Sem betur fer ræður Framsókn ekki lengur

Það er mikið fagnaðarefni að hjartalæknar eru nú aftur komnir á samning við Tryggingarstofnun. En þegar hjartalæknar fóru út af samningi á síðasta kjörtímabili gerðum við í Samfylkingunni mikinn ágreining út af málinu eins og má sjá hér og ennfremur hér.

Við töldum að með þessu væri þáverandi heilbrigðisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, að feta mjög hættulega leið að tvöföldu heilbrigðiskerfi sem Samfylkingin gæti aldrei sætt sig við. Þetta nýja kerfi sem Framsóknarflokkurinn innleiddi hvað varðar þjónustu hjartalækna bauð hættunni heim á mismunun á grundvelli efnahags, jók óhagræði og tvíverknað og kostnað fyrir sjúklinga. Þessi leið skapaði einnig hættulegt fordæmi fyrir aðrar heilbrigðisstéttir sem gætu séð einhver tækifæri í að vera samningslaus. Þetta var því vont kerfi fyrir alla aðila enda harðlega gagnrýnt af fjölmörgum aðilum.

Og þegar þáverandi heilbrigðisráðherra var spurður um framtíð þessa fyrirkomulags svaraði hún á þann veg: „Er þetta kerfi komið til að vera? Já, ég tel að það sé komið til að vera um einhvern tíma.“

En sem betur fer réð þessi stefna Framsóknarflokksins ekki lengur þar sem nú hefur heilbrigðisráðherra nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, leyst þetta mál með farsælum hætti þar sem tryggt er að hjartalæknar komi aftur á samning. Jafnræði hefur því verið tryggt á nýjan leik enda er það rauði þráðurinn í heilbrigðisstefnu þessarar ríkisstjórnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Kæri bloggari.

Áskorun....Prikavika í bloggheimum .....nú gefum við prik dagsins alla þessa viku í bloggheimum. Þú finnur eitthvað jákvætt, einstaklinga eða hópa sem hafa staðið sig vel.....og þeir fá
Prik dagsins
Kveðja Júl Júl.  P.s skoraðu á sem flesta að taka þátt

Júlíus Garðar Júlíusson, 5.5.2008 kl. 10:50

2 Smámynd: Gísli Hjálmar

... allt gott er til bóta. Það er bara þannig.

Stoltastur er ég nú samt af henni Jóhönnu, sem stendur sína plikt einsog vera ber og lætur verkin tala.

Jón Baldvin fannst mér góður í Silfrinu í gær og þvílíkur kraftur sem býr enn í karlinum.

Gísli Hjálmar , 5.5.2008 kl. 12:13

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Sammála Ágúst.

Líka sammála að Jón Baldvin kemur sterkt fyrir. Hann er trúverðugur pólitíkus.

Kolbrún Baldursdóttir, 5.5.2008 kl. 14:27

4 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

En hvernig standa málin hjá bæklunarlæknunum?

Úrsúla Jünemann, 5.5.2008 kl. 14:39

5 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Jón Baldvin er engum líkur eða Jóhann Sigurðard enda með uppáhalds stjórmálamönnum mínum. Og virkilega sammála þér að sem betur fer ræður ekki framsókn lengur, þvílík della er gubbast upp úr Siv Friðleifs  og fleiru úr framsókn, þeir neyta að líat í eigin barm og sjá að verðbólgan sem hér er nú eru þeirra verk ásamt sjöllunum í sameiginlegri Ríkisstjórn. Mér varð hreint og klárt óglatt er ég las DV um daginn og sá að Davíð Oddson er með um 900 þús á mánuði í eftrilaun og fleiri menn.  Hvað er að í okkar samfélagi spyr ég bara ?? Það eru sumir eldri borgarar ,öryrkjar, einstæðir foreldrar og fl með þetta í árstekjur kanski?? Þvílík spilling og þetta eftirlauna frumvarp samdi (sögumaðurinn) og bjó til hin sanni Davíð Oddson...... fyrir sig og sína félaga ekki satt???  Er ekki hægt að breyta þessari vitleysu ?? hefur Ríkið efni á þessu ??? Og ekki eru eftirlaunin SKERT þó að hinn sami aðili hafi mjög góða vinnu og góð laun. Það er ógeðsleg spilling á Íslandi og komin tími til að viðurkenna það.

Erna Friðriksdóttir, 5.5.2008 kl. 17:02

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er ekki nema von að kratar mæri Jón Baldvin og Jóhönnu í sömu setningunni. Þau voru saman í flokki og saman í ríkisstjórn en gátu ekki unnið saman sem varð til þess að Jóhanna sagði af sér og úr flokknum svo gamla Samfylkingin (Alþýðuflokkurinn)sprakk. Svo vil ég endilega minna Águst á það fyrst hann er að rifna úr hamingju með heilbrigðisráðherrann að Gulli er sjálfsstæðismaður. Frekar slappt ef það eina sem samfylkingin getur státað af þessa dagana skuli vera verk sjálfsstæðismanna.

Víðir Benediktsson, 5.5.2008 kl. 20:22

7 Smámynd: Heidi Strand

Þetta eru góðar fréttir.

Heidi Strand, 6.5.2008 kl. 09:56

8 Smámynd: Sævar Helgason

Það var afar slæmt þegar Siv fv. heilbrigðisráðherra gat ekki komið á eðlilegum samningum við hjartalækna- veldur hver á heldur.

Þessi hörmung Framsóknar leiddi til mikilla hremminga stórs hóps hjartasjúklinga í heil 2 ár.  

Þessi hópur samanstóð af mjög sjúku , öldruðu og lasburða fólki.

Til að komast að hjá hjartalækni  varð viðkomandi fyrst að fá tilvísun hjá heimilislækni ( gat tekið 1-2 vikur) síðan í annari ferð til hjartalæknis - og greiða þar fullt gjald.

Þar næst var farið í Tryggingastofnun og reikningur lagur inn til endurgreiðslu á hlut TR. Ef viðkomandi var ekki með bankareikning þá kostaði það enn eina ferðina í TR að ná í þessa endurgreiðslu.  Þetta var grimmileg meðferð á sjúku ,öldruðu og lasburða fólki.

Þeir efnameiri greiddur beint til hjartalækna án milligöngu - einfalt.

Nú hefur núverandi ríkisstjórn samið við hjartalækna og er það vel. Eðli málsins samkvæmt kom það í hlut núverandi heilbrigiðsráðherra að fullgera málið.

Hér hefur góðu máli verið landað með sóma. 

Sævar Helgason, 6.5.2008 kl. 12:11

9 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Fyrirgefið, en hvaða vakt hefur Jóhanna Sigurðardóttir staðið? Hvað hefur Jóhanna gert annað en að standa að því að slíta 3,6 milljarða af öryrkjum?

Stefán Bogi Sveinsson, 6.5.2008 kl. 18:58

10 Smámynd: Sævar Helgason

Stefá B.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur unnið afrek í þessari ríkisstjórn.

- Málefni aldraða og öryrkja hafa fengið um 11 milljarða framlag sem dreifist með ýmsum endurbótum til þessara hópa

- Málefni barna í víðu samhengi.

Allt afar þörf mál sem Framsókn hafði sýnt lítinn skilning á  í sinnin stjórnartíð og hafði orðið mikil afturför á félagslegasviðnu undir þeirra umsjón. 

Sævar Helgason, 6.5.2008 kl. 19:59

11 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sævar Helgason, fylgstu með fréttum, hvað hefur Jóhanna Sigurðar gert , auðvitað með fleirum , td tekið að tekjuteningu maka sem hefur neyðst til að þyggja lífeyrigreiðslur...sem var alveg út í hött.......

Erna Friðriksdóttir, 6.5.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 144254

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband