Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
26.1.2008 | 09:10
Formennska í tveimur mikilvægum nefndum
Það er stundum sagt að tveir hópar í samfélaginu eigi að vera settir í forgang, börnin og aldraðir. Og í raun kemur slíkt fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Það er því mikill heiður og ábyrgð að fá að gegna formennsku í tveimur nefndum sem fjalla einmitt um stöðu þessara mikilvægu hópa.
Fyrri nefndin sem ég gegni formennsku í er samstarfsnefnd um málefni aldraðra. Verkefni samstarfsnefndar um málefni aldraðra eru að stjórna Framkvæmdasjóði aldraðra og gera tillögur til ráðherra um úthlutun úr sjóðnum. Þá ber nefndinni að vera félags- og tryggingamálaráðherra og ríkisstjórn til ráðuneytis um málefni aldraðra og að vera tengiliður milli ráðuneyta, stofnana og samtaka sem starfa að málefnum aldraðra. Þessi málaflokkur hefur lengi verið pólitísk bitbein enda verkefnin næg. Það verður því afar spennandi og krefjandi að leiða þessa nefnd.
Seinni nefndin sem ég leiði á að fjalla um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra og réttarstöðu barna þeirra. Nefndinni verður jafnframt falið að fjalla um réttarstöðu stjúpforeldra og aðstæður þeirra. Meginverkefni nefndarinnar verða að kanna fjárhagslega og félagslega stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra og stjúpforeldra, að skipuleggja og vinna að söfnun upplýsinga um þessa hópa foreldra og stöðu þeirra, að fara yfir réttarreglur sem varða hópana og gera tillögur til hlutaðeigandi ráðherra um hugsanlegar úrbætur í málefnum þeirra á grundvelli löggjafar og/eða tiltekinna aðgerða.
Eins og má sjá þá er þetta risavaxið verkefni enda mörg álitaefni hér á ferð. Nú erum við í þessari nefnd búin að hittast tvisvar sinnum en einvalalið situr í þessari nefnd með mér, eins og reyndar í þeirri fyrri.
24.1.2008 | 17:43
Dúsu-kallarnir
Atburðarrás síðustu daga í borgarstjórn endurspeglar ekkert annað en nakta valdapólitík þeirra sem stuðluðu að því að sprengja meirihluta Tjarnarkvartettsins. Það segir sína sögu að 74% borgarbúa styðja ekki meirihluta Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. Tölurnar benda til þess að kjósendur Sjálfstæðisflokks séu sömuleiðis margir hverjir ósáttir við þennan ráðahag.
Aðdragandinn að slitum 100 daga-meirihlutans var enginn, hvorki pólitískur né persónulegur. Allt önnur staða var uppi þegar að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk fyrr í haust. Það blasir við. Það verður fróðlegt að sjá hvernig að þessum veiklaða meirihluta tekst að vinna úr REImálinu sem beinlínis splundraði borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokks fyrir örfáum mánuðum síðan.
Það vekur nokkra athygli sem í ljós hefur komið að Sjálfstæðismenn voru í þeirri trú að Margrét Sverrisdóttir væri fylgjandi þessum ráðahag. Það kæmi mér ekki á óvart, miðað við það hvernig meirihlutinn var myndaður, að upp úr dúrnum komi að einhverjir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi ekki fengið upplýsingar um það sem í vændum var fyrr en á lokametrunum. Þeir hljóta að vera hugsi um sína stöðu nú.
Í dag virðist því miður sem að borgarpólitíkin snúist um lítið annað en dúsur. Borgarstjórnarfundurinn í dag snerist um það eitt af hálfu meirihlutans að skipta niður bitlingum. Þeir Ólafur F. og Vilhjálmur Þ. eru ekki öfundsverðir af því að fara af stað með þetta samstarf, jafn veikt og það er og án stuðnings þorra almennings. Ég spái því að þessi meirihluti muni ekki lifa kjörtímabilið á enda.
Annað sem maður hefur heyrt í dag er að fáir virðast leggja trúnað á að Björn Ingi sé í raun hættur í pólitík. Það sé einfaldlega ekki í hans karakter að yfirgefa hið pólitíska sviðsljós. Vísað er til þess að tímasetningin sé heppileg í ljósi þess að nú hafi Tjarnarkvartettinn misst völdin og að fatakaup Björns hefðu ella dregið dilk á eftir sér. Það mál hefði einfaldlega reynst honum mjög erfitt viðureignar. Ákvörðun Björns Inga um að hætta sem borgarfulltrúi muni drepa þeirri umræðu á dreif og beina athyglinni að flokksbróður hans Guðjóni Ólafi sem upphafsmanni fatapókersins.
Ég ætla í sjálfu sér ekki að meta það en það blasir engu að síður við að það er mikill órói innan Framsóknar sem margir innan flokksins virðast tengja við persónu Björns Inga. Björn Ingi er að sönnu umdeildur maður en mér hefur sýnst sem að þar fari metnaðarfullur og einbeittur stjórnmálamaður.
21.1.2008 | 22:47
Skuldar borgarbúum skýringar
Hlutirnir hafa heldur betur breyst hratt í pólitíkinni. Fyrst voru það milljón króna fötin og hnífasettin í Framsókn. Og nú er það nýr meirihluti í höfuðborginni.
Eftir að hafa horft á einn versta blaðamannafund sem haldinn hefur verið norðan Alpafjalla þegar nýr meirihluti var kynntur á Kjarvalsstöðum er ljóst að það er ástæða til að hafa talsverðar áhyggjur af stöðu mála hér í borginni.
Það sér hver maður að hinn nýi meirihluti í borginni er afskaplega veikur og málaefnaskráin þunnur þrettándi þó það sé látið heita að hún snúist um aukið öryggi, betri almenningssamgöngur og bætta velferð. Sömuleiðis er ljóst að Ólafur F. skuldar borgarbúum frekari skýringar á liðhlaupi sínu. Ólíkt því þegar meirihluti D og B sprakk í borginni virðist hér ekki hafa verið neinn aðdragandi að sprengjunni nú og ekki neinar pólitískar deilur eða persónuleg missklíð sem geta útskýrt gjörðir Ólafs F. í þessu máli.
Augljóst er að Ólafur F. var einungis að hugsa um sinn eigin rass þegar þessi ákvörðun var tekin og tók hana að auki án alls samráðs við sína samstarfsfélaga í borginni. Borgarbúar súpa seyðið af þessum farsakenndu hræringum. Þeir missa öflugan meirihluta sem var bæði atkvæðamikill og vinsæll meðal borgarbúa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
20.1.2008 | 14:47
Þingmenn á Hrauninu
Allsherjarnefnd Alþingis heimsótti Litla-Hraun fyrir helgi. Heimsókin var afar fróðleg og er ljóst að starfsfólkið þar er að vinna gott starf við erfiðar aðstæður. Reyndar gekk erfiðlega fyrir þingmenn að komast þaðan þar sem rútan sem flutti hina háttvirtu þingnefnd festist á bílastæðinu við Litla-Hraun. En með samstilltu átaki löggjafarvalds og yfirmanna fangelsismála tókst að koma þingmannsrútunni út í frelsið.
En að efni máls, þá er ljóst að fangelsismál hafa því miður ekki verið mjög ofarlega á dagskrá íslenskra stjórnmála. Þessi málaflokkur er þó hluti af þeim grunnskyldum sem sérhvert stjórnvald ber að sinna.
Þrátt fyrir það er ýmislegt ógert í fangelsismálum þjóðarinnar. Má þar nefna frekari uppbygging á fangelsisbyggingum, bætt meðferðarúrræði fyrir fanga, aukna möguleika á menntun og vinnu hjá föngum, betri kjör fangavarða, bætt heimsóknaraðstaða, aukinn stuðningur eftir að afplánun lýkur og svona mætti lengi telja áfram.
Hins vegar hefur margt jákvætt gerst undanfarin misseri í fangelsismálum sem vert er að gefa gaum að. Talsverð breyting til batnaðar varð þegar Valtýr Sigurðsson tók við Fangelsismálastofnun fyrir nokkrum árum. En nú er Valtýr horfinn á aðrar slóðir sem nýr ríkissaksóknari og er óhætt að binda miklar vonir við starf hans þar. Það var sömuleiðis mikið fagnaðarefni þegar tilkynnt var að Margrét Frímannsdóttir myndi taka við stjórnartaumum á Litla-Hrauni. Margrét var einn af fáum þingmönnum sem lét sig fangelsismál varða og hefur mikla þekkingu á málaflokknum.
Þá hefur núverandi dómsmálaráðherra staðið fyrir mörgu jákvæðum aðgerðum í fangelsismálum. Og fyrir helgi skilaði síðan nefnd menntamálaráðherra skýrslu um að auka bæri áherslu á menntun fanga sem hlýtur að segja sig sjálft að sé nauðsynlegt. En síðast en ekki síst hafa fangarnir sjálfir lagt mikið að mörkum í að benda á það sem betur má fara. Það var mikilvægt fyrir okkur í allsherjarnefnd Alþingis að heyra athugasemdir fanganna milliliðalaust frá þeim sjálfum.
En betur má ef duga skal. Dómar virðast hafa þyngst undanfarin misseri og það eykur að sjálfsögðu álagið á starfsfólk og kerfið. Sömuleiðis hefur notkun á samfélagsþjónustu aukist jafnt og þétt að undanförnu en ein af afleiðingum þess er auðvitað sú að hlutfall þeirra sem þurfa að sitja inni og eru sekir um alvarlegri glæpi er hærra en áður.
Það hlýtur að vera eitt af meginmarkmiðum með fangelsisvist að einstaklingurinn komi ekki verri út eftir að afplánun lýkur heldur en hann var þegar hann hóf afplánunina. Það er því hagsmunamál okkar allra að þessi málaflokkur fái þá athygli og fjármagn sem hann þarf.
18.1.2008 | 08:20
Þingið mun hægja á sér
Hinar nýju húsreglur Alþingis eru strax farnar hafa jákvæð áhrif á þingstörfin. Umræðurnar í þingsalnum eru orðnar beinskeyttari og snarpari. Langalokurnar heyra sem betur fer sögunni til og fengum við sýnishorn af því þegar 2. umræða um jafnréttisfrumvarpið var rætt í vikunni. Samkvæmt gömlu lögunum hefði verið ómögulegt að vita hvenær sú umræða lyki í ljósi þess að þingmenn gátu þá talað óendanlega lengi við 2. umræðu lagafrumvarpa.
Þá hefur nýr liður í þingstörfunum litið dagsins ljós sem heitir óundirbúinn fyrirspurnartími og hefur hann strax sannað gildi sitt. Þessi liður verður að jafnaði tvisvar í viku en þá gefst 5 þingmönnum í senn að koma að óundirbúinni fyrirspurn til ráðherranna. Það var gaman að fylgjast með þingmönnum nýta sér þennan lið í vikunni og urðum við vitni að snarpri umræðu um mál líðandi stundar.
En tilgangur með breytingunum á þingsköpunum var einnig að styrkja þingið og frumkvæði þess. Því verður sérstakur liður á dagskránni tvisvar í viku um störf þingsins en þá er ætlunin að þingmenn beini spjótum sínum að öðrum þingmönnum en ráðherrum s.s. nefndarformönnum og þingflokksformönnum. Það verður fróðlegt að sjá hvort stjórnarþingmenn noti ekki einnig þennan lið til að taka upp einstaka stjórnarandstöðuþingmenn og krefja þá svara um ummæli og gjörðir. En eins og þjóðin veit þá er það venjulega öfugt.
Að lokum langar mig að minnast að breytingu sem fór lítið fyrir í umræðunni þegar frumvarpið var samþykkt rétt fyrir jól. Það er sú lagabreyting að hægt verður að krefjast þess að frumvarp fari aftur til nefndar eftir 2. umræðu. Þetta mun hægja á lagsetningunni og vonandi bæta hana. Sömuleiðis verður þetta án efa óspart notað á síðustu dögum þingsins fyrir sérhvert hlé.
17.1.2008 | 09:08
Stóra húsamálið
Þessa dagana er heilmikið rætt um skipulagsmál í borginni. Og sitt sýnist hverjum. Reyndar eru skipulagsmál sá málaflokkur sem ég tel að beri helst á góma þegar fólk vill ræða pólitík á mannamótum. Það er vegna þess að allir hafa skoðun á skipulagsmálum.
Án þess að leggja mat á framtíð þessara tilteknu húsa við Laugaveginn sem nú eru í umræðunni er ljóst að nokkrar leiðir eru uppi. Hægt er rífa húsin og byggja eitthvað algjörlega nýtt á reitnum. Svo er hægt að friða húsin og gera ekkert við þau. Þá er hægt að flytja þessi hús annað og byggja annars konar hús í staðinn. Loks er hægt að leyfa húsunum að vera þarna en byggja þau upp í anda liðinna tíma.
En annars fannst mér viðtal Egils Helgasonar við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi fréttamanns, á sunnudaginn var um þessi mál, vera afskaplega fróðlegt.
Ég hef heyrt af mörgum að útlegging Sigmundar hafi snúið mörgum á sveif með friðun þessara húsa, eða a.m.k. á þá skoðun að nýbyggingar á svæðinu þurfi að lúta ákveðnum kröfum um útlit fyrri tíma.
16.1.2008 | 14:35
24 ára reglan út
Það er sérstaklega ánægjulegt að í nýju frumvarpi til útlendingalaga sé gert ráð fyrir að hin svokallaða 24 ára regla fari út. Verði frumvarpið að lögum verður 24 ára aldursmarkið fellt út úr skilgreiningu á maka.
24 ára reglan var afskaplega umdeild eins alþjóð man eftir. En núna hafa stjórnarflokkarnir náð samkomulagi um að reglan sjálf fari út. En hins vegar verður kannað hvort um nauðungar- eða málamyndunarhjónaband sé að ræða þegar um er að ræða hjón undir 24 ára aldri. Sú könnun á reyndar alltaf við samkvæmt lögunum sé rökstuddur grunur um að slíkt sé fyrir hendi.
Með þessu frumvarpi stjórnarflokkanna er því bæði verið að laga útlendingalögin að núverandi framkvæmd og verið að mæta þeim röksemdum að þessi 24 ára regla hafi verið óeðlileg.
15.1.2008 | 14:46
Gefum líffærin og björgum lífum
Undanfarna daga hefur verið umræða um líffæragjafir í Bretlandi. Þar stendur víst til að gera ráð fyrir ætluðu samþykki sjúklinga. Það þyrfti því að taka sérstaklega fram ef viðkomandi kærir sig ekki um að gefa líffæri sín eftir andlát sitt. Að mínu mati er þessi leið svo sannarlega þess virði að skoða. Það er alveg ljóst að við þurfum að fjölga líffæragjöfum bæði hér á landi og út í hinum stóra heimi.
En vegna þessarar umræðu langar mig til að minna á þingmál sem ég lagði fram á Alþingi fyrir nokkrum misserum um að upplýsingar um líffæragjafir kæmu fram í ökuskírteinum einstaklinga.
Við vitum að á Íslandi eru líffæragjafir fátíðari en annars staðar á Norðurlöndunum. Hér á landi fara helmingi fleiri einstaklingar árlega á biðlista eftir líffærum en þeir sem fá líffæri. Á Vesturlöndum deyja nú fleiri sjúklingar sem bíða líffæragjafar en þeir sem fá líffæri. Það er því mjög mikilvægt að fjölga íslenskum líffæragjöfum en hver líffæragjöf getur bjargað allt að sex mannslífum. Fram til ársins 1991 gátu Íslendingar einungis þegið líffæri frá öðrum þjóðum en ekki lagt þau til sjálfir samkvæmt lögum.
Því er nauðsynlegt að upplýsingar um vilja til líffæragjafa verði sem aðgengilegastar. Vandfundin er betri leið en að notast við upplýsingar á ökuskírteini viðkomandi og er það t.d. gert í Bandaríkjunum. Skráning þessara upplýsinga á ökuskírteinum er einnig heppileg þar sem það eru oft látnir ökumenn sem koma til greina sem líffæragjafar.
Með því að áskilja slíka skráningu á ökuskírteini þarf fólk að ákveða hvort það kærir sig um að gefa líffæri. Hér á landi hafna ættingjar líffæragjöf ættmenna sinna í um 40% tilvika en á Spáni er þetta hlutfall helmingi lægra. Það er því ástæða að auðvelda upplýsingargjöf viðkomandi einstaklings hvort hann kæri sig um að gefa líffæri sín eða ekki.
8.1.2008 | 13:29
Hvernig rættust spárnar?
Eins og alþjóð veit þá er nú mikill órói á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þessi órói endurspeglar e.t.v. tvennt. Hið fyrra er að hér, eins og annars staðar, gildir lögmálið um það sem fer upp hlýtur að einhvern tímann að koma niður. Og hið seinna er að nú er íslenskur fjármálamarkaður í miklu meira samræmi við það sem þekkist á alþjóðlegum mörkuðum sem eru einnig að ganga í gegnum talsverðar sveiflur og óvissu.
En við svona ástand er hin svokallaða hjarðhegðun fljót að segja til sín. Því þótt hlutabréfamarkaðir séu nú á niðurleið stendur sú staðreynd áfram óhögguð að íslensk fyrirtæki eru upp til hópa ágætlega rekin.
Annars er mjög áhugavert að velta því fyrir sér hvernig greiningardeildir bankanna höfðu spáð að árið 2007 myndi líta út.
Í fyrstu spá Glitnis á síðasta ári var gert ráð fyrir að 21% hækkun yrði á úrvalsvísitölunni á árinu 2007. Landsbankinn spáði þá 18% hækkun en taldi möguleika á 20-25% hækkun og Kaupþing spáði 25% hækkun úrvalsvísitölunnar.
Um mitt síðasta ár spáðu síðan Glitnir og Kaupþing 45% hækkun á árinu 2007 en Landsbankinn 37%.
Svo um haustið gerðu bæði Glitnir og Landsbankinn ráð fyrir um 35% hækkun og Kaupþing spáði að 33% hækkun yrði á úrvalsvísitöluna á árinu 2007.
En þegar árið 2007 var loks gert upp kom í ljós að úrvalsvísitalan hafði lækkað um 1,4%.
Það er spurning hvort Völvan hefði getað gert betur en greiningardeildirnar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa