Ađgerđir okkar vs. ţjóđnýting og einangrunarhyggja VG

Ţessar vikurnar eru efnahagsmálin eđlilega í brennidepli. Ţađ eru augljóslega blikur framundan og erfiđleikar. Í ţessari umrćđu er sumum tíđrćtt um meint ađgerđarleysi ríkisstjórnarinnar.  Förum ađeins yfir ţetta „ađgerđarleysi“ stjórnvalda.

1. Gjaldeyrisviđbúnađur Seđlabankans hefur fimmfaldast á innan viđ tveimur árum. Hann er núna hlutfallslega stćrri af landsframleiđslu en ţekkist hjá nágrannaríkjunum.

2. Stimpilgjöld fyrir fyrstu kaupendur afnumin.

3. Tugmilljarđa útgáfa ríkisskuldabréfa.

4. Stjórnarflokkarnir hafa ákveđiđ ađ lćkka skatta á einstaklinga međ 20.000 kr. hćkkun á skattleysismörkum fyrir utan verđlagshćkkanir á kjörtímabilinu.

5. Fyrirtćkjaskattar verđa lćkkađar niđur í 15%.

6. Sérstök löggjöf um sérvarin skuldabréf sett.

7. Stađa sparisjóđa styrkt ţegar ţeir fengu heimild til ađ kaupa bankaútibú án ţess ađ ţurfa ađ hlutafélagavćđa sig fyrst sem hafđi veriđ skilyrđi samkvćmt ţágildandi lagaákvćđi.

8. Heimild til ađ taka 500 milljarđa kr. lán fengiđ hjá Alţingi.

9. Margvíslegar ađgerđir á húsnćđismarkađi gerđar sem stuđla ađ auknum viđskiptum og draga úr verđlćkkun á fasteignamarkađi. Ţetta veitti m.a. fjármálafyrirtćkjum möguleika á ađ koma húsbréfum sínum í verđ og bćta ţannig lausafjárstöđu sína. Fundir haldnir milli ríkis og ađila vinnumarkađarins.

10. Innheimtulög sett í fyrsta skiptiđ.

11. Reglur settar um takmarkanir á álagningu uppgreiđslugjalda og er nú óheimilt ađ innheimta svonefndan FIT-kostnađ sem er kostnađur vegna óheimils yfirdráttar nema slík gjaldtaka eigi sér stođ í samningi.

12. Breytingar á samkeppnislögum samţykktar ţannig ađ nú geta fyrirtćki í samrunahugleiđingum sent inn svokallađa styttri tilkynningu til samkeppniseftirlitsins. Veltumörkin gagnvart ţeim fyrirtćkjum sem eru ađ sameinast voru einnig hćkkuđ en ţó setti viđskiptanefndin sérstakan varnagla í lögin sem heimilar samkeppniseftirlitinu ađ fjalla um samruna sem eru undir hinum almennum veltumörkum.

13. Ný heildarlög um verđbréfaviđskipti og kauphallir voru afgreidd ţegar hin svokallađa MiFID-tilskipun var innleidd í íslenskan rétt. Tilskipunin er gríđarlega mikilvćg enda tryggir hún íslenskum fjármálafyrirtćkjum sama umhverfi og evrópsk fjármálafyrirtćki búa viđ.

14. Frumvarp er varđar uppgjör innlends hlutafjár sem er skráđ í erlendri mynt samţykkt.

15. Seđlabankinn hefur rýmkađ reglur um veđ og fariđ í samstarf viđ ESB um varnir gegn fjármálaóstöđugleika.

Ţá minni ég á ađ fjárlög ţessa árs voru afgreidd međ um 40 milljarđa króna afgangi sem er auđvitađ mjög jákvćtt ţegar harđnar í ári. Ţrátt fyrir ţađ fór um helmingi meira fé í samgöngumál í ár en í fyrra en slíkt skiptir miklu máli ţegar dregur úr verkefnum einkaađila. Ţá varđ 17% aukning á fjármunum í menntun og rannsóknir á milli ára og treystir ţađ ađ sjálfsögđu undirstöđur samfélagsins.

Eins og má sjá á ţessari upptalningu ţá er heilmikiđ sem stjórnarflokkarnir hafa gert undanfariđ ár til ađ bregđast viđ ástandinu. Ţetta stađfestir í raun Greining Glitnis nýlega eins og má sjá hér undir fyrirsögninni "ađgerđarleysi orđum aukiđ"

En séu kjósendur enn ósáttir ţá biđ ég ţá um ađ hugleiđa hvort hinn valkosturinn í stjórnmálunum  sé betri ţegar kemur ađ stjórn efnahagsmála ţar sem framlag Vinstri grćnna virđist helst vera ţjóđnýting bankanna  (sjá bls. 6) og uppsögn EES-samningsins.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guđmundsson

Málflutningur VG  um ađgerđaleysi er undarlegur.

Ákvörđun ríkisstjórnarinnar um hćkkun skattleysismarka er einskis metin af stjórnarandstöđunni, en ekki mér. Ţađ kemur mér nokkuđ á óvart ađ feálgshyggjuafliđ VG skuli ekki styđja ţetta í orđum en eđlilega vill Guđni ekkert um ţetta tala, enda lćkkađi hann skattleysismörk jafnt og ţétt í sinni stjórnartíđ.

Varđandi stimpilgjöldin, tel ég ađ heppilegast hefđi veriđ ađ fella ţau niđur alfariđ. Ţađ má ţó ekki gerast međ fyrirvara, heldur ţarf ađ negla ţađ í gegn međ skömmum fyrirvara, til ađ sú breyting stoppi ekki fasteignaviđskipti.

Búiđ er ađ stíga jákvćđ skref í sambandi viđ fasteignaviđskipti, en ég held ađ leita ţurfi frekari leiđa til ađ lćkka vexti sem fyrst á ný og afnema verđtryggingu.  

Jón Halldór Guđmundsson, 4.9.2008 kl. 17:31

2 Smámynd: Hjörtur J. Guđmundsson

Hugmyndir Ögmundar Jónassonar um uppsögn EES-samningsins byggjast ađ ég bezt veit á ţví ađ í stađinn komi hliđstćtt fyrirkomulag og Svisslendingar hafa gagnvart Evrópusambandinu, tvíhliđa samningar. Er Ágúst s.s. ţeirrar skođunar ađ Sviss sé einangrađ land?

Hjörtur J. Guđmundsson, 5.9.2008 kl. 08:19

3 Smámynd: Magnús Jónsson

Ein ađgerđ var ađ flýta mannvirkjagerđ á vegum hins obinbera til ţess ađ koma atvinnulífinu á meiri hreyfingu ţe. byggingarbransanum og er ađ í sjálfu sér gott og blessađ.

 Verulega undarlegt er ađ sjá tilbođum frá Litháískum verktökum tekiđ undir ţessum kringumstćđum. Nú er búiđ ađ bjóđa út verkefni td skólabyggingar, verkefni sem voru ćtlađ ađ lyfta geiranum, en svo er samiđ viđ útlendinga.

Hvađ fćr ríkiđ til baka í veltusköttum frá íslenskum verktökum vs ţeim sem flytja inn efni og vinnuafl frá landi ţar sem mánađarlaun slaga rétt í 30ţ íslenskar krónur ?

Hvađ hafa margir íslendingar atvinnu af verkefninu ef tilbođi er tekiđ frá íslenskum verktaka vs ţeim Litháíska ?

Get ekki veriđ sammála um ađ ţađ sé veriđ ađ taka hagstćđasta tilbođi ef hlutverk framkvćmdanna er ađ lyfta íslensku atvinnulífi.

Ţađ er til lítils ađ berja sér á brjóst í rćđu en gera svo allt annađ á riti.

Magnús Jónsson, 5.9.2008 kl. 08:29

4 identicon

Undarlegt ađ bera saman Sviss og Ísland varđandi efnahag og ađstćđur.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráđ) 5.9.2008 kl. 10:18

5 Smámynd: Jón Halldór Guđmundsson

Mér finnst Magnús hreyfa merkilegu máli.  Er ekki Ísland búiđ ađ gangast undir reglur um útbođ á Evrópsku efnahagssvćđinu.

Ég tel ađ viđ eigum ađ gera ríkar kröfur um heimilsfesti verktaka hér og ađ allar tryggingar séu í lagi.

Ég hef heyrt um ađ erlend fyrirtćki hafi komiđ hingađ og byggt međ erlendu vinnuafli tiltölulega ódýrar íbúđir.  Síđan ţegar gera á kröfu um ađ lagađir séu hinir ýmsustu gallar er viđkomandi fyrirtćki fariđ af landi brott. Ţetta er ađ vísu ekki byggt fyrir opinbera ađaila, en samt... 

Jón Halldór Guđmundsson, 6.9.2008 kl. 10:04

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband