Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
30.11.2006 | 14:43
Pólitísk vertíð
Flokknum hefur tekist það með ágætum og hafa aldrei eins mörg virk flokksfélög verið í flokknum. Sömuleiðis hafa aldrei verið eins margir einstaklingar í flokknum eða boðið sig fram í prófkjörum Samfylkingarinnar (eða fyrir nokkurn annan vinstri flokk á Íslandi ef út í það er farið).
Stjórnarandstaða Framsóknar nær ekki inn á þing
Nú er framundan skemmtilegur tími í íslenskri pólitík. Eins og venjulega er Framsóknarflokkurinn farinn líta á sig í fjölmiðlaumræðunni sem stjórnarandstöðuflokk þrátt fyrir að hafa verið í ríkisstjórn stanslaust frá árinu 1971 að fjórum árum undanskildum.
Reyndar sýnir Framsóknarflokkurinn sitt rétt andlit í nefndarstörfum þingsins þar sem ekki fyrirfinnst mikið sjálfstæði í þingmönnum þess flokks og Sjálfstæðismenn ráða því sem þeir vilja ráða.
Hægri-græn og bleikir
Sjálfstæðisflokkurinn er farinn að undirbúa sig með því setja yfir sig hægri-grænu og bleiku skikkjuna sem þeir gera iðulega rétt fyrir kosningar. Fjárlögin bera talsverðan keim af því þótt það megi benda á ýmislegt athugavert við forgangsröðun þeirra eins og í málefnum eldri borgara.
Þá eru Vinstri grænir farnir að gíra sig upp fyrir hefðbundna takta fyrir þinglokin í desember. Nú verður það frumvarpið um Ríkisútvarpið sem gerir þá dýrvitlausa í þingsalnum. Það er miklir baráttumenn í þingflokki Vinstri grænna sem kalla ekki allt ömmu sína. Stundum geta þeir farið fram úr sjálfum sér eins og þjóðin veit.
Frjálslyndi flokkurinn er ennþá í talsverðri tilvistarkreppu og fróðlegt verður að fylgjast með hvort áherslur sumra í þingflokknum í málefnum innflytjenda verða ofan á eður ei. Ég er því miður hræddur um að svo verði.
Nú er allavega að hefjast gósentíð fyrir allt áhugafólk um pólitík.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2006 | 10:00
Er menntamálaráðherra búinn að skipta um skoðun?
Og áfram sagði hún :"Samkvæmt Samtökum auglýsenda yrði brottför RÚV af auglýsingamarkaði hvorki í þágu auglýsenda sjálfra né neytenda sem að mínu mati skiptir þó enn meira máli." Og einnig sagði Þorgerður að: "Stjórn Samtaka auglýsenda hefur einnig ályktað, í september 2001, um að RÚV eigi ekki að hverfa af auglýsingamarkaði, annars vegar vegna þess að erfiðara yrði fyrir auglýsendur að nálgast markhópa sína ef RÚV nyti ekki við á auglýsingamarkaði og hins vegar vegna þess að dýrara yrði fyrir auglýsendur að ná til markhópa sinna. Við vitum auðvitað öll hvar sá kostnaður mundi lenda."
Og loks sagði menntamálaráðherrann fyrir rúmum 2 árum: "Síðan vil ég velta upp spurningunni: Ef við kippum Ríkisútvarpinu út af auglýsingamarkaði í dag, yrði þá raunveruleg samkeppni á auglýsingamarkaði í þágu neytenda?"
Önnur afstaða ráðherrans í dag?
Í þessum orðum ráðherrans kemur skýrt í ljós hennar vilji, allavega eins og hann var fyrir um tveimur árum. Í mínum huga er þetta hins vegar alveg skýrt. Ríkisfjölmiðill á ekki að vera á auglýsingamarkaði.
Hinn íslenski fjölmiðlamarkaður mótast mikið af tilvist Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Og tilvist svo öflugs ríkisfjölmiðils á auglýsingamarkaði birtist m.a. í rekstrarerfiðleikum annarra fjölmiðla og dregur mátt úr metnaðarfullri dagskrárgerð. En hin öfluga staða RÚV á auglýsingamarkaðnum kemur jafnframt í veg fyrir að nýir aðilar komist inn á hann. Hér er ekki verið að tala fyrir því að ríkisfjölmiðill eigi ekki rétt á sér, nema síður sé. Sérstök rök eru fyrir tilvist ríkisfjölmiðils á fjölmiðlamarkaðnum eins og öryggis- og fræðsluhlutverk stofnunarinnar ber með sér. Þessi rök eiga hins vegar ekki við um starfsemi ríkisfjölmiðils á auglýsingamarkaðnum.
Rúv af auglýsingamarkaðinum
Ríkisútvarpið er stöðugt að færa út kvíarnar á auglýsingamarkaðnum og nú síðast hefur það byrjað að starfrækja sérstaka vefverslun. Það eru engin öryggis- og menningarleg rök fyrir því að RÚV sé ráðandi aðili á auglýsingamarkaði. Í ljósi réttlætingarinnar um tilvist RÚV er heldur ekki heppilegt að gera dagskrárgerð RÚV einum of háða mögulegri auglýsingasölu. Við megum ekki gera einkaframtaki í fjölmiðlaheiminum svo erfitt fyrir að nánast útilokað sé að reka slík fyrirtæki til lengri tíma á Íslandi. Ég tel því nauðsynlegt að takmarka umsvif Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaðnum verulega. En vel er hægt að hugsa sér að kostun þátta, tilkynningar í útvarpi og jafnvel skjáauglýsingar verði áfram eða jafnvel takmarka auglýsingar við ákveðinn tíma.
Auglýsingatekjur eru um 30% af heildartekjum RÚV. Að sjálfsögðu þyrfti að bregðast við þessu tekjutapi, t.d. með því að auka greiðslur úr ríkissjóði eða hagræða starfseminni. Það væri einfaldlega fórnarkostnaður af því grundvallaratriði að niðurgreiddur ríkisfjölmiðill eigi ekki að taka virkan þátt á samkeppnismarkaði.
Sem fyrr þrengja Sjálfstæðismenn að einkaframtakinu
Það er hagur okkar allra að hafa fjölbreytilega flóru fjölmiðla og því fjölbreyttari sem flóran er því betur eru hagsmunir auglýsenda tryggðir til lengri tíma. Auglýsingamarkaðurinn er samkeppnismarkaður. Það á ekki að vera hlutverk ríkisfjölmiðils að hafa ráðandi stöðu á samkeppnismarkaði. Það er grundvallaratriði. Stjórnmálamenn verða að gera upp við sig hvaða afstöðu þeir hafa til slíkra grundvallaratriða. Þar eru jafnaðarmaðurinn í stjórnarandstöðunni og hægri konan í sæti ráðherrans einfaldlega ósammála. Fyrir mitt leyti er það einfaldlega meira virði að ríkisfjölmiðill þrengi ekki svo að einkareknum fjölmiðlum að þeir verði í stöðugum rekstrarerfiðleikum en sem nemur þeim kostnaðarauka sem verður hugsanlega á ríkissjóði við slíka breytingu.
Ég vil að Ríkisútvarpið fái að njóta sín. Það hefur ákveðna sérstöðu. En það má hins vegar ekki misnota þessa sérstöðu til að koma öðrum fjölmiðlum á kné og skekkja þar með samkeppnismarkaðinn.
Ríkisvaldið hefur verið að fara út af samkeppnismarkaði í mörgum atvinnugreinum og það er vel. Það er því tímaskekkja og beinlínis hættulegt fjölbreyttri fjölmiðlaflóru að ríkið þrengi að frjálsum fjölmiðlum með þessum hætti.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2006 | 08:23
Ár Þýskalands framundan
En nú stefnir í bjartari tíma. Efnahagurinn er að taka við sér og atvinnuleysi hefur verið að minnka. Þrátt fyrir það, og þrátt fyrir mjög vel heppnaða heimsmeistarakeppni í fótbolta, hafa vinsældir Merkel farið dvínandi en stuttu eftir valdatökuna mældist hún gríðarlega vinsæl á meðal þýsks almennings. Merkel er sögð vera óspennandi karakter sem kemur embættismannalega út. Og það vill þýskur almenningur ekki sjá þessa dagana. Sömuleiðis hafa tilraunir hennar til að vingast við ríkisstjórn Bush verið umdeildar. Bættar horfur í efnahagslífinu hlýtur þó að skila henni meira fylgi þegar fram líða stundir.
En næsta ár gæti verið árið hennar Merkel og í raun Þýskalands. Því á næsta ári mun Þýskaland bæði vera í forystu hjá Evrópusambandinu og hjá G8 þjóðunum. Þá verður einstakt tækifæri fyrir Merkel að njóta sviðsljóssins og setja Þýskaland í forgrunn alþjóðastjórnmála með jákvæðum hætti.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2006 | 09:22
Ódýra vínið verður dýrara
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.2.2007 kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2006 | 18:09
Vilji er allt sem þarf
Annað dæmi eru hinar harkalegu skerðingarreglur sem eldri borgara búa við. Ef sett yrði frítekjumark í anda þess sem við viljum, upp á 75.000 kr. á mánuði, gætu þeir eldri borgara sem það kjósa unnið lengur og á sama tíma fengjust fleiri krónur í ríkiskassann vegna skatta á aukinni vinnu viðkomandi.
Þriðja dæmið er heimahjúkrunin. Hér á landi er heimahjúkrun talsvert lakari en gerist á hinum Norðurlöndunum. Ef heimahjúkrun yrði eflt hér á landi gæti fólk dvalið lengur heima hjá sér og hið opinbera myndi spara stórfé í hinum dýrari úrræðum.
Þetta eru því lausnir við vanda eldri borgara sem borga sig fyrir hið opinbera að ráðst í. En það er fyrir utan hið augljósa að þjónustan og kjör eldri borgara myndu batna til muna og það ætti nú að vera nægilegt markmið í sjálfu sér.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2006 | 15:36
Innilegar þakkir
Listi Samfylkingarinnar í Reykjavík er afar öflugur og þarna er valinn maður í hverju rúmi. Sjö öflugir stjórnmálamenn sóttust eftir 4. sætinu í prófkjörinu og því var ljóst að slagurinn yrði mikill um það sæti. Það er því afskaplega ánægjulegt og gleðilegt að ná settu marki. Það er gaman að vera hluti af nýrri kynslóð Samfylkingarfólks sem nýtur trausts flokksfélaga sinna og kjósenda. Framtíðin er björt og við ætlum okkur að leiða Samfylkinguna inn í næstu ríkisstjórn. En nú förum við að huga að næstu kosningum sem eru eftir nákvæmlega 6 mánuði. Þar er verk að vinna.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2006 | 14:06
Kosningakaffi á laugardag
Ég er þessa stundina í kosningamiðstöð okkar í Síðumúla 13. Þangað er allt stuðningsfólk hjartanlega velkomið. Á morgun verðum við svo hér allan daginn að hringja í flokksfélaga. Við verðum með súkkulaðikökur, annað bakkelsi og rjúkandi heitt kaffi. Lítiði endilega við í spjall og kaffi.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2006 | 09:53
Hvað þýðir könnun Fréttablaðsins?
Hitt er ekki síður áhugavert að sjá hvað Frjálslyndir bæta miklu fylgi við sig. Flokkurinn hefur samkvæmt könnunni fimmfaldað fylgið en er þó aðeins með 11%. Frjálslyndi flokkurinn hefur haft þann háttinn að finna sér eitt mál fyrir hverjar kosningar til þess að lifa baráttuna af. Staðreyndin er nefnilega sú að á milli kosninga á flokkurinn litlu sem engu fylgi að fagna meðal þjóðarinnar. En fyrir kosningar hefur flokkurinn svo lagt upp með að kosningarnar eigi að snúast um kvótakerfið, flugvöllinn og nú virðast það eiga að vera innflytjendamálin. Það er svo annað mál hvort að þetta fylgi sé varanlegt og sjálfur leyfi ég mér að efast stórlega um það. Þó verður fróðlegt að sjá hversu langt flokkurinn kemst á þessu eina málefni.
Könnunin birtir okkur fyrst og síðast þá staðreynd að skjótt skipast veður í pólitíkinni. Enn er langt í kosningar. Sigur Demókrata í Bandaríkjunum í gær undirstrikar enn frekar þessa staðreynd. Fyrir örfáum mánuðum síðan var ekki útlit fyrir þessi úrslit í Bandaríkjunum, en síðan hefur orðið algjör viðsnúningur. Ástæðan var fyrst og fremst Írak og ég gæti trúað því að íslensk stjórnvöld muni gjalda fyrir utanríkisstefnu sína í komandi kosningum.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2006 | 09:38
Stóriðjan og verðbólguskattur
Tenging umhverfismála við efnahagslega afkomu hefur sennilega mikið um þetta að segja - þó það verði að teljast einkennilegt að umhverfismálin hafi ekki vigt í sjálfu sér hjá mörgum. En vonandi að það verði til þess að auka vægi í umhverfismálum að nú er æ ofan í æ verið að benda mönnum á þær alvarlegu afleiðingar sem aðgerðarleysi getur haft í þessum málum, ekki síst á efnahaginn.
Stóriðjustefna íslensku ríkisstjórnarinnar hefur valdið miklum efnahags- og umhverfisvanda. Þetta blasir við okkur jafnvel þó að stóriðjuframkvæmdirnar hafi haft talsvert minni bein áhrif á hagkerfið en búist var við.
Áhrifin fólust ekki síst í því að framkvæmdirnar höfðu mikil áhrif á væntingar sem er lykilþáttur í efnahagskerfinu.
Fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna Kárahnjúka urðu einnig aldrei að veruleika. Nú hvetur ríkisstjórnin hins vegar til enn frekari stóriðjuframkvæmda.
Áætlaðar framkvæmdir eru helmingi meiri að umfangi en þær sem nú eru í gangi, en þær eru miklu stærri en framkvæmdir síðasta áratugar.
Mistök ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálunum hafa fætt af sér nýjan verðbólguskatt sem er ein mesta skerðing á kjörum almennings í langan tíma. Reynslan sýnir að það er ekki hægt að treysta Sjálfstæðisflokknum fyrir hagstjórninni og það er kominn tími á nýja forystu í íslenskum stjórnmálum.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2006 | 22:55
Bandarísku þingkosningarnar snúast um Írak
Svo virðist sem bandaríska þjóðin sé loks að átta sig á því hvílík mistök innrásin í Írak var og það hefur auðvitað allt með það að gera að mannfall er orðið þónokkuð og þjóðin virðist einfaldlega vera búin að fá nóg. Þeir eru sífellt fleiri sem líkja Írak við Víetnam. Og vinni Demókratar þessar kosningar liggur það í þessu máli fyrst og síðast. Nálgun Repúblikana á stríðið og ástæður þess virðist ekki lengur eiga jafnmikinn hljómgrunn og það hefur auðvitað sitt að segja að illa hefur gengið að sýna fram á árangur, enda er raunveruleikinn auðvitað sá að ástandið í Írak hefur ekki batnað heldur versnað til mikilla muna.
Ég horfi stundum á Fox sjónvarpsstöðina sem hefur einkunnarorðin Fair and Balanced sem eru sennilega einhver mestu öfugmæli sem hugast getur. Það breytir ekki skemmtanagildinu og það verður að viðurkennast að umfjöllun stöðvarinnar um bandarísk stjórnmál með ótrúlegum einföldum, alhæfingum og rangfærslum eru bráðskemmtileg. En sennilega væri manni ekki jafnskemmt að þurfa að takast á við svona málflutning hér heima.
Við Þorbjörg konan mín vorum í Bandaríkjunum í síðustu forsetakosningum þegar að Kerry og Bush áttust við. Og það verður að viðurkennast að andrúmsloftið og stemmningin var engu lík en að sama skapi óhugguleg því kosningabaráttan þar var ótrúlega persónuleg og níðingsleg og sannarlega ekki til eftirbreytni.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa