Bloggfćrslur mánađarins, maí 2008

Hvađ hefur ríkisstjórnin gert í velferđarmálum?

Mér finnst fólk ekki vera sanngjarnt ţegar ţađ segir ađ ný ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstćđisflokks hafi ekki gert sitt í velferđarmálum á ţessu tćpa ári síđan ríkisstjórnin tók viđ völdum. Auđvitađ veit ég ađ margt er enn ógert en ef viđ lítum yfir nokkra mikilvćga áfanga sem hafa veriđ teknir í velferđarmálum ţá sést áţreifanlegur árangur.

1. Lífeyrisgreiđslur almannatrygginga hafa hćkkađ um 7,4% á ţessu ári eđa um 9.400 krónur til ţeirra sem ađeins fá óskertar greiđslur úr almannatryggingum. Ţessu til viđbótar verđur öllum öldruđum, sem ekki njóta a.m.k. 25.000 króna greiđslu úr lífeyrissjóđi nú ţegar, tryggđ sérstök kjarabót sem jafngildir 25.000 króna greiđslu úr lífeyrissjóđi á mánuđi. Ţessi greiđsla kemur sérstaklega vel ţeim sem í dag njóta einungis slíkra bóta. Ţegar tekiđ hefur veriđ tillit til ţess ađ fjárhćđin skerđir ađrar bćtur jafngildir ţessi fjárhćđ ríflega 15.000 krónum fyrir skatta sem kemur til viđbótar ţeim 9.400 krónum sem 7,4% hćkkun lífeyrisgreiđslna skilar til ţessa hóps sem býr viđ verst kjörin, samtals ríflega 24.400 krónur fyrir skatta á mánuđi.

2. Skerđing bóta vegna tekna maka var ađ fullu afnumin 1. apríl. Sem dćmi má nefna ellilífeyrisţega sem hefur 1.000.000 króna í lífeyrissjóđstekjur og maki hans hefur 6.000.000 króna í atvinnutekjur. Bćtur ellilífeyrisţegans munu í júlí verđa um 54.000 krónum hćrri á mánuđi en ţćr voru í desember. Alls munu um 5.800 lífeyrisţegar uppskera hćrri bćtur viđ ţessa breytingu, ţ.e. um 3.900 öryrkjar og um 1.900 ellilífeyrisţegar.

3. Búiđ er ađ setja 90.000 króna frítekjumark á fjármagnstekjur á ári til ađ draga úr of- og vangreiđslum tekjutengdra bóta. Um 90% ellilífeyrisţega og um 95% örorkulífeyrisţega hafa fjármagnstekjur undir ţessum mörkum. Ef horft er til reynslu undanfarinna ára má reikna međ ađ 7–8.000 lífeyrisţegar komist hjá skerđingum vegna ţessara ađgerđa.

4. Vasapeningar til tekjulausra vistmanna hafa hćkkađ um tćplega 30%.

5. Skerđingarhlutfall ellilífeyris hefur veriđ lćkkađ úr 30% í 25%

6. Ţá mun frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisţega 67–70 ára verđa hćkkađ í 100.000 krónur á mánuđi frá 1. júlí . Ţetta ţýđir ađ ellilífeyrisţegar geta aflađ sér tekna af atvinnu upp ađ 1.200.000 krónum á ári án ţess ađ ţađ hafi áhrif til skerđingar á lífeyrisgreiđslur ţeirra í stađ 327.000 króna áđur. Sem dćmi um áhrif ţessarar breytingar á bćtur ellilífeyrisţega má nefna ađ lífeyrisgreiđslur til einhleyps ellilífeyrisţega, sem hefur 1.200.000 krónur í árslaun af atvinnu, munu hćkka um liđlega 46.000 krónur á mánuđi frá desember 2007.

7. Tekjutenging launatekna 70 ára og eldri viđ lífeyri almannatrygginga hefur veriđ ađ fullu afnumin.

8. Hinn 1. júlí mun einnig verđa sett 300.000 króna frítekjumark á lífeyrisgreiđslur örorkulífeyrisţega. Sem dćmi má nefna ađ ef örorkulífeyrisţegi og maki hans hafa hvor um sig 1.000.000 króna í lífeyrissjóđstekjur á ári hćkka bćtur örorkulífeyrisţegans um tćplega 7.000 krónur á mánuđi frá febrúar međ hćkkun bóta og síđan aftur um tćplega 10.000 krónur í júlí vegna áhrifa frítekjumarksins, alls um 17.000 krónur á mánuđi ef miđađ er viđ desember síđastliđinn. Ef um er ađ rćđa örorkulífeyrisţega, sem býr einn og er međ 1.000.000 króna á ári í lífeyrissjóđstekjur, hćkka bćtur hans um tćplega 23.500 krónur á mánuđi milli mánađanna desember 2007 og júlí 2008. Um helmingur allra örorkulífeyrisţega eđa um 7.000 manns mun njóta frítekjumarksins í formi hćrri bóta frá Tryggingastofnun.

9. Hinn 1. júlí mun aldurstengd örorkuuppbót einnig hćkka. Ţannig mun einstaklingur sem metinn var til örorku 24 ára gamall fá 100% uppbót eftir breytinguna í stađ 85% nú. Alls munu um 12.000 örorku- og endurhćfingarlífeyrisţegar njóta hćkkunarinnar.

10. Um nćstu áramót verđur afnumin hin ósanngjarna skerđing lífeyrisgreiđslna vegna innlausnar séreignarsparnađar. 

11. Sérstök nefnd er ađ móta tillögur um lágmarksframfćrsluviđmiđ í almannatryggingarkerfinu og á ađ skila eigi síđar en 1. júlí.

12. Um áramótin tóku gildi ný lög sem fela í sér mikilvćgar breytingar á greiđslum til foreldra langveikra eđa alvarlega fatlađra barna. Helstu breytingar eru um tekjutengdar greiđslur til foreldra sem hafa veriđ á vinnumarkađi áđur en barn ţeirra greindist langveikt eđa alvarlega fatlađ. Greiđslurnar nema 80% af međaltali heildarlauna foreldra yfir tiltekiđ viđmiđunartímabil, en ţetta fyrirkomulag er sambćrilegt greiđslum í fćđingarorlofi. Taliđ er ađ foreldrar um 200 barna muni nú nýta sér ţessar greiđslur árlega í stađ fćrri en 10 á síđasta ári.

13. Ţá hefur veriđ ákveđiđ ađ hćkka skattleysismörkin um 20.000 krónur á kjörtímabilinu fyrir utan verđlagshćkkanir .

14. Komugjöld á heilsugćslu fyrir börn hafa veriđ afnumin.

15. Skerđingarmörk barnabóta verđa hćkkuđ um 50%.

16. Hámark húsaleigubóta verđa hćkkađ um 50%.

17. Eignaskerđingarmörk vaxtabóta verđa hćkkuđ um 35%.

18. Stimpilgjöld afnumin fyrir fyrstu kaupendur.

19.  Ný jafnréttislög hafa veriđ sett.

20.  Fyrsta ađgerđaráćtlun fyrir börn samţykkt - Unga Ísland samţykkt.

Og viđ erum bara búin ađ vera tćpt ár í ríkisstjórn...


mbl.is Eldri borgarar fá uppbót
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Eina landiđ sem hefur afnumiđ fyrningarfresti í kynferđisbrotum gegn börnum

Kynferđisbrot gegn börnum eru ţjóđarmein sem krefjast fullrar athygli allra í samfélaginu. Viđ eigum aldrei ađ sćtta okkur viđ slík brot sem rústa lífi fjölmargra einstaklinga. Ţess vegna skiptir svo miklu máli ađ löggjöfin í landinu um ţessi brot séu međ fullnćgjandi hćtti. Eins og margir muna ţá tókst okkur eftir talsverđa baráttu ađ afnema fyrningarfresti í alvarlegustu kynferđisbrotum gegn börnum. Ég held ađ viđ séum eina ţjóđin í heimi sem hefur tekiđ ţetta mikilvćga skref en ég hef yfirlit yfir fyrningarreglur fjölmargra ţjóđa.

Mjög margir tóku ţátt í baráttunni fyrir afnámi fyrningarfresta í kynferđisafbrotum gegn börnum en ţađ er skemmst frá ţví ađ minnast ađ Samtökin Blátt áfram söfnuđu 23.000 undirskriftum til stuđnings á frumvarpi mínu sem var um afnám slíkrar fyrningar. Sá skýri vilji almennings sem birtist á sínum tíma skipti sköpum í baráttunni ađ koma málefninu í gegnum ţingiđ.

Samkvćmt gömlu lögunum var fyrningarfresturinn í kynferđisbrotum gegn börnum frá 5 árum upp í 15 ár og byrjađi fresturinn ađ líđa ţegar ţolandinn var orđinn 14 ára. Ţví voru öll kynferđisafbrot gegn börnum fyrnd ţegar ţolandinn hafđi náđ 29 ára aldri.

En eftir breytinguna sem viđ náđum í gegn í fyrra eru alvarlegustu kynferđisbrotin gegn börnum nú orđin ófyrnanleg og fyrningarfresturinn í öđrum kynferđisbrotum gegn börnum hefur veriđ lengdur.

Ţví miđur er ekki hćgt ađ hafa slíka löggjöf afturvirka gagnvart brotum sem eru nú ţegar fyrnt. Ţó er mikilvćgt ađ hafa í huga ađ nýju fyrningarreglurnar gilda í ţeim brotum sem voru framin fyrir gildistöku nýju laganna ef fyrningarfresturinn var ekki ţegar hafinn. Ţ.e.a.s. ef ţolandinn var undir 14 ára aldri viđ samţykkt nýju laganna í mars 2007 eđa brotin voru enn ađ viđgangast á ţeim tíma.


mbl.is Grunađur um kynferđisbrot gagnvart 5 börnum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sem betur fer rćđur Framsókn ekki lengur

Ţađ er mikiđ fagnađarefni ađ hjartalćknar eru nú aftur komnir á samning viđ Tryggingarstofnun. En ţegar hjartalćknar fóru út af samningi á síđasta kjörtímabili gerđum viđ í Samfylkingunni mikinn ágreining út af málinu eins og má sjá hér og ennfremur hér.

Viđ töldum ađ međ ţessu vćri ţáverandi heilbrigđisráđherra, Siv Friđleifsdóttir, ađ feta mjög hćttulega leiđ ađ tvöföldu heilbrigđiskerfi sem Samfylkingin gćti aldrei sćtt sig viđ. Ţetta nýja kerfi sem Framsóknarflokkurinn innleiddi hvađ varđar ţjónustu hjartalćkna bauđ hćttunni heim á mismunun á grundvelli efnahags, jók óhagrćđi og tvíverknađ og kostnađ fyrir sjúklinga. Ţessi leiđ skapađi einnig hćttulegt fordćmi fyrir ađrar heilbrigđisstéttir sem gćtu séđ einhver tćkifćri í ađ vera samningslaus. Ţetta var ţví vont kerfi fyrir alla ađila enda harđlega gagnrýnt af fjölmörgum ađilum.

Og ţegar ţáverandi heilbrigđisráđherra var spurđur um framtíđ ţessa fyrirkomulags svarađi hún á ţann veg: „Er ţetta kerfi komiđ til ađ vera? Já, ég tel ađ ţađ sé komiđ til ađ vera um einhvern tíma.“

En sem betur fer réđ ţessi stefna Framsóknarflokksins ekki lengur ţar sem nú hefur heilbrigđisráđherra nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstćđisflokks, leyst ţetta mál međ farsćlum hćtti ţar sem tryggt er ađ hjartalćknar komi aftur á samning. Jafnrćđi hefur ţví veriđ tryggt á nýjan leik enda er ţađ rauđi ţráđurinn í heilbrigđisstefnu ţessarar ríkisstjórnar.


Af hverju inn í ESB?

Ţađ er ţekkt stađreynd ađ stjórnarflokkarnir hafa ólíka stefnu um ađild Íslands ađ Evrópusambandinu enda eru ţetta tveir ólíkir flokkar. Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstćđisflokks ćtlar hins vegar ekki ađ skila auđu í Evrópumálunum.

Ríkisstjórn Sjálfstćđisflokks og Samfylkingar hefur ţví sett á laggirnar nefnd um ţróun Evrópumála. Ţessa nefnd leiđum viđ Illugi Gunnarsson en í nefndinni sitja einnig fulltrúar stjórnmálaflokka, ASÍ, BSRB, SA og Viđskiptaráđs Íslands.

Verkefni Evrópuvaktarinnar
Markmiđ nefndarinnar er í fyrsta lagi ađ fylgja eftir tillögum Evrópunefndar frá mars 2007 um aukna hagsmunagćslu tengdri Evrópustarfi. Í öđru lagi á hún ađ framkvćma nánari athugun á ţví hvernig hagsmunum Íslendinga verđi best borgiđ í framtíđinni gagnvart Evrópusambandinu, á grunni niđurstađna Evrópunefndar. Í ţriđja lagi mun nefndin fylgjast međ ţróun mála í Evrópu og leggja mat á breytingar út frá hagsmunum Íslendinga.

Samfylkingin hefur hins vegar komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ hagsmunum Íslendinga er betur borgiđ innan ESB frekar en utan. Ađ mínu mati er ţađ ađ sama skapi engin tilviljun ađ nánast allir ţjóđir Evrópu eru annađhvort ađilar ađ ESB eđa hafa sótt um ađild.

Kostir ađildar
Í stuttu máli mćtti segja ađ helstu kostirnir viđ ađild eru aukin áhrif, lćgra matvćlaverđ, aukinn stöđugleiki, lćgri vextir, sanngjarnara landbúnađarkerfi, auknar erlendar fjárfestingar, minni gengisáhćtta og gengissveiflur, lćgri skólagjöld erlendis, minni viđskiptakostnađur og bćtt félagsleg réttindi. Ekki má gleyma ađ Íslendingar eru evrópsk ţjóđ sem á heima í samfélagi annarra Evrópuţjóđa.

Nú ţurfum viđ ađ taka yfir stóran hluta af lykillöggjöf ESB án ţess ađ hafa neitt um löggjöfina ađ segja. Um daginn var okkur í viđskiptanefnd Alţingis sagt af embćttismönnum ađ viđ gćtum ekki breytt frumvarpi sem var til međferđar hjá nefndinni nema hugsanlega heiti laganna. Ekki er ţetta beysiđ fyrir eina elstu lýđrćđisţjóđ í heimi.

Og varđandi meint áhrifaleysi Íslendinga innan ESB sýnir reynslan ađ smáríkjum hefur vegnađ vel innan ESB. Í ţessu sambandi minni ég á ađ ţingmenn Evrópuţingsins skipa sér í hópa eftir stjórnmálaskođunum en ekki eftir ţjóđerni. Ţessi stađreynd hefur allnokkra ţýđingu.

New York og Nebraska
Efnahagslegir kostir ađildar ćttu einnig ađ vera ljósir. ESB er stćrsta viđskiptablokk í heimi og um 70% af utanríkisviđskiptum Íslands eru viđ ríki ESB og EES.

Fróđlegt er ađ hagţróun ţeirra ríkja ESB sem bjuggu viđ ólíkari hagsveiflu en ţá sem mátti finna hjá meginţorra ESB-ríkjanna hefur ekki fariđ úr böndunum viđ upptöku evrunnar. Vitaskuld hafa hagsveiflur veriđ mismunandi á milli svćđa ţótt ţau hafi notađ sama gjaldmiđil. Hagsveiflan er ekki heldur sú sama í New York og Nebraska sem ţó nota bćđi dollarinn. Ţađ er ekki einu sinni sama hagsveiflan í Reykjavík og Raufarhöfn.

En hafi fólk hins vegar áhyggjur af sjálfstćđi ţjóđarinnar viđ ţađ ađ vera ađilar ađ ESB ţá varpa ég fram ţeirri spurningu hvort fólk telji ađ Danir, Frakkar eđa Írar séu ekki sjálfstćđar ţjóđir en ţessar ţjóđir hafa veriđ heillengi í ESB?

Hvađ međ sjávarútveginn?
Margir nefna sjávarútvegsstefnu sem röksemd gegn ađild. Í ţví sambandi verđur ađ hafa ţá grundvallarstađreynd í huga ađ sjávarútvegsstefna ESB byggist á veiđireynslu og ţar sem ekkert ríkja ESB hefur veitt svo neinu munar í íslenskri landhelgi undanfarna tvo áratugi hafa ríki Evrópusambandsins engan rétt til ađ veiđa í íslenskri lögsögu. Skilyrđi um veiđireynslu er Íslendingum sannarlega ekki óhagstćtt.

Um fjárfestingar útlendinga má hins vegar velta ţví fyrir sér hvort ţađ sé svo slćmt ađ fá erlent fjármagn inn í íslenskan sjávarútveg ţegar unnt er ađ tryggja, samkvćmt niđurstöđum Evrópudómstólsins, ađ fyrirtćkin hafi raunveruleg efnahagsleg tengsl viđ ţađ svćđi sem reiđir sig á veiđarnar. Sumir telja ţađ betra ađ fá erlent fjármagn í formi hlutafjár í íslensk sjávarútvegsfyrirtćki heldur en erlent lánsfé.

Breytum stjórnarskránni
Ţađ er grundvallarafstađa Samfylkingarinnar ađ Ísland eigi ađ sýna metnađ í samskiptum viđ önnur ríki. Í ţví felst međal annars ađ taka fullan ţátt í Evrópusamstarfinu. En óháđ hugsanlegri ađild ađ ESB ţá er hins vegar tímabćrt ađ huga ađ breytingu á stjórnarskránni hvađ varđar valdaframsal.

Enn er stađan sú í íslenskum stjórnmálum ađ ekki er samstađa um ađild ađ Evrópusambandsađild en ég hef ţá trú ađ ţetta kunni ađ breytast, fyrr en síđar. Mikilvćgast af öllu er ţó sú stađreynd ađ ţađ verđur íslenska ţjóđin sem mun hafa síđasta orđiđ ţegar kemur hugsanlegri ađild Íslands ađ ESB.


Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband