Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
6.11.2006 | 20:26
Góð stemmning á kosningaskrifstofunni
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2006 | 10:17
Ríkisstjórn jafnaðarmanna
Við verðum að koma frá þeirri ríkisstjórn sem hefur sett Ísland á lista viljugra þjóða. Þjóða sem vildu ráðast inn í Írak. Við verðum að koma frá ríkisstjórn sem hefur hundsað hagsmuni öryrkja og aldraðra. Við eigum að fella ríkisstjórn sem neitar að takast á við grundvallarmál eins og kynbundinn launamun og kynbundið ofbeldi. En er þess í stað staðföst í þeirri stefnu að lækka skatta á þau 10% þjóðarinnar sem hæstar hafa tekjurnar, samhliða því sem skattbyrði allra hinna hefur aukist jafnt og þétt. Og við verðum að koma frá ríkisstjórn sem fjársveltir menntakerfið og misbýður náttúrunni. Umhverfismál eru eitt veigamesta hagsmunamál þjóðarinnar sem varðar alla okkar framtíð og það gengur ekki að umhverfismál víki eilíflega fyrir hagsmunum iðnaðarráðuneytisins.
Við eigum að tala skýrt um hvers konar samfélag við viljum. Samfélag þar sem allir fá að njóta sín og enginn er skilinn eftir. En til að geta aukið við velferðina þurfum við traustan efnahag. Efnahagsstjórn þessarar ríkisstjórnar hefur hvorki verið traust né hefur hún leitt af sér aukna velferð. Efnhagsstjórn og velferðarstjórn okkar jafnaðarmanna mun hins vegar tvinnast saman. Hjá okkur ríkir skilningur á því að forsenda velferðarstjórnar eru traustur efnahagur.
Með þessa hugmyndafræði að leiðarljósi hef ég einsett mér að tala máli almennings í landinu, þannig að hagsmunir venjulegs fólks verði aftur settir á dagskrá í íslenskum stjórnmálum, t.d með því að beina sjónum að alltof háu verðlagi hérlendis, hvort sem litið er til lyfja, matvæla, húsnæðis eða peninga í formi verðbólguskatts sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á. Samfylkingin er flokkur almannahagsmuna.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2006 | 18:25
Fullt út úr dyrum á fundi með eldri borgurum
Að því loknu fengu gestir sér kaffi og bakkelsi undir ljúfum söng og bröndurum Ragga Bjarna við undirspil Þorgeirs Ástvaldssonar. Eyrún Magnúsdóttir, blaðamaður, stýrði fundinum af miklum myndarskap.
Sá mikli fjöldi eldri borgara sem mætti á kaffifundinn endurspeglar að mínu mati þá miklu þörf sem er fyrir því að taka málefni eldri borgara föstum tökum, enda hefur ríkisstjórnin því miður ekki séð ástæðu til að hafa hagsmuni þessa hóps í huga. Við sjáum staðfestingu á því nánast daglega í fjölmiðlum landsins.
Myndir af fundinum má sjá í myndadálkinum hér á síðunni innan tíðar.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2006 | 20:02
Opinn fundur um málefni eldri borgara með Ragga Bjarna!
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2006 | 12:42
Lagði fram frumvarp sem kæmi að notum við meðferð hlerunarmálanna
Írakstríðið, fangaflug og einkavæðing bankanna
Með frumvarpinu er verið að leggja til nýtt og haldgott úrræði sem ætti að leiða til opnara samfélags og fela í sér að umdeild mál verði rannsökuð af óháðri rannsóknarnefnd. Það blasir sömuleiðis við hversu kjánalegt það er að ætla að ákveða málsmeðferð í tengslum við tiltekin mál og það býður hættunni heim á að ólík mál fái mismunandi meðferð, eftir því sem valdhöfum þóknast á hverjum tíma. Þess vegna er að mínu mati mjög brýnt að búa til raunhæfa leið til að fara með faglegum og málefnalegum hætti yfir grundvallarmál sem varða almannahagsmuni og kunna að koma upp og þarf að fá botn í.
Rannsóknarnefnd í Hafskipsmálinu 1985
Í frumvarpi mínu er gert ráð fyrir að Alþingi ákveði skipun nefndarinnar en að Hæstiréttur velji nefndarmenn. Þannig var hátturinn hafður á þegar lög voru sett um rannsóknarnefnd í Hafskipsmálinu árið 1985. Í frumvarpinu eru sömuleiðis nákvæmar málsmeðferðarreglur, m.a. um skýrslutökur, vitnaskyldu og réttarstöðu aðila.
Frumvarpið í heild sinni má sjá á http://www.althingi.is/altext/133/s/0324.html
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2006 | 16:19
Aukin skattbyrði kvenna
Ábyrgðin liggur hjá atvinnurekanda
Ábyrgð stjórnvalda er nokkur og það er vitaskuld einnig á ábyrgð atvinnurekenda að mismuna ekki launþegum á grundvelli kynferðis. Stundum heyrist það sjónarmið að konur biðji bara um lægri laun en karlar, en ábyrgðin liggur auðvitað alfarið hjá þeim sem greiða launin, enda er það svo að launþegar vita oft ekki hver kjör vinnufélaganna vegna launaleyndar. Launasamningar eru því oft á tíðum samningar þar sem annar aðilinn hefur mun meiri vitneskju um það hver eru eðlileg og sanngjörn kjör. Og það er auðvitað sá sem greiðir launin.
Skattastefnan kemur niður á konum
Athyglisverðar greinar Stefáns Ólafssonar prófessors þar sem hann hefur með skilmerkilegum hætti sýnt fram á aukna skattbyrði þeirra sem lægstar hafa tekjurnar má einnig setja í samhengi við stöðu kvenna. Það er því miður staðreynd að konur eru að jafnaði með lægri laun en karlar og það er einnig staðreynd að konur eru fleiri en karlar í hópi þeirra sem lægst hafa launin. Í því samhengi má halda fram að skattastefna ríkisstjórnarinnar komi harkalega niður á konum, því hún hefur óbeint haft þau áhrif að þyngja skattbyrði kvenna. Það er mikilvægt að hafa það að leiðarljósi í allri umræðu að staða kynjanna er ólík og stefna sem í eðli sínu virðist kynhlutlaus getur komið með ólíkum hætti niður á kynjunum.
Hér er komið dæmi um það, en sú stefna ríkisstjórnarinnar að þyngja skattbyrði á launalægstu hópanna kemur með áþreifanlegum hætti niður á konum."
Breytt 12.2.2007 kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2006 | 00:29
Davíð bankar í Geir
Í öðru lagi varaði Seðlabankastjórinn og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokks við að lækka skatt á þessum tímapunkti þegar þensla ríkir. Þarna er forsætisráðherrann fyrrverandi skemmtilega ósamkvæmur sjálfum sér, því þegar seðlabankastjórinn var forsætisráðherra svaraði hann því jafnan til þegar bent var á ókosti þess að lækka skatta á þenslutímum að almenningi væri best treystandi til að fara með fjármuni sína. Í öðru embætti hefur sami maður allt aðra skoðun.
Það er reyndar allt að því fyndið til þess að hugsa að seðlabankastjórinn sé kominn í þá sérstöku aðstöðu að gagnrýna nú tímasetningar á skattalækkunum sem hann sjálfur studdi þegar hann var í stjórnmálum.
Það heyrist svo hvíslað að sennilega sé seðlabankastjórinn sé með þessu að nota kærkomið tækifæri til að banka duglega í Geir Haarde forsætisráðherra og framgöngu hans og hans manna í prófkjörinu um síðustu helgi.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2006 | 00:09
Bandaríkin kjósa
Maður á mann
Hins vegar er einnig sumt líkt með kosningum hvort sem þær eiga sér stað í Bandaríkjunum eða á Íslandi. Í síðustu forsetakosningum var ég staddur í Boston sem er heimabær John Kerry. Þar heimsótti ég kosningaskrifstofu hans þar sem baráttan var á fullum krafti. Það sem kom mér einna mest á óvart við kosningavinnuna þar var að meira að segja bandarísku forsetakosningar snúast um maður-á-mann taktík. Það er að segja að símtöl fólks til vini, ættingja, nágranna og vinnufélaga voru talin lykillinn að góðum sigri að sögn kosningasérfræðinganna á staðnum. Ef slík vinna skilar árangri í Bandaríkjunum þá getur fólk rétt svo ímyndað sér hvað árangri slík vinna skilar hér á landi.
Farsi og sjarmi
Það er alltaf viss sjarmi við bandarísku kosningarnar. Bandarísku spjallþættirnir um kosningarnar eru hrein unun að horfa á og jafnast á við góðan skemmtiþátt. Kappræðurnar er þrúgnar spennu og fjölmiðlaumfjöllunin verður oft farsakennt. Þetta er skemmtilegur tími fyrir kosningafíkla eins og flestir stjórnmálamenn eru. Síðan má hiklaust mæla með þeim kvikmyndum sem fjalla um kosningaumhverfið þar í landi. Má þar nefna Election og Primary Colors þótt þær sé afskaplega ólíkar.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2006 | 14:03
22.000 undirskriftir til stuðnings fyrningarfrumvarps
Nú liggur sömuleiðis fyrir frumvarp dómsmálaráðherra sem gerir almennt ráð fyrir 4 ára lengingu á fyrningarfrestum. Með slíkri breytingu næðist fram mikilvægur áfangasigur sem ber að fagna. Ég og félagar mínir í Samfylkingunni teljum hins vegar að stíga eigi skrefið til fulls og afnema fyrningafresti. Sé litið til þess hvenær þolendur leita sér aðstoðar, t.d.hjá Stígamótum, kemur í ljós að rúmlega 40% eru 30 ára eða eldri. Samkvæmt núgildandi lögum eru hins vegar öll kynferðisbrot gegn börnum fyrnd við 29 ára aldur þolanda. Með samþykkt á frumvarpi dómsmálaráðherra verða öll kynferðisbrot gegn börnum fyrnd við 33 ára aldur þolands. Því verður enn hætta á sýknudómum vegna fyrningar þrátt fyrir að jafnvel játning liggi fyrir.
Mikilvægt er að halda því til haga, að nú þegar eru til ófyrnanleg brot í íslenskum rétti, s.s. manndráp, mannrán, ítrekuð rán, landráð o.s.frv. Kynferðisbrot gegn börnum eiga heima í þessum flokki ófyrnanlegra afbrota að mínu mati. Enn er hægt að skrifa undir áskorun um að samþykkja beri þetta frumvarp á www.blattafram.is.
Hægt er að nálgast frumvarpið í heild sinni á http://www.althingi.is/altext/133/s/0304.html,
Breytt 12.2.2007 kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa