Bloggfærslur mánaðarins, mars 2006
28.3.2006 | 12:33
Valdþreytan opinberar sig
Það er alvarlegt að það skuli endurtaka sig reglulega að ráðherrar fái álit frá umboðsmanni Alþingis, kærunefnd jafnréttismála og jafnvel dóma um að þeir hafi gerst brotleg við lög. Það er hins vegar ekki síður alvarlegt hvernig ráðherrar ríkisstjórnarinnar bregðast við þessum niðurstöðum með þjósti og algjöru skilningsleysi.
Í þetta skiptið er það skipun ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu sem ekki var talin uppfylla grundvallarreglur stjórnsýsluréttarins. Áður hafði sami félagsmálaráðherra Framsóknarmanna verið dæmdur í Hæstarétti fyrir að brjóta lög og misbeita valdi sínu gagnvart framkvæmdastýru Jafnréttisstofu.
Mannasiðareglur settar
Aðrir ráðherrar þessarar ríkisstjórnar hafa sömuleiðis verið álitnir brotlegir við lög. Dómsmálaráðherra hefur verið talinn hafa brotið stjórnsýslulög, dómstólalög og jafnréttislög við skipun hæstaréttardómara. Allir muna hver viðbrögð ráðamanna voru þá. Í kjölfarið taldi umboðsmaður Alþingis sig vera tilneyddan til að setja sérstakar mannasiðareglur til höfuðs ráðherrunum.
Nokkur álit umboðsmanns Alþingis lúta að landbúnaðarráðherra, t.d. þar sem ráðherrann kaus meira að segja að neita að afhenda umboðsmanni Alþingis upplýsingar um skipun rektors Landbúnaðarháskóla Íslands sem hann þó átti rétt á að fá. Og síðan horfum við upp á meintan ólögmætan brottrekstur viðskiptaráðherra á Birni Friðfinnssyni úr embætti ráðuneytisstjóra.
Grafið undan trúverðugleika umboðsmanns
Vissir ráðherrar sem hafa lent í því að gerast brotlegir við lög að áliti umboðsmann Alþingis hafa jafnvel talað um umboðsmann sem mann úti í bæ og að niðurstöður umboðsmanns Alþingis séu lögfræðilegar vangaveltur og fræðilegar vangaveltur og að niðurstöður hans séu til leiðbeiningar miðað við stöðu hans sem álitsgjafa. Maður vill hins vegar trúa því að umboðsmaður Alþingis sé meira en það og hafi þannig vigt að menn virði niðurstöðu hans.
Það er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld og sérstaklega ráðherrar grafi ekki undan trúverðugleika og því trausti sem umboðsmaður Alþingis býr yfir og þarf að búa yfir. Þótt menn geti verið ósáttir við niðurstöður umboðsmanns Alþingis, þá heyrir það til nýmæla að menn í háum stöðum svari honum með þessum hætti.
Of lengi við völd
Staðan er alvarleg þegar umsækjendur að háum embættum lýsa því yfir að það þýði ekkert að leita réttar síns hjá umboðsmanni Alþingis, í ljósi þess hvernig ráðherrar taka álitum hans. Staðan er einnig alvarleg þegar lögmenn lýsa því yfir að allt eins mætti leggja embætti umboðsmanns niður ef ráðamenn ætla að virða alit hans að vettugi.
Það er eins og margir ráðherrar ríkisstjórnarinnar telji sig yfir stjórnsýslulög og málefnaleg sjónarmið hafna þegar kemur að skipunum í embætti. Nýleg ummæli forsætisráðherra um að ráðherrar eigi bara að fá að ráða þessu staðfesta það. Er það virkilega svo að grundvallarreglur stjórnsýsluréttarins skipta ríkisstjórnina engu máli? Ætla menn að hundsa það að hafa málefnaleg sjónarmið að leiðarljósi við skipun embættismanna? Ef málefnaleg sjónarmið eiga ekki að ráða för við skipun, hvaða viðmið standa þá eftir?
Viðbrögð ráðherranna við álitum umboðsmanns Alþingis staðfesta einungis að þessir herramenn eru búnir að vera of lengi við völd.
Í þetta skiptið er það skipun ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu sem ekki var talin uppfylla grundvallarreglur stjórnsýsluréttarins. Áður hafði sami félagsmálaráðherra Framsóknarmanna verið dæmdur í Hæstarétti fyrir að brjóta lög og misbeita valdi sínu gagnvart framkvæmdastýru Jafnréttisstofu.
Mannasiðareglur settar
Aðrir ráðherrar þessarar ríkisstjórnar hafa sömuleiðis verið álitnir brotlegir við lög. Dómsmálaráðherra hefur verið talinn hafa brotið stjórnsýslulög, dómstólalög og jafnréttislög við skipun hæstaréttardómara. Allir muna hver viðbrögð ráðamanna voru þá. Í kjölfarið taldi umboðsmaður Alþingis sig vera tilneyddan til að setja sérstakar mannasiðareglur til höfuðs ráðherrunum.
Nokkur álit umboðsmanns Alþingis lúta að landbúnaðarráðherra, t.d. þar sem ráðherrann kaus meira að segja að neita að afhenda umboðsmanni Alþingis upplýsingar um skipun rektors Landbúnaðarháskóla Íslands sem hann þó átti rétt á að fá. Og síðan horfum við upp á meintan ólögmætan brottrekstur viðskiptaráðherra á Birni Friðfinnssyni úr embætti ráðuneytisstjóra.
Grafið undan trúverðugleika umboðsmanns
Vissir ráðherrar sem hafa lent í því að gerast brotlegir við lög að áliti umboðsmann Alþingis hafa jafnvel talað um umboðsmann sem mann úti í bæ og að niðurstöður umboðsmanns Alþingis séu lögfræðilegar vangaveltur og fræðilegar vangaveltur og að niðurstöður hans séu til leiðbeiningar miðað við stöðu hans sem álitsgjafa. Maður vill hins vegar trúa því að umboðsmaður Alþingis sé meira en það og hafi þannig vigt að menn virði niðurstöðu hans.
Það er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld og sérstaklega ráðherrar grafi ekki undan trúverðugleika og því trausti sem umboðsmaður Alþingis býr yfir og þarf að búa yfir. Þótt menn geti verið ósáttir við niðurstöður umboðsmanns Alþingis, þá heyrir það til nýmæla að menn í háum stöðum svari honum með þessum hætti.
Of lengi við völd
Staðan er alvarleg þegar umsækjendur að háum embættum lýsa því yfir að það þýði ekkert að leita réttar síns hjá umboðsmanni Alþingis, í ljósi þess hvernig ráðherrar taka álitum hans. Staðan er einnig alvarleg þegar lögmenn lýsa því yfir að allt eins mætti leggja embætti umboðsmanns niður ef ráðamenn ætla að virða alit hans að vettugi.
Það er eins og margir ráðherrar ríkisstjórnarinnar telji sig yfir stjórnsýslulög og málefnaleg sjónarmið hafna þegar kemur að skipunum í embætti. Nýleg ummæli forsætisráðherra um að ráðherrar eigi bara að fá að ráða þessu staðfesta það. Er það virkilega svo að grundvallarreglur stjórnsýsluréttarins skipta ríkisstjórnina engu máli? Ætla menn að hundsa það að hafa málefnaleg sjónarmið að leiðarljósi við skipun embættismanna? Ef málefnaleg sjónarmið eiga ekki að ráða för við skipun, hvaða viðmið standa þá eftir?
Viðbrögð ráðherranna við álitum umboðsmanns Alþingis staðfesta einungis að þessir herramenn eru búnir að vera of lengi við völd.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2006 | 09:54
Forgangur hinna efnameiri að heilbrigðiskerfinu
Umræða um forgang hinna efnameiri að heilbrigðisþjónustu var nýverið á Alþingi. Ég tók þátt í þeirri umræðu fyrir hönd flokksins og þar tók ég fram að stefna Samfylkingarinnar í heilbrigðismálum væri skýr.
Ekki tvöfalt kerfi
Við höfnum forgangi hinna efnameiri að heilbrigðiskerfinu. Við viljum ekki sjá tvöfalt kerfi í heilbrigðiskerfinu þar sem fólk getur borgað sig fram fyrir röðina á kostnað annarra. Það kemur einfaldlega ekki til greina. Ef við leyfum fólki að kaupa sig fram fyrir aðra sem bíða eftir heilbrigðisþjónustu þá verður niðurstaðan sú að heilbrigðisstarfsfólk nýtist ekki öðrum á meðan. Þá er komin mismunun eftir efnahag og það mun Samfylkingin aldrei sætta sig við.
Skýr stefna Samfylkingarinnar
Það er hins vegar rétt að kalla eftir umræðu um þetta stóra grundvallarmál. Almenningur fær þá kost á því að sjá hvernig línur liggja. Það er nefnilega ekkert víst að aðrir stjórnmálaflokkar hér á landi geti svarað þessari spurningu jafnskýrt og Samfylkingin. Samfylkingin hefur sett sér ákveðin skilyrði fyrir öllum endurbótum í heilbrigðisþjónustunni. Það er t.d. að markmið jafnaðarstefnunnar um jafnan aðgang óháð efnahag standi óhaggað.
Ekki tvöfalt kerfi
Við höfnum forgangi hinna efnameiri að heilbrigðiskerfinu. Við viljum ekki sjá tvöfalt kerfi í heilbrigðiskerfinu þar sem fólk getur borgað sig fram fyrir röðina á kostnað annarra. Það kemur einfaldlega ekki til greina. Ef við leyfum fólki að kaupa sig fram fyrir aðra sem bíða eftir heilbrigðisþjónustu þá verður niðurstaðan sú að heilbrigðisstarfsfólk nýtist ekki öðrum á meðan. Þá er komin mismunun eftir efnahag og það mun Samfylkingin aldrei sætta sig við.
Skýr stefna Samfylkingarinnar
Það er hins vegar rétt að kalla eftir umræðu um þetta stóra grundvallarmál. Almenningur fær þá kost á því að sjá hvernig línur liggja. Það er nefnilega ekkert víst að aðrir stjórnmálaflokkar hér á landi geti svarað þessari spurningu jafnskýrt og Samfylkingin. Samfylkingin hefur sett sér ákveðin skilyrði fyrir öllum endurbótum í heilbrigðisþjónustunni. Það er t.d. að markmið jafnaðarstefnunnar um jafnan aðgang óháð efnahag standi óhaggað.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2006 | 17:12
Lögfestum barnasáttmálann
Ég lagði í dag fram á Alþingi þingmál um að lögfesta Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem ég tel vera löngu tímabært. Að mínu mati á slíkur grundvallarsáttmáli, sem Barnasáttmálinn er, að vera lögfestur hér á landi með sama hætti og Mannréttindasáttmáli Evrópu hefur verið lögfestur. Við það fengið barnasáttmálinn aukið vægi þar sem stjórnvöld og dómstólar landsins yrðu að taka mið af honum sem sett lög.
Aukum vægi Barnasáttmálans
Aðildarríki samningsins og þar á meðal Ísland eru einungis skuldbundin barnasáttmálanum samkvæmt þjóðarrétti en ekki að landsrétti. Því þarf að lögfesta alþjóðalega samninga ef þeir eiga að hafa bein réttaráhrif hér á landi.
Aðlaga íslensk löggjöf
Einnig er lagt til í þingmálinu að íslensk löggjöf verði aðlöguð að barnasáttmálanum. Hvað það varðar þarf að huga að mörgu. Tryggja þarf m.a. betur friðhelgi einkalífs barna og sjálfsákvörðunarrétt þeirra í lögum s.s. í barnalögum, barnaverndarlögum og lögum um réttindi sjúklinga.
Ákvæði barnasáttmálans geta sömuleiðis kallað á endurskoðun á hegningarlögum. Má þar nefna hækkun kynferðislegs lögaldurs úr 14 ára, setningu ákvæðis um heimilisofbeldi og afnám fyrningarfresta í kynferðisafbrotum gegn börnum þar sem frestirnir geta dregið úr vernd barna og möguleikum þeirra að sækja rétt sinn. Samkvæmt barnasáttmálanum ber að aðskilja unga fanga frá fullorðnum föngum en hér á landi er það ekki gert.
Skoða þarf mismunandi aldursmörk barna í lögum. Barnabætur eru t.d. ekki greiddar með börnum á aldrinum 16-18 ára og foreldrar taka ákvörðun um inngöngu eða úrsögn barns yngra en 16 ára úr trúfélagi. Tryggja þarf í lög að rætt sé við yngri börn en nú er gert í umgengis- og barnaverndarmálum.
Huga þarf að mörgu
Tryggja þarf, m.a. í grunnskólalög, rétt barna til að láta í ljós skoðanir sínar ásamt réttindi þeirra innan stjórnsýslu sveitar¬félaga. Sömuleiðis rétt barnsins til að þekkja foreldra sína og skoða hvort það eigi við ættleidd börn og í sæðisgjöfum. Skoða þarf sérstaklega stöðu barna sem glíma við langvarandi veikindi, fötlun, geðsjúkdóm, fátækt og barna nýbúa í íslenskum lögum. Ákvæði barnasáttmálans þarf að hafa í huga þegar kemur að nýrri löggjöf um fjölmiðla.
Þingmálið í heild sinni má sjá á: http://www.althingi.is/altext/132/s/0941.html
Aukum vægi Barnasáttmálans
Aðildarríki samningsins og þar á meðal Ísland eru einungis skuldbundin barnasáttmálanum samkvæmt þjóðarrétti en ekki að landsrétti. Því þarf að lögfesta alþjóðalega samninga ef þeir eiga að hafa bein réttaráhrif hér á landi.
Aðlaga íslensk löggjöf
Einnig er lagt til í þingmálinu að íslensk löggjöf verði aðlöguð að barnasáttmálanum. Hvað það varðar þarf að huga að mörgu. Tryggja þarf m.a. betur friðhelgi einkalífs barna og sjálfsákvörðunarrétt þeirra í lögum s.s. í barnalögum, barnaverndarlögum og lögum um réttindi sjúklinga.
Ákvæði barnasáttmálans geta sömuleiðis kallað á endurskoðun á hegningarlögum. Má þar nefna hækkun kynferðislegs lögaldurs úr 14 ára, setningu ákvæðis um heimilisofbeldi og afnám fyrningarfresta í kynferðisafbrotum gegn börnum þar sem frestirnir geta dregið úr vernd barna og möguleikum þeirra að sækja rétt sinn. Samkvæmt barnasáttmálanum ber að aðskilja unga fanga frá fullorðnum föngum en hér á landi er það ekki gert.
Skoða þarf mismunandi aldursmörk barna í lögum. Barnabætur eru t.d. ekki greiddar með börnum á aldrinum 16-18 ára og foreldrar taka ákvörðun um inngöngu eða úrsögn barns yngra en 16 ára úr trúfélagi. Tryggja þarf í lög að rætt sé við yngri börn en nú er gert í umgengis- og barnaverndarmálum.
Huga þarf að mörgu
Tryggja þarf, m.a. í grunnskólalög, rétt barna til að láta í ljós skoðanir sínar ásamt réttindi þeirra innan stjórnsýslu sveitar¬félaga. Sömuleiðis rétt barnsins til að þekkja foreldra sína og skoða hvort það eigi við ættleidd börn og í sæðisgjöfum. Skoða þarf sérstaklega stöðu barna sem glíma við langvarandi veikindi, fötlun, geðsjúkdóm, fátækt og barna nýbúa í íslenskum lögum. Ákvæði barnasáttmálans þarf að hafa í huga þegar kemur að nýrri löggjöf um fjölmiðla.
Þingmálið í heild sinni má sjá á: http://www.althingi.is/altext/132/s/0941.html
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2006 | 16:30
Bætum öryggið á Barnaspítalanum
Mér fannst ástæða til þess að taka upp þá stöðu sem ríkir á Barnaspítala Hringsins og spurði Siv Friðleifsdóttur nýjan heilbrigðisráðherra út í þessa stöðu á þingfundi í dag. Sú staðreynd hefur legið fyrir í talsverðan tíma að það vantar sárlega hágæsluherbergi á Barnaspítala Hringsins. Hágæsla er aðeins lægra þjónustustig en gjörgæsla sem tekur við allra veikustu og slösuðustu sjúklingunum. Vegalengdin milli Barnaspítalans og gjörgæsludeildarinnar á Landspítalanum er löng. Þess finnast jafnvel sorgleg dæmi að þessi vegalengd hafi reynst of löng enda geta mínútur, og jafnvel sekúndur skipt sköpum.
Það verður því að hefja rekstur á sérstöku hágæsluherbergi á Barnaspítalanum og auka þannig öryggi og þjónustustig spítalans. Plássið er fyrir hendi og kostnaður af slíkri deild er ekki mikill sérstaklega ekki í ljósi þeirra gríðarlegu hagsmuna sem eru í húfi.
Þessi hágæsluþjónusta innan Barnaspítalans myndi kosta um 60-80 milljón króna á ári. Landspítalinn kostar hins vegar 30.000 milljónir króna á hverju ári. Við erum að því aðeins að tala um 0,2% af heildarrekstrarkostnaði spítalans. 0,2% fyrir þjónustu sem getur reynst lífsnauðsynleg.
Í umræðunni fyrir jól um fjárlög þessa árs - fyrir aðeins 4 mánuðum lögðum við í stjórnarandstöðunni fram beina tillögu á Alþingi um að þessari viðbótarupphæð yrði veitt til Landspítalans, svo hægt væri að starfrækja svona hágæsluþjónustu á Barnaspítalanum. Tillagan var því miður felld af hálfu stjórnarmeirihlutans.
Skora á nýjan heilbrigðisráðherra
Vegna þessa tók ég þetta mál upp á Alþingi og kallaði eftir svörum og aðgerðum frá nýjum heilbrigðisráðherra. Ég skoraði á nýjan heilbrigðisráðherra að sýna þann vilja að kippa þessu máli strax í lið og sagði að það gæti verið glæsilegt upphaf hjá henni sem nýr heilbrigðisráðherra.
Hins vegar var fátt um svör frá ráðherranum sem sagði málið einfaldlega vera í skoðun. En málið var einnig í skoðun fyrir 6 vikum þegar spurt var um sama mál. Ráðherrann vísaði einnig ábyrgðinni á yfirstjórn Landspítalans og sagði yfirstjórnina ekki hafa sett málið í forgang. Þetta er hins vegar kolröng nálgun þar sem ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum. Alþingi hefur fjárveitingarvaldið og við getum kippt þessu í liðinn sé vilji fyrir því.
Eitt tilfelli er einu tilfelli of mikið
Heilbrigðisráðherra sagði að Ísland hefði besta heilbrigðiskerfi í heimi. En á meðan þessi alvarlega brotalöm er á kerfinu, á meðan að börn og fjölskyldur þeirra búa ekki við hámarksöryggi þá finnst mér ekki væra hægt að halda því fram að hér sé til staðar besta heilbrigðiskerfi í heimi þrátt fyrir frábært starfsfólk.
Við eigum að gera kröfu til þess að hér séu bestu mögulegu aðstæður fyrir landsmenn, ekki síst börn og eldri borgara. Við eigum sömuleiðis að gera kröfum um að sú þjónusta standi öllum til boða án tillits til efnahags en þær raddir heyrast nú í umræðunni að þeir efnameiri eigi að geta keypt sér fram fyrir aðra í heilbrigðiskerfinu. Samfylkingin hafnar slíkri leið. Samfylkingin vill bæði öruggt og aðgengilegt heilbrigðiskerfi
Hér vantar eingöngu pólitískan vilja til að starfrækja hágæsluherbergi á Barnaspítalanum. Við eigum að ná þverpólitískri samstöðu um málið og laga þetta hratt og vel. Kjarni málsins er að það verður að auka öryggi á Barnaspítalanum og það er hægt að gera það með litlum kostnaði. Eitt tilfelli er einu tilfelli of mikið.
Það verður því að hefja rekstur á sérstöku hágæsluherbergi á Barnaspítalanum og auka þannig öryggi og þjónustustig spítalans. Plássið er fyrir hendi og kostnaður af slíkri deild er ekki mikill sérstaklega ekki í ljósi þeirra gríðarlegu hagsmuna sem eru í húfi.
Þessi hágæsluþjónusta innan Barnaspítalans myndi kosta um 60-80 milljón króna á ári. Landspítalinn kostar hins vegar 30.000 milljónir króna á hverju ári. Við erum að því aðeins að tala um 0,2% af heildarrekstrarkostnaði spítalans. 0,2% fyrir þjónustu sem getur reynst lífsnauðsynleg.
Í umræðunni fyrir jól um fjárlög þessa árs - fyrir aðeins 4 mánuðum lögðum við í stjórnarandstöðunni fram beina tillögu á Alþingi um að þessari viðbótarupphæð yrði veitt til Landspítalans, svo hægt væri að starfrækja svona hágæsluþjónustu á Barnaspítalanum. Tillagan var því miður felld af hálfu stjórnarmeirihlutans.
Skora á nýjan heilbrigðisráðherra
Vegna þessa tók ég þetta mál upp á Alþingi og kallaði eftir svörum og aðgerðum frá nýjum heilbrigðisráðherra. Ég skoraði á nýjan heilbrigðisráðherra að sýna þann vilja að kippa þessu máli strax í lið og sagði að það gæti verið glæsilegt upphaf hjá henni sem nýr heilbrigðisráðherra.
Hins vegar var fátt um svör frá ráðherranum sem sagði málið einfaldlega vera í skoðun. En málið var einnig í skoðun fyrir 6 vikum þegar spurt var um sama mál. Ráðherrann vísaði einnig ábyrgðinni á yfirstjórn Landspítalans og sagði yfirstjórnina ekki hafa sett málið í forgang. Þetta er hins vegar kolröng nálgun þar sem ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum. Alþingi hefur fjárveitingarvaldið og við getum kippt þessu í liðinn sé vilji fyrir því.
Eitt tilfelli er einu tilfelli of mikið
Heilbrigðisráðherra sagði að Ísland hefði besta heilbrigðiskerfi í heimi. En á meðan þessi alvarlega brotalöm er á kerfinu, á meðan að börn og fjölskyldur þeirra búa ekki við hámarksöryggi þá finnst mér ekki væra hægt að halda því fram að hér sé til staðar besta heilbrigðiskerfi í heimi þrátt fyrir frábært starfsfólk.
Við eigum að gera kröfu til þess að hér séu bestu mögulegu aðstæður fyrir landsmenn, ekki síst börn og eldri borgara. Við eigum sömuleiðis að gera kröfum um að sú þjónusta standi öllum til boða án tillits til efnahags en þær raddir heyrast nú í umræðunni að þeir efnameiri eigi að geta keypt sér fram fyrir aðra í heilbrigðiskerfinu. Samfylkingin hafnar slíkri leið. Samfylkingin vill bæði öruggt og aðgengilegt heilbrigðiskerfi
Hér vantar eingöngu pólitískan vilja til að starfrækja hágæsluherbergi á Barnaspítalanum. Við eigum að ná þverpólitískri samstöðu um málið og laga þetta hratt og vel. Kjarni málsins er að það verður að auka öryggi á Barnaspítalanum og það er hægt að gera það með litlum kostnaði. Eitt tilfelli er einu tilfelli of mikið.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2006 | 22:46
Stóriðja er ekki framtíðin
Hér má finna viðtal við mig sem birtist nýlega á hinu nýja vefsetri www.samfylking.is.
"Í viðtali við samfylking.is segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar að stóriðja er ekki framtíðin. Ágúst Ólafur sem er 28 ára var kjörinn á þing fyrir tæpum þremur árum, hann er yngsti þingmaður Samfylkingarinnar, og framinn hefur verið skjótur, því Ágúst Ólafur er varaformaður flokksins.
- Hvað hefur helst komið þér á óvart í stjórnmálunum?
Þingmennskan hefur reynst enn skemmtilegri en ég bjóst við, þetta er afar fjölbreytt starf sem bæði fylgja kostir og gallar. Flokksvinnan er opnara samfélag en ég bjóst við. Það er því auðvelt fyrir duglegt og áhugsamt fólk að láta til sín taka og hef einna mest gaman af þessum hluta starfsins, það er að vinna með fólki í flokknum og sjá og skynja hvað það er sem brennur á fólki. Ég er einnig mjög þakklátur fyrir traustið sem kjósendur og flokksmenn sýnt mér. Þingheimurinn er hins vegar lítill heimur og menn þurfa að gæta sín á að einangrast ekki inni í honum. Mér kom sömuleiðis á óvart hversu öflug hagsmunasamtök eru hér á landi, þau hafa mikið að segja um lagasetninguna.
- Of mikil áhrif?
Það kemur án efa fyrir. Fjölbreytni þessara hagsmunasamtaka er mikil, þetta er allt frá reiðum rjúpnaskyttum yfir í félög stórkaupmanna og lækna. Starfsemi þessara mörgu aðila er eðlileg og af hinu góða. Auðvitað eiga hagsmunasamtök að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, til þess eru þau. Það er líka mikilvægt að grundvallarbreytingar séu gerðar í sem mestri sátt við þá aðila sem hafa hagsmuni að gæta í viðkomandi máli. En maður þarf þó að vera meðvitaður stöðu þessara aðila og greina að almannahagsmuni og sérhagsmuni. Ég vil hafa almannahagsmuni og heildarhagsmuni að leiðarljósi í allri ákvarðanatöku og ég lít á mig sem þingmann allrar þjóðarinnar en ekki tiltekins hóps eða svæðis.
- Er kjördæmaskipanin vandamál?
Hún getur verið það. Sumum finnst að landsbyggðarþingmenn einbeiti sér um of að staðbundnum hagsmunum. Þingmennskan er í reynd tvennskonar ólík störf það að vera þingmaður hér á höfuðborgarsvæðinu og að vera landsbyggðarþingmaður. Verkefni þessara þingmanna geta verið æði ólíkt. Við öll berum ábyrgð á því að reyna að brjóta niður múra þannig að traust ríki milli höfuðborgar og landsbyggðar og að hagsmunir heildarinnar séu hafðir að leiðarljósi. Þingmenn eiga allir að líta á sig sem þingmenn allrar þjóðarinnar.
- Telurðu líklegt að landið verði eitt kjördæmi á komandi árum eins og jafnaðarmenn hafi barist fyrir í áratugi?
Ég vona það og það næst í gegn ef menn fara nú að framkvæma það sem þeir hafa boðað. Sumir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa studd baráttuna um að gera landið að einu kjördæmi. Þar sem stjórnarskráin er nú í endurskoðun þá blasir við einstakt tækifæri til gera landið að einu kjördæmi hafi menn kjark til þess. Stjórnmálin myndu án efa batna yrði landið gert að einu kjördæmi almannahagsmunir yrðu hafðir að leiðarljósi og langtímahugsun kæmist að, t.d. í samgöngumálum þar sem þess er nokkuð vant. Sömuleiðis yrði jöfnun atkvæðaréttarins mikilvægt spor í átt að réttlæti og jafnræði.
- Þú varst formaður ungra jafnaðarmanna 2001 til 2003 og náðir að fylkja ungu fólki um Samfylkinguna í síðustu kosningum. Nú sýna kannanir að Samfylkingin stendur ekki mjög vel í þessum aldurshópi, hvað er til ráða?
Rannsóknir sýna að í alþingiskosningunum árið 2003 var Samfylkingin stærsti flokkurinn meðal ungs fólks. Við þurfum stöðugt að hafa það að leiðarljósi að ná til ungs fólks og höfða til þess. Við eigum því að hlúa vel að ungliðahreyfingunni og tefla meðal annars fram ungu fólki. Ein ástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn höfðar síður til kvenna er sú að konur hafa verið hlunnfarnar í Sjálfstæðisflokknum og þetta skynja kjósendur. Málefni ungs fjölskyldufólks eru mér mjög hugleikin, svo sem menntamál, húsnæðismál og umhverfis- og alþjóðamálum. Ef við sköpum ekki aðlaðandi samfélag þá missum við einfaldlega ungt fólk úr landi. Ungt fólk hefur úr svo miklu að velja og aðstæður hér heima verða að vera samkeppnishæfar við það besta sem þekkist erlendis.
- Þú nefnir umhverfismál þar hefur Samfylkingin kannski ekki verið mjög áberandi til þessa?
Sem betur fer eru umhverfismál ekki lengur á jaðri umræðunnar. Þetta er t.d. málaflokkur sem brennur mjög á ungu fólki. Umhverfismálin snúast um framtíðarsýn og þá ekki síst í samhengi við atvinnumálin. Samfylkingin styður skynsamlega nýtingu auðlinda. Samfylkingin er ekki kredduflokkur og styður stóriðju, séu ákveðin skilyrði uppfyllt. Þessi skilyrði eru m.a. þau að verkefnið sé efnahagslega hagkvæmt og skynsamlegt. Í öðru lagi að það hafi ekki umtalsverð skaðleg áhrif á umhverfið og í þriðja lagi ef það skýtur stoðum undir atvinnulíf á viðkomandi svæði. Að mínu mati þurfa þessi þrjú skilyrði öll að vera uppfyllt.
Samfylkingin vill því að farið sé í víðtækt hagsmunamat áður en hlaupið er til í stóriðjuframkvæmdir. Er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni? Ríkisstjórnin hefur hins vegar stutt stóriðju í blindni og réttlætt hana með veikum rökum. Stóriðja er ekki góð eða vond í sjálfu sér, við verðum að taka ábyrga afstöðu í hverju tilviki - en í mínum huga er alveg ljóst að framtíðin liggur ekki í stóriðju. Framtíðin liggur í hátækniiðnaði og þekkingarsamfélagi.
- Hvers vegna á ungt fólk að styðja Samfylkinguna?
Svarið við því er einfalt. Flokkurinn talar máli ungs fólks. Samfylkingin treystir ungu fólki til forystu og leggur áherslu á hagsmunamál þeirra. Samfylkingin setur málefni ungs fólks einfaldlega í forgang. Verkefnin blasa við, það hefur aldrei verið eins dýrt að eignast húsnæði, menntakerfið er fjársvelt, skattbyrði ungs fólks hefur stórlega aukist undanfarin ár, skuldir ungra einstaklinga hafa aldrei verið eins háar og matvælaverðið er í hæstu hæðum vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar.
- Ágúst, þið hjónin eigið 2 ungar dætur, 3 ára og tæplega 1 árs, hvernig er að vera þingmaður og varaformaður flokks með tvö börn á leikskólaaldri. Líf og fjör á heimilinu?
Þetta gengur vel almennt séð, enda er ég mjög heppinn með kvonfang. Kona mín Þorbjörg Gunnlaugsdóttir hefur nefnilega líka mikinn áhuga á stjórnmálum og hefur stutt mig mikið. Það hefur líka sína kosti að vera í þessum sporum, það gefur manni auðvitað líka heilmikla innsýn í marga mikilvæga málaflokka, sem snúa að fjölskyldum og ég verð að viðurkenna að jafnréttis- og fjölskyldumál skipta mig meiru máli nú þegar ég á sjálfur tvær dætur.
Ég hef t.d. lengi furðað mig á skorti á leiksvæðum fyrir börn í miðborginni, þar sem foreldrar gætu t.d. setið á kaffihúsi og hitt aðra foreldra, meðan börnin leika sér í öruggu leikumhverfi. Maður sér t.d. hve afþreyingin er fjölbreytt í Kaupmannahöfn þar sem Nýhöfnin, lystigarðarnir og Tívólíið bjóða upp á mikla möguleika. Við eigum að hugsa stórt þegar kemur að fjölskyldu- og borgarmálum.
En þingstarfið er auðvitað ekki fjölskylduvænt og ég játa að það þarf að færa fórnir til þess að þetta gangi upp. Oftast ríkir óvissa um það, hvenær starfsdegi lýkur niður á þingi og kvöld- og helgarfundir eru óhentugir öllu fjölskyldufólki. Kosturinn við starfið er þó að það er ákveðinn sveigjanleiki. Enginn skipar þingmanni að skrifa greinar, fara út á land og á ráðstefnur, vinna þingmál eða að hafa samband við kjósendur - en það er skynsamlegt að gera það.
- Hvernig líst þér á kosningabaráttuna framundan?
Ég er mjög bjartsýnn, það er mikill baráttuhugur í okkar röðum. Mikið og gott innra starf hefur verið unnið og við stöndum vel að vígi. Við höfum nýverið að teflt fram feiknasterkum listum um allt land s.s. í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Árborg og Akureyri. Þegar leikgleðin ræður ríkjum þá er allt hægt! Við erum hungruð í sigur og það er sú tilfinning sem skilar árangri. Samfylkingin mun koma sterk út úr kosningunum."
"Í viðtali við samfylking.is segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar að stóriðja er ekki framtíðin. Ágúst Ólafur sem er 28 ára var kjörinn á þing fyrir tæpum þremur árum, hann er yngsti þingmaður Samfylkingarinnar, og framinn hefur verið skjótur, því Ágúst Ólafur er varaformaður flokksins.
- Hvað hefur helst komið þér á óvart í stjórnmálunum?
Þingmennskan hefur reynst enn skemmtilegri en ég bjóst við, þetta er afar fjölbreytt starf sem bæði fylgja kostir og gallar. Flokksvinnan er opnara samfélag en ég bjóst við. Það er því auðvelt fyrir duglegt og áhugsamt fólk að láta til sín taka og hef einna mest gaman af þessum hluta starfsins, það er að vinna með fólki í flokknum og sjá og skynja hvað það er sem brennur á fólki. Ég er einnig mjög þakklátur fyrir traustið sem kjósendur og flokksmenn sýnt mér. Þingheimurinn er hins vegar lítill heimur og menn þurfa að gæta sín á að einangrast ekki inni í honum. Mér kom sömuleiðis á óvart hversu öflug hagsmunasamtök eru hér á landi, þau hafa mikið að segja um lagasetninguna.
- Of mikil áhrif?
Það kemur án efa fyrir. Fjölbreytni þessara hagsmunasamtaka er mikil, þetta er allt frá reiðum rjúpnaskyttum yfir í félög stórkaupmanna og lækna. Starfsemi þessara mörgu aðila er eðlileg og af hinu góða. Auðvitað eiga hagsmunasamtök að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, til þess eru þau. Það er líka mikilvægt að grundvallarbreytingar séu gerðar í sem mestri sátt við þá aðila sem hafa hagsmuni að gæta í viðkomandi máli. En maður þarf þó að vera meðvitaður stöðu þessara aðila og greina að almannahagsmuni og sérhagsmuni. Ég vil hafa almannahagsmuni og heildarhagsmuni að leiðarljósi í allri ákvarðanatöku og ég lít á mig sem þingmann allrar þjóðarinnar en ekki tiltekins hóps eða svæðis.
- Er kjördæmaskipanin vandamál?
Hún getur verið það. Sumum finnst að landsbyggðarþingmenn einbeiti sér um of að staðbundnum hagsmunum. Þingmennskan er í reynd tvennskonar ólík störf það að vera þingmaður hér á höfuðborgarsvæðinu og að vera landsbyggðarþingmaður. Verkefni þessara þingmanna geta verið æði ólíkt. Við öll berum ábyrgð á því að reyna að brjóta niður múra þannig að traust ríki milli höfuðborgar og landsbyggðar og að hagsmunir heildarinnar séu hafðir að leiðarljósi. Þingmenn eiga allir að líta á sig sem þingmenn allrar þjóðarinnar.
- Telurðu líklegt að landið verði eitt kjördæmi á komandi árum eins og jafnaðarmenn hafi barist fyrir í áratugi?
Ég vona það og það næst í gegn ef menn fara nú að framkvæma það sem þeir hafa boðað. Sumir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa studd baráttuna um að gera landið að einu kjördæmi. Þar sem stjórnarskráin er nú í endurskoðun þá blasir við einstakt tækifæri til gera landið að einu kjördæmi hafi menn kjark til þess. Stjórnmálin myndu án efa batna yrði landið gert að einu kjördæmi almannahagsmunir yrðu hafðir að leiðarljósi og langtímahugsun kæmist að, t.d. í samgöngumálum þar sem þess er nokkuð vant. Sömuleiðis yrði jöfnun atkvæðaréttarins mikilvægt spor í átt að réttlæti og jafnræði.
- Þú varst formaður ungra jafnaðarmanna 2001 til 2003 og náðir að fylkja ungu fólki um Samfylkinguna í síðustu kosningum. Nú sýna kannanir að Samfylkingin stendur ekki mjög vel í þessum aldurshópi, hvað er til ráða?
Rannsóknir sýna að í alþingiskosningunum árið 2003 var Samfylkingin stærsti flokkurinn meðal ungs fólks. Við þurfum stöðugt að hafa það að leiðarljósi að ná til ungs fólks og höfða til þess. Við eigum því að hlúa vel að ungliðahreyfingunni og tefla meðal annars fram ungu fólki. Ein ástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn höfðar síður til kvenna er sú að konur hafa verið hlunnfarnar í Sjálfstæðisflokknum og þetta skynja kjósendur. Málefni ungs fjölskyldufólks eru mér mjög hugleikin, svo sem menntamál, húsnæðismál og umhverfis- og alþjóðamálum. Ef við sköpum ekki aðlaðandi samfélag þá missum við einfaldlega ungt fólk úr landi. Ungt fólk hefur úr svo miklu að velja og aðstæður hér heima verða að vera samkeppnishæfar við það besta sem þekkist erlendis.
- Þú nefnir umhverfismál þar hefur Samfylkingin kannski ekki verið mjög áberandi til þessa?
Sem betur fer eru umhverfismál ekki lengur á jaðri umræðunnar. Þetta er t.d. málaflokkur sem brennur mjög á ungu fólki. Umhverfismálin snúast um framtíðarsýn og þá ekki síst í samhengi við atvinnumálin. Samfylkingin styður skynsamlega nýtingu auðlinda. Samfylkingin er ekki kredduflokkur og styður stóriðju, séu ákveðin skilyrði uppfyllt. Þessi skilyrði eru m.a. þau að verkefnið sé efnahagslega hagkvæmt og skynsamlegt. Í öðru lagi að það hafi ekki umtalsverð skaðleg áhrif á umhverfið og í þriðja lagi ef það skýtur stoðum undir atvinnulíf á viðkomandi svæði. Að mínu mati þurfa þessi þrjú skilyrði öll að vera uppfyllt.
Samfylkingin vill því að farið sé í víðtækt hagsmunamat áður en hlaupið er til í stóriðjuframkvæmdir. Er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni? Ríkisstjórnin hefur hins vegar stutt stóriðju í blindni og réttlætt hana með veikum rökum. Stóriðja er ekki góð eða vond í sjálfu sér, við verðum að taka ábyrga afstöðu í hverju tilviki - en í mínum huga er alveg ljóst að framtíðin liggur ekki í stóriðju. Framtíðin liggur í hátækniiðnaði og þekkingarsamfélagi.
- Hvers vegna á ungt fólk að styðja Samfylkinguna?
Svarið við því er einfalt. Flokkurinn talar máli ungs fólks. Samfylkingin treystir ungu fólki til forystu og leggur áherslu á hagsmunamál þeirra. Samfylkingin setur málefni ungs fólks einfaldlega í forgang. Verkefnin blasa við, það hefur aldrei verið eins dýrt að eignast húsnæði, menntakerfið er fjársvelt, skattbyrði ungs fólks hefur stórlega aukist undanfarin ár, skuldir ungra einstaklinga hafa aldrei verið eins háar og matvælaverðið er í hæstu hæðum vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar.
- Ágúst, þið hjónin eigið 2 ungar dætur, 3 ára og tæplega 1 árs, hvernig er að vera þingmaður og varaformaður flokks með tvö börn á leikskólaaldri. Líf og fjör á heimilinu?
Þetta gengur vel almennt séð, enda er ég mjög heppinn með kvonfang. Kona mín Þorbjörg Gunnlaugsdóttir hefur nefnilega líka mikinn áhuga á stjórnmálum og hefur stutt mig mikið. Það hefur líka sína kosti að vera í þessum sporum, það gefur manni auðvitað líka heilmikla innsýn í marga mikilvæga málaflokka, sem snúa að fjölskyldum og ég verð að viðurkenna að jafnréttis- og fjölskyldumál skipta mig meiru máli nú þegar ég á sjálfur tvær dætur.
Ég hef t.d. lengi furðað mig á skorti á leiksvæðum fyrir börn í miðborginni, þar sem foreldrar gætu t.d. setið á kaffihúsi og hitt aðra foreldra, meðan börnin leika sér í öruggu leikumhverfi. Maður sér t.d. hve afþreyingin er fjölbreytt í Kaupmannahöfn þar sem Nýhöfnin, lystigarðarnir og Tívólíið bjóða upp á mikla möguleika. Við eigum að hugsa stórt þegar kemur að fjölskyldu- og borgarmálum.
En þingstarfið er auðvitað ekki fjölskylduvænt og ég játa að það þarf að færa fórnir til þess að þetta gangi upp. Oftast ríkir óvissa um það, hvenær starfsdegi lýkur niður á þingi og kvöld- og helgarfundir eru óhentugir öllu fjölskyldufólki. Kosturinn við starfið er þó að það er ákveðinn sveigjanleiki. Enginn skipar þingmanni að skrifa greinar, fara út á land og á ráðstefnur, vinna þingmál eða að hafa samband við kjósendur - en það er skynsamlegt að gera það.
- Hvernig líst þér á kosningabaráttuna framundan?
Ég er mjög bjartsýnn, það er mikill baráttuhugur í okkar röðum. Mikið og gott innra starf hefur verið unnið og við stöndum vel að vígi. Við höfum nýverið að teflt fram feiknasterkum listum um allt land s.s. í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Árborg og Akureyri. Þegar leikgleðin ræður ríkjum þá er allt hægt! Við erum hungruð í sigur og það er sú tilfinning sem skilar árangri. Samfylkingin mun koma sterk út úr kosningunum."
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2006 | 14:17
Krónunni kastað fyrir aurinn
Nú berast enn einu sinni fregnir af uppnámi í heilbrigðiskerfinu. Í þetta sinn vegna deilu ljósmæðra við Tryggingarstofnun ríkisins (TR). Vegna þessa tók ég þetta mál upp á Alþingi í dag og spunnust heilmiklar umræður um málið. Samningur milli ljósmæðra og TR rann út fyrir tveimur nóttum og í kjölfarið hefur heimaþjónusta ljósmæðra við sængurkonur lagst af, sem hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér.
Alvarlegar afleiðingar og skert þjónusta
Í fyrsta lagi mun þjónusta við mæður, börn og fjölskyldur minnka og jafnvel hverfa. Nú þegar hefur þjónusta við mæður minnkað. Það er sömuleiðis alvarlegt ef nauðsynlegt og faglegt eftirlit með félagslegum aðstæðum nýfæddra barna leggst af.
Í öðru lagi mun sængurlega kvenna á Landspítalanum lengjast að meðaltali um tvo sólarhringa. Einn sólarhringur á sængurkvennadeild Landspítalans er dýrari en heil vika hjá starfandi ljósmóður í heimaþjónustu. Kostnaðurinn er í báðum tilvikunum um 50.000 kr. Þetta ástand leiðir því af sér umtalsverðan kostnað fyrir hið opinbera.
Í þriðja lagi skerðir þetta ástand valfrelsi foreldra á mismunandi þjónustu - en nóg hefur verið gert af því með niðurlagningu á hinni svokölluðu MFS-einingu en það hefur bæði skert valkosti fjölskylda kvenna og aukið eftirspurnina á þessari heimaþjónustu sem við erum hér að ræða.
Í fjórða lagi mun þetta fylla hratt fæðingardeildir spítalans og auka álag á aðrar deildir spítalans, s.s. bráðamóttöku og barnaspítalann þar sem skoðun og aðstoð ljósmæðra heima fyrir verður ekki lengur til staðar. Þetta mun aftur auka kostnaðinn í kerfinu í heild sinni.
Mjög ódýrar kröfur
Núna fær hver ljósmóðir um 4.200 kr. fyrir hverja vitjun. Hins vegar liggur fyrir kostnaðargreining á þjónustunni upp á um 5.900 kr. Ljósmæðrafélagið bauð TR tilboð upp á 4.800 kr. sem er talsvert undir kostnaðargreiningunni en því tilboði hafnaði TR. Síðan þá hefur fundur Ljósmæðrafélagsins ályktað að þær muni ekki sætta sig við minna en sem nemur kostnaðargreiningunni.
Fyrra launatilboð ljósmæðra hefði kostað ríkið um 2 milljónir króna á ári til viðbótar. Tryggingastofnun hafnaði því tilboði. Sé farið eftir kostnaðargreiningu þjónustunnar mun nýr samningur hafa í för með sér 15 milljón króna viðbótarkostnað á ári eða rúma milljón á mánuði.
Upphæðirnar sem hér er verið að ræða um eru því ekki háar. Sérstaklega í ljósi þess kostnaðar sem verður til þegar þessi þjónusta leggst af eins og staðan er núna. Nú fer mun stærri hluti kvenna fyrr heim af spítalanum en áður eða um 65% innan 36 klst. Þetta hefur í för með sér aukinn kostnað fyrir Tryggingarstofnun ríkisins sem greiðir fyrir heimaþjónustu ljósmæðra. Hins vegar lækkar þetta kostnað spítalans þar sem konur liggja styttra inn á spítalanum en áður. Þetta er því enn eitt dæmið um það þegar hið opinbera lítur ekki á heildarmyndina og eins og venjulega líður almenningur í þessu tilviki foreldrar og ungbörn fyrir það.
Fátt um svör frá ráðherranum
Mig langaði því til að spyrja heilbrigðisráðherra hver væri staðan í samningaviðræðum við ljósmæður og hvernig hann myndi bregðast við því ófremdarástandi sem skapast hefur í heilbrigðiskerfinu og þeim aukna kostnaði vegna þessa.
Fátt var um svör hjá ráðherranum sem sagði málið ekki snúast um upphæðir og hann vonaðist eftir að samningar næðust. Sem sagt deilan heldur áfram og fjölskyldur landsins líða fyrir það.
Alvarlegar afleiðingar og skert þjónusta
Í fyrsta lagi mun þjónusta við mæður, börn og fjölskyldur minnka og jafnvel hverfa. Nú þegar hefur þjónusta við mæður minnkað. Það er sömuleiðis alvarlegt ef nauðsynlegt og faglegt eftirlit með félagslegum aðstæðum nýfæddra barna leggst af.
Í öðru lagi mun sængurlega kvenna á Landspítalanum lengjast að meðaltali um tvo sólarhringa. Einn sólarhringur á sængurkvennadeild Landspítalans er dýrari en heil vika hjá starfandi ljósmóður í heimaþjónustu. Kostnaðurinn er í báðum tilvikunum um 50.000 kr. Þetta ástand leiðir því af sér umtalsverðan kostnað fyrir hið opinbera.
Í þriðja lagi skerðir þetta ástand valfrelsi foreldra á mismunandi þjónustu - en nóg hefur verið gert af því með niðurlagningu á hinni svokölluðu MFS-einingu en það hefur bæði skert valkosti fjölskylda kvenna og aukið eftirspurnina á þessari heimaþjónustu sem við erum hér að ræða.
Í fjórða lagi mun þetta fylla hratt fæðingardeildir spítalans og auka álag á aðrar deildir spítalans, s.s. bráðamóttöku og barnaspítalann þar sem skoðun og aðstoð ljósmæðra heima fyrir verður ekki lengur til staðar. Þetta mun aftur auka kostnaðinn í kerfinu í heild sinni.
Mjög ódýrar kröfur
Núna fær hver ljósmóðir um 4.200 kr. fyrir hverja vitjun. Hins vegar liggur fyrir kostnaðargreining á þjónustunni upp á um 5.900 kr. Ljósmæðrafélagið bauð TR tilboð upp á 4.800 kr. sem er talsvert undir kostnaðargreiningunni en því tilboði hafnaði TR. Síðan þá hefur fundur Ljósmæðrafélagsins ályktað að þær muni ekki sætta sig við minna en sem nemur kostnaðargreiningunni.
Fyrra launatilboð ljósmæðra hefði kostað ríkið um 2 milljónir króna á ári til viðbótar. Tryggingastofnun hafnaði því tilboði. Sé farið eftir kostnaðargreiningu þjónustunnar mun nýr samningur hafa í för með sér 15 milljón króna viðbótarkostnað á ári eða rúma milljón á mánuði.
Upphæðirnar sem hér er verið að ræða um eru því ekki háar. Sérstaklega í ljósi þess kostnaðar sem verður til þegar þessi þjónusta leggst af eins og staðan er núna. Nú fer mun stærri hluti kvenna fyrr heim af spítalanum en áður eða um 65% innan 36 klst. Þetta hefur í för með sér aukinn kostnað fyrir Tryggingarstofnun ríkisins sem greiðir fyrir heimaþjónustu ljósmæðra. Hins vegar lækkar þetta kostnað spítalans þar sem konur liggja styttra inn á spítalanum en áður. Þetta er því enn eitt dæmið um það þegar hið opinbera lítur ekki á heildarmyndina og eins og venjulega líður almenningur í þessu tilviki foreldrar og ungbörn fyrir það.
Fátt um svör frá ráðherranum
Mig langaði því til að spyrja heilbrigðisráðherra hver væri staðan í samningaviðræðum við ljósmæður og hvernig hann myndi bregðast við því ófremdarástandi sem skapast hefur í heilbrigðiskerfinu og þeim aukna kostnaði vegna þessa.
Fátt var um svör hjá ráðherranum sem sagði málið ekki snúast um upphæðir og hann vonaðist eftir að samningar næðust. Sem sagt deilan heldur áfram og fjölskyldur landsins líða fyrir það.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa