Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
4.4.2007 | 13:34
Verkefni næstu ríkisstjórnar
Seðlabankinn hefur nýlega sent frá sér þjóðhagsspá þar sem dregin er upp frekar dökk mynd. Meðal annars er gert ráð fyrir halla á opinberum rekstri á næsta ári, samdrætti og auknu atvinnuleysi . En það sem meira er að fjármálaráðuneytið gerir sjálft ráð fyrir halla hjá hinu opinbera á næsta ári. Það skiptir miklu máli að hafa þetta í huga þegar ný ríkisstjórn tekur við eftir 38 daga. Sú stjórn þarf því að taka til eftir óstjórn þessarar ríkisstjórnar.
Ég hef ítrekað skrifað um hagstjórnarmistök ríkisstjórnarinnar og vil ég benda á nokkrar greinar sem hafa verið birtar í Morgunblaðinu. Má þar nefna greinina ,,Hvað varð um stöðugleikann?" sem birtist þann 17. febrúar sl., greinina ,,Falleinkunn í stjórn efnahagsmála" sem birtist 5. september sl., greinina ,,Almenningur geldur fyrir mistök ríkisstjórnarinnar" frá 28. ágúst sl. og loks greinina ,,Fjórar þjóðsögur" sem birtist 30. mars 2006.
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, skrifar í dag annars mjög fína grein um stöðuna í efnahagsmálum í Markaðinn í dag í Fréttablaðinu. Þar segir hún m.a.:
,,Staðan er því sú að Seðlabankinn spáir samdrætti og atvinnuleysi, í umhverfi þar sem ríkið örvar hagvöxt big time" en Seðlabankinn dregur úr hagvexti með háum stýrivöxtum. Í mínum augum lítur dæmið þannig út að stýrivöxtum sé beitt til að ryðja veg fyrir athafnasama stjórnmálamenn. Er það virkilega ætlunin?"
Og síðan vísar hún í rit Seðlabankans sem segir orðrétt: Samdrátttur er í raun óhjákvæmilegur og bein afleiðing af ofþenslu fyrri ára."
Það sem dæmin og hver einasta greiningardeild, bæði innlend og erlend, segja ásamt Seðlabankanum sjálfum, staðfestir það að þegar á hólminn er komið þá ræður Sjálfstæðisflokkurinn ekki við stjórn efnahagsmála. Fáir geta neitað því geti fólk einblínt á staðreyndirnar í stað flokkshagsmuna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.4.2007 | 11:45
Hverju ætla Frjálslyndir að stjórna?
Nú er talsverð umræða um áherslur Frjálslynda flokksins í innflytjendamálum en Frjálslyndir hafa sagt að þeir ætli sér að stjórna hverjir komi til landsins frá EES-ríkjunum út af einhverjum undanþágum sem þeir telja sig lesa úr EES-samningnum. Af því tilefni birti ég hér brot úr mjög fróðlegum pistli sem Árni Páll Árnason, lögmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar, birti á heimasíðu sinni.
"Staðreyndin er sú að engin slík undanþága er fyrir hendi. Hin almenna regla 28. gr. EES-samningsins er að frelsi launþega til flutninga skuli vera tryggt í aðildarríkjunum og að í því felist afnám allrar mismununar milli launþega sem byggð er á ríkisfangi og lýtur að atvinnu, launakjörum og öðrum starfs- og ráðningarskilyrðum.
Í 112. gr. samningsins eru almenn ákvæði um öryggisráðstafanir, sem ætlað er að gera samningsaðilum kleift að bregðast við því ef upp koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum. Slíkar öryggisráðstafanir skulu vera takmarkaðar, að því er varðar umfang og gildistíma, við það sem telst bráðnauðsynlegt til þess að ráða bót á ástandinu segir ennfremur í greininni.
Í 113. gr. er mælt fyrir um að unnt sé að grípa til þessara ráðstafana að höfðu samráði við aðra samningsaðila og í henni felst samningsskylda um að leita samkomulags við aðra samningsaðila um viðeigandi viðbrögð.
Í 114. gr. segir að ef öryggisráðstöfun, sem samningsaðili hefur gripið til, veldur misvægi milli réttinda og skyldna samkvæmt samningi þessum getur hver hinna samningsaðilanna gripið til jafn umfangsmikilla jöfnunarráðstafana gagnvart fyrrnefndum samningsaðila og bráðnauðsynlegar eru til að jafna umrætt misvægi.
Yfirlýsing Íslands
Í tengslum við samningsgerðina lýstu íslensk stjórnvöld þeirri túlkun sinni að Ísland gæti nýtt þessar heimildir ef af framkvæmd samningsins myndi leiða alvarlega röskun jafnvægis á vinnumarkaði vegna meiri háttar flutninga starfsfólks sem beinast að sérstökum svæðum, störfum eða atvinnugreinum.
Þessi yfirlýsing er hins vegar einhliða yfirlýsing Íslands, sem bindur ekki hendur viðsemjenda okkar. Og jafnvel þótt hún gerði það eru skilyrði hennar ekki uppfyllt. Það hefur ekki orðið alvarleg röskun jafnvægis á vinnumarkaði. Þvert á móti: Vinnumarkaðurinn er í jafnvægi því atvinnuleysi er ekkert.
Engin undanþága
Það er öllum læsum mönnum ljóst að í þessum ákvæðum felst engin undanþága .. sem samið var um í EES-samningnum, varðandi innflutning verkafólks eins og segir í auglýsingu Frjálslynda flokksins. Við getum gripið til aðgerða til að verjast alvarlegum efnahagslegum eða þjóðfélagslegum erfiðleikum, en við þurfum að bera þær aðgerðir undir viðsemjendur okkar og eiga við þá samstarf um þær. Ef þær hafa mikil áhrif, mega þeir beita samsvarandi aðgerðum gagnvart okkur. Með öðrum orðum: Ef við beitum þessu ákvæði til að takmarka innflutning verkafólks verðum við að takmarka innflutning frá öllum aðildarríkjunum og þau geta þá takmarkað heimildir okkar til að nýta okkur frjálsa för til launavinnu eða náms í aðildarríkjunum.
Ef við förum þá leið að takmarka innflutning erlends vinnuafls eiga viðsemjendur okkar samningsbundinn rétt til að beita sams konar aðgerðum gagnvart Íslendingum sem nú eru að störfum eða við nám í Evrópusambandsríkjunum. Viljum við það?"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.4.2007 | 11:50
Þetta ætti að vera stærsta kosningamálið
Ef stjórnmál ættu að snúast um eitthvað eitt framar öðru þá ætti það að vera börnin. Mér finnst að málefni barna eigi að vera eitt stærsta kosningamálið. Þar eru stærstu hagsmunirnir á ferð.
Á meðan um 5.000 börn eru undir fátæktarmörkum, á meðan barnafátækt er tvöfalt meiri hér en á hinum Norðurlöndunum, á meðan 8.500 börn hafa ekki farið til tannlæknis á þremur árum, á meðan um 4.000 tilkynningar berast árlega til Barnaverndarstofu og á meðan ríkisstjórnin er búin að skerða barnabætur samanlagt um 11 milljarða kr þá er eitthvað að.
Þess vegna hefur Samfylkingin lagt fram ítarlega aðgerðaáætlun um hið unga Ísland.
Þar kemur m.a. fram að Samfylkingin vill:
1. Stytta vinnuvikuna í samráði við aðila vinnumarkaðarins
2. Fría tannvernd og afsláttarkort vegna tannviðgerða barna
3. Koma á sólarhringsaðstoð og ráðgjöf við unga fíkniefnaneytendur og börn með bráð geðræn vandamál
4. Ókeypis námsbækur í framhaldsskólum
5. Lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði í áföngum og breyta reglum þannig viðmiðunartími við útreikninga orlofs verði styttur og að orlofið nýtist einstæðum foreldrum að fullu
6. Hækka barnabætur og vaxtabætur
7. Tryggja gjaldfrjálsa menntaleið í gegnum leik- og grunnskóla
8. Tryggja að öll börn geti tekið þátt í íþrótta-, tómstunda- og félagsstarfi
9. Að börn innflytjenda fái sömu tækifæri og þjónustu og íslensk börn, m.a. með stóraukinni áherslu á íslenskukennslu og stuðning í skólum
Annars má lesa um allar tillögurnar hér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa