Aðgerðir okkar vs. þjóðnýting og einangrunarhyggja VG

Þessar vikurnar eru efnahagsmálin eðlilega í brennidepli. Það eru augljóslega blikur framundan og erfiðleikar. Í þessari umræðu er sumum tíðrætt um meint aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar.  Förum aðeins yfir þetta „aðgerðarleysi“ stjórnvalda.

1. Gjaldeyrisviðbúnaður Seðlabankans hefur fimmfaldast á innan við tveimur árum. Hann er núna hlutfallslega stærri af landsframleiðslu en þekkist hjá nágrannaríkjunum.

2. Stimpilgjöld fyrir fyrstu kaupendur afnumin.

3. Tugmilljarða útgáfa ríkisskuldabréfa.

4. Stjórnarflokkarnir hafa ákveðið að lækka skatta á einstaklinga með 20.000 kr. hækkun á skattleysismörkum fyrir utan verðlagshækkanir á kjörtímabilinu.

5. Fyrirtækjaskattar verða lækkaðar niður í 15%.

6. Sérstök löggjöf um sérvarin skuldabréf sett.

7. Staða sparisjóða styrkt þegar þeir fengu heimild til að kaupa bankaútibú án þess að þurfa að hlutafélagavæða sig fyrst sem hafði verið skilyrði samkvæmt þágildandi lagaákvæði.

8. Heimild til að taka 500 milljarða kr. lán fengið hjá Alþingi.

9. Margvíslegar aðgerðir á húsnæðismarkaði gerðar sem stuðla að auknum viðskiptum og draga úr verðlækkun á fasteignamarkaði. Þetta veitti m.a. fjármálafyrirtækjum möguleika á að koma húsbréfum sínum í verð og bæta þannig lausafjárstöðu sína. Fundir haldnir milli ríkis og aðila vinnumarkaðarins.

10. Innheimtulög sett í fyrsta skiptið.

11. Reglur settar um takmarkanir á álagningu uppgreiðslugjalda og er nú óheimilt að innheimta svonefndan FIT-kostnað sem er kostnaður vegna óheimils yfirdráttar nema slík gjaldtaka eigi sér stoð í samningi.

12. Breytingar á samkeppnislögum samþykktar þannig að nú geta fyrirtæki í samrunahugleiðingum sent inn svokallaða styttri tilkynningu til samkeppniseftirlitsins. Veltumörkin gagnvart þeim fyrirtækjum sem eru að sameinast voru einnig hækkuð en þó setti viðskiptanefndin sérstakan varnagla í lögin sem heimilar samkeppniseftirlitinu að fjalla um samruna sem eru undir hinum almennum veltumörkum.

13. Ný heildarlög um verðbréfaviðskipti og kauphallir voru afgreidd þegar hin svokallaða MiFID-tilskipun var innleidd í íslenskan rétt. Tilskipunin er gríðarlega mikilvæg enda tryggir hún íslenskum fjármálafyrirtækjum sama umhverfi og evrópsk fjármálafyrirtæki búa við.

14. Frumvarp er varðar uppgjör innlends hlutafjár sem er skráð í erlendri mynt samþykkt.

15. Seðlabankinn hefur rýmkað reglur um veð og farið í samstarf við ESB um varnir gegn fjármálaóstöðugleika.

Þá minni ég á að fjárlög þessa árs voru afgreidd með um 40 milljarða króna afgangi sem er auðvitað mjög jákvætt þegar harðnar í ári. Þrátt fyrir það fór um helmingi meira fé í samgöngumál í ár en í fyrra en slíkt skiptir miklu máli þegar dregur úr verkefnum einkaaðila. Þá varð 17% aukning á fjármunum í menntun og rannsóknir á milli ára og treystir það að sjálfsögðu undirstöður samfélagsins.

Eins og má sjá á þessari upptalningu þá er heilmikið sem stjórnarflokkarnir hafa gert undanfarið ár til að bregðast við ástandinu. Þetta staðfestir í raun Greining Glitnis nýlega eins og má sjá hér undir fyrirsögninni "aðgerðarleysi orðum aukið"

En séu kjósendur enn ósáttir þá bið ég þá um að hugleiða hvort hinn valkosturinn í stjórnmálunum  sé betri þegar kemur að stjórn efnahagsmála þar sem framlag Vinstri grænna virðist helst vera þjóðnýting bankanna  (sjá bls. 6) og uppsögn EES-samningsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Málflutningur VG  um aðgerðaleysi er undarlegur.

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um hækkun skattleysismarka er einskis metin af stjórnarandstöðunni, en ekki mér. Það kemur mér nokkuð á óvart að feálgshyggjuaflið VG skuli ekki styðja þetta í orðum en eðlilega vill Guðni ekkert um þetta tala, enda lækkaði hann skattleysismörk jafnt og þétt í sinni stjórnartíð.

Varðandi stimpilgjöldin, tel ég að heppilegast hefði verið að fella þau niður alfarið. Það má þó ekki gerast með fyrirvara, heldur þarf að negla það í gegn með skömmum fyrirvara, til að sú breyting stoppi ekki fasteignaviðskipti.

Búið er að stíga jákvæð skref í sambandi við fasteignaviðskipti, en ég held að leita þurfi frekari leiða til að lækka vexti sem fyrst á ný og afnema verðtryggingu.  

Jón Halldór Guðmundsson, 4.9.2008 kl. 17:31

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hugmyndir Ögmundar Jónassonar um uppsögn EES-samningsins byggjast að ég bezt veit á því að í staðinn komi hliðstætt fyrirkomulag og Svisslendingar hafa gagnvart Evrópusambandinu, tvíhliða samningar. Er Ágúst s.s. þeirrar skoðunar að Sviss sé einangrað land?

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.9.2008 kl. 08:19

3 Smámynd: Magnús Jónsson

Ein aðgerð var að flýta mannvirkjagerð á vegum hins obinbera til þess að koma atvinnulífinu á meiri hreyfingu þe. byggingarbransanum og er að í sjálfu sér gott og blessað.

 Verulega undarlegt er að sjá tilboðum frá Litháískum verktökum tekið undir þessum kringumstæðum. Nú er búið að bjóða út verkefni td skólabyggingar, verkefni sem voru ætlað að lyfta geiranum, en svo er samið við útlendinga.

Hvað fær ríkið til baka í veltusköttum frá íslenskum verktökum vs þeim sem flytja inn efni og vinnuafl frá landi þar sem mánaðarlaun slaga rétt í 30þ íslenskar krónur ?

Hvað hafa margir íslendingar atvinnu af verkefninu ef tilboði er tekið frá íslenskum verktaka vs þeim Litháíska ?

Get ekki verið sammála um að það sé verið að taka hagstæðasta tilboði ef hlutverk framkvæmdanna er að lyfta íslensku atvinnulífi.

Það er til lítils að berja sér á brjóst í ræðu en gera svo allt annað á riti.

Magnús Jónsson, 5.9.2008 kl. 08:29

4 identicon

Undarlegt að bera saman Sviss og Ísland varðandi efnahag og aðstæður.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 10:18

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mér finnst Magnús hreyfa merkilegu máli.  Er ekki Ísland búið að gangast undir reglur um útboð á Evrópsku efnahagssvæðinu.

Ég tel að við eigum að gera ríkar kröfur um heimilsfesti verktaka hér og að allar tryggingar séu í lagi.

Ég hef heyrt um að erlend fyrirtæki hafi komið hingað og byggt með erlendu vinnuafli tiltölulega ódýrar íbúðir.  Síðan þegar gera á kröfu um að lagaðir séu hinir ýmsustu gallar er viðkomandi fyrirtæki farið af landi brott. Þetta er að vísu ekki byggt fyrir opinbera aðaila, en samt... 

Jón Halldór Guðmundsson, 6.9.2008 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband