3.9.2008 | 16:34
Mikilvæg yfirlýsing í ESB-málinu
Það er afar gagnlegt að fá yfirlýsingu spænska utanríkisráðherrans um að evruupptöku án aðildar að ESB sé útilokuð. Svipað hefur þó heyrst frá embættismönnum ESB en sumir hér á landi hafa svarað slíku með þeim orðum að slíkt yrði ætíð ákveðið á hinum pólitíska vettvangi en ekki hjá embættismönnum.
Nú er hins vegar kominn fram þungvigtarstjórnmálamaður sem talar nokkuð skýrt í þessum efnum og í raun staðfestir hann það sem manni sjálfum grunaði.
En eins og forsætisráðherra sagði fyrr í sumar þá mun tvíhöfða Evrópunefndin að sjálfsögðu ræða þessa evru-leið við forsvarsmenn Evrópusambandsins þegar hún heldur út til Brussel þann 22. september.
Mér finnst skipta miklu máli að við fáum botn í þetta mál sem fyrst svo við getum haldið umræðunni áfram. Það er engum í hag að ræða ákveðna leið mánuðum saman sem hugsanlega er síðan algjörlega óraunhæf.
Að lokum er það einnig sérstaklega ánægjulegt að utanríkisráðherrann spænski staðfestir nú, það sem maður er búinn að segja og skrifa í mörg ár, að það sé ekkert að óttast fyrir íslenskan sjávarútveg þegar inn í ESB er komið. Við þurfum að komast upp úr þessu fari hræðsluáróðurs og misskilnings þegar kemur að sjávarútvegsstefnu ESB.
ESB-aðild forsenda evruupptöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Jæja, er utanríkisráðherrann spænski að "staðfesta" það nú, "að það sé ekkert að óttast fyrir íslenskan sjávarútveg þegar inn í ESB er komið"?! Þeir Spánverjarnir eiga svo sem engra hagsmuna gagnvart okkur að gæta, eða hvað? – með þúsundir, ef ekki tugþúsundir atvinnulausra sjómanna eftir samdrátt í afla og aflaheimildum á Miðjarðarhafi! Og Spánverjar hafa veiðireynslu hér, gleymdu því ekki. Ég held, að þið EBé-sinnar þurfið að komast upp úr þessu fari sjálfssefjunar um þetta rósrauða, en hnignandi bandalag, og upp úr misskilningnum þegar litið er til sjávarútvegsstefnu EBé, en hún er endurskoðuð reglulega á 10 ára fresti, og það er bandalagið (ekki aðildarþjóðirnar) sem áskilur sér fullveldið um það, hvernig hver einstök endurskoðun kemur til með að líta út.
Jón Valur Jensson, 3.9.2008 kl. 17:19
Héldu Íslendingar yfirráðum sínum yfir auðlind Íslandsmiða við aðild að ESB?
Hjörtur J. Guðmundsson, 3.9.2008 kl. 17:21
Evra er ekki hagstjórnartæki og þess utan þá var utanríkisráðherra Íslands einungs að funda með hérðasmálaráðherra spánska hluta Evrópusambandsins, sem hefur akkúrat aldrei haft neitt að segja um evru, um myntsvæðið, um tilurð myntsvæðisins eða um stefnu myntsvæðisins. Hann er núll komma núll í þessu samhengi og Spánn hefði aldrei átt að fá að taka upp evru ef útí þá sálma væri farið.
Þetta er einungis einlekur Samfylkingarinnar á glansmynd. Raunveruleikinn er allur annar en sá sem hérðasmálaráðherra spánska hluta Evrópusambandsins heldur hér fram. En hann segir þetta einungis til að réttlæta þá óstjórn sem hann er hérðasmálaráðherra yfir.
Gunnar Rögnvaldsson, 3.9.2008 kl. 19:22
Þungavigtamaður í heimspólitík segir eitthvað; en þrjú sjálskipuð gáfumenni á moggablogginu vita nú betur í athugasemdum hér fyrir ofan. Við erum ótrúlega heppin hér á Íslandi að eiga alla þessa spekinga, og ég tel að það sé mjög mikilvægt að við glötum ekki þessum fágætu skoðunum þeirra með því að vera að menga okkur með innfluttum skoðunum og reynslu frá evrópu - sérstaða íslenzkrar sérvizku er bara of mikilvæg til að fórna henni!
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 3.9.2008 kl. 21:13
Hvernig er íslenska hagstjórnartækið.
Gengið fellt um 40%. Dráttavextir 25%. Verðbólga15%. Vil reyndar halda
því fram að hún sé hærri.
Karl Frank Sigurðsson, 3.9.2008 kl. 21:32
Jónas Tryggvi:
Svona bregðast aðeins þeir við sem geta ekki svarað efnislega.
Það er enginn að tala um að utanríkisráðherra Spánar megi ekki tjá sig um þessi mál. En það má líka svara yfirlýsingum hans, sérstaklega þegar þær eru, að því er bezt verður séð, alls órökstuddar af honum. Með því er ekki verið að banna skoðanir spænska ráðherrans eða annarra þó þú virðist halda það.
Hjörtur J. Guðmundsson, 3.9.2008 kl. 22:06
1. Þetta segir vissulega hvaða augum er litið á þetta mál enda eðlilegt þar sem hann er einfaldlega að segja að svona séu reglurnar. Það var ekkert sem við vissum ekki fyrir. Það hvort við getum samið okkur fram hjá þeim ef við leggjum fram formlegt erindi OG uppfyllum þær hagfræðilegu kröfur sem gerðar eru til umsóknarríkja er allt annað mál. Það er hins vegar alveg ljóst að það væri þungur róður enda verið að fara á svig við þær reglur sem í gildi eru.
2. Ef við værum búin að ná þeim hagstjórnarárangri að vera með verðbólgu, vexti o.fl. sem uppfylli skilyrði um Evruinngöngu þá væri vandamálið úr sögunni og í raun engin ástæða til inngöngu.
3. Ísland og Noregur skoruðu hæst á lista yfir lífsgæði í heiminum. Er tilviljun að þau eru bæði utan ESB og því sjálfstæðari en hin Evrópuríkin? Er einhver ástæða fyrir þau að slást í hópinn með ríkjum sem öll eru fyrir neðan þau á listanum? Af hverju skyldu ríkin í efstu deild sækjast eftir því að spila í neðri deildinni?
Sigurður Viktor Úlfarsson, 3.9.2008 kl. 22:28
Sá stöðugleiki (þetta er tískuorð í evrusamhengi) sem hefur "varið Spán frá áhrifum frá umheiminum" sem utanríkisráðherra Spánar talar um hefur ekki hindrað spánska byggingageirann í að þenja sig uppí 17% af stærð spánska hagkerfisins og sem er núna að brotlenda á gólfinu inni hjá ríkisstjórn Spánar. Þetta hefur farið fram í skjóli stýrivaxta evru, sem Spánn notar sem kodda fyrir aðgerðarleysi í öndunarvél Evrópusambandsins og sem er stjórnað er af einkaseðlabanka Þýskalands og fyrir Þýskaland only. Innfluttir þýskir stýrivextir - úr öllu efnahagslegu samhengi við efnahagsástand Spánar - sem hafa komið á stórdansleik útlánahátíðar á Spáni. Núna er gamanið búið og helst þyrfti Spánn á hjálp frá Alþjóðabankanum til að bjarga sínum málum, því ekki mun hjálpin koma frá seðlabanka evru eða frá Evrópusambandinu.
Gunnar Rögnvaldsson, 3.9.2008 kl. 22:51
Gunnar ætti nú að fara varlega, því byggingariðnaurinn hér var kominn yfir 20% hér, og því hærri en á Spáni - og einsog Gunnar bendir nú réttilega á þá er evran ekki hagstjórnartæki sem lagar hlutina af sjálfu sér; Spánverjar stjórna sínu eigin hagkerfi og gerðu þar örugglega einhver mistök. Hinsvegar má alveg rökstyðja það að til þess að geta stjórnað litlu hagkerfi einsog okkar hér á Íslandi, þá þarf stöðugri mynt en Íslensku krónuna.
Hjörtur: Þið Heimsýnarmenn munuð aldrei meðtaka nokkurn skapaðann hlut sem viðkemur Evrópusambandinu og er ekki vont. Ég hef verið að skrifast á við þig síðan árið 2000 á huga.is og nú hér, og rökin og forsendurnar hafa ekkert breyst hjá hvorugum okkar - þessvegna er maður kominn með leið á þessum sandkassaleik. Það er best að við sækjum bara um aðild, og fáum skrifað í samningana hvernig þetta er; þá getum við klárað þessað umræðu en ekki fyrr - því heimsýnarmenn munu alltaf finna sér einhvern hlut til að snúa útur með.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 4.9.2008 kl. 07:57
Nei Jónas. Framleiðsluvirði atvinnugreina í bygginariðnaði og mannvirkjagerð er einungis 12,57% af landsframleiðslu í þjóðhagsreikningum fyrir 2006 og það vinna 9% vinnuafls Íslendinga við þennan framleiðsluþátt. Þetta er mjög mikið því mannfjölgun er á Íslandi og miklar mannvirkjagerðir hafa verið í gangi.
Ég sé að þú ert þá sammála mér um að evra sé fyrst og fremst pólitískt verkfæri og ekki hagstjórnartæki. Þá er mín spurning þessi: hversvegna eru Íslendingar þá að ræða evruupptöku í tengslum við efnahagsmál sín? Hún er jú fyrst og fremst pólitískt verfæri og skuldatryggingavíxill Frakka gagnvart fortíð Þýskalands og var algert skilyrði Frakka fyrir samþykki þeirra á sameiningu Þýskalands. Evra er smíðuð á steðja sögulegra ófara þessara tveggja þjóða. Ef þú vilt fræðast meira þá mæli ég með grein minni í næstu útgáfu Þjóðmála.
Ísland er lánsamt að skulda hér ekki neitt.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 4.9.2008 kl. 12:15
Hverjir eru kostir þess að ganga í ESB? Ókostirnir eru margir, svo sem skert sjálfstæði, sjávarútvegurinn og fleira. Eins og Sigurður bendir á,hér að ofan, verðum við að koma efnahagsmálunum á hreint áður en sótt er um, en þá er engin ástæða til að sækja um því málin eru í góðu lagi.
Ég bý í ESB og borga með evrum. Ég get vottað að lífið hér er ekkert auðveldara en heima.
Villi Asgeirsson, 4.9.2008 kl. 13:23
Guðjón, ég er sennilega einhverskonar umhverfissinni. Það má nota sömu rök og segja að með ESB aðild hverfi verðtrygginging. Lækki verðbólgan. Batni hitt og þetta. Það er sorglegt að það þurfi einhverja útlendinga til að bjarga okkur frá sjálfum okkur. Það er rétt að íslensk náttúra væri sennilega betur sett værum við í ESB, en ég vil ekki trúa að við séum svo mikið steinaldarfólk að það þurfi einhvern pabba, mömmu eða stóra bróður til að við förum okkur ekki að voða.
Villi Asgeirsson, 4.9.2008 kl. 14:22
Jónas:
Þú skammast í okkur Heimssýnarmönnum fyrir að standa fast á okkar skoðun (sem er alveg rétt hjá þér að við gerum og það svo sannarlega ekki að ástæðulausu) en viðurkennir síðan að það nákvæmlega sama gildi um þig. Það angrar mig ekkert að þú skulir hafa aðrar skoðanir á Evrópumálunum. En það er ekki að sjá að það sé gagnkvæmt. Og kannski línan frá Brussel ráði þar enda hefur óþol og fyrirlitning Evrópusambandsins gagnvart þeim skoðunum sem því hugnast ekki farið vaxandi. Afstaða sambandsins til niðurstaðna þjóðaratkvæðisins á Írlandi er gott dæmi um þetta.
Þess utan þá þarf bara alls engar aðildarviðræður við Evrópusambandið til að vita að langstærstu leyti hvaða kosti og galla aðild að sambandinu hefði í för með sér. Eins og m.a. Össur Skarphéðinsson, samflokksmaður þinn, hefur ítrekað bent á.
Hjörtur J. Guðmundsson, 5.9.2008 kl. 08:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.