13.3.2007 | 09:25
Viltu vera líffæragjafi? Notum ökuskírteinin.
Vissir þú að á Íslandi eru líffæragjafir fátíðari en annars staðar á Norðurlöndunum? Vissir þú að hér á landi fara helmingi fleiri einstaklingar árlega á biðlista eftir líffærum en þeir sem fá líffæri? Og vissir þú að á Vesturlöndum deyja nú fleiri sjúklingar sem bíða líffæragjafar en þeir sem fá líffæri? Vegna þessara staðreynda hef ég nú lagt fram þingmál sem lýtur að því að gera upp upplýsingar um vilja til líffæragjafa sem aðgengilegastar. Og sú leið sem ég hef valið er að sá vilji komi fram í ökuskírteinum einstaklinga.
Það er vandfundin betri leið en að notast við upplýsingar á ökuskírteini viðkomandi og er það t.d. gert í Bandaríkjunum. Skráning þessara upplýsinga á ökuskírteinum er einnig heppileg þar sem það eru oft látnir ökumenn sem koma til greina sem líffæragjafar.
Með því að áskilja slíka skráningu á ökuskírteini þarf fólk að ákveða hvort það kærir sig um að gefa líffæri. Hér á landi hafna ættingjar líffæragjöf ættmenna sinna í um 40% tilvika en á Spáni er þetta hlutfall helmingi lægra. Það er því ástæða að auðvelda upplýsingargjöf viðkomandi einstaklings hvort hann kæri sig um að gefa líffæri sín eða ekki.
Það er mjög mikilvægt að fjölga íslenskum líffæragjöfum en hver líffæragjöf getur bjargað allt að sex mannslífum. Fram til ársins 1991 gátu Íslendingar einungis þegið líffæri frá öðrum þjóðum en ekki lagt þau til sjálfir skv. lögum.
Nú er bara vonandi að þetta mál fljúgi í gegnum þingið og af hverju ekki? Það er ætlast til að þingið afgreiði eitt stykki stjórnarskrárfrumvarp á 4 dögum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 144475
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Mér finnst þetta aldeilis frábær hugmynd hjá þér. Ég hef oft velt fyrir mér hvaða leiið væri best í þessum málum, og datt helst í hug að þegar að heimilislæknir myndi hafa þetta inni hjá sér ásamt öðrum grunnupplýsingum um mann. Ég fékk einhverntímann eitthvað kort í apóteki til að hafa í veskinu sem að sást að ég vildi vera líffæragjafi(ég má því miður ekki lengur gefa v/krabbameins), en ökuskíreini eru snilld- ég vona að þetta fljúgi í gegn á þingi
Þórdís tinna (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 13:45
Ágúst, ég vona að þetta hafi ekki farið framhjá evrópukrata eins og þér, en nú eru ökuskírteinin sem við notum af samræmdri EES gerð.
Innihalda skírteinin sömu upplýsingar, hvaða land svo sem gefur þau út.
Okkur er því vart heimilt að breyta skírteinunum til að bæta þessum upplýsingum við án þess að öll EES lönd geri það.
Geir (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 15:10
Sæll Geir
Takk fyrir athugasemd þína en ég tel að það sé svigrúm að setja slíkar upplýsingar í ökuskírteini.
Eins og kemur fram í þingmálinu segir í 47. gr. reglugerðar um ökuskírteini, nr. 501/1997 að ökuskírteini skuli vera af EES-gerð í samræmi við ákvæði I. viðauka. Í reglugerðinni og viðaukum hennar kemur síðan fram að viðbótarupplýsingar geti verið í ökuskírteini, t.d. innlendar tákntölur sem eingöngu gildi innan viðkomandi lands.
Þannig að þetta ætti ekki að vera vandamál.
Bestu kveðjur,
Ágúst Ólafur
Ágúst Ólafur Ágústsson, 13.3.2007 kl. 16:21
Mjög þarft þingmál,þetta er stórmál,sem varðar hagsmuni okkar allra.Vona að þetta nái fram að ganga sem allra fyrst.
Kristján Pétursson (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 20:20
Þurfa ekki að fara fram einhverjar umræður um þetta efni? Hafa þær nokkurn tíma verið. Og getur ekki verið að Íslendingar vilji ekki endilega gefa líffæri. Þeir vita um möguleikann en nota hann ekki meira en raun er á. Er ekki tekið mark á viljanum nema hann sá sá að gefa líffæri? Svo er fólki eiginlega stillt upp við vegg: ef það gefur ekki líffæri er það ekki gott fólk. þetta er ekki sagt hreint út en er svona meiningin samt. Það er nánast verið að þvinga fólk til að gefa líffæri án nokkurrar umræðu um málið og ýmsar siðferðilegar hliðar þess. Og þarna stendur þú fremstur í flokki.
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.3.2007 kl. 22:14
Finnst samt vanta eitt mikilvægt atriði í þetta mál.
Hvað með þá sem eru ekki með bílpróf og hafa þar af leiðandi ekki ökuskírteini.....þeir eru farþegar í bílum og því miður lenda þeir oft með ökumanni í slysum svo og öðrum slysum.þeir gætu líka verið viljugir til að gefa líffæri.Hvar á það að koma fram?
Og svo þarf að ræða þetta innan þjóðfélagsins,það eru margir sem eru tilbúnir í þetta en margir sem eru það ekki.....og hvað með börn og unglinga sem eru ekki komin með próf?Eða á þetta bara a ðná til þeirra sem eru með bílpróf?
Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.