Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
7.5.2008 | 11:19
Hvað hefur ríkisstjórnin gert í velferðarmálum?
Mér finnst fólk ekki vera sanngjarnt þegar það segir að ný ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafi ekki gert sitt í velferðarmálum á þessu tæpa ári síðan ríkisstjórnin tók við völdum. Auðvitað veit ég að margt er enn ógert en ef við lítum yfir nokkra mikilvæga áfanga sem hafa verið teknir í velferðarmálum þá sést áþreifanlegur árangur.
1. Lífeyrisgreiðslur almannatrygginga hafa hækkað um 7,4% á þessu ári eða um 9.400 krónur til þeirra sem aðeins fá óskertar greiðslur úr almannatryggingum. Þessu til viðbótar verður öllum öldruðum, sem ekki njóta a.m.k. 25.000 króna greiðslu úr lífeyrissjóði nú þegar, tryggð sérstök kjarabót sem jafngildir 25.000 króna greiðslu úr lífeyrissjóði á mánuði. Þessi greiðsla kemur sérstaklega vel þeim sem í dag njóta einungis slíkra bóta. Þegar tekið hefur verið tillit til þess að fjárhæðin skerðir aðrar bætur jafngildir þessi fjárhæð ríflega 15.000 krónum fyrir skatta sem kemur til viðbótar þeim 9.400 krónum sem 7,4% hækkun lífeyrisgreiðslna skilar til þessa hóps sem býr við verst kjörin, samtals ríflega 24.400 krónur fyrir skatta á mánuði.
2. Skerðing bóta vegna tekna maka var að fullu afnumin 1. apríl. Sem dæmi má nefna ellilífeyrisþega sem hefur 1.000.000 króna í lífeyrissjóðstekjur og maki hans hefur 6.000.000 króna í atvinnutekjur. Bætur ellilífeyrisþegans munu í júlí verða um 54.000 krónum hærri á mánuði en þær voru í desember. Alls munu um 5.800 lífeyrisþegar uppskera hærri bætur við þessa breytingu, þ.e. um 3.900 öryrkjar og um 1.900 ellilífeyrisþegar.
3. Búið er að setja 90.000 króna frítekjumark á fjármagnstekjur á ári til að draga úr of- og vangreiðslum tekjutengdra bóta. Um 90% ellilífeyrisþega og um 95% örorkulífeyrisþega hafa fjármagnstekjur undir þessum mörkum. Ef horft er til reynslu undanfarinna ára má reikna með að 78.000 lífeyrisþegar komist hjá skerðingum vegna þessara aðgerða.
4. Vasapeningar til tekjulausra vistmanna hafa hækkað um tæplega 30%.
5. Skerðingarhlutfall ellilífeyris hefur verið lækkað úr 30% í 25%
6. Þá mun frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega 6770 ára verða hækkað í 100.000 krónur á mánuði frá 1. júlí . Þetta þýðir að ellilífeyrisþegar geta aflað sér tekna af atvinnu upp að 1.200.000 krónum á ári án þess að það hafi áhrif til skerðingar á lífeyrisgreiðslur þeirra í stað 327.000 króna áður. Sem dæmi um áhrif þessarar breytingar á bætur ellilífeyrisþega má nefna að lífeyrisgreiðslur til einhleyps ellilífeyrisþega, sem hefur 1.200.000 krónur í árslaun af atvinnu, munu hækka um liðlega 46.000 krónur á mánuði frá desember 2007.
7. Tekjutenging launatekna 70 ára og eldri við lífeyri almannatrygginga hefur verið að fullu afnumin.
8. Hinn 1. júlí mun einnig verða sett 300.000 króna frítekjumark á lífeyrisgreiðslur örorkulífeyrisþega. Sem dæmi má nefna að ef örorkulífeyrisþegi og maki hans hafa hvor um sig 1.000.000 króna í lífeyrissjóðstekjur á ári hækka bætur örorkulífeyrisþegans um tæplega 7.000 krónur á mánuði frá febrúar með hækkun bóta og síðan aftur um tæplega 10.000 krónur í júlí vegna áhrifa frítekjumarksins, alls um 17.000 krónur á mánuði ef miðað er við desember síðastliðinn. Ef um er að ræða örorkulífeyrisþega, sem býr einn og er með 1.000.000 króna á ári í lífeyrissjóðstekjur, hækka bætur hans um tæplega 23.500 krónur á mánuði milli mánaðanna desember 2007 og júlí 2008. Um helmingur allra örorkulífeyrisþega eða um 7.000 manns mun njóta frítekjumarksins í formi hærri bóta frá Tryggingastofnun.
9. Hinn 1. júlí mun aldurstengd örorkuuppbót einnig hækka. Þannig mun einstaklingur sem metinn var til örorku 24 ára gamall fá 100% uppbót eftir breytinguna í stað 85% nú. Alls munu um 12.000 örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar njóta hækkunarinnar.
10. Um næstu áramót verður afnumin hin ósanngjarna skerðing lífeyrisgreiðslna vegna innlausnar séreignarsparnaðar.
11. Sérstök nefnd er að móta tillögur um lágmarksframfærsluviðmið í almannatryggingarkerfinu og á að skila eigi síðar en 1. júlí.
12. Um áramótin tóku gildi ný lög sem fela í sér mikilvægar breytingar á greiðslum til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna. Helstu breytingar eru um tekjutengdar greiðslur til foreldra sem hafa verið á vinnumarkaði áður en barn þeirra greindist langveikt eða alvarlega fatlað. Greiðslurnar nema 80% af meðaltali heildarlauna foreldra yfir tiltekið viðmiðunartímabil, en þetta fyrirkomulag er sambærilegt greiðslum í fæðingarorlofi. Talið er að foreldrar um 200 barna muni nú nýta sér þessar greiðslur árlega í stað færri en 10 á síðasta ári.
13. Þá hefur verið ákveðið að hækka skattleysismörkin um 20.000 krónur á kjörtímabilinu fyrir utan verðlagshækkanir .
14. Komugjöld á heilsugæslu fyrir börn hafa verið afnumin.
15. Skerðingarmörk barnabóta verða hækkuð um 50%.
16. Hámark húsaleigubóta verða hækkað um 50%.
17. Eignaskerðingarmörk vaxtabóta verða hækkuð um 35%.
18. Stimpilgjöld afnumin fyrir fyrstu kaupendur.
19. Ný jafnréttislög hafa verið sett.
20. Fyrsta aðgerðaráætlun fyrir börn samþykkt - Unga Ísland samþykkt.
Og við erum bara búin að vera tæpt ár í ríkisstjórn...
Eldri borgarar fá uppbót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kynferðisbrot gegn börnum eru þjóðarmein sem krefjast fullrar athygli allra í samfélaginu. Við eigum aldrei að sætta okkur við slík brot sem rústa lífi fjölmargra einstaklinga. Þess vegna skiptir svo miklu máli að löggjöfin í landinu um þessi brot séu með fullnægjandi hætti. Eins og margir muna þá tókst okkur eftir talsverða baráttu að afnema fyrningarfresti í alvarlegustu kynferðisbrotum gegn börnum. Ég held að við séum eina þjóðin í heimi sem hefur tekið þetta mikilvæga skref en ég hef yfirlit yfir fyrningarreglur fjölmargra þjóða.
Mjög margir tóku þátt í baráttunni fyrir afnámi fyrningarfresta í kynferðisafbrotum gegn börnum en það er skemmst frá því að minnast að Samtökin Blátt áfram söfnuðu 23.000 undirskriftum til stuðnings á frumvarpi mínu sem var um afnám slíkrar fyrningar. Sá skýri vilji almennings sem birtist á sínum tíma skipti sköpum í baráttunni að koma málefninu í gegnum þingið.
Samkvæmt gömlu lögunum var fyrningarfresturinn í kynferðisbrotum gegn börnum frá 5 árum upp í 15 ár og byrjaði fresturinn að líða þegar þolandinn var orðinn 14 ára. Því voru öll kynferðisafbrot gegn börnum fyrnd þegar þolandinn hafði náð 29 ára aldri.
En eftir breytinguna sem við náðum í gegn í fyrra eru alvarlegustu kynferðisbrotin gegn börnum nú orðin ófyrnanleg og fyrningarfresturinn í öðrum kynferðisbrotum gegn börnum hefur verið lengdur.
Því miður er ekki hægt að hafa slíka löggjöf afturvirka gagnvart brotum sem eru nú þegar fyrnt. Þó er mikilvægt að hafa í huga að nýju fyrningarreglurnar gilda í þeim brotum sem voru framin fyrir gildistöku nýju laganna ef fyrningarfresturinn var ekki þegar hafinn. Þ.e.a.s. ef þolandinn var undir 14 ára aldri við samþykkt nýju laganna í mars 2007 eða brotin voru enn að viðgangast á þeim tíma.
Grunaður um kynferðisbrot gagnvart 5 börnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2008 | 10:40
Sem betur fer ræður Framsókn ekki lengur
Það er mikið fagnaðarefni að hjartalæknar eru nú aftur komnir á samning við Tryggingarstofnun. En þegar hjartalæknar fóru út af samningi á síðasta kjörtímabili gerðum við í Samfylkingunni mikinn ágreining út af málinu eins og má sjá hér og ennfremur hér.
Við töldum að með þessu væri þáverandi heilbrigðisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, að feta mjög hættulega leið að tvöföldu heilbrigðiskerfi sem Samfylkingin gæti aldrei sætt sig við. Þetta nýja kerfi sem Framsóknarflokkurinn innleiddi hvað varðar þjónustu hjartalækna bauð hættunni heim á mismunun á grundvelli efnahags, jók óhagræði og tvíverknað og kostnað fyrir sjúklinga. Þessi leið skapaði einnig hættulegt fordæmi fyrir aðrar heilbrigðisstéttir sem gætu séð einhver tækifæri í að vera samningslaus. Þetta var því vont kerfi fyrir alla aðila enda harðlega gagnrýnt af fjölmörgum aðilum.
Og þegar þáverandi heilbrigðisráðherra var spurður um framtíð þessa fyrirkomulags svaraði hún á þann veg: Er þetta kerfi komið til að vera? Já, ég tel að það sé komið til að vera um einhvern tíma.
En sem betur fer réð þessi stefna Framsóknarflokksins ekki lengur þar sem nú hefur heilbrigðisráðherra nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, leyst þetta mál með farsælum hætti þar sem tryggt er að hjartalæknar komi aftur á samning. Jafnræði hefur því verið tryggt á nýjan leik enda er það rauði þráðurinn í heilbrigðisstefnu þessarar ríkisstjórnar.
2.5.2008 | 09:26
Af hverju inn í ESB?
Það er þekkt staðreynd að stjórnarflokkarnir hafa ólíka stefnu um aðild Íslands að Evrópusambandinu enda eru þetta tveir ólíkir flokkar. Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks ætlar hins vegar ekki að skila auðu í Evrópumálunum.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefur því sett á laggirnar nefnd um þróun Evrópumála. Þessa nefnd leiðum við Illugi Gunnarsson en í nefndinni sitja einnig fulltrúar stjórnmálaflokka, ASÍ, BSRB, SA og Viðskiptaráðs Íslands.
Verkefni Evrópuvaktarinnar
Markmið nefndarinnar er í fyrsta lagi að fylgja eftir tillögum Evrópunefndar frá mars 2007 um aukna hagsmunagæslu tengdri Evrópustarfi. Í öðru lagi á hún að framkvæma nánari athugun á því hvernig hagsmunum Íslendinga verði best borgið í framtíðinni gagnvart Evrópusambandinu, á grunni niðurstaðna Evrópunefndar. Í þriðja lagi mun nefndin fylgjast með þróun mála í Evrópu og leggja mat á breytingar út frá hagsmunum Íslendinga.
Samfylkingin hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunum Íslendinga er betur borgið innan ESB frekar en utan. Að mínu mati er það að sama skapi engin tilviljun að nánast allir þjóðir Evrópu eru annaðhvort aðilar að ESB eða hafa sótt um aðild.
Kostir aðildar
Í stuttu máli mætti segja að helstu kostirnir við aðild eru aukin áhrif, lægra matvælaverð, aukinn stöðugleiki, lægri vextir, sanngjarnara landbúnaðarkerfi, auknar erlendar fjárfestingar, minni gengisáhætta og gengissveiflur, lægri skólagjöld erlendis, minni viðskiptakostnaður og bætt félagsleg réttindi. Ekki má gleyma að Íslendingar eru evrópsk þjóð sem á heima í samfélagi annarra Evrópuþjóða.
Nú þurfum við að taka yfir stóran hluta af lykillöggjöf ESB án þess að hafa neitt um löggjöfina að segja. Um daginn var okkur í viðskiptanefnd Alþingis sagt af embættismönnum að við gætum ekki breytt frumvarpi sem var til meðferðar hjá nefndinni nema hugsanlega heiti laganna. Ekki er þetta beysið fyrir eina elstu lýðræðisþjóð í heimi.
Og varðandi meint áhrifaleysi Íslendinga innan ESB sýnir reynslan að smáríkjum hefur vegnað vel innan ESB. Í þessu sambandi minni ég á að þingmenn Evrópuþingsins skipa sér í hópa eftir stjórnmálaskoðunum en ekki eftir þjóðerni. Þessi staðreynd hefur allnokkra þýðingu.
New York og Nebraska
Efnahagslegir kostir aðildar ættu einnig að vera ljósir. ESB er stærsta viðskiptablokk í heimi og um 70% af utanríkisviðskiptum Íslands eru við ríki ESB og EES.
Fróðlegt er að hagþróun þeirra ríkja ESB sem bjuggu við ólíkari hagsveiflu en þá sem mátti finna hjá meginþorra ESB-ríkjanna hefur ekki farið úr böndunum við upptöku evrunnar. Vitaskuld hafa hagsveiflur verið mismunandi á milli svæða þótt þau hafi notað sama gjaldmiðil. Hagsveiflan er ekki heldur sú sama í New York og Nebraska sem þó nota bæði dollarinn. Það er ekki einu sinni sama hagsveiflan í Reykjavík og Raufarhöfn.
En hafi fólk hins vegar áhyggjur af sjálfstæði þjóðarinnar við það að vera aðilar að ESB þá varpa ég fram þeirri spurningu hvort fólk telji að Danir, Frakkar eða Írar séu ekki sjálfstæðar þjóðir en þessar þjóðir hafa verið heillengi í ESB?
Hvað með sjávarútveginn?
Margir nefna sjávarútvegsstefnu sem röksemd gegn aðild. Í því sambandi verður að hafa þá grundvallarstaðreynd í huga að sjávarútvegsstefna ESB byggist á veiðireynslu og þar sem ekkert ríkja ESB hefur veitt svo neinu munar í íslenskri landhelgi undanfarna tvo áratugi hafa ríki Evrópusambandsins engan rétt til að veiða í íslenskri lögsögu. Skilyrði um veiðireynslu er Íslendingum sannarlega ekki óhagstætt.
Um fjárfestingar útlendinga má hins vegar velta því fyrir sér hvort það sé svo slæmt að fá erlent fjármagn inn í íslenskan sjávarútveg þegar unnt er að tryggja, samkvæmt niðurstöðum Evrópudómstólsins, að fyrirtækin hafi raunveruleg efnahagsleg tengsl við það svæði sem reiðir sig á veiðarnar. Sumir telja það betra að fá erlent fjármagn í formi hlutafjár í íslensk sjávarútvegsfyrirtæki heldur en erlent lánsfé.
Breytum stjórnarskránni
Það er grundvallarafstaða Samfylkingarinnar að Ísland eigi að sýna metnað í samskiptum við önnur ríki. Í því felst meðal annars að taka fullan þátt í Evrópusamstarfinu. En óháð hugsanlegri aðild að ESB þá er hins vegar tímabært að huga að breytingu á stjórnarskránni hvað varðar valdaframsal.
Enn er staðan sú í íslenskum stjórnmálum að ekki er samstaða um aðild að Evrópusambandsaðild en ég hef þá trú að þetta kunni að breytast, fyrr en síðar. Mikilvægast af öllu er þó sú staðreynd að það verður íslenska þjóðin sem mun hafa síðasta orðið þegar kemur hugsanlegri aðild Íslands að ESB.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa