Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
27.8.2008 | 13:51
Ánægjuleg ákvörðun ráðherra í Ramsesmálinu
Ákvörðun dómsmálaráðherra um að Útlendingastofnun beri að fjalla efnislega um mál Paul Ramses var sérlega ánægjuleg. Við í allsherjarnefndinni funduðum um málið fyrr í sumar og eftir þann fund styrktist maður enn frekar í trúnni að það bæri að fjalla efnislega um mál Ramses.
Ég var einn af þeim fjölmörgu sem hvöttu dómsmálaráðherra til að endurskoðaða þessa ákvörðun eins og má m.a. sjá hér, hér, hér og hér. Sömuleiðis má finna svipaða áskorun frá mér í viðtali við Ríkisútvarpið og Sjónvarpið. Ég er því mjög ánægður með þessa ákvörðun ráðherrans.
Það var annars afar gaman að sjá í gær þegar fjölskylda Paul Ramses sameinaðist á ný á íslenskri grund. Og nú tekur við hefðbundið ferli hjá Útlendingastofnun þar sem lagt verður efnislegt mat á málið og verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því.
Grátið af gleði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2008 | 11:51
Faxlýðræði
Sífellt fleiri þungavigtaraðilar í samfélaginu eru orðnir jákvæðir gagnvart Evrópusambandsaðild. Forysta verkalýðshreyfingar og lykilsamtaka atvinnurekanda vilja láta reyna á aðild. Sömuleiðis sjálf þjóðin ef marka má skoðanakannanir.
Þrátt fyrir það hefur aðeins Samfylkingin viljað aðild en aðrir flokkar virðast sumir enn ekki vita almennilega hvert eigi að stefna og aðrir eru gallharðir andstæðingar aðildar. Og á meðan svo er eru litlar líkur að Ísland leggi inn umsókn.
Efnahagslegu rökin ljós
Þegar Svíar stóðu frammi fyrir upptöku evrunnar fyrir nokkrum árum studdi nánast öll verkalýðshreyfingin sem og samtök atvinnurekenda upptöku hennar. Um 92% forstjóra fyrirtækja í sænsku kauphöllinni studdu upptöku og það gerðu ennig formenn stjórnamálaflokka sem nutu stuðnings um 80% þjóðarinnar.
Af þessum hagsmunaðilum má sjá að sterk efnahagsleg rök hlutu að hafa verið fyrir evrunni. Hins vegar kom á daginn að sænska þjóðin var ekki reiðubúin til þess að styðja upptöku evrunnar og vitanlega hafði hún lokaorðið.
Hér á landi má einnig segja að efnahagsleg rök fyrir aðild Íslands að ESB og myntbandalaginu séu flestum ljós. En það virðist hins vegar vera meiri dýpt á bak við röksemdirnar gegn aðild sem eru byggðar á grundvelli fullveldis, tillfinninga og þjóðernis. Það þarf því að skoða þær röksemdir mun betur en það þarf að gerast í ljósi núverandi ástands.
EES samningurinn gæfuspor
Það eru flestir sammála um að EES-samningurinn hafi verið Íslendingum mikið gæfuspor og fáir vilja varpa honum fyrir róða, nema e.t.v. Vinstri grænir. Með samningnum varð Ísland hluti af innri markaði Evrópusambandsins þar sem frelsi fólks, fjármagns, vöru og þjónustu á milli landa var tryggt. Vegna þessa erum við skuldbundin til að hafa stóra hluta af okkar lykillöggjöf eins og Evrópusambandið vill hafa hana.
Það er hins vegar ekki einungis viðskipta-, fjármála-, samkeppnis- og atvinnulöggjöfin sem kemur af faxi frá Brussel heldur þurfa margskonar önnur lög okkar einnig að uppfylla skilyrði ESB. Má þar nefna t.d. reglur á sviði umhverfisverndar, sveitastjórnar, fjarskipta, matvælaöryggis og persónuverndar.
Á fundi viðskiptanefndar þingsins heyrðum við á máli embættismanna sem komu fyrir nefndina að ekki væri unnt að breyta öðru en heiti laganna við afgreiðslu tiltekins frumvarps á Alþingi. Ekki var það beysið fyrir eina elstu lýðræðisþjóð í heimi.
Áhrif á lög og dóma
EES-aðildin hefur einnig haft þau áhrif að við höfum samþykkt að breyta íslenskum lögum þannig að þau uppfylli evrópska löggjöf. Yfirleitt hafa þær breytingar verið til bóta og í sjálfu sér ekki komið upp stór vandamál þessu samfara.
Þá hefur EES-samningurinn sömuleiðis haft margvísleg áhrif á dómsvaldið sem ekki voru séð fyrir. Þann 16. desember 1999 féll tímamótadómur, Erlu Maríu dómurinn, í Hæstarétti Íslands þar sem íslenska ríkið var álitið skaðabótaskylt vegna þess að íslensk löggjöf reyndist ekki vera í samræmi við tilskipun frá ESB, þrátt fyrir að EES-samningurinn segði ekkert um slíkan rétt til bóta.
Að sitja við borðið
Á meðan við erum fyrir utan ESB höfum við engin áhrif á þær reglur sem við þurfum að innleiða. Innan ESB hefðum við hins vegar slík áhrif. Þrátt fyrir fullyrðingar um annað sýnir reynslan að smáríkjum vegnar vel innan ESB. Sitji maður undirbúinn við borðið er hlustað á mann, og það á við um ESB eins og annað.
Og í þessu sambandi skiptir nokkru að þingmenn Evrópuþingsins skipa sér í hópa eftir stjórnmálaskoðunum en ekki eftir þjóðerni. Þessi staðreynd hefur allnokkra þýðingu og er því ekki rétt að segja að 5-6 íslenskir Evrópuþingmenn muni sitja áhrifalausir út í horni.
Hvað fengist með aðild?
Með aðild Íslands að Evrópusambandinu fengjum við fullan aðgang að pólitískri og efnahagslegri stefnumótun sambandsins. Með EES samningnum höfum við ekki aðgang að stefnumótuninni, sem er veigamikill galli.
Með inngöngu í ESB fengist einnig fullur aðgangur að myntbandalaginu, tollfrelsinu, sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum, utanríkis- og öryggismálum, byggðamálum og hlutdeild í fjárlögum sambandsins. Einnig tækjum við þátt í Evrópuþinginu, leiðtogaráðinu, ráðherraráðinu, framkvæmdastjórninni, Evrópudómstólnum og að fjölda sérfræðistofnana.
Auðvitað er engin ástæða til að gera lítið úr andstöðu við aðild Íslands að Evrópusambandinu sem byggist á tilfinningum eða þjóðerniskennd. En einmitt að teknu tilliti til þjóðerniskenndar og vægis Íslands sem fullvalda ríkis getur núverandi ástanda og staða Íslands, varla talist ásættanleg.
9.8.2008 | 17:23
Eyja en ekki eyland
Flestir kannast við slagorðið Ísland sem alþjóðleg fjármálamiðstöð. Það hljómar vel en enn sem komið er það einungis framtíðarsýn. Fjölmargt þarf að gera ef takast á að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð.
Við þurfum að bæta löggjöfina enn frekar og gera fjármálafyrirtækjum kleift að sameinast sem og sparisjóðunum, einfalda regluverk, liðka fyrir erlendum fjárfestingum, auka kennslu í skattarétti og eignaumsýslu og setja á fót formlegan samstarfsvettvang milli stjórnvalda og fjármálageirans svo eitthvað sé nefnt.
Tryggja þarf að sambærilegar reglur gildi í viðskiptalífinu hér á landi og gilda erlendis. Það er lykilatriði að fjárfestar og fyrirtæki geti gengið að sama viðskiptaumhverfinu vísu. Sérstaða í þessum efnum er ekki góð. Fyrirtæki eru að mörgu leyti eins og börn sem þurfa festu og öryggi en samhliða því sveigjanleika. Með aðild Íslands að Evrópusambandinu yrðum við hluti af stærstu viðskiptablokk heims sem allir þekkja ásamt því að hafa gjaldgengan gjaldmiðil.
Þetta snýst ekki bara um skattana
Undanfarin ár hefur áherslan verið á lága skattprósentu fyrirtækja. Það er að sönnu æskilegt markmið en það er ýmislegt annað sem skiptir fyrirtækin máli. Eitt af því eru samskipti fyrirtækja við eftirlitsstofnanir.
Vegna smæðar okkar höfum við einstakt tækifæri til að vera fremst í flokki þegar kemur að málshraða, minna skrifræði og skilvirkri stjórnsýslu. Til að ná þessu markmiði þarf að gera enn betur við viðkomandi eftirlitsstofnanir. Staðan hér á landi er talsvert betri en víðast annars staðar en ég er sannfærður að unnt er að gera enn betur.
Aftur örlítið um tvítyngda stjórnsýslu
Fyrir nokkrum mánuðum tók ég í blaðagrein undir þá hugmynd að við ættum að stefna að því að gera íslensku stjórnsýsluna tvítyngda sem lið í því að gera Ísland meira aðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta. Viðbrögðin voru nokkur og ýmsir gengur svo langt að ætla mér það að gera Ísland tvítyngt. Var jafnvel talað um aðför að íslenskri tungu, menningu og þjóð.
Hugmyndin byggir á því að vanþekking á íslenskum markaði komi í veg fyrir að mörg erlend fyrirtæki komi hingað. Hluti þess vanda sem íslensk fyrirtæki glíma nú við, sem margir hafa nefnt ímyndarvanda, stafar að ég held af vanþekkingu og ónægum upplýsingum um stöðu íslensks viðskiptalífs.
Hér á ég því við það eitt að sá hluti stjórnsýslunnar sem snýr að erlendum fjárfestum verði einnig aðgengilegur á enskri tungu. Eftirlitsstofnanir verði jafnframt í stakk búnar til að svara erindum á ensku og birti niðurstöður sínar einnig á því tungumáli. Þetta er leið sem fjölmargar þjóðir hafa farið með góðum árangri.
Ástæða er til að árétta það sérstaklega að með þessari hugmynd er ekki verið að leggja til að tungumál ríkisins verði í framtíðinni tvö eða að enska og íslenska verði jafnrétthá sem stjórnsýslumál. Því fer víðsfjarri og markmiðið með þessu væri aðeins að auðvelda erlendum aðilum aðgengi að grundvallarupplýsingum um íslenskt viðskiptalíf og að íslenskum eftirlitsstofnunum.
Verk stjórnarflokkanna
Unnið hefur verið að því af fullum þunga að sníða viðskiptalöggjöf að þörfum atvinnulífsins í vetur. Sett hefur verið sérstök löggjöf um sérvarin skuldabréf. Lögum um atvinnuréttindi útlendinga hefur verið breytt á þann hátt að auðveldara verður að fá erlenda sérfræðinga til landsins. Þá verður skattprósenta fyrirtækja lækkuð niður í 15% og sparisjóðum hefur verið veitt heimild til að kaupa bankaútibú án þess að þurfa að breyta sér í hlutafélag en það var skilyrði eldri laga.
Viðskiptanefnd Alþingis hefur einnig afgreitt ný heildarlög um verðbréfaviðskipti og kauphallir þegar hin svokallaða MiFID-tilskipun var innleidd í íslenskan rétt. Frumvarp er varðar uppgjör innlends hlutafjár sem er skráð í erlendri mynt varð sömuleiðis að lögum í vetur. Fjárframlög til Fjármálaeftirlitsins hækkuðu um 50% á milli ára og fjárframlög til Samkeppniseftirlitsins um 60% á tveimur árum. Loks var afnumin skattskylda vegna söluhagnaðar hlutabréfa.
Tækifærið er til staðar
Tækifærin fyrir litla þjóð á að verða að alþjóðlegri fjármálamiðstöð, sem byggist á vel menntuðu og launuðu fólki, eru ótrúleg. Í því sambandi má benda á Lúxemborg og Írland, en það var sannarlega ekki augljóst á sínum tíma að þessar þjóðir yrðu slíkar miðstöðvar. Þótt við búum á eyju, ætti markmiðið að vera það að forðast að vera eyland í í fjármálum og viðskiptum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa