Fullt út úr dyrum á fundi með eldri borgurum

Yfir hundrað manns mættu á spjallfund minn um málefni eldri borgara á Kaffi Reykjavík í dag. Stemmningin var virkilega góð, en að sama skapi ljóst að mörg brýn úrlausnarefni bíða þess að ný ríkisstjórn jafnaðarmanna taki við völdum. Ólafur Ólafsson formaður landssambands eldri borgara hélt ágætt erindi og að því loknu fór ég yfir helstu áherslumál mín sem snerta eldri borgara. Ólafur benti réttilega á að skattbyrði eldri borgara hefur aukist og að kaupmáttur þeirra tekjulægstu hefur hækkað mun minna en þeirra sem eru með meðaltekjur svo ekki sé talað um þá tekjuhæstu.

Að því loknu fengu gestir sér kaffi og bakkelsi undir ljúfum söng og bröndurum Ragga Bjarna við undirspil Þorgeirs Ástvaldssonar. Eyrún Magnúsdóttir, blaðamaður, stýrði fundinum af miklum myndarskap.

Sá mikli fjöldi eldri borgara sem mætti á kaffifundinn endurspeglar að mínu mati þá miklu þörf sem er fyrir því að taka málefni eldri borgara föstum tökum, enda hefur ríkisstjórnin því miður ekki séð ástæðu til að hafa hagsmuni þessa hóps í huga. Við sjáum staðfestingu á því nánast daglega í fjölmiðlum landsins.

Myndir af fundinum má sjá í myndadálkinum hér á síðunni innan tíðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 144263

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband