6.2.2008 | 10:40
Hversu mörg börn fara ekki til tannlæknis?
Auðvitað er það alvarlegt ef börn fara ekki til tannlæknis. Og auðvitað er það svolítið sérkennilegt að munnurinn sé undanskilinn hinu opinbera heilbrigðiskerfi þegar kemur að fullorðnu fólki. Fyrir nokkru lagði ég fram fyrirspurn á Alþingi um hversu mörg börn fara ekki til tannlæknis. Þetta var mjög áhugaverð spurning að mínu mati og á vel við núna þegar heilmikil umræða er í gangi um tannheilsu íslenskra barna.
Svörin voru mjög áhugaverð.
Þar kom m.a. í ljós að 8.500 börn á aldrinum 3-17 ára höfðu ekki farið til tannlæknis í 3 ár.
Einnig kom í ljós að um 2.000 börn á aldrinum 6-17 höfðu ekki farið til tannlæknis í 5 ár.
Þá höfðu um 800 börn á aldrinum 9-17 ekki farið til tannlæknis í 7 ár. Þetta er langur tími án þess að hafa farið til tannlæknis.
Sjálfsagt eru margar ástæður fyrir þessum tölum en ein af þeim hlýtur að vera efnahagur fjölskyldunnar. Ljóst er að hið opinbera greiðir aðeins hluta af þeim kostnaði sem fjölskyldur verða fyrir þegar barn fer til tannlæknis.
Við verðum því að gera það ódýrara fyrir fjölskyldur að fara með börn sín til tannlæknis. Það er því sérstakt fagnaðarefni að kosningaloforð Samfylkingarinnar um auknar niðurgreiðslur í tannvernd barna hafi bæði ratað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og í samþykkta aðgerðaráætlun fyrir börn og ungmenni.
Fleiri þriggja ára börn til tannlæknis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 144475
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Þarfar ábendingar hjá þér!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.2.2008 kl. 14:23
Mjög svo þarfar ábendingar. En hvað þá með tannréttingar? Styrkur sem greiddur er í tannréttingar er skammarlega lítill. Sonur minn þurfti nauðsynlega á tannréttingum að halda vegna plássleysis í munni. Þetta ferli kostaði mig rúml. 1 millj. styrkurinn hljóðaði upp á 150 þús. Þetta var aðgerð sem varð að gera.
Steinunn Þórisdóttir, 6.2.2008 kl. 15:12
Það sem er alvarlegast í þessu máli, er að skólatannlækningar skyldu aflagðar árið 2000. Til skammar fyrir okkar „ríka“ þjóðfélag!
Ásgeir Kristinn Lárusson, 6.2.2008 kl. 15:42
Skólatannlækningar hjálpuðu mörgum og hefði mátt halda þeim áframm,skólin sem ég var í rétt eftir stríð var með sérstakri tannlæknastofu og tannlækni.Við hjónin pössuðum vel upp á dætur okkar að þær væru skoðaðar tvisvar á ári og það hefur hjálpað mikið,yngsta dóttir okkar sem 21árs hefur fengið eina skemd og hinarþrjár eru með góðar tennur,konan líka en ég slæmar en það kom af öðru.
Guðjón H Finnbogason, 6.2.2008 kl. 19:42
Ég er alveg sammála því að það þarf að setja meiri pening í þetta. En, ég er ekki sammála því að slæm tannheilsa sé mest fáum tannlæknaferðum barna að kenna. Mesta og mikilvægasta tannhirðan fer fram inná baðherbergi heimilisins 2svar á dag, kvölds og morgna. Ef þarf á miklum tannlækningum að halda þá er væntanlega í óefni komið og er það foreldrum að kenna, það skiptir ekki máli hversu fjárhagurinn er slæmur, foreldrar ættu alltaf að hafa efni á að kaupa tannbursta og tannkrem handa börnunum sínum. Ef foreldrar hugsa vel um þetta ætti að vera nóg að fara til tannsa 1sinni á ári í skoðun, 5000þús kall á ári er ekki mikill peningur.
Guðjón, góð tannheilsa barna þinna er sjálfsagt þér og konunni þinni mest að þakka.
Það má ekki gleyma ábyrgð foreldra á þessu.
Finnur Ólafsson Thorlacius, 6.2.2008 kl. 22:32
Ég er einstæð móðir, ég fór til nýs tannlæknis í síðustu viku, vegna þess að minn gamli tannlæknir dó í haust, hann var ódýr. Þar þurfti ég að borga 5000 kr. fyrir viðgerð, nýi tannlæknirinn rukkaði mig um 16.200 fyrir 30 mínútur í stólnum það eru yfir 10 % af mánaðarlaunum mínum. Ég á bókaðan tíma fyrir yngstu dóttur mína hjá sama tannlækni á morgun, ef ég þarf að borga yfir 5000 kr. þarf ég að hætta að fara til tannlæknis sjálf, og börnin mín líka. Þetta er skelfilegt ástand að hafa ekki efni á því að viðhalda tannheilsu minni og barnanna minna
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.2.2008 kl. 02:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.