB byggist á grundvallareglunni um veiđireynslu og ţar sem útlendingar hafa enga veiđireynslu í íslenskri lögssögu myndu Íslendingar fá allan kvóta í íslenskri lögssögu.
Ţá breyttist málflutningurinn í ţá veru ađ erlend stórfyrirtćki myndu kaupa upp öll íslensku sjávarútvegsfyrirtćkin viđ ađild og flytja arđinn af Íslandsmiđum milliliđalaust úr landi og má sjá áhyggjur af slíku í grein Friđriks. En ţá fengu ţeir vitneskju um ađ samkvćmt mörgum dómum Evrópudómstólsins (s.s. Kerrmáliđ nr. 287/81 og Jaderowmáliđ nr. C-216/87) er hćgt ađ gera kröfu um ađ sjávarútvegsfyrirtćki sem fá kvóta í íslenskri lögssögu hafi raunveruleg efnahagsleg tengsl viđ Ísland.
Ţetta ţýđir ađ hćgt er ađ binda kvóta viđ skip sem hafa efnahagsleg tengsl viđ viđkomandi svćđi sem er háđ fiskiveiđunum og krefjast ađ daglegur rekstur og starfsemi skips sé á Íslandi og ađ hagnađur veiđanna fari í gegnum íslenskt efnahagslíf. Bretar, Danir og fleiri ţjóđir hafa gripiđ til slíkra leiđa og hefur sjávarútvegsráđherra Breta stađfest í samtali viđ Ríkissjónvarpiđ ađ ţađ hafi reynst vel.
Viđ inngöngu Íslands í ESB er ţví hćgt ađ gera frekari kröfur en nú er um ađ hagnađur af veiđum fari í gegnum íslenskt efnahagslíf. Eins og stađan er nú er ekkert sem hindrar ađ verđmćti af Íslandsmiđum fari beint úr landi. Ađild Íslands ađ ESB kćmi ţví landsbyggđinni beinlínis mjög til góđa.
Veiđireynsla mun ráđa
En ţá breytist málflutningur andstćđinga ađildar aftur. Nú hét ţađ ađ hinar hagstćđu reglur ESB hljóti einfaldlega ađ breytast í framtíđinni og hefur Friđrik áhyggjur ađ slíkt gerist. Viđ endurskođun á sjávarútvegsstefnu ESB var hins vegar ákveđiđ ađ ţađ skyldi ekki vera hróflađ reglunni um hlutfallslegan stöđugleika sem er um veiđireynsluna enda er hún hornsteinn sjávarútvegsstefnu ESB.
Sjávarútvegsráđherrar Dana og Breta ásamt yfirmanni sjávarútvegsmála ESB, Dr. Franz Fischler, hafa stađfest ađ ţađ standi ekki til ađ breyta reglunni um veiđireynsluna. Ţađ ţýđir ekki hrćđa fólk međ ţví ađ segja í sífellu ađ allt muni breytast á versta veg ţegar Íslendingar eru loks komnir í sambandiđ.
Deilistofnana er vel gćtt
Ţrátt fyrir ađ mikilvćgustu nytjastofnar Íslands séu stađbundnir talar Friđrik mikiđ um deilistofna og undrar sig á samningshörku ESB ţegar kemur ađ samningum viđ Íslendinga. Ţađ hljóta ţó ađ teljast vera mikil međmćli međ ESB hversu harđir ţeir eru í samningum viđ ţriđja ríki eins og Ísland. Ef Ísland vćri ađili ađ ESB myndum viđ vilja ađ ţeir vćru harđir í horn ađ taka í samningaviđrćđum viđ ţjóđir utan sambandsins. Í ţessu sambandi er einnig rétt ađ minnast ţess ađ reglan um veiđireynslu á einnig viđ um deilistofna.
Nú ţurfum viđ ađ reyna ađ semja viđ ađrar ţjóđir um nýtingu á deilistofnum hvort sem okkur líkar betur eđa verr. Ţađ má fćra gild rök fyrir ţví ađ ţjóđir sem vinna eins náiđ saman og í Evrópusambandinu eru líklegri til ađ taka meira tillit til hvers annars en ţjóđir sem taka ekki ţátt í slíku samstarfi.
Mikill ávinningur sjávarútvegsfyrirtćkja
Miklir hagsmunir eru fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtćki ef af ađild Íslands verđur. Tollar falla niđur og er Friđrik sammála ađ ţađ skiptir miklu máli. Mikilvćgur sjávarútvegsmarkađur í Austur-Evrópu opnast viđ ađild og miklir veiđimöguleikar ţar sem ESB hefur samiđ um veiđiheimildir viđ strendur 27 ríkja utan ESB.
Miklir möguleikar íslenskra sjávarútvegsfyrirtćkja á fjárfestingarfé myndu opnast og samkeppnisstađa ţeirra stórbatna. Íslendingar eru á heimsmćlikvarđa í sjávarútvegi og á ţví hinn landlćgi ótti viđ erlent fjármagn hvađ síst viđ um sjávarútveginn. Íslensk sjávarútvegsfyrirtćki eiga ađ sjálfsögđu rétt á ţví ađ hafa val um erlent hlutafé rétt eins og önnur fyrirtćki í landinu en ekki einungis erlent lánsfé eins og stađan er nú.
Ekki góđ hagsmunagćsla
Međ inngöngu í ESB munu Íslendingar fá tćkifćri til ađ móta hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu og tryggja ţannig hagsmuni íslenskra fyrirtćkja sem selja langstćrsta hluta afurđa sinna á Evrópumarkađi. Ţađ er minnimáttarkennd ađ telja ađ viđ verđum áhrifalaus innan ESB. Ríki sem einbeita sér ađ tilteknum málum hafa mikil áhrif og er Lúxemburg dćmi um ţađ. Sá sem situr viđ borđiđ á fundi og hefur eitthvađ ađ segja hefur áhrif. Ţađ gildir um ESB eins og alls stađar í samskiptum manna.
Önnur jákvćđ áhrif ađildar eru ađ viđskipti og erlendar fjárfestingar aukast ţar sem viđskiptakostnađur lćkkar og viđskiptahindranir hverfa. Evran stuđlar ađ mun lćgri vöxtum, dregur úr mismunandi hagsveiflum og eykur langţráđan gengisstöđugleika.
Ţađ er leitt ađ hagsmunagćslumenn íslenskra sjávarútvegsfyrirtćkja eins og Friđrik J. Arngrímsson skuli skella skollaeyrum viđ miklum ávinningi íslenskra sjávarútvegsfyrirtćkja viđ ađild Íslands ađ ESB međ hrćđsluáróđri og haldlitlum rökum.

Sjálfstćđisflokkur-flokkur skattahćkkana

Frambjóđandi Sjálfstćđisflokksins, Birgir Ármannsson, lýsti mikilli ánćgju međ ţćr skattalćkkanir sem hann taldi Davíđ Oddsson hafa stađiđ fyrir í blađagrein sem birtist í Morgunblađinu fyrir stuttu. Ţetta er mikill misskilningur.
Bákniđ hefur stćkkađ
Ţađ er margt ţjóđsagnarkennt um meintar skattalćkkanir á áratugi Davíđs Oddssonar. Ţegar málin eru skođuđ kemur margt forvitnilegt í ljós. Heildarskatttekjur ríkisins, sem hlutfall af vergri landsframleiđslu frá 1995 til 2001, hafa hćkkađ úr 25,3% í 29,4% sem er um 16% hćkkun. Ţetta ţýđir ađ af hverjum 100.000 krónum sem verđa til í ţjóđfélaginu tók ríkiđ áđur 25.000 krónur í skatt, en tekur nú um 29.000 krónur.
Ţessi skattahćkkun samsvarar ţví ađ hver Íslendingur borgar rúmlega 110.000 krónum meira á ári til ríkisins. Ţađ gerir 440.000 krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Samneyslan, ţ.e. neysla opinberra ađila, var 20,8% af landsframleiđslunni áriđ 1995 en 23,6% áriđ 2001. Bákniđ hefur ţví aldrei veriđ stćrra.
Skattbyrđin hefur aukist
Eins og hefur komiđ fram, t.d. í fréttaskýringum DV, hefur skattbyrđi einstaklinga aukist í tíđ núverandi ríkisstjórnar en ekki minnkađ, m.a. vegna ţess ađ persónuafslátturinn hefur ekki fylgt launa- og verđlagsţróun eins og hann gerđi áđur en Davíđ Oddsson komst til valda. Skattleysismörk vćru nú um 7.000 krónum hćrri á mánuđi ef ţau hefđu fylgt launabreytingum frá 1995. Ţessi aukna skattbyrđi er ekki vegna sveitarfélaganna ţar sem meginskýringin á auknum hlut útsvars í heildarskattbyrđinni er vegna verkefna sem ríkisstjórnin flutti til sveitarfélaganna eins og grunnskólana.
Skattbyrđin hefur aukist enn meira ef litiđ er til skerđinga ríkisstjórnarinnar á vaxta- og barnabótum. Barnabćtur hafa lćkkađ um 10 milljarđa króna í tíđ núverandi ríkisstjórnar miđađ viđ ţađ fyrirkomulag sem var áđur. Samkvćmt útreikningum Ţjóđhagsstofnunar fyrir áriđ 2001 greiddi láglaunafólk og lífeyrisţegar međ laun og bćtur undir 90 ţúsund krónum á mánuđi um 1 milljarđ króna í tekjuskatt og útsvar. Ţessi hópur greiddi ekki tekjuskatt og útsvar fyrir tíma Davíđs Oddssonar.
Lćkkun á prósentutölu segir ekki alla söguna. Tekjuskattar á fyrirtćki er nú 18% en lćkkađi ekki í raun á síđasta áratug. Ţar sem tekjuskattur fyrirtćkja er greiddur eftir á var skatthlutfalliđ lagađ ađ minnkandi verđbólgu og skattstofninn breikkađur međ afnámi frádráttarheimilda. Í 4. tbl. fréttabréfs Samtaka atvinnulífisins áriđ 2001 segir ađ ,,ţegar tekiđ er tillit til ţessara atriđa kemur í ljós ađ engin skattalćkkun átti sér stađ heldur sýna ţessar tölur ţvert á móti ađ raunvirđi tekjuskatts lögađila fór heldur hćkkandi á síđasta áratug."
Ríkisstjórnin hćkkar og hćkkar skatta
Skattahćkkanir ríkisstjórnarinnar viđ lokaafgreiđslu fjárlaga 2003 voru 3,8 milljarđa króna sem m.a. birtust í um 1,8 milljađa króna hćkkun á tryggingargjaldi sem kemur verst niđur á ţeim fyrirtćkjum sem byggja afkomu sína á mannauđi og hćkkun á stimpilgjaldi um 900 milljón króna, en ríkisstjórnin hafđi lýst ţví yfr ađ stimpilgjaldiđ ćtti ađ lćkka. Núverandi ríkisstjórn hćkkađi sömuleiđis skatta á áfengi og tóbaki um 1,1 milljarđ króna.
Fyrir utan aukna skattbyrđi og skattahćkkanir ríkisstjórnarinnar urđu margs konar hćkkanir á ţjónustu- og komugjöldum, stóraukin ţátttaka sjúklinga í lyfjakostnađi og skólagjöld sem ţekktust varla fyrir tíđ núverandi ríkisstjórnar.
Ein af meginskýringum á hinu geysiháa matvćlaverđi á Íslandi er ţáttur hins opinbera en matvćli er einn stćrsti útgjaldaliđur einstaklinga ásamt sköttum og húsnćđi. Stjórnvöld viđhalda t.d. tollakerfi sem kostar íslenska neytendur um 3-4 milljarđa króna árlega skv. nýlegri grein í Vísbendingu. Ţetta samsvarar um 40.000-50.000 kr. á hvert heimili í landinu. Á tímabilinu 1990 til 2001 hefur matvćlaverđ hćkkađ langmest á Íslandi miđađ viđ önnur Norđurlönd skv. upplýsingum frá forsćtisráđuneytinu.
Ţeirra tími er liđinn
Málflutningur Sjálfstćđismanna í efnahagsmálum er ţví ekki á rökum reistur og byggist fyrst og fremst á hrćđsluáróđri. Miđađ viđ hvernig efnahagsástandiđ var áđur en Íslendingar gerđu EES-samninginn áriđ 1994 og fengu aukiđ frjálsrćđi og opnara hagkerfi er vel hćgt ađ fullyrđa ađ allar ríkisstjórnir fyrir ţann tíma hafi veriđ á rangri braut í efnahagsmálum, bćđi hćgri og vinstri stjórnir. Nú er umhverfiđ einfaldlega allt annađ.
Samfylkingin er frjálslyndur stjórnmálaflokkur sem berst m.a. fyrir ţví ađ lćkka skatta á einstaklinga og auka frelsi atvinnulífs frá afskiptum stjórnmálamanna. Ţegar minna en ţrír mánuđir eru til kosninga og ţađ hallar mikiđ á Sjálfstćđisflokkinn í skođanakönnunum bođar forsćtisráđherra skattalćkkanir sem hann er búinn hafa 12 ár til ađ framkvćma. Reynsla undanfarinna 12 ára sýnir ţó hver er hinn raunverulegi flokkur skattahćkkana.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband