Pólitísk vertíð

Í þessari viku hef ég verið að heimsækja hverfafélög Samfylkingarinnar í Reykjavík. Á þriðjudaginn var ég í Breiðholti með Stefáni Jóni, í gær í Grafarvoginum með Degi B. og í kvöld verð ég hjá hverfafélaginu í Hlíða- og Vogahverfi með Steinunni Valdísi. Kjarni flokksfélaga mætir á þessa fundi sem eru skemmtilegar samkomur og er mikið rætt um pólitík og málefni dagsins. Starf hverfafélagana er flokknum mikilvægt og er mikill vilji til að efla starfsemi þeirra. Það gleymist stundum að Samfylkingin er ungur flokkur eða rétt rúmlega 6 ára. Þess vegna krefst það talsverðs átaks að byggja upp starfsemi flokksfélaga um allt land og þar á meðal í Reykjavík.
Flokknum hefur tekist það með ágætum og hafa aldrei eins mörg virk flokksfélög verið í flokknum. Sömuleiðis hafa aldrei verið eins margir einstaklingar í flokknum eða boðið sig fram í prófkjörum Samfylkingarinnar (eða fyrir nokkurn annan vinstri flokk á Íslandi ef út í það er farið).
Stjórnarandstaða Framsóknar nær ekki inn á þing
Nú er framundan skemmtilegur tími í íslenskri pólitík. Eins og venjulega er Framsóknarflokkurinn farinn líta á sig í fjölmiðlaumræðunni sem stjórnarandstöðuflokk þrátt fyrir að hafa verið í ríkisstjórn stanslaust frá árinu 1971 að fjórum árum undanskildum.
Reyndar sýnir Framsóknarflokkurinn sitt rétt andlit í nefndarstörfum þingsins þar sem ekki fyrirfinnst mikið sjálfstæði í þingmönnum þess flokks og Sjálfstæðismenn ráða því sem þeir vilja ráða.
Hægri-græn og bleikir
Sjálfstæðisflokkurinn er farinn að undirbúa sig með því setja yfir sig hægri-grænu og bleiku skikkjuna sem þeir gera iðulega rétt fyrir kosningar. Fjárlögin bera talsverðan keim af því þótt það megi benda á ýmislegt athugavert við forgangsröðun þeirra eins og í málefnum eldri borgara.
Þá eru Vinstri grænir farnir að gíra sig upp fyrir hefðbundna takta fyrir þinglokin í desember. Nú verður það frumvarpið um Ríkisútvarpið sem gerir þá dýrvitlausa í þingsalnum. Það er miklir baráttumenn í þingflokki Vinstri grænna sem kalla ekki allt ömmu sína. Stundum geta þeir farið fram úr sjálfum sér eins og þjóðin veit.
Frjálslyndi flokkurinn er ennþá í talsverðri tilvistarkreppu og fróðlegt verður að fylgjast með hvort áherslur sumra í þingflokknum í málefnum innflytjenda verða ofan á eður ei. Ég er því miður hræddur um að svo verði.
Nú er allavega að hefjast gósentíð fyrir allt áhugafólk um pólitík.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband