Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
14.5.2007 | 00:04
Samfylkingin fær næstbestu útkomu í sögu vinstri flokka
Einum mest spennandi kosningum í seinni tíð er lokið. Eflaust geta flestir flokkar fagnað einhverju þótt allir hafi viljað fá eitthvað meira. Við í Samfylkingunni erum auðvitað ánægð með að hafa náð næstbesta árangri sem nokkur vinstri flokkur hefur náð á Íslandi.
Gömlu A-flokkarnir náðu aldrei hærra fylgi en við höfum séð hjá Samfylkingunni í undanförnum þrem alþingiskosningum.
Sömuleiðis er rétt að halda því til haga að árangur Samfylkingarinnar er talsvert betri en skoðanakannanir síðustu mánaða gáfu til kynna.
Stærstu tíðindin sem lúta að Samfylkingunni eru þó vitanlega þau að með kosningunum er fengin staðfesting á því að flokkakerfið hér á landi hefur gjörbreyst með tilkomu Samfylkingarinnar.
2,6% munur á Framsókn og VG
Vinstri græn ná sömuleiðis ágætis kosningu þótt fylgi þeirra sé langt undir því sem skoðanakannanir gáfu til kynna að væri þeim mögulegt. Einungis er 2,6% munur á fylgi Framsóknar sem geldur afhroð og síðan fylgi Vinstri grænna.
Fylgi Vinstri grænna í kosningunum í gær er nákvæmlega jafnmikið og Alþýðubandalagið fékk í sínum síðustu kosningum árið 1995 og það er eilítið minna en það sem Alþýðubandalagið fékk árið 1991.
Samfylkingin verður með helmingi fleiri þingmenn en Vinstri græn næsta kjörtímabil og vantar í rauninni einungis tvo þingmenn upp á að hafa jafnmarga þingmenn og allur samanlagður þingmannafjöldi VG, Framsóknar og Frjálslyndra. Samfylkingin er því þriðju kosningarnar í röð annar stærsti stjórnmálaflokkurinn.
Sjötta versta útkoma Sjálfstæðisflokksins í 60 ár
Sjálfstæðismenn hrósa sigri eins og þeim er einum líkt og líta hentuglega framhjá þeirri staðreynd að árangur þeirra fyrir fjórum árum var einn sá versti frá stofnun flokksins.
Sé árangurinn núna settur í sögulegt samhengi má raunar glöggva sér á því að á síðastliðnum 60 árum hefur hann einungis fimm sinnum fengið verri útkomu.
Útstrikanir á tilteknum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins eru einnig nánast fordæmalausar í íslenskum stjórnmálum.
Ríkisstjórnin með minnihluta atkvæða
Auðvitað eru það vonbrigði að ríkisstjórnin skyldi ekki falla. En það er þó rétt að benda á að ríkisstjórnarflokkarnir fengu bæði minnihluta atkvæða (48,3%) og færri atkvæði en kaffibandalagið svokallaða.
Samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur aldrei verið eins lítið og í þessum kosningum sé litið framhjá því þegar Borgaraflokkurinn klauf Sjálfstæðisflokkinn 1987.
En þótt ríkisstjórnin haldi velli með einum manni þá finnst mér það ólíklegt að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn haldi inn í sitt þrettánda ár saman í ríkisstjórn. Ekki þegar hver einasti stjórnarþingmaður hefur í raun neitunarvald um öll mál sem sett verða á dagskrá.
Að mínu viti er því allt óvíst um hvernig næsta ríkisstjórn muni líta út.
Jón: Óeðlilegt að tala um flokkinn með þessum hætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
12.5.2007 | 14:24
Limlestir bílar og kosningar
Ég vil hvetja alla til að drífa sig á kjörstað og taka þátt í að skapa betra samfélag næstu 4 árin. Sjaldan hafa kosningarnar verið jafnspennandi og nú en það er ljóst að hvert atkvæði skiptir máli. Ég gleymi því ekki þegar kona mín var oddviti Vöku í Háskólanum en það árið vann Vaka meirihluta með einungis 4 atkvæðum.
Annars hefur verið mikið að gera í dag. Fjölmargir sjálfboðaliðar eru að vinna ómetanlegt starf fyrir flokkinn enda mörg verk sem þarf að vinna á kjördegi. Kosningaskrifstofur flokksins eru fullar af fólki sem vill taka þátt í þessu einstaka tækifæri sem einungis gefst í dag.
En þótt mikið hafi verið að gera í dag þá gat litla fjölskyldan ekki setið á sér og fór því að sjá Risessuna frönsku. Það vakti að sjálfsögðu mikla lukku og enn er ég gáttaður á því hvernig þeir fóru að limlesta alla þessa bíla.
Sjáumst annars hress í kvöld á Grand hótel á sigurhátíðinni miklu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.5.2007 | 14:01
Tækifærið er á morgun
Á morgun er kjördagur. Í því felst einstakt og sögulegt tækifæri. Margt jákvætt hefur gerst undanfarinn áratug. En þó er ýmislegt sem kallar á breytingar eftir 12 ára setu núverandi ríkisstjórnar.
- Helmingi fleiri fátæk börn eru á Íslandi hlutfallslega en á hinum Norðurlöndunum.
- Þriðji hver eldri borgari þarf að lifa undir fátæktarmörkum á Íslandi.
- Íslenskur almenningur þarf að greiða eitt hæsta matvælaverð í heimi, eitt hæsta lyfjaverðið og eina hæstu vexti heims. Það hefur sjaldan verið eins dýrt að vera Íslendingur en einmitt núna.
- Skattbyrði 90% þjóðarinnar hefur þyngst og vinnuvikan er ein sú lengsta í Evrópu.
Þessu ætlum við í Samfylkingunni að breyta. Þessar kosningar snúast að mínu mati um forgangsröðun. Og þar er grundvallarmunur á ríkisstjórninni og Samfylkingunni.
Ég vona að þú getir átt samleið með Samfylkingunni. Kannanir sýna að tækifærið er til staðar.
11.5.2007 | 10:14
Við vinnum þó Evrópu í einu
Hver kannast ekki við hina ofurskemmtilegu deilu í íslenskri pólitík um hvort skattbyrði hafi aukist eða ekki? Nú hefur fyrrverandi ríkisskattstjóri og ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu blandað sér í málið og skrifað mjög fróðlega og upplýsandi grein um málið á heimasíðu sinni.
Þar má m.a. finna eftirfarandi tilvitnanir (leturbreytingar eru mínar):
"Samkvæmt skýrslum OECD hækkaðu meðalskattbyrði í aðildarríkjum þess úr 32,5% í 36% á árunum 1985 til 2005. Á Íslandi hækkaði meðalskattbyrðin úr um 31% í um 41% á sama tíma eða um 10 prósentustig sem var meiri hækkun en í nokkru öðru OECD ríki að Tyrklandi undanskildu. Óumdeilanlegt er því að skattar hafa hækka og skattbyrði aukist."
..."Í OECD ríkjunum lækkuðu tekjuskattar einstaklinga úr 10,5% af VLF í 9,1% frá 1990 til 2004. Á sama tíma hækkaði þetta hlutfall á Íslandi úr 8,3% í 14,3% eða um 6 prósentustig og var hlutfallið á Ísland þá orðið það fjórða hæsta í OECD."
..."Á síðustu árum hefur hvorugri þessari aðferð verið beitt en sú leið valin að hækka ekki skattleysismörkin í samræmi við tekjur og verðlag en lækka í stað þess skatthlutfallið. Óhjákvæmileg afleiðing slíkra aðgerða er að færa skattbyrðina af þeim sem hafa hærri tekjur á hina sem eru tekjulægri eins og tölurnar bera með sér."
..."Sé litið á rauntekjur hefur skattbyrði hækkað að jafnaði um 2 prósentustig. Hækkuð skattbyrði hefur leitt til lækkunar á ráðstöfunartekjum hjá u.þ.b. 20% tekjulægstu hjóna"
..."Í ljósi framangreindra staðreynda er ekki um það að deila að skattar hafa hækkað hér á landi og skattbyrði aukist á síðustu tveimur áratugum"
Við töpuðum kannski Júróvisjón í gær en við vinnum þó Evrópu í einu, það er í þyngingu skattbyrðinnar.
10.5.2007 | 14:42
Eiríkur Hauks grætir barn
Í kvöld verður tekin pása frá Rósastríðinu mikla. Því í kvöld mun fjölskyldan á Framnesveginum safnast saman fyrir framan skjáinn til að bera Eirík nokkurn Hauksson augum. Á heimilinu er gríðarlega spenna fyrir kvöldinu. Það er búið að ræða Júróvisjón fram og tilbaka undanfarna daga og skipuleggja flókna pizzugerð í kvöld.
Þá eru myndir af rauðhærða kappanum reglulega klipptar út úr blöðunum og farið með í leikskólann. Eldri dóttirin (4) tók sig meira að segja til og ákvað að sofa með mynd af Eiríki Hauks. Svo var grátið heil ósköpin daginn eftir þegar kom í ljós að myndin hafði færst til um nóttina og dottið bak við rúmið.
En það er vonandi að rauði liturinn verði sigursæll næstu daga.
9.5.2007 | 21:39
Ótrúleg fylgisaukning Samfylkingarinnar
Þessa stundina er stemmningin meðal okkar frambjóðenda Samfylkingarinnar hreint út sagt frábær. Við höfum lagt mikla vinnu á okkur undanfarnar vikur og mánuði og rekið það sem mér finnst vera mjög góð og sterk kosningabarátta. Við höfum sett fram skýra stefnu um það hverju við viljum koma í verk fáum við umboð til þess frá kjósendum.
Rauðar rósir
Við höfum líka lagt á það ofuráherslu að fara til fólksins og tala við almenning. Öll kvöld eru notuð í það að ganga í hús og heilsa upp á kjósendur og færa þeim rauðar rósir. Þetta framtak hefur gefið ótrúlega góða raun og viðtökurnar sem við höfum fengið hafa undantekningarlaust verið góðar.
Og nú er það að koma í ljós sem við höfum talið okkur skynja. Fylgi Samfylkingarinnar eykst dag frá degi og niðurstöður könnunarinnar hjá Stöð 2 í kvöld eru okkur auðvitað mjög að skapi. Ég horfði á Ísland í dag áðan, þar sem formenn flokkanna voru í viðtölum. Mér fannst þátturinn mjög fínn og settur skemmtilega fram. Og get ekki sagt að mér hafi fundist neinn þeirra standa sig áberandi illa. Hins vegar fannst mér frammistaða Ingibjargar Sólrúnar mjög góð og um það virtust álitsgjafar þáttarins allir sammála.
Sterk frammistaða Ingibjargar í kvöld
Það er að koma í ljós að það er alls ekki óraunhæft að fella ríkisstjórnina. Það er að koma í ljós að það eru miklir möguleikar til þess að Samfylkingin fái umboð til þess að leiða hér nýja ríkisstjórn eftir 12. maí. Og við munum svo sannarlega spýta í lófana síðustu dagana og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að svo megi verða.
Auðvitað hjálpar það okkur heilmikið að finna meðbyrinn og að skynja það áþreifanlega að málflutningur okkar fellur í góðan jarðveg. Ég er viss um það að frammistaða Ingibjargar Sólrúnar í formannaþætti Íslands í dag hefur hjálpað heilmikið til.
Skyldi þarna vera kominn næsti forsætisráðherra Íslands?
9.5.2007 | 09:40
Sætasta stelpan á ballinu
Í Fréttablaðinu í dag eru varaformann allra stjórnmálaflokkanna beðnir að velja sér einn annan stjórnmálaflokk sem þeir telja að eigi sér samsvörun við sinn eigin flokk. Það er skemmst frá því að segja að allir varaformennirnir velja Samfylkinguna nema varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem virðist eiga erfitt með að taka afstöðu eins og oft er með þann flokk þegar að er gáð.
Að öðru. Rosalega er afstaða Geirs aum þegar kemur að styrkveitingu að tónleikum Live Earth á Íslandi. Nú er búið að blása þetta einstaka tækifæri af m.a. vegna skorts á skilningi og stuðningi frá Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn sagði nei.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
8.5.2007 | 11:19
Hættum að deila um staðreyndir og förum að tala um pólitík
Það er voðalega leiðinlegt í íslenskri stjórnmálaumræðu hvað sumir eru viljugir til að deila um staðreyndir. Ráðherrar gera tölfræði frá virtum aðilum eins og OECD tortryggilega, tölur frá Alþýðusambandinu eru einnig ekki nógu góðar að þeirra mati, sömu sögu má segja um tölfræði frá Landssambandi eldri borgara og ráðherrarnir gera meira að segja tölfræði frá sjálfum sér, s.s. um þróun skattbyrði eða fjölda fátækra barna, einnig tortryggilega eins furðulegt og það hljómar.
Það væri mikið framfaraspor ef stjórnmálamenn gætu komið sér saman um staðreyndirnar en deilt síðan um túlkun þeirra og áhrif. Það þarf því að efla alþjóðlegan samanburð og auka vægi hlutlausra greiningaraðila á sviði hagstjórnar og félagsmála. Það voru t.d. mikil mistök hjá Sjálfstæðisflokknum að leggja niður Þjóðhagsstofnun.
Benda á villandi tölur stjórnarþingmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2007 | 09:04
Falleinkunn í menntamálum
Við Samfylkingarfólk vitum og viðurkennum að hægt er að gera mikið betur í menntamálum hér á landi. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins virðist hins vegar vera á öðru máli í grein sinni í Fréttablaðinu 3. maí sl. Þar lýsir hann því hvernig allt sé fínu standi í menntamálum á Íslandi og segir okkur vera þar í fremstu röð.
Sigurður Kári skammast heilmikið út í undirrituð fyrir að styðjast í gagnrýni okkar á frammistöðu Sjálfstæðisflokksins, við gögn frá OECD sem þó sérhæfir sig í að bera saman tölfræði á milli landa.
Við erum afar þakklát Sigurði Kára fyrir að draga athyglina að stöðu framhalds- og háskóla með grein sinni og eigum fúslega við hann samræður hér á síðum blaðanna.
Styðjumst við nýjustu skýrslu OECD
Við höfum leyft okkur að styðjast við nýjustu skýrslu OECD um menntamál sem heitir Education at Glance og er frá árinu 2006. Í þeirri skýrslu stendur svart á hvítu að við stöndum illa í alþjóðlegum samanburði á stöðu framhalds- og háskóla. Þennan samanburð vill Sjálfstæðisflokkurinn ekki heyra. Flestar samanburðartölur OECD í þessari skýrslu eru frá árinu 2004 og gefa því góða mynd af stöðu menntamála í landinu.
Við höfum í gagnrýni okkar á stöðu menntamála dregið fram upplýsingar um frammistöðu íslenskra stjórnvalda í samanburði við önnur lönd. Vörn Sjálfstæðisflokksins gegn staðreyndum um slælega frammistöðu í menntamálum virðist felast í því að bera saman framlög mismundandi ára milli landa. Það gengur auðvitað ekki upp. Ekki er hægt að bera saman framlögin til framhaldsskóla eins og þau voru á Íslandi árið 2007 við framlög til framhaldsskóla í Svíþjóð árið 2004.
Það er lenska hjá Sjálfstæðisflokknum að véfengja ætíð óhagstæðan samanburð með vægast sagt vafasömum hætti, hvort sem hann kemur frá OECD, Landsambandi eldri borgara, ASÍ eða öðrum aðilum.
Erum víst í 21. sæti
Í töflu B2.1c á bls. 207 í skýrslu OECD um opinber útgjöld til menntastofnana á háskólastigi sést að Ísland er að verja 1,2% af landsframleiðslu en meðaltalið í OECD er 1,4%. Danir, Norðmenn og Finnar verja 1,8% og Svíar 1,5%. Þetta setur okkur í 21. sæti af 30 þjóðum.
Í sömu töflu má sjá að hvað önnur ríki verja til framhaldsskólana en samkvæmt upplýsingaþjónustu Alþingis varði Ísland 1,3% til þeirra. Sá samanburður sýnir að Ísland er í 16. sæti af 30 OECD þjóðum. Sigurður Kári reynir ekki að hrekja þennan þennan samanburð í grein sinni og minnist ekki á hann.
Sé litið til hlutfalls Íslendinga á aldursbilinu 25-34 ára sem hafa lokið framhaldsskólanámi í töflu A1 2a á bls. 38 sést að á Íslandi er hlutfallið 68% en á hinum Norðurlöndunum er þetta 86-96%. Meðaltalið í OECD er 77% og í ESB 78%. Við erum hér í 23. sæti af 30 þjóðum. Þetta á við árið 2004 en ekki við þá sem luku námi 1989-1999 eins og Sigurður Kári heldur fram í sinni varnargrein.
Sé litið til hlutfalls Íslendinga á aldursbilinu 25-34 ára sem hafa lokið háskólanámi í töflu A1.3a. á bls. 39. hafa 31% lokið háskólanámi hér á landi en á hinum Norðurlöndunum er þetta hlutfall 35-42%. Meðaltalið í OECD er 31%. Hér er Ísland í 17. sæti af 30 þjóðum. Sigurður Kári rengir ekki þessa tölu.
Sigurði Kára tekst því ekki að hrekja þann samanburð sem er á milli Íslands og annarra OCED ríkja. Honum er bara illa við samanburðinn sjálfan. Heimild sem hann vitnar sjálfur til í greininni styður mál okkar enn frekar. Sigurður Kári sleppir nefnilega þeirri staðreynd að samkvæmt tölfræðiskýrslu norrænu Hagstofunnar (Nordic Statistical Yearbook 2006) kemur í ljós að hlutfall fólks á aldrinum 15-74 sem hafði lokið námi á háskólastigi árið 2005 var 18,9% á Íslandi en 24,7% í Noregi, 23.3% í Svíþjóð, 22.2% í Danmörku og 26,5% í Finnlandi.
Niðurskurður til framhaldsskólanna árið 2007
Sigurður Kári heldur því fram í sinni grein að á þessu kjörtímabili hafi fjárframlögin aukist svo mikið að samanburðurinn sé úreldur. Gott og vel lítum þá aðeins betur á hvað hefur gerst í þróun útgjalda til framhaldsskólanna frá árinu 2004.
Í fyrsta lagi kemur fram á vef Hagstofunnar að á milli ára 2004 og 2005 hafi framlög til framhaldsskólastigsins lækkað um 123,7 milljónir milli ára og hlutur framhaldsskólans í landsframleiðslunni lækkað úr 1,41% í 1,33%. Á sama tíma fjölgaði skráðum nemendum á framhaldsskólastigi um 873.
Í öðru lagi nemur niðurskurður til framhaldsskólanna á fjárlögum 2007 heilum 650 milljónum króna. Stórir árgangar komu inn nú síðustu tvö árin sem virtist koma mönnum á óvart þó vitað hafi verið þegar þessir einstaklingar fæddust 1989 og 1990 að þeir myndu nú skila sér í menntaskóla að miklu leyti þegar þeir hefðu aldur til. Fjármagn hefur ekki fylgt þessari óvæntu nemendafjölgun.
Í þriðja lagi hefur reiknilíkanið sem nota á til að reikna út raunkostnað á hvern nemanda í framhaldsskóla verið breytt þannig að nú er það notað til að dreifa niðurskurðinum.
Eins og ofangreindar staðreyndir sína hefur staða framhaldsskólanna versnað síðan árið 2003. Sigurður Kári getur því ekki haldið því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið sig saman í andlitinu á kjörtímabilinu nema síður sé.
Jafnaðarmenn hafa sýnt vilja sinn í verki
Við viljum líka draga fram að það hefur margt jákvætt verið gert í menntamálum þjóðarinnar. Í samanburði á heildarútgjöldum til menntamála komum við ágætlega út í skýrslu OECD. Sú staða er þó tilkomin vegna þess að við erum nálægt toppi þegar kemur að útgjöldum til leik- og grunnskóla.
Þau skólastig eru hinsvegar rekin af sveitarfélögunum en ekki ríkisvaldinu. Þarna snýst staðan algerlega við. Ríkisvaldið rekur framhalds- og háskólana þar sem við fáum hina alræmdu falleinkun. En það hafa verið jafnaðarmenn í Reykjavík, Hafnarfirði, Árborg, Akranesi og fleiri stöðum sem hafa rekið flesta grunnskóla og leikskóla landsins undanfarinn áratug og þannig sýnt vilja jafnaðarmanna í verki með því að koma þeim skólastigum í fremstu röð.
Það er fjárfesting sveitarfélaga í grunnskólum og leikskólum sem togar Ísland upp þegar litið er til heildarútgjalda til menntamála. Framlög ríkisvaldsins til framhalds- og háskólanna toga okkur hins vegar niður.
Falleinkun í menntamálum
Ísland er jafnframt eina Norðurlandið sem ekki styrkir sína námsmenn heldur lánar þeim eingöngu. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að stjórna menntamálaráðuneytinu í 16 ár. Árangurinn er falleinkun í menntamálum. Við þessi orð stöndum við. Varnarleikur Sigurðar Kára og Sjálfstæðisflokksins er tilraun til sjónarspils eins og ofangreindar staðreyndir sýna glögglega.
Ágúst Ólafur Ágústsson og Katrín Júlíusdóttir alþingsmenn Samfylkingarinnar
Styttri útgáfa af þessari grein birtist í Fréttablaðinu í dag.
7.5.2007 | 20:18
Hagsmunir venjulegs fólks
Í vor verður kosið um forgangsröðun. Forgangsröðun Sjálfstæðisflokksins er þekkt. Skattalækkanir ríkisstjórnarinnar árið 2005 færðu 25% af hinu tekjuhæstu 2.500 milljónir kr. en 25% tekjulægstu fengu aftur á móti aðeins 300 milljónir kr. eða um 10 sinnum lægri upphæð.
Grunnskólakennari með meðallaun fékk um 1.900 kr. í skattalækkun sem dugar rúmlega fyrir einum bleyjupakka á mánuði. Á sama tíma fékk maður með milljón á mánuði um 23.000 kr. í skattalækkun mánaðarlega eða ígildi einnar utanlandsferðar í hverjum mánuði.
Kaupmáttaraukningunni er sömuleiðis mjög misskipt. Tekjulægstu 20% þjóðarinnar fengu 4 sinnum minni kaupmáttaraukningu en 10% tekjuefstu.
Skattbyrði 90% þjóðarinnar hefur þyngst
Skattbyrði 90% þjóðarinnar hefur þyngst samkvæmt svörum frá fjármálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Skattbyrðin hefur einungis minnkað hjá 10% tekjuhæstu einstaklingunum. Það er sá hópur sem er með allra hæstu tekjurnar, fólk með meira en 1,2 milljón kr. á mánuði. Það er fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn ver með oddi og egg.
Svar Sjálfstæðismanna vegna sívaxandi skattbyrði hefur ætíð verið á sama veg, að tekjur fólks hafi aukist og því hafi skattbyrðin aukist. En hvernig má þá vera að fólk í topp 10% tekjuskalanum upplifir minni skattbyrði þrátt fyrir að tekjur þeirra hafi einnig aukist? Og hvernig má það vera að í löndunum í kringum okkur þar sem tekjur hafa einnig aukist upplifir fólk ekki þyngri skattbyrði?
Aukin skattbyrði á láglaunahópum bitnar svo harðar á konum sem eru í meirihluta þessa hóps. Konur fá margar hverjar lægri laun vegna kynferðis og láglaunahópar bera svo í ofanálag hærri skattbyrði.
Týndi upp úr körfunni í Bónus
Það er nánast sama hvar borið er niður, niðurstaðan er að þessi ríkisstjórn er ekki ríkisstjórn venjulegs fólks, hins almenna launþega. Þetta er ríkisstjórn hinna fáu og ríkisstjórn misskiptingar enda telur 70% af þjóðinni að ójöfnuður hafi aukist.
Hvaða skilningi lýsir það þegar að Geir Haarde segir að ríkissjóð muni um hvern þúsundkall en ekki fólkinu í landinu. Ég hitti konu um daginn í Bónus sem sagði mér af því að hún hefði 27.000 krónur til að lifa af, þegar að hún var búin að borga húsaleiguna. Hún þurfti svo að týna upp úr matarkörfunni, því hún hafði ekki efni á helstu nauðsynjum. Þessa konu munar um svo sannarlega um hverja krónu. Það sem hún átti í lok mánaðar var þúsundkall.
Ríkisstjórnin með kosningavíxla upp á 400 milljarða
Ríkisstjórn Geirs Haarde er ábyrg fyrir alvarlegum hagstjórnarmistökum sem hver einasta greiningardeild, bæði innlend og erlend, OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og meira að segja Seðlabankinn sjálfur, staðfestir þetta.
Almenningur þarf að greiða fyrir þessi hagstjórnarmistök með verðbólguskatti og heimsins hæstu vöxtum. Hagstjórnarmistökin hafa þær afleiðingar að á þessu ári þarf venjuleg fjölskylda að borga hálfri milljón kr. meira en ella.
Það er brýnt að koma á stöðugleika, það er hagsmunamál allra. Ábyrgðarlaus hagstjórn kristallast í kosningabaráttunni. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa lofað meira en 400 milljörðum kr. útgjöldum á næstu kjörtímabilum. Þetta er skóflustungupólitík ríkisstjórnarinnar þar sem allt er ákveðið á 12. ári og allt sem vantaði á að framkvæma á næsta kjörtímabili.
Samfylkingin er rödd skynseminnar og hún gengur skemur en aðrir flokkar í kosningaloforðum.
Við viljum ná tökum á hagstjórninni, lækka verðbólgu og skila afgangi á ríkissjóði.
Við viljum sömuleiðis ríkisstjórn sem setur hagsmuni venjulegs fólks í öndvegi. Ef þú vilt þetta kjóstu Samfylkinguna í kosningunum 12. maí.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Af mbl.is
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa