Lögfestum barnasáttmálann

Ég lagđi í dag fram á Alţingi ţingmál um ađ lögfesta Barnasáttmála Sameinuđu ţjóđanna sem ég tel vera löngu tímabćrt. Ađ mínu mati á slíkur grundvallarsáttmáli, sem Barnasáttmálinn er, ađ vera lögfestur hér á landi međ sama hćtti og Mannréttindasáttmáli Evrópu hefur veriđ lögfestur. Viđ ţađ fengiđ barnasáttmálinn aukiđ vćgi ţar sem stjórnvöld og dómstólar landsins yrđu ađ taka miđ af honum sem sett lög.
Aukum vćgi Barnasáttmálans
Ađildarríki samningsins og ţar á međal Ísland eru einungis skuldbundin barnasáttmálanum samkvćmt ţjóđarrétti en ekki ađ landsrétti. Ţví ţarf ađ lögfesta alţjóđalega samninga ef ţeir eiga ađ hafa bein réttaráhrif hér á landi.
Ađlaga íslensk löggjöf
Einnig er lagt til í ţingmálinu ađ íslensk löggjöf verđi ađlöguđ ađ barnasáttmálanum. Hvađ ţađ varđar ţarf ađ huga ađ mörgu. Tryggja ţarf m.a. betur friđhelgi einkalífs barna og sjálfsákvörđunarrétt ţeirra í lögum s.s. í barnalögum, barnaverndarlögum og lögum um réttindi sjúklinga.

Ákvćđi barnasáttmálans geta sömuleiđis kallađ á endurskođun á hegningarlögum. Má ţar nefna hćkkun kynferđislegs lögaldurs úr 14 ára, setningu ákvćđis um heimilisofbeldi og afnám fyrningarfresta í kynferđisafbrotum gegn börnum ţar sem frestirnir geta dregiđ úr vernd barna og möguleikum ţeirra ađ sćkja rétt sinn. Samkvćmt barnasáttmálanum ber ađ ađskilja unga fanga frá fullorđnum föngum en hér á landi er ţađ ekki gert.
Skođa ţarf mismunandi aldursmörk barna í lögum. Barnabćtur eru t.d. ekki greiddar međ börnum á aldrinum 16-18 ára og foreldrar taka ákvörđun um inngöngu eđa úrsögn barns yngra en 16 ára úr trúfélagi. Tryggja ţarf í lög ađ rćtt sé viđ yngri börn en nú er gert í umgengis- og barnaverndarmálum.
Huga ţarf ađ mörgu
Tryggja ţarf, m.a. í grunnskólalög, rétt barna til ađ láta í ljós skođanir sínar ásamt réttindi ţeirra innan stjórnsýslu sveitar¬félaga. Sömuleiđis rétt barnsins til ađ ţekkja foreldra sína og skođa hvort ţađ eigi viđ ćttleidd börn og í sćđisgjöfum. Skođa ţarf sérstaklega stöđu barna sem glíma viđ langvarandi veikindi, fötlun, geđsjúkdóm, fátćkt og barna nýbúa í íslenskum lögum. Ákvćđi barnasáttmálans ţarf ađ hafa í huga ţegar kemur ađ nýrri löggjöf um fjölmiđla.
Ţingmáliđ í heild sinni má sjá á: http://www.althingi.is/altext/132/s/0941.html

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Nauđsynlegt er ađ skrá sig inn til ađ setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband