Ánægjuleg ákvörðun ráðherra í Ramsesmálinu

Ákvörðun dómsmálaráðherra um að Útlendingastofnun beri að fjalla efnislega um mál Paul Ramses var sérlega ánægjuleg. Við í allsherjarnefndinni funduðum um málið fyrr í sumar og eftir þann fund styrktist maður enn frekar í trúnni að það bæri að fjalla efnislega um mál Ramses.

Ég var einn af þeim fjölmörgu sem hvöttu dómsmálaráðherra til að endurskoðaða þessa ákvörðun eins og má m.a. sjá hér, hérhér og hér. Sömuleiðis má finna svipaða áskorun frá mér í viðtali við Ríkisútvarpið og Sjónvarpið. Ég er því mjög ánægður með þessa ákvörðun ráðherrans.

Það var annars afar gaman að sjá í gær þegar fjölskylda Paul Ramses sameinaðist á ný á íslenskri grund. Og nú tekur við hefðbundið ferli hjá Útlendingastofnun þar sem lagt verður efnislegt mat á málið og verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því.


mbl.is Grátið af gleði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

-Meinarðu Paul Odour Pata?

Ef svo er, afhverju kallarðu ekki manninn hans rétta nafni? Og segir kannski frá því hvað vitað er um manninn í leiðinni? Og úr því þú byrjar á því, þá myndum við gjarnan vilja vita líka hvort þér er kunnugt um ósannsögli af hans hálfu?

Ég sé að þú ert alþingismaður þó ég hafi aldrei heyrt þig nefndan né barið þig augum. Sennilega vegna þess að þú ert í Samfylkingunni. Það skýrir trúlega líka ótrúlega skammsýn viðhorf þín (mitt álit - örugglega ekki Morgunblaðsins)  til útlendinga sem banka hér uppá. Þ.e. sumir banka, Pata fjölskyldan opnaði bara og gekk inn.

Samfylkingin tók honum fagnandi og bauð hann velkominn. -Finnst samfylkingarfólki almennt allt í lagi þó fólk segi ósatt, blekki og verði uppvíst að svikum - og geri sig svo heimakomið í stofunni þeirra? Allt í lagi, það er ósanngjarnt af mér að biðja þig um að vera málsvari annara -en hvað finnst þér sjálfum?

Hlakka til að heyra hvað þér finnst. Fólkið í landinu þarf líka að fá að vita það til að geta myndað sér réttláta skoðun á þeim umboðsmönnum sem treyst er fyrir stjórn landsins.

Mbk

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.8.2008 kl. 19:13

2 identicon

Af hverju ertu svona reið Helga Guðrún?

 Fleiri hafa verið teknir inní landið gegnum þrýsting eins og Bobby Fisher - varstu svona reið þá?

Ég er glöð yfir að þessi maður er kominn hingað - samgleðst syni hans og konunni hans reyndar enn meira - því alltaf er erfitt fyrir fjölskyldu að vera sundraða.

Ása (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 20:08

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég er ekki reið, Ása Gréta. En verulega undrandi á málinu öllu - og ekki síður forvitin. Þess vegna tjái ég skoðanir mínar og spyr spurninga. Finnst þér það óeðlilegt eða ósanngjarnt?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.8.2008 kl. 20:29

4 Smámynd: Sigríður Ágústsdóttir

kæri Ágúst

Mikið var það hjartnæmt og gaman að sjá hvað þú gladdist yfir málalokum hjá Paul Ramses, mér skilst að þú og þú persónulega hafir lagt allt kapp á að dómsmálaráðherra skipti um skoðun og tæki rétta ákvörðun þetta er auðvitað svo sjálfsagt að barn hafi báða foreldra hjá sér. Nú er nokkuð ´ljóst að þú munt styðja það persónulega að ný lög um foreldrajafnrétti nái sem fyrst fram að ganga, því íslensk börn þurfa auðvitað líka að hafa báða foreldra að jafnaði hjá sér. Það er svo gott að hafa svona jafnréttissinnaðan mann í lykilstöðu þegar svona mál þarf að afgreiða fljótt og örugglega.

með bestu kveðjum og fyrirfram þakklæti

ammalu

Sigríður Ágústsdóttir, 28.8.2008 kl. 12:10

5 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Það var kominn tími á að mannréttindi hefðu eitthvað vægi í þessu máli.

Magnús Paul Korntop, 30.8.2008 kl. 11:38

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

-Treystir varaformaður Samfylkingarinnar sér ekki til að svara tiltölulega óflóknum spurningum?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 31.8.2008 kl. 12:34

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ragnar Örn, nú verður þú sennilega spurður að því hversvegna þú sért reiður...  Samskiptamáti samfylkingarfólks virðist fylgja ákveðnu ferli... þetta er stöðluð upphafsspurning, hefur mér sýnst.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 31.8.2008 kl. 18:09

8 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Eru allir að hjálpa til, jú heyrðu þetta mál var í fréttunum

Eysteinn Skarphéðinsson, 2.9.2008 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband