Bloggfćrslur mánađarins, maí 2005

Ţakkir fyrir stuđninginn

Ég vil ţakka flokksmönnum Samfylkingarinnar kćrlega fyrir stuđninginn í varaformannskjöri Samfylkingarinnar. Ég tel ađ flokksfólk hafi sýnt ákveđna djörfung og ţor međ ţví ađ velja ungan mann í embćtti varaformanns.
Nú er fyrir mestu ađ viđ snúum bökum saman og stöndum saman ađ ţví ađ tryggja góđan sigur í nćstu sveitarstjórnarkosningum á nćsta ári sem er mikilvćgur áfangi í ađ tryggja sigur okkar allra í alţingiskosningum ári síđar.

Landsfundurinn nálgastLandsfundur Samfylkingarinnar verđur haldinn nćstu helgi. Mikil spenna er í kringum landsfundinn vegna formannskjörsins og verđur andrúmsloftiđ í Egilshöll í Grafarvogi kl. 12 á laugardaginn án efa rafmagnađ ţegar úrslitin verđa tilkynnt. Tćpum klukkutíma síđar hefst síđan kosningin til varaformanns. Kosningin til varaformanns tekur einungis um eina klukkstund og er kl. 13-14. Ţađ skiptir ţví máli ađ fólk átti sig á ţesssum tímasetningum á landsfundinum.
Margs konar málefnastarf verđur einnig á landsfundinum og munu málefnahópar taka til starfa laugardagsmorguninn kl. 9. Ţađ er ástćđa til ađ hvetja alla flokksmenn ađ taka ţátt í ađ móta framtíđarstefnu flokksins. Landsfundir Samfylkingarinnar eru einungis haldnir annađ hvert ár og ţví er hér á ferđinni gott tćkifćri fyrir flokksmenn ađ láta ađ sér kveđa í starfi flokksins. Frekari dagskrá má finna hér á samfylking.is.

Svik stjórnarmeirihlutans

Ríkisstjórnarflokkarnir sviku samkomulag sem náđist á milli ţingflokkana síđastliđinn mánudag um ţinglok. Í ţví samkomulagi var ákveđiđ hvađa mál átti ađ taka út til ađ liđka fyrir ţinglokum og var Rúv-frumvarpiđ og Vatnalagafrumvarpiđ međal ţeirra sem voru tekin út. Hins vegar var ekki samiđ ađ fyrningarfrumvarpiđ yrđi tekiđ út og var ţađ sett á dagskrá á mánudaginn. Ţađ komst síđan ekki til umrćđu ţann daginn vegna umrćđu í öđrum málum og átti ţví ađ vera til umrćđu á miđvikudaginn eđa síđasta dag ţinghaldsins.

Leikrit stjórnarflokkana
Síđan kom í ljós seint á ţriđjudagskvöldinu ţegar dagskrá miđvikudagsins lá fyrir ađ frumvarpiđ um afnám fyrningfresti í kynferđisafbrotum gegn börnum var ekki á dagskránni. Ég og fleiri í stjórnarandstöđunni mótmćltum ţessu kröftuglega en allt kom fyrir ekki. Ég er sannfćrđur ađ viđ höfum orđiđ vitni ađ leikriti stjórnarflokkana ţar sem aldrei stóđ til ađ afgreiđa ţetta mál í ţingsalnum. Meirihluti allsherjarnefndar, sem svćđi máliđ í fyrra í nefndinni, var mjög tregur til ađ afgreiđa máliđ frá sér en eftir mikinn ţrýsting frá samfélaginu og ţar á međal 15.000 undirskriftum Blátt áfram systra og frá öllum ungliđahreyfingum stjórnmálaflokkana náđist máliđ úr nefndinni međ breytingartillögum frá stjórnarmeirihlutanum.

Forseti Alţingis ákveđur dagskrána í samráđi viđ vilja ţingflokka stjórnarflokkanna og ţví er ljóst ađ ákvörđunin ađ setja fyrningarmáliđ ekki á dagskrá kemur frá ţeim. Stjórnarflokkarnir ákváđu ađ líta ţetta mál međ flokkspólitískum gleraugum og ţeir virđast ekki hafa getađ hugsađ sér ađ samţykkja mál sem lagt er fram af stjórnarandstöđuţingmanni. Ţetta er ömurlegt viđhorf og enn dapurlegra ţegar hafđir eru í huga ţeir hagsmunir sem eru í húfi í ţessu máli.

Vel heppnuđ ferđ til Seyđisfjarđar

Fyrir stuttu fór ég til Seyđisfjarđar á ađalfund kjördćmarráđs Norđausturkjördćmis. Gríđarlega vel var mćtt á fundinn og skartađi Seyđisfjörđur sínu fegursta. Byggđa- og atvinnumál voru rćdd frá ýmsum sjónarhólum og spunnust góđar umrćđur á fundinum.
Innra starf Samfylkingarinnar bar einnig á góma en ţađ er ljóst ađ mikill vilji er í kjördćminu fyrir öflugu flokksstarfi. Til ađ ţađ megi takast svo vel sé er grundvallaratriđi ađ flokkurinn styđji slíkt starf međ áţreifanlegum hćtti. Slíkur stuđningur ţarf bćđi ađ birtast sem fjárhagslegur stuđningur og félagslegur.
Öflugt innra starf skilar sér margfalt tilbaka
Gríđarlega mikilvćgt er ađ flokkurinn átti sig á ţví ađ öflugt innra starf um allt land skilar sér margfalt tilbaka. Slíku starfi má líkja viđ menntakerfiđ ţar sem hver króna í er fjárfesting sem skilar sér tilbaka á skömmum tíma. Framundan eru mikilvćgir tímar fyrir flokkinn. Ţađ ţarf ađ undirbúa sveitarstjórnarkosningarnar vel og áriđ ţar á eftir verđa Alţingiskosningar.

Allt innra starf flokksins ţarf ađ taka miđ af ţeim verkefnum sem framundan eru og mćta ţörfum og vilja flokksmanna um allt land. Fólkiđ í flokknum er auđlind hans og flokkurinn verđur ađ nýta auđlindir sínar vel.


Fimmtudagsfríin fćrđ

Í dag er uppstigningadagur og ţví frí víđast hvar í samfélaginu. Sumardagurinn fyrsti og uppstigningadagur eru báđir frídagar sem ćtíđ bera upp á fimmtudögum. Oft kemur upp sú umrćđa um hvort komi til greina ađ fćra umrćdda frídaga yfir ađra vikudaga t.d. föstudaga. Núverandi tilhögun skapar ýmis konar óhagrćđi í atvinnulífi og slítur í sundur vinnuviku. Sömuleiđis kemur ţetta fyrirkomulag í veg fyrir ađ almenningur geti notiđ frídaganna eins og vel og unnt vćri í ljósi ţess ađ ţeir eru í miđri viku.

Séu frídagarnir fluttir nćđist meiri samfella í vinnuvikunni og aukin hagkvćmni á vinnustöđum. Framleiđni og afköst ćttu ađ aukast ásamt hagrćđi og skilvirkni í atvinnulífinu. Launţegar gćtu einnig nýtt umrćdda frídaga mun betur ţar sem ţeir vćru ţá hluti af helgarfríi. Breytt fyrirkomulag gćti ţví ýtt undir ferđalög, tómstundir og afţreyingu almennings ásamt ţví ađ auđga samverustundir fjölskyldunnar. Í raun má segja ađ hagsmunir launţega, atvinnulífs og fjölskyldna fari saman ađ ţessu leyti.
Ţrátt fyrir ađ sumardagurinn fyrsti og uppstigningadagur yrđu ekki lengur frídagar myndu dagarnir sem slíkir halda sínu gildi eftir sem áđur. Í raun gćti breytt fyrirkomulag ýtt undir frekari hátíđarhöld, helgihald og afţreyingu á ţessum dögum. Ţess í stađ yrđi frí nćsta dag á eftir sem jafnframt yrđi samliggjandi viđ helgarfrí. Sumardagurinn fyrsti og uppstigningadagur hefđu ţví enn ríkt gildi fyrir almenning sem gćti notiđ ţeirra eftir sem áđur ef föstudagurinn eftir umrćdda daga yrđi gerđur ađ frídegi, en ekki t.d. mánudagur ţar á eftir. Flutningur frídaga má finna víđa m.a. í Bretlandi, Ástralíu, Kanada og Hong Kong ásamt hjá opinberum starfsmönnum í Bandaríkjunum.

Margs konar röksemdir eru ađ baki fríi á sumardegi fyrsta og uppstigningadags. Annars vegar búa ađ baki sögulegar ástćđur, og hins vegar trúarlegar. Í lögum um 40 stunda vinnuviku, nr. 88/1971, kemur fram í 1. mgr. 6. gr. ađ frídagar séu helgidagar ţjóđkirkjunnar, sumardagurinn fyrsti, 1. maí og 17. júní og enn fremur ađfangadagur jóla og gamlársdagur frá kl. 13. Í 2. mgr. laganna er lögfest ađ frá og međ árinu 1983 skuli fyrsti mánudagur í ágúst vera frídagur sem í daglegu tali er kallađur frídagur verslunarmanna. Heimilt er ađ víkja frá ákvćđum laganna međ samningum, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 88/1971. Sérstök lög gilda um frídag sjómanna, lög nr. 20/1987, en skv. 1. mgr. 1. gr. ţeirra skal fyrsti sunnudagur í júnímánuđi hverjum vera almennur frídagur sjómanna. Ţađ er tímabćrt ađ skođa hvort skynsamlegt sé ađ gera breytingar á ţessu fyrirkomulagi sem nú er viđ lýđi.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband