Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
31.5.2007 | 17:06
Fyrsta þing mitt sem stjórnarþingmaður
Sumarþingið var sett í dag við hátíðlega athöfn. Ég er að hefja mitt annað kjörtímabil á Alþingi og ég verð að segja að ég kann bara orðið ágætlega við þessa athöfn. Það er á henni mikill virðugleikablær. En hún virðist hins vegar ekki koma mikið við almenning á Íslandi því þeir eru fáir sem koma til að fylgjast með athöfninni. Lögreglumennirnir eru yfirleitt fleiri á Austurvelli en áhorfendurnir.
En það breytir því ekki að það er alltaf ákveðinn spenna í loftinu á fyrsta degi þings, ekki ósvipað spennunni sem fylgdi fyrsta skóladegi hvers árs á sínum tíma og allir kannast við.
Meðal þess sem gerðist markvert á Alþingi í dag var að 16 nýir þingmenn og 2 varaþingmenn rituðu drengskaparheit við stjórnarskrána, en þetta þarf hver nýr þingmaður að gera. Síðan tók starfsaldursforseti þingsins við stjórn þingfundarins, en það er enginn önnur en stórvinkona mín, Jóhanna Sigurðardóttir. Ég minni hana reglulega á þá staðreynd að ég var bara eins árs gamall þegar hún settist fyrst á þing.
Spennandi verkefni framundan
Í dag var einnig kosið í flestar nefndir þingsins. Ég verð formaður í viðskiptanefnd Alþingis, ásamt því að verða varaformaður í bæði allsherjarnefnd og heilbrigðisnefnd þingsins og auk þess verð eg varamaður í utanríkismálanefnd. Þá tek ég sæti í Alþjóða þingmannasambandinu og verð varamaður í Íslandsdeild NATÓ.
Ég hlakka mikið til að takast á við að stýra viðskiptanefnd þingsins. Verksvið þeirrar nefndar er m.a. fjármálageirinn, bankarnir, kauphöllin, neytendamálin og samkeppnislögin. Þarna liggur útrásin og vonandi innrásin, sem því miður stendur enn á sér.
Spunakerlingar og álitsgjafar
Mér finnst æði sérstök sú umræða sem stundum á sér stað á blogginu og í sumum fjölmiðlum um stöðu manna í pólitíkinni. Ég hef ekki farið varhluta af þeirri umræðu. Það er fróðlegt sem ég hef tekið eftir að þeir sem hvað oftast tjá áhyggjur af velferð minni í pólitíkinni eru yfirleitt yfirlýstir pólitískir andstæðingar Samfylkingarinnar.
Undanfarið hafa þessir aðilar verið að velta sér upp úr því hver muni setjast í hvaða nefnd á vegum þingsins. Ég get hryggt þá með því að ég fékk nákvæmlega það sem ég bað um. Og til þess að þeir geti hætt að velta sér upp úr uppgerðarsamúð í minn garð þá get ég upplýst þessa áhugasömu einstaklinga um að ég sóttist ekki eftir formennsku í fjárlaganefnd. Formennska í viðskiptanefnd er mun nær áhugasviði mínu og menntun en lokaritgerð mín í lögfræði var einmitt á sviði samkeppnisréttar.
Það má sömuleiðis halda því til haga varðandi formennskuna í þingflokknum að það er gert ráð fyrir því í lögum Samfylkingarinnar að varaformaður flokksins og þingflokksformaður séu sitthvor einstaklingurinn í stjórn flokksins.
Þegar ég varð varaformaður Samfylkingarinnar fyrir tveimur árum gekk ég einmitt úr stjórn þingflokksins en þar hafði ég setið allt frá því að ég settist fyrst á þing. Það hefði því verið vandkvæðum bundið fyrir mig á að takast á hendur þessar skyldur báðar í einu.
Ég vona að bloggarar og álitsgjafar séu einhvers vísari um hvernig þessu háttar öllu saman og geti sofið rólegir á næstunni yfir velferð minni í pólitíkinni. Sjálfur sef ég flestar nætur afar vel og er bara harla sáttur við hlutskipti mitt í heimi hér.
Stjórnarandstaðan á Alþingi byrsti sig á þingsetningarfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
29.5.2007 | 12:01
Fangelsi í Keflavík?
Fyrir nokkrum mánuðum lýsti ég skoðun minni í sjónvarpsviðtali að við ættum að skoða hvort hluti af aðstöðu Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli gæti nýst sem fangelsi. Þá á ég við opin fangelsi í anda Kvíabryggju.
Það vita allir að það er heilmikil kreppa í fangelsismálum hér á landi. Fangelsið við Skólavörðustíg er öllum til skammar enda er það á bullandi undantekningum frá hinum ýmsum reglum og viðmiðunum. Ég heimsótti þetta fangelsi fyrir nokkrum vikum og aðstaðan var skelfileg, bæði fyrir fanga og fangaverði.
Litla Hraun er hannað sem öryggisfangelsi sem lítil þörf er fyrir flesta fanga og aðstaða til vinnu og heimsókna þar er ekki fullnægjandi. Kvennafangelsið í Kópavogi og fangelsið á Akureyri eru sömuleiðis fangelsi sem þarf að huga miklu betur að.
Og það er ekki langt síðan að fréttir bárust af biðlistum til að komast inn í fangelsin.
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að í staðinn fyrir að hafa stórt öryggisfangelsi þar sem flestir fangar eru ættum við að hafa mörg lítil fangelsi sem væru tiltölulega opin og með talsverðan möguleika á vinnu og námi ásamt almennilegri heimsóknaraðstöðu. Hluti af svæðinu á Keflavíkurflugvelli gæti verið heppilegt í slíkt.
Íbúðir á Vellinum aftur til sýnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.5.2007 | 13:23
Hvað segja hagsmunaaðilarnir?
Hin nýja ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks virðist vera fá ótrúlega jákvæð viðbrögð á sínum fyrstu metrum.
Helstu hagsmunasamtök hafa nú þegar lýst yfir ánægju með sambúðina og stjórnarsáttmálann. Má þar nefna Alþýðusamband Ísland, Samtök atvinnulífsins, Félag eldri borgara í Reykjavík, Samtök iðnaðarins, Landssamband eldri borgara, Bændasamtök Íslands, Landssamband íslenskra útgerðarmanna og Öryrkjabandalag Íslands.
Förum yfir nokkur komment sem hafa heyrst í umræðunni:
Það er ekki hægt annað en að taka undir að þetta sé frjálslynd umbótastjórn. Formaður SI
Eftir því sem ég hef séð þá virðist stjórnarsáttmálinn boða mikla framför í okkar málflokki og sú stefna sem ríkisstjórnin hefur markað honum hlýtur að vera mikið fagnaðarefni. Formaður FEB í Reykjavík
Mér finnst tóninn í þessu jákvæður og góður. Formaður ÖBÍ
Viðbrögð okkar eru almennt jákvæð. Formaður SA
Ef allt gengur eftir sem þarna kemur fram þá eru ekki horfur á öðru en að hagvöxtur, efnahagslegur stöðugleiki og samkeppnishæfara atvinnulíf verði hér á landi. Formaður SA
Mörg atriði í stefnuyfirlýsingu stjórnarflokkanna um bættan hag aldraða eru svar við áralangri baráttu eldri borgara og er allvel tekið á kröfum þeirra í málefnasamningnum. Formaður LEB
Stjórnarandstaðan úti á túni
Það skiptir miklu máli að fá svona start í upphafi. Þetta sýnir að almannasamtök og almenningur var orðinn ansi þreyttur á fyrrverandi stjórn. Þetta sýnir einnig að stjórnarandstöðuflokkarnir eru gjörsamlega úti á túni í gagnrýni sinni á stjórnarsáttmálann.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.5.2007 kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.5.2007 | 09:40
Vandasöm sigling framundan
Það átta sig allir á því að framundan er mjög vandasöm sigling í ríkisfjármálunum. Það eru blikur á lofti. Ný ríkisstjórn þarf bæði að gæta aðhalds og ábyrgðar þegar kemur að útdeilingu skattpeninganna. Stærsta lífskjaramál þjóðarinnar er stöðugleiki og jafnvægi í efnahagskerfinu.
Það er því sérstakt fagnarefni að í nýjum stjórnarsáttmála er það viðurkennt að eitt brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu í þágu heimila og atvinnulífs. Markmið hagstjórnarinnar er að tryggja lága verðbólgu, lágt vaxtastig, betra jafnvægi í utanríkisviðskiptum, jafnan og öflugan hagvöxt og áframhaldandi trausta stöðu ríkissjóðs.
Írska módelið
Ég vil einnig vekja sérstaka athygli á Írska módelinu sem má finna stað í stjórnarsáttmálanum þar sem segir að settur verði á laggirnar samráðsvettvangur milli ríkisins, aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaga um aðgerðir og langtímamarkmið á sviði efnahags-, atvinnu- og félagsmála. Svona aðferðarfræði hjálpaði Írum heilmikið í að ná miklum árangri.
Þá segir í sáttmálanum að gera skal rammafjárlög til fjögurra ára í senn. Þetta mun án efa skapa meiri festu í fjárlagagerðinni en áður hefur þekkst.
Þetta eru stóru málin.
24.5.2007 | 09:27
Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera fyrir börnin okkar?
Við í Samfylkingunni sögðum í kosningabaráttunni að málefni barna yrði sett í forgrunn ef við kæmust til valda. Við tefldum meira að segja fram sérstöku plaggi um það sem bar heitið Unga Ísland.
Í nýjum stjórnarsáttmála Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er tekið á þessu með myndarlegum hætti. Þar segir fyrst að málefni yngstu og elstu kynslóðanna eru forgangsmál ríkisstjórnarinnar og hún mun leggja áherslu á að auka jöfnuð með því að bæta kjör þeirra hópa sem standa höllum fæti.
Aðgerðaráætlun í málefnum barna
Svo stendur að ríkisstjórnin muni: beita sér fyrir markvissum aðgerðum í þágu barna og barnafjölskyldna á Íslandi. Í því skyni verði mótuð heildstæð aðgerðaáætlun í málefnum barna og ungmenna er byggist meðal annars á rétti þeirra eins og hann er skilgreindur í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Tannvernd barna
Í kosningabaráttuni lögðum við mikla áherslu á bætta tannvernd barna og það tókst að setja slíkt í sáttmálann sbr. tannvernd barna verði bætt með gjaldfrjálsu eftirliti, forvarnaraðgerðum og auknum niðurgreiðslum á tannviðgerðum barna.
Námsgögn í framhaldsskólum
Þá börðumst við fyrir ókeypis bókum fyrir framhaldsskólanemendur og í stjórnarsáttmálanum er það sett inn með víðtækari hætti þar sem segir að "nemendur í framhaldsskólum fái stuðning til kaupa á námsgögnum" enda eru það ekki bara bækur sem íþyngja nemendum fjárhagslega.
Langveik börn, biðlistar, foreldraráðgjöf og forvarnir
Mörgum efnisatriði í Unga Íslandi sem rötuðu í stjórnarsáttmálann erum við sérstaklega stolt af. Þar segir m.a. að sérstaklega verði hugað að stuðningi við börn innflytjenda í skólakerfinu. Jafnframt verði aukinn stuðningur við langveik börn, börn með hegðunarvandamál, geðraskanir og þroskafrávik.
Þegar í stað verði gripið til aðgerða til að vinna á biðlistum á því sviði. Hugað verði að foreldraráðgjöf og fræðslu. Forvarnastarf gegn kynferðislegu ofbeldi verði eflt og stuðningur við fjölskyldur ungmenna, sem eiga í vanda vegna vímuefnaneyslu, aukinn.
Að lokum vil ég draga fram tvo mikilvæga punkta til viðbótar út úr stjórnarsáttmálanum. Ein þeir eru að fæðingarorlofið verði lengt í áföngum og barnabætur verði hækkaðar til þeirra sem hafa lágar tekjur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.5.2007 | 23:08
Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar
Það er þýðingarmikið fordæmið sem Samfylkingin hefur nú sett með því að skipa jafn marga einstaklinga af hvoru kyni í ráðherraembætti á vegum flokksins. Ég óska nýjum ráðherrum Samfylkingarinnar til hamingju og sérstaklega þeim konum sem nú verða útverðir jafnaðarstefnunnar í ríkisstjórn.
Miklar vangaveltur hafa eðlilega verið í fjölmiðlum og annars staðar um hverjir myndu hljóta ráðherraembætti í nýrri ríkisstjórn. Margir hafa lýst þeirri skoðun að eðlilegt væri að ég, sem varaformaður flokksins, væri þar á meðal. Vitaskuld er sú umræða mjög eðlileg.
Á hitt ber þó að líta að nokkuð sérstakar aðstæður eru fyrir hendi. Ég tel mig að sönnu hafa traust og stuðning í að verða ráðherra en það eru fleiri sjónarmið sem koma til kastanna að þessu sinni. Ingibjörg, Össur og Jóhanna eru öll í sætum fyrir ofan mig í Reykjavík samkvæmt prófkjöri flokksins og hafa að auki öll verið forystumenn í hreyfingu jafnaðarmanna um árabil. Allir oddvitarnir á landsbyggðinni eru auk þess karlar þannig að það segir sig sjálft að það var úr vöndu að ráða. Að Reykjavíkurkjördæmin fengju 4 af 6 ráðherrum flokksins var ekki raunhæft.
Ég er næstyngstur meðal alþingismanna, þótt ég sé að hefja mitt annað kjörtímabil og ég er einn yngsti varaformaður stjórnmálaflokks hér á landi frá upphafi. Þrítugur þingmaður og varaformaður stjórnmálaflokks getur, að ég held, verið sáttur við árangurinn. Og ég get ekki annað en verið þakklátur fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt af Samfylkingarfólki í gegnum tíðina.
Varla þarf þó að hafa orð á hinu augljósa. Að sjálfsögðu hef ég metnað til að taka sæti í ríkisstjórn. Nú blasir hins vegar við að Ingibjörg verður utanríkisráðherra með tilheyrandi ferðalögum og eftir stendur að við þurfum að halda áfram að byggja flokkinn upp og tryggja að öflugt grasrótarstarf dafni einnig eftir að við erum komin í ríkisstjórn. Ég mun leitast við að tryggja að rödd hins almenna flokksmanns heyrist meðal forystunnar.
Mikilvægast af öllu er að nýrri ríkisstjórn verði vel ágengt við að efna stjórnarsáttmálann og taki strax á brýnum málum svo sem biðlistunum í heilbrigðiskerfinu og aðstæðum hinna lægst launuðu. Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem sent hafa mér hvatningarorð síðustu daga. Ég met stuðning ykkar mikils.
19.5.2007 | 23:49
Þingvallastjórn?
Viðræður flokkanna héldu áfram á Þingvöllum í dag eins og komið hefur fram í fréttum í kvöld. Þetta átti upphaflega að vera leynilegur fundur enda erfitt að mynda ríkisstjórn undir kastljósi fjölmiðlanna. Einhverjir fréttamenn voru nú engu að síður mættir á Þingvelli seinnipartinn. Fjölmiðlar voru þó furðu lengi að finna staðsetningu fundarins í ljósi þess að það eru ekki svo margir staðir sem koma til greina fyrir svona fundarhöld.
Dagurinn var tekinn snemma og við Ingibjörg Sólrún, Össur og Skúli Helgason framkvæmdastjóri flokksins vorum samferða í bíl í morgun. Það var margt skemmtilegt spjallað á Þingvallaveginum og líka á heimleiðinni seint í kvöld þó að vissulega hafi verið meiri ró yfir hópnum á heimleið, enda langur dagur að baki.
Ég finn það hvar sem ég kem að það er mikill meðbyr með nýrri stjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Viðeyjarstjórnin fékk nafn sitt eftir viðræður Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks í Viðey. Mér þætti Þingvallastjórnin ekki vitlaust nafn á þessari ríkisstjórn ef samningar nást.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
18.5.2007 | 23:55
Ný stjórn að fæðast
Ég var spurður að því í þættinum Íslandi í dag í kvöld hvers vegna Össur tæki þátt í stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn en ekki ég sem varaformaður flokksins. Staðreyndin er sú að við tökum báðir virkan þátt í þeim, ásamt reyndar fleiru góðu fólki.
Samfylkingin hefur á breiðri sveit að skipa og það tel ég vera einn helsta styrkleika okkar. Ég er þakklátur fyrir það mikla traust sem mér hefur verið sýnt á mínum stjórnmálaferli en það væri auðvitað fráleitt að halda því fram að við ættum ekki nýta krafta Össurar, þess reynslumikla stjórnmálaleiðtoga, í þeim viðræðum sem standa nú yfir.
Össur Skarphéðinsson var fyrsti formaður Samfylkingarinnar og leiddi flokkinn í gegnum, á stundum, erfið mótunarár. Hann er formaður þingflokksins og engum dylst að hann og Ingibjörg eru sterkt teymi. Ég hef haft þá ánægju að vera hluti af þessu teymi og þannig verður það áfram. Samstarf okkar þriggja er afar gott og þar ríkir trúnaður.
Ég læt ekki vangaveltur fjölmiðla eða spunakúnstir andstæðinga okkar hafa nein sérstök áhrif á mig eða vilja minn til að ná því markmiði sem ég á sameiginlegt með öllu Samfylkingarfólki, að koma áherslum jafnaðarmanna að við stjórn þessa lands.
Viðræður okkar við Sjálfstæðisflokkinn ganga vel og ég vona að þess verði ekki langt að bíða að hér verði mynduð ný ríkisstjórn, ríkisstjórn frjálslyndrar umbótastefnu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.5.2007 kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
17.5.2007 | 09:07
Að gefnu tilefni
Björn lýsir áhyggjum af þróun stjórnmálastarfs og réttarríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
16.5.2007 | 08:28
Rétti tíminn fyrir hálsbólgu
Ég var reyndar áðan í Morgunútvarpinu þar sem kosningaúrslitin voru rætt ásamt hugsanlegu ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn sem ég held að geti verið spennandi kostur. En þetta kemur allt í ljós.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Af mbl.is
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa