Þegar þér dettur ekkert í hug að blogga um

Þegar ekki fer mikið fyrir góðum hugmyndum að bloggi þá er alltaf traust að blogga um veðrið (reyndar má einnig blogga um sérhverja fréttafærslu á mbl.is sem er víst líklegt til vinsælda eins og dæmið sannar). En veðrið er alltaf vinsælt umræðuefni.

Ég var annars að pæla í því að það er eins og veðurguðirnir hafi verið stilltir inn á þá lífseigu skoðun Íslendinga að eftir verslunarmannahelgina sé sumarið búið og haustið hafið. Reyndar sér maður nokkrar örvæntingarfullar tilraunir sumra félaga manns sem neita að horfast í augun við veruleikann og finnst það vera helber dónaskapur að kveða sumarið í kútinn með þessum hætti.

Mér er allavega búið að vera ískalt síðustu daga en það er kannski leið hinnar íslensku náttúru til að láta landann skipta um gír og fara að vinna á ný.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Afhverju bloggarðu þá ekki eitthvað af viti um veðrið!

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.8.2007 kl. 11:14

2 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

 Það má það bara líka sleppa því!

Valgerður Halldórsdóttir, 16.8.2007 kl. 14:50

3 Smámynd: Gísli Hjálmar

Veistu Ágúst ... íslenska veðrið hefur oft bjargað manni í annars leiðinlegum samræðum og eins hefur það bjargað manni til samræðna.

... þannig að íslenska veðrið er stór þáttur í menningu okkar.

Gísli Hjálmar , 16.8.2007 kl. 18:51

4 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Láttu ekki svona - veðirð er ávallt gott á klakanum.
Alltaf þegar hringt er í mig , utan af landi , og spurt um veðrið,þá svara ég allataf - sól og blíða - og skiptir ekki máli hvernig veðrið er

Halldór Sigurðsson, 16.8.2007 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband