Eina landið sem hefur afnumið fyrningarfresti í kynferðisbrotum gegn börnum

Kynferðisbrot gegn börnum eru þjóðarmein sem krefjast fullrar athygli allra í samfélaginu. Við eigum aldrei að sætta okkur við slík brot sem rústa lífi fjölmargra einstaklinga. Þess vegna skiptir svo miklu máli að löggjöfin í landinu um þessi brot séu með fullnægjandi hætti. Eins og margir muna þá tókst okkur eftir talsverða baráttu að afnema fyrningarfresti í alvarlegustu kynferðisbrotum gegn börnum. Ég held að við séum eina þjóðin í heimi sem hefur tekið þetta mikilvæga skref en ég hef yfirlit yfir fyrningarreglur fjölmargra þjóða.

Mjög margir tóku þátt í baráttunni fyrir afnámi fyrningarfresta í kynferðisafbrotum gegn börnum en það er skemmst frá því að minnast að Samtökin Blátt áfram söfnuðu 23.000 undirskriftum til stuðnings á frumvarpi mínu sem var um afnám slíkrar fyrningar. Sá skýri vilji almennings sem birtist á sínum tíma skipti sköpum í baráttunni að koma málefninu í gegnum þingið.

Samkvæmt gömlu lögunum var fyrningarfresturinn í kynferðisbrotum gegn börnum frá 5 árum upp í 15 ár og byrjaði fresturinn að líða þegar þolandinn var orðinn 14 ára. Því voru öll kynferðisafbrot gegn börnum fyrnd þegar þolandinn hafði náð 29 ára aldri.

En eftir breytinguna sem við náðum í gegn í fyrra eru alvarlegustu kynferðisbrotin gegn börnum nú orðin ófyrnanleg og fyrningarfresturinn í öðrum kynferðisbrotum gegn börnum hefur verið lengdur.

Því miður er ekki hægt að hafa slíka löggjöf afturvirka gagnvart brotum sem eru nú þegar fyrnt. Þó er mikilvægt að hafa í huga að nýju fyrningarreglurnar gilda í þeim brotum sem voru framin fyrir gildistöku nýju laganna ef fyrningarfresturinn var ekki þegar hafinn. Þ.e.a.s. ef þolandinn var undir 14 ára aldri við samþykkt nýju laganna í mars 2007 eða brotin voru enn að viðgangast á þeim tíma.


mbl.is Grunaður um kynferðisbrot gagnvart 5 börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Sammála.  firningar réttur á ekki við þegar kemur að kynferðisbrotum, vegna þess að börn hafa oftar en ekki þroska eða sjálfstæði til að standa með sér og það á ekki að vera seint þegar þau loks hafa náð þeim þroska.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 6.5.2008 kl. 15:41

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

það þarf að breyta lögum og hækka lágmarksrefsinguna í kynferðisafbrotum.

Fannar frá Rifi, 6.5.2008 kl. 17:10

3 Smámynd: Halla Rut

Þegar við afnámum fyrningarfrest í alvarlegustu kynferðisbrotum gegn börnum unnum við öll sigur.

Enda fyrningafrestur ósanngjarn þar sem fórnalömbin geta oft ekki kært fyrr en mörgum árum seinna eða þegar þau ná fullorðins aldri. 

Halla Rut , 6.5.2008 kl. 21:09

4 identicon

Þakka hér með fyrir frumvarpið, skrifaði undir hjá Blátt áfram og er ánægð með hvað vel tókst til í þessu máli. Þeir sem lenda í ofbeldi þurfa oft langan tíma til að ná sér og því er gott að enginn fyrningarfrestur sé til staðar. Sönnunarbyrðin ein er nógu erfið eins og einhver kom að hér að ofan.

Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 23:57

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Blátt áfram til fyrirmyndar.

Þorsteinn Briem, 7.5.2008 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband