Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
5.5.2007 | 21:10
Hvað er búið að gerast undanfarna 10 daga?
Eitthvað er þetta skrýtið, rétt fyrir kosningar, að ganga frá aukinni tannvernd barna. En það er ekki eins og að Framsóknarflokkurinn hafi ekki haft tíma til að ráðast í þetta, búinn að vera í ríkisstjórn stöðugt í 35 ár að 4 árum undanskildum.
Annars er með ólíkindum hvað ríkisstjórnarflokkarnir hafa gengið langt í að lofa útgjöldum inn í framtíðina. Nú er talan yfir kosningavíxla Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks komin yfir 400 milljarðar króna á næstu 2 kjörtímabilum.
Þessa dagana fáum við þingmenn mýmarga tölvupósta frá ráðuneytunum um allt það nýjasta sem ráðherrarnir hafa lofað.
Mig langar að deila með ykkur nokkrum tölvupóstum sem ég hef einungis fengið síðastliðna 10 daga frá ráðherrunum en þetta er ekki tæmandi upptalning.
1. Heilbrigðisráðherra semur við Tannlæknafélag Íslands um tannlæknaþjónustu þriggja og tólf ára barna.
2. Menntamálaráðherra og samgönguráðherra undirrita samninga um samstarf menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis við samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Suðurlandi og Suðurnesjum um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu.
3. Heilbrigðisráðherra semur um geðheilbrigðisþjónustu á Sauðárkróki og Ísafirði.
4. Heilbrigðisráðherra tryggir aðgang að bóluefni gegn heimsfaraldri inflúensu.
5. Fjármálaráðherra undirritar kaupsamning um 15,2% hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja hf.
6. Heilbrigðisráðherra framlengir þjónustusamning við SÁÁ.
7. Heilbrigðisráðherra eykur styrki til kaupa á næringarefnum og sérfæði.
8. Félagsmálaráðherra undirritar þjónustusamning um málefni fatlaðra og samkomulag um ný búsetuúrræði og eflingu dagþjónustu og dagvist fyrir geðfatlað fólk í Þingeyjarsýslum.
9. Félagsmálaráðherra undirritar samkomulag um verkefni til að fjölga búsetuúrræðum og efla dagþjónustu og dagvist fyrir geðfatlað fólk á Austurlandi.
10. Félagsmálaráðherra undirritar þjónustusamning við Sveitarfélagið Hornafjarð um þjónustu við fatlaða.
11. Menntamálaráðherra úthlutar úr Þróunarsjóði grunnskóla 20 milljónir króna til 35 verkefna.
12. Menntamálaráðherra kynnir stefnu stjórnvalda í byggingarlist.
13. Menntamálaráðherra undirritar samning um samstarf menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis við 16 sveitarfélög á Norðurlandi eystra um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu.
14. Menntamálaráðherra undirritar samstarfssamning um Orkuháskóla í tengslum við uppbyggingu Háskólans á Akureyri.
15. Heilbrigðisráðherra undirritar reglugerð sem felur í sér að Tryggingastofnun ríkisins er heimilt að taka aukinn þátt í kostnaði við tannlækningar fatlaðra og langveikra barna sem njóta umönnunargreiðslna og vegna tannlæknismeðferða þroskaheftra sem eru 18 ára og eldri.
16. Félagsmálaráðherra setur á fót skrifstofu barna- og fjölskyldumála í félagsmálaráðuneytinu.
17. Heilbrigðisráðherra gefur út stefnumörkun heilbrigðisyfirvalda í gæðamálum til ársins 2010.
18. Utanríkisráðherra og félagsmálaráðherra tilkynna að ríkisstjórnin hafi markað þá stefnu að tekið verði á móti hópi flóttamanna hér á landi á hverju ári.
19. Ríkisstjórnin samþykkir að veita Þjóðminjasafni Íslands 1,5 milljón króna styrk af ráðstöfunarfé sínu til að standa straum af kostnaði safnsins við móttöku á íslenskum munum sem Nordiska museet í Stokkhólmi hyggst afhenda Þjóðminjasafni til varðveislu.
20. Heilbrigðisráðherra veitir SAMAN hópnum Íslensku lýðheilsuverðlaunin 2007 fyrir að leiða saman ólíka aðila til stuðnings íslenskum foreldrum í vandasömu uppeldishlutverki þeirra.
21. Heilbrigðisráðherra skrifar undir samning um stækkun heilsugæslunnar á Siglufirði.
22. Heilbrigðisráðherra ákveður gagngerar endurbætur á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað.
Og munið að þetta er bara það sem ég hef fengið tilkynningu um undanfarna 10 daga frá ráðherrunum.
Samið um tannlæknaþjónustu og forvarnarskoðanir 3 og 12 ára barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
4.5.2007 | 10:34
Velferðin í forgrunni
Á velheppnuðum landsfundi Samfylkingarinnar var Mona Sahlin nýr formaður sænskra Sósíaldemókrata spurð um ástæðu þess að hún væri sósíaldemókrati. Svar hennar var einfalt og gott. Hún sagðist vera sósíaldemókrati m.a. vegna þess að sú hugmyndafræði byggir á því að öflugt og traust velferðarkerfi sem gefur öllum jöfn tækifæri í lífinu sé forsenda þess að atvinnu og efnahagslífið blómstri.
Með því að veita öllum börnum jöfn tækifæri og gott veganesti í lífinu hvað varðar menntun, heilbrigðisþjónustu og félagslegan stuðning þá sé lagður grunnurinn að því að atvinnulífið blómstri.
Brauðmylsnuhagfræðin
Þetta skilja hægrimenn því miður illa. Og þetta skilningsleysi birtist með áþreifanlegum hætti í auglýsingum Sjálfstæðisflokksins nú þar sem sagt er að þegar öllu sé á botninn hvolft sé traust efnahagslíf helsta velferðarmálið. Þetta er brauðmylsnuhagfræðin sem byggir á því að bjóða þegnunum upp á velferð þegar að vel árar og væntanlega minni velferð þegar að illa árar.
Menntun, heilbrigði og félagsleg velferð eru aldrei annað en kostnaður í hugum hægri manna. Kostnaður sem menn reyna að ná niður með öllum tiltækum ráðum, jafnvel með þeim afleiðingum að eldri borgarar og börn búa við fátækt.
Blár, bleikur, grænn
Velferðarkerfið er hins vegar fjárfesting í fólkinu í landinu rétt eins og menntakerfið okkar samkvæmt hugmyndafræði okkar í Samfylkingunni.
Þess vegna er velferðin grundvöllur þess að atvinnulífið hér geti blómstrað. Á þessu byggir norræna módelið sem Sjálfstæðisflokkurinn þykist kannast við í kosningum þegar að félagshyggjan verður allsráðandi. Og flokkurinn skiptir um ham og er ýmist bleikur eða grænn eftir því við hvern er talað. Gleymum því hins vegar ekki að þetta er marklaust kosningahjal og það sýna verkin undanfarin 12 ár.
Biðlistar og fátækt
Verkin sýna að velferðarmálin eru sannarlega ekki hátt skrifuð, það sýna biðlistar eftir brýnni aðstoð heilbrigðiskerfisins, það birtist í kjörum eldri borgara og það birtist auðvitað í þeirri nöturlegu staðreynd að hér á Íslandi búa mun fleiri fátæk börn hlutfallslega en annars staðar á Norðurlöndum. Þessi börn upplifa ekki jöfn tækifæri og það mun ekki aðeins bitna á þeim heldur íslensku samfélagi í heild sinni þegar fram líða stundar. Það borgar sig nefnilega að fjárfesta í fólkinu í landinu og það hefur afleiðingar að gera það ekki.
Að þessu leyti er grundvallarmunur á stefnu Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í velferðarmálum.
3.5.2007 | 17:31
Ragnar Reykás og rósastríðið
Undanfarna daga höfum við frambjóðendur Samfylkingarinnar hér í Reykjavík gengið í hús til þess að spjalla við kjósendur og gefa þeim rósir. Þetta framtak hefur tekist mjög vel upp og þessar göngur hafa reynst mjög skemmtilegar. Þetta er góð leið til þess að spjalla við kjósendur og fólk virðist taka þessu framtaki vel. Ég hef gengið í nokkur hverfi, m.a. í Breiðholtinu, Árbæ, miðbænum og í Laugardalnum.
Ég tók eftir því að Gummi Steingríms flokksfélagi minn nefndi það um daginn á blogginu að hann væri svo upptekinn að hann hefði lítinn tíma fyrir bloggið. Ég er honum sammála um það. Og það er auðvitað nokkuð fyndið til þess að hugsa að nú þegar að frambjóðendur allra flokka vilja hvað þeir geta koma sínum sjónarmiðum á framfæri að þá eru þeir svo uppteknir í baráttunni að þeir hafa varla tíma til þess að skrifa. En auðvitað gefur það manni mest að hitta kjósendur augliti til auglitis og sá þáttur baráttunnar fer auðvitað í algjöran forgang.
Ég heyri það líka að fólki finnst kosningabaráttan róleg og jafnvel bragðdauf. Það er þó ekki tilfinning okkar sem förum á milli vinnustaða, því fólk er greinilega mikið að velta kosningum fyrir sér, hugsanlegu stjórnarmynstri að loknum kosningum og við fáum margar spurningar sem mér finnst til marks um það að fólk er svo sannarlega með hugann við kosningarnar.
Ég náði að horfa á kosningaþátt Íslands í dag í gærkvöldi og hafði gaman af. Ég var mjög ánægður með frammistöðu Össurar, enda er með mælskari og skemmtilegri þingmönnum. Ég var hjartanlega sammála nálgun hans á ummælum Ástu Möller. Þar held ég því miður að hafi ekki verið á ferðinni skoðun eins þingmanns, þarna birtist enn á ný tortryggni Sjálfstæðismanna í garð forsetans. Satt að segja furða ég mig á því að Ásta skuli fyrir það fyrsta hafa tekið undir með Reykjavíkurbréfi Moggans (og þar er ég aftur sammála Gumma Steingríms maður á aldrei að taka undir Reykjavíkurbréf!) en ég er ekki síður hissa á því að hún skuli hafa látið hafa sig út í það að mæta í viðtal og draga algjörlega í land með það sem hún hafði sagt fyrr sama dag. Þetta minnti óneitanlega á þann ágæta mann, Ragnar Reykás.
3.5.2007 | 10:27
Syndalisti ríkisstjórnarinnar
Kosningarnar snúast ekki einungis um framtíðina. Þær snúast líka um fortíðina og hvað flokkar hafa gert. Förum yfir 40 atriði sem ríkisstjórnarflokkarnir stóðu að eða komu nálægt.
1. Íraksmálið
2. Fjölmiðlamálið
3. Árni Johnsen og tæknilegu mistökin
4. Falun Gong
5. Byrgismálið
6. Skipun félaga sinna í Hæstarétt
7. Brot á jafnréttislögum við þessar skipanir og fleiri
8. Baugsmálið
9. "Innmúraður og innvígður"
10. "Ónefndi maðurinn"
11. Eftirlaunafrumvarpið
12. "Sætasta stelpan á ballinu og eitthvað sem gerir svipað gagn"
13. "Þær hefðu hvort sem er orðið óléttar"
14. "Jafnréttislögin eru barns síns tíma"
15. Eitt hæsta matvælaverð í heimi
16. Eitt hæsta lyfjaverð í heimi
17. Einu hæstu vextir í heimi
18. Kosið gegn lækkun á skatti á lyfjum
19. Kosið gegn afnámi vörugjalda á matvælum
20. Kosið gegn 75.000 kr. frítekjumarki fyrir eldri borgara og öryrkja
21. Staðið gegn því að láta samkeppnislög gilda um landbúnaðinn
22. Verðbólguskattur
23. Aukin skattbyrði á 90% þjóðarinnar
24. Óbreytt landbúnaðarkerfi
25. Falleinkunn í hagstjórn frá nær öllum innlendum og erlendum sérfræðingum
26. 5000 fátæk börn
27. 400 eldri borgarar á biðlista
28. 170 börn á biðlista eftir þjónustu Barna- og unglingageðdeildar.
29. Aukinn ójöfnuður
30. 8.500 börn sem hafa ekki farið til tannlæknis í 3 ár
31. Frumvarp um að heimila símhleranir án dómsúrskurðar
32. 24 ára reglan í útlendingalögunum
33. Kaup á sendiherrabústað sem kostaði jafnmikið og það kostar að reka meðal framhaldsskóla
34. Skertur réttur almennings til gjafsóknar
35. Launaleynd viðhaldið
36. Trúfélög fengu ekki heimild til að gifta samkynhneigða
37. Ísland í 16. sæti af 30 OECD þjóðum þegar kemur að framlögum til framhaldsskóla
38. Ísland í 21. sæti af 30 OECD þjóðum þegar kemur að framlögum til háskólana
39. Kaup á vændi ekki gerð refsiverð
40. Sami kynbundni launamunurinn í 12 ár
Og svona mætti lengi telja.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
1.5.2007 | 22:50
Copy Paste í Kastljósi
Í Kastljósþætti kvöldsins var m.a. rætt um skattamál. Á svona skömmum tíma var erfitt að komast yfir mörg efnisatriði. Og umræðan verður enn erfiðari þegar menn neita að horfast í augu við staðreyndir. Árni Mathiesen fjármálaráðherra ber enn höfðinu við steininn og neitar að viðurkenna vaxandi ójöfnuð í samfélaginu.
Sömuleiðis virðist hann búinn að gleyma eigin svörum á Alþingi sem innihéldu m.a. þær upplýsingar að skattbyrði 90% þjóðarinnar hafi þyngst á sama tíma og 10% tekjuhæstu einstaklingarnir hafa notið léttari skattbyrði.
Grundvallarhugmyndafræði Samfylkingarinnar í skattamálum byggir á einföldu og sanngjörnu kerfi þar sem heildarskattbyrði eykst ekki frekar. Kerfið er nú hvorki einfalt né sanngjarnt.
Við viljum byrja á að mæta hagsmunum aldraðra og öryrkja með því að lækka skatta á lífeyrissjóðsgreiðslum úr 36% í 10% og stuðla að því lífeyrisþegar geti unnið án þess að lenda í harkalegum skerðingum eins og nú er reyndin. Við megum ekki gleyma að þriðji hver eldri borgari lifir undir fátæktarmörkum. Það er skammarlegt fyrir okkur Íslendinga að svo illa sé búið að eldri borgurum.
Þá viljum við lækka virðisaukaskatt á lyfjum en Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn kusu gegn tillögum þess efnis fyrir aðeins 5 mánuðum síðan. Kosningaloforð þeirra sem koma inn á þessi mál teljast því varla trúverðug.
Þá þurfa fjölskyldur að vera í forgrunni hjá næstu ríkisstjórn. Samfylkingin hefur í fjögur ár í röð lagt fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. Enn hefur það ekki fengist samþykkt. Við erum sömuleiðis ein um það á Alþingi að hafa lagt fram tillögur um að afnema vörugjöld af matvælum. Slíkt myndi lækka framfærslukostnað fjölskyldna verulega. Skattleysismörkin viljum við hækka í áföngum.
Annars fannst mér fróðlegt hversu samstíga Árni Mathiesen og Jón Sigurðsson, formaður Framsóknar voru í þættinum. Þetta var bara Copy Paste.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.5.2007 kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa