Bloggfćrslur mánađarins, september 2003

Lögum heilbrigđiskerfiđHeilbrigđismál eru langstćrsti útgjaldaliđur ríkissjóđs. Heilbrigđismál snerta einnig mikilvćgustu hagsmuni hvers einstaklings. Ţrátt fyrir augljóst mikilvćgi málaflokksins er víđa pottur brotinn í heilbrigđismálum ţjóđarinnar sem ţó er sú sjötta ríkasta í heimi.
Heildarútgjöld Landspítala-háskólasjúkrahúss eru um 25 milljarđar króna á ári. Til samanburđar kosta um allir framhaldsskólar landsins um 10 milljarđa króna á ári. Hallarekstur Landspítalans hefur veriđ viđvarandi og fyrir áriđ 2003 stefndi hallinn vel á annan milljarđ króna án fjárauka. Viđ blasir ađ núgildandi kerfi međ stökum tímabundnum plástrum gengur engan veginn upp.
Samkeppni í lyfjamálum
Fólk ţarf ađ átta sig á ţví ađ núverandi fjármagn dugar einfaldlega ekki fyrir ţeirri ţjónustu sem spítalinn veitir. Annađhvort ţarf ađ auka fjármagn eđa breyta ţjónustunni. Í raun ţarf ađ gera hvoru tveggja. Til ađ byrja međ ţarf ađ skilgreina ítarlega hvert hlutverk Landspítala-Háskólasjúkrahúss á ađ vera. Fara verđur yfir lögbundiđ hlutverk spítalans og hvert hiđ ćskilega og raunhćfa hlutverk hans sé. Ţađ er ekki gefiđ ađ Landspítalinn eigi ađ sinna allri ţeirri ţjónustu sem hann gerir nú. Hugsanlega er spítalinn ađ vinna verk sem eiga betur heima annars stađar, s.s. hjá heilsugćslunni.

Ná ţarf sömuleiđis niđur lyfjakostnađi en samanburđur viđ lyfjaverđ í nágrannaríkjum sýnir ađ ţađ er hćgt. Lyfjakostnađur spítalans er um 6,5 milljón krónur á degi hverjum. Taka ţarf upp raunverulega samkeppni viđ sölu lyfja til heilbrigđisstofnana en nú búa ţćr viđ óeđlilegt samkeppnisumhverfi lyfsala sem leiđir af sér dýrari lyf en ella. Regluverkiđ virđist einnig oft vera miđađ fremur ađ ţörfum lyfsala en viđ hag heilbrigđisstofnanna, s.s. ađ ţví er varđa merkingar o.fl.

Stytta ţarf biđlista sem eru einfaldlega dýrir, ekki einungis fyrir ţá sem fyrir biđinni verđa heldur einnig fyrir ţjóđfélagiđ allt. Ţađ ćtti ţví ađ vera auđsótt mál ađ hreinsa ţá upp ef ađeins er litiđ á krónur, aura og hagkvćmni.
Skođa breytt rekstarform
Launakostnađur er um 65% af heildarútgjöldum Landspítalans og ţví skipta starfsmanna- og kjaramál miklu máli fyrir afkomu spítalans. Ná ţarf böndum yfir starfsmannafjölda og forđast kostnađarsamar kjaradeilur, ţó hefur margt jákvćtt gerst í ţeim málum undanfarin misseri.

Skođa verđur međ opnum huga breytt rekstarform í heilbrigđisţjónustunni. Jafnframt ţessu verđur ţó ađ tryggja fullt ađgengi allra einstaklinga ađ heilbrigđisţjónustunni óháđ efnahag. Breytt rekstrarform getur ţó vel veriđ lausn á ýmsum vanda heilbrigđisţjónustunarinnar.

Einnig ţarf ađ huga ađ ţví ađ láta fjármagn ríkisvaldsins fylgja sjúklingunum í mun meiri mćli en nú er gert en svipuđ ađferđarfrćđi hefur veriđ tekin upp í menntakerfinu hvađ varđar nemendur. Međ ţví ćtti ađ fást betri nýting mannafla og tćkja og meiri skilvirkni í ţjónustu heilbrigđisstofnana og jafnvel samkeppni á milli ţeirra. Sjúkrahús Suđurlands ćtti t.d. ađ geta bođiđ höfuđborgarbúum upp á ákveđna ţjónustu og fengiđ fjármagn frá ríkisvaldinu í samrćmi viđ ţá ţjónustu. Samhliđa slíkum breytingum ţarf ţó ađ ljúka ađ kostnađargreina heilbrigđisţjónustuna.

Fćra á ţjónustu heilsugćslu og öldrunarţjónustu til sveitarfélaga enda hefur ţađ tekist vel ţar sem ţađ hefur veriđ gert. Í ţví sambandi mćtti hugsa sér ađ bćjarfélagiđ ţyrfti ađ standa straum af kostnađi viđ ađ legu sjúklinga, s.s. eldri borgara, á sjúkrahúsum eftir ađ međferđ ţeirra lýkur ţar. Viđ ţađ myndast hvati hjá bćjarfélögum ađ byggja hjúkrunarheimili ţar sem hvert rúm er margfalt ódýrara en rúm á sjúkrahúsum. Nú er of hátt hlutfall sjúkrahúsrúma notuđ til ađ sinna einstaklingum sem ćttu frekar heima á hjúkrunarheimilum ásamt allt of löngum biđlista eftir plássi á hjúkrunarheimilum.

Skođa ber einnig ţá kosti ađ hafa hjúkrunarheimili í stćrri einingum en nú er gert. Viđ slíkt myndast forsendur fyrir stćrđarhagkvćmni og samnýtingu á ţjónustu s.s. íţróttaađstöđu, félagsstarf, endurhćfingu o.s.frv. Ţjónustuíbúđir aldrađa ćttu einnig heima á slíku svćđi og myndu íbúar ţeirra njóta góđs af umrćddri ţjónustu. Ţörfum maka sem ţurfa á mismikilli umönnun vćri einnig mćtt međ nálćgđ ţjónustuíbúđa aldrađa viđ hjúkrunarheimili.
Grunnskylda samfélagsins
Ţađ kemur á óvart viđ ađ heimsćkja sjúkrastofnanir á Íslandi hve mikiđ er um gjafir frá einstaklingum og félagasamtökum. Hjá mörgum heilbrigđisstofnunum hafa flest tćki og búnađur veriđ keypt fyrir gjafafé. Heilbrigđisţjónusta á Íslandi vćri ekki sjón ađ sjá án velvilja einstakra Íslendinga síđustu áratugi. Ţótt Íslendingar hafi sýnt mikla gjafmildi í garđ heilbrigđisţjónustunnar ţarf ţví miđur meira til. Velferđarkerfi, sem býr viđ forgangsröđun núverandi ríkisstjórnar, ţarf sem aldrei fyrr á venjulegum borgurum ađ halda. Ţađ ţarf ţví ţjóđarátak til ađ koma heilbrigđismálum ţjóđarinnar á réttan kjöl. Sérstaklega ţegar breytt aldurssamsetning ţjóđarinnar er höfđ í huga. Samkvćmt Hagfrćđistofnun Háskóla Íslands mun hlutfall eldri borgara miđađ viđ ţá sem eru á vinnualdri tvöfaldast nćstu 50 árin.

Ţađ er grunnskylda samfélagsins ađ sinna sjúkum og slösuđum samborgurum sómasamlega ásamt ţví ađ tryggja viđunandi úrrćđi fyrir aldrađa. Á međan ţessir hlutir eru í ólestri ţá getur ríkisvaldiđ erfiđlega réttlćtt önnur útgjöld.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband