Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
29.8.2007 | 09:44
Markmiðið að Samfylkingin bjóði fram í eigin nafni sem víðast
Í síðustu viku heimsótti ég flokksfólk á Ísafirði og ræddum við um frekari uppbyggingu flokksins á því svæði. Mikill hugur er í Samfylkingarfólki á Vestfjörðum og var gaman að hitta félaga sína. Bæjarstjórinn á Bolungarvík var sömuleiðis heimsóttur og voru málin rædd yfir kaffibolla. Þá hittum Páll Stefánsson, ljósmyndara með meiru, fyrir tilviljun á Bolungarvík og dreif hann okkur upp á Bolafjall en útsýnið á þeim stað er geysilega fallegt eins og gefur að skilja. Annars var afskaplega gaman að hlusta á Pál segja frá hinum og þessum uppákomum sem hann hefur lent í, ekki síst í Afríku þar sem hann er talsvert við störf. Það er nokkuð ljóst að ljósmyndaferill Páls er einstakur.
Í næstu viku er síðan stefnan tekin á Snæfellsnesið en Samfylkingin þarf að styrkja stöðu sína á því svæði. Þrátt fyrir allt er Samfylkingin enn ungur flokkur og því er margt ennþá ógert í flokkstarfinu. Fyrir utan að hafa virkt og skemmtilegt flokkstarf þá tel ég æskilegt að flokkurinn bjóði víðast fram í eigin nafni en staðbundnar aðstæður geta þó í sumum tilfellum komið í veg fyrir það. En markmiðið hlýtur þó að vera sjálfstæð Samfylkingarframboð á sem flestum stöðum á landinu.
Annars er ljóst að Norðvesturkjördæmi er erfitt kjördæmi í ýmsum skilningi þess orðs. Í fyrsta lagi eru vegalengdirnar innan kjördæmisins gríðarlegar. Í öðru lagi þá hefur uppgangur síðustu ára ekki skilað sér nægilega vel í kjördæmið. Í þriðja lagi eru samgöngur og fjarskipti á þessu svæði langt frá því að vera fullnægjandi. Í fjórða lagi hefur kjördæmið orðið fyrir nokkrum áföllum, bæði vegna fólksfækkunar en einnig vegna niðurskurðar í sjávarútvegi. Og svona mætti lengi telja áfram.
En hugur heimamanna er bjartur. Í þessari ferð heyrðum við margar raddir sem töldu uppbyggingu háskóla á Vestfjörðum vera heillaráð. Það er hugmynd sem ég held að við ættum að skoða í mikilli alvöru. Menntun er besta byggðastefnan en þó þarf einnig að hafa í huga aðstæður og hagsmuni þeirra sem huga ekki að langskólanámi.
Ég er einnig á því að það þarf að fara setja meiri þunga í málefnin sem lúta að tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Það gengur ekki að sveitarfélög lepji dauðann úr skel á sama tíma og kröfurnar um aukna þjónustu aukast sífellt. Við þurfum því að auka tekjustofna sveitarfélaga samhliða auknum verkefnum. Það þarf að efla nærsamfélagið á Íslandi til muna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
27.8.2007 | 11:29
Mafíur og skattleysi
Í upphafi vinnuvikunnar langar mig að benda lesendum á tvær fróðlegar greinar. Sú fyrri er eftir formann Ungra jafnaðarmanna, Magnús Má Guðmundsson, og er um Klúbbsmálið svokallaða. Er skyldulesning fyrir alla sanna unnendur reifarakenndra frásagna með pólitísku ívafi.
Sú seinni er eftir annan formann úr okkar röðum, formann Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, Agnar Helgason, en hann skrifar um skattlausa árið og áhrif þess á mannskepnuna.
25.8.2007 | 12:19
Ráðumst að rót vandans
Mér finnst umræðan um skólabúninga oft ekki snúast um aðalatriðið. Það er sagt að ein af meginástæðunum fyrir skólabúningum sé sá efnahagslegi munur sem er á nemendunum. En með þessari nálgun erum við að gleyma aðalatriðinu sem er fátækt barna. Fátækt barna á ekki að vera liðin en í samtölum mínum við reynslumikla kennara hefur komið fram að þeir séu að skynja æ meiri efnamun á milli barna. Auðvitað eru allar aðgerðir jákvæðar sem hugsanlega draga úr einelti en það breytir því ekki að við þurfum að ráðast að rót vandans en ekki fela vandann með skólabúningum.
Það var því afar ánægjulegt að ný ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks gerði það eitt af sínum fyrstu verkum að samþykkja aðgerðaráætlun í þágu barna en slíkt hafði aldrei verið gert áður. Þar er tekið á mýmörgu sem snýr að hagsmunum barna og fjölskyldna og m.a. annars að fátækt barna.
Má þar nefna eftirfarandi aðgerðir:
Barnabætur tekjulágra fjölskyldna verða hækkaðar.
Aðgengi allra barna og ungmenna að íþróttum og félagsstarfi, ekki síst þeirra er búa við veikan fjárhag, verður bætt.
Fæðingarorlof lengt í 12 mánuði.
Tannvernd barna verður bætt með gjaldfrjálsu eftirliti og auknum niðurgreiðslum.
Nemendur í framhaldsskólum skulu njóta stuðnings til kaupa á bókum og öðrum námsgögnum.
Þá segir einnig í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnarinnar að málefni barna séu forgangsmál ríkisstjórnarinnar og að skattleysismörk verði hækkuð. Þá ætlar ríkisstjórnin vinna að endurskoðun á skattkerfi og almannatryggingum til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks sem er löngu tímabært.
Þessar aðgerðir munu bæta hag barnafjölskyldna og vinna gegn fátækt barna sem á að vera ólíðandi í sjötta ríkasta landi í heimi.
Flestir vilja vera í skólabúningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2007 | 13:15
Biblían og samkynhneigðir
Stundum verða athyglisverðar umræður í athugasemdakerfi bloggsins. Yfirleitt er hent inn stuttum athugasemdum en stundum heilu greinunum. En það er gaman að geta fylgst með viðbrögðum lesenda sem geta verið á alla kanta og stundum alls engin. Færsla mín frá síðasta þriðjudegi um réttindi samkynhneigðra og kirkjuna hefur vakið viðbrögð frá nokkrum útvöldum lesendum. Ég hvet áhugasama til að kíkja á, svona fyrir helgina, hvað er gerast þarna.
23.8.2007 | 13:22
Lækkum verðlag og kostnað
Það ætti að vera baráttumál allra að almenningur í landinu fái greidd mannsæmandi laun. En það er ekki síður mikilvægt að fólkið eigi kost á vörum og þjónustu á sanngjörnu verði. Það er hin hliðin á kjarabaráttunni og að mínu viti einn mikilvægasti þáttur kjarabaráttu nútímans.
Það gengur ekki að bjóða fólkinu í landinu eitt hæsta verð á matvælum, lyfjum, og bensíni í heimi og þá háu vexti sem allir þekkja. Við þurfum að ná íslensku verðlagi og ýmsum daglegum kostnaði almennings niður.
Við þurfum sömuleiðis að létta af þjóðinni úreltum gjöldum, s.s. vörugjöldum, tollum og stimpilgjaldi. Við þurfum einnig að auka niðurgreiðslur á nauðsynlegri þjónustu. Má þar nefna leikskólagjöld, tannlæknakostnað og námskostnað barna.
Þetta er verkefni margra aðila í samfélaginu. Hið opinbera, bæði ríki og sveitarfélög, gegna hér lykilhlutverki. Nýr ríkisstjórnarmeirihluti hefur nú þegar skuldbundið sig til lækka verð til neytenda og bæta kjör þeirra hópa sem standa höllum fæti.
Þessi ríkisstjórn mun einnig afnema stimpilgjöld og endurskoða vörugjöld og beita sér markvisst fyrir lægri verðbólgu og lægri vöxtum. Þá mun ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks bæta tannvernd barna með gjaldfrjálsu eftirliti og auknum niðurgreiðslum á tannviðgerðum barna ásamt því að tryggja að nemendur í framhaldsskólum fái stuðning til kaupa á námsgögnum.
Auðvitað getur ríkisvaldið gert enn meira í þessum efnum en ný ríkisstjórn mun þó að leggja talsvert að mörkum til að hægt sé gera lífið ódýrara á Íslandi. En eftir stendur að atvinnurekendur, verslunareigendur og innflytjendur átti sig á því að verkefnið í þessum efnum er ekki síður hjá þeim. Hér þurfa allir að leggjast á eitt.
21.8.2007 | 15:35
Gefum engan afslátt af mannréttindum
Það er ánægjulegt að stuðningur presta Þjóðkirkjunnar við að fá heimild til að framkvæma staðfesta samvist sé talsverður. Í mínum huga er hins vegar skoðun einstakra presta á málinu ekki aðalatriðið. Þetta er spurning um jafnræði og mannréttindi. Og við eigum ekki að gefa neinn afslátt af slíku. Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks mun því afnema þessa mismun sem enn ríkir á milli samkynhneigðra og gagnkynhneigðra.
Meirihluti presta hlynntur heimild til að staðfesta samvist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.8.2007 | 11:52
Raunhæf og marktæk fjárlög
Það ber að taka alvarlega þær fréttir að fjöldi ríkisstofnana fari ekki eftir lögum landsins þegar kemur að útgjöldum þeirra. Þessar fréttir eru ekki síður umhugsunarverðar í ljósi þess að þær hafa verið að heyrast reglulega undanfarin ár. Auðvitað er það á ábyrgð stjórnmálamannanna að ákveða raunhæfar fjárheimildir fyrir viðkomandi stofnanir.
Við höfum oft gagnrýnt að samþykkt séu fjárlög sem geta ekki staðist. Því þarf að breyta. Ég tel hyggilegt að fjárlagavinnan verði endurskoðuð svo að fjárlögin verði marktæk. En það breytir því ekki að forstöðumönnum ríkisstofnana ber að fara eftir fjárlögum enda eiga þeir ekki að hafa val um eitthvað annað.
En hluti af vandanum gæti verið sá að forstöðumenn ríkisstofnana átta sig á því að afleiðingarnar við að fara fram úr fjárheimildum eru litlar sem engar. Ráðherrarnir þurfa sömuleiðis á átta sig á því að kröfur þeirra um þjónustu ríkisstofnana þurfa að vera í samræmi við það fjármagn sem viðkomandi stofnanir fá.
Ég fagna því viðbrögðum Gunnars Svavarssonar, formanns fjárlaganefndar, um að fjárlaganefndin muni fylgja þessu máli af fullum krafti og ég treysti honum fyllilega til að halda þannig á málum að hér verði talsverð bragarbót.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2007 | 15:21
Loksins heim
Það er mikið gleðiefni að Aron Pálmi skuli loksins vera orðinn frjáls maður. Fyrir utan hinn mannlega harmleik sem þetta mál er þá er það einnig mikill áfellisdómur yfir bandarísku dómskerfi. Hvernig getur siðmenntuð þjóð talið það vera réttlætanlegt að dæma einstakling í 10 ára fangelsi fyrir brot sem hann framdi þegar hann var 11 ára gamall? Enginn glæpur réttlætir slíkan dóm yfir barni.
Á sínum tíma beittu íslenskir embættismenn sér talsvert í málinu enda um íslenskan ríkisborgara að ræða. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, fór meira að segja til Texas til að reyna að liðka fyrir málinu. Á þessum tíma var það einnig mat hlutaðeigandi að hugsanlegt væri hægt að beita pólitískum þrýstingi til að reyna að fá strákinn heim.
Þess vegna tók ég mál Arons Pálma upp á Alþingi 10. mars 2004 og kallaði eftir afskiptum utanríkisráðherra. Því miður báru þær tilraunir ekki árangur.
En nú er loksins sú stund runnin upp að Aron Pálmi getur um frjálst höfuð strokið. Það er einnig fagnaðarefni að sérstakur stuðningshópur hér á landi mun aðstoða Aron Pálma þegar hann kemur heim til Íslands.
Aron Pálmi frjáls maður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.8.2007 | 10:58
Þegar þér dettur ekkert í hug að blogga um
Þegar ekki fer mikið fyrir góðum hugmyndum að bloggi þá er alltaf traust að blogga um veðrið (reyndar má einnig blogga um sérhverja fréttafærslu á mbl.is sem er víst líklegt til vinsælda eins og dæmið sannar). En veðrið er alltaf vinsælt umræðuefni.
Ég var annars að pæla í því að það er eins og veðurguðirnir hafi verið stilltir inn á þá lífseigu skoðun Íslendinga að eftir verslunarmannahelgina sé sumarið búið og haustið hafið. Reyndar sér maður nokkrar örvæntingarfullar tilraunir sumra félaga manns sem neita að horfast í augun við veruleikann og finnst það vera helber dónaskapur að kveða sumarið í kútinn með þessum hætti.
Mér er allavega búið að vera ískalt síðustu daga en það er kannski leið hinnar íslensku náttúru til að láta landann skipta um gír og fara að vinna á ný.
9.8.2007 | 11:48
Hvenær ertu tilbúinn að eyða helmingi meira?
Ég get tekið undir að mér finnst þessi framtíðarsýn um peningalaust hagkerfi spennandi. Íslenskt samfélag hefur allt að bera til að verða slíkt samféleg. Reyndar sá ég um daginn að samkvæmt bandarískum rannsóknum er neytandinn tilbúinn að kaupa fyrir allt að helmingi hærri upphæð notist hann við kreditkort frekar en peninga.
Þetta rímar ágætlega við besta sparnaðarráðið sem ég hef séð, en fer ekki sjálfur eftir frekar en íslenska þjóðin, en það er að nota frekar peninga en kort. Þetta varpar kannski einhverju ljósi á skuldastöðu íslenskra heimila en eins og alþjóð veit þá erum við ein skuldugasta þjóð í heimi.
Peningalaust hagkerfi eftir 15 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa